Morgunblaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 41 ✝ Ásdís KlaraEnoksdóttir fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1930. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi föstu- daginn 26. desember síðastliðinn. For- eldrar Klöru voru Kristín Björnsdóttir, f. 6. nóv. 1908, d. 17. júní 1997, og Enok Ingimundarson, f. 29. ágúst 1907, d. 2. júní 1974. Systkini Klöru eru Birna, Einar, Árný, Pétur, Helga og Munda. Klara giftist í október 1953 Sig- urði Rósant Indriðasyni, f. 11. ágúst 1923, d. 15. febrúar 2003. Þau áttu fimm börn, þau eru: 1) Sturla. 4) Birna Kristín, f. 2. sept. 1961, eiginmaður Georg Alexand- er. Sonur hennar er Sigurður Ási Hannesson, eiginkona Brandy, synir þeirra eru Damyan og Hjálmar. Fyrir á Georg þrjú börn, Dean, Clifford og Rebeccu, börn hennar eru Aidan og Aislin. 5) Hjálmar, f. 14. okt. 1963, sambýlis- kona Ásdís Jóhannesdóttir, þau eiga tvö börn, Gunnar Kristinn, f. 1991, og Þórunni Klöru, f. 1995. Klara ólst upp í Reykjavík en árið 1951 flutti hún til Grindavík- ur ásamt fjölskyldu sinni. Klara starfaði sem húsmóðir meðan börnin voru að alast upp. Hún vann jafnhliða því við að skera ut- an af netum og frá árinu 1976 starfaði hún hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og starfaði hún þar til ársins 1996. Síðustu mánuðina hefur hún dvalið í öldr- unarheimilinu Víðihlíð í Grinda- vík. Útför Klöru verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Enok Kristinn, f. 4. júlí 1953, sambýlis- kona Skul Iodsong Tragul, sonur hennar Kriangkrai. 2) Indriði, f. 8. feb. 1955, eigin- kona Nanna Hjalta- dóttir, dóttir þeirra er Hrönn Helga, f. 1983, sonur hennar er Indr- iði Örn, f. 2003. Fyrir á Nanna dóttur, Mar- gréti Gledhill, dóttir hennar er Elísabet Nanna. 3) Elísabet Anna, f. 8. apríl 1959, eiginmaður Eyjólfur Valsson. Börn þeirra eru Guðrún Hildur, f. 1983, og Birna Vala, f. 1987. Fyrir á Eyjólfur dóttur, Soffíu Melsteð, eiginmaður Jón Bartels, sonur þeirra er Einar Þessi jól og áramót eru búin að vera frekar skrítin því að ég hef hvorki þig né pabba hjá mér, eins og ég hef haft alla mína ævi. Þið og þó sérstaklega þú hjálpuðuð mér mikið meðan ég var í fjölbrautaskólanum, með því að passa stelpurnar fyrir mig. Alltaf varst þú boðin og búin að taka þær og fara með þeim í jóla- föndrið í skólanum. Það get ég séð á jólaskrautinu mínu, það er allt meira og minna búið til eftir ykkur. Ég á mikið af handavinnuni þinni, myndir, púða og útsaumaða dúka sem þú gafst mér. Þú hafðir svo gaman af því að vinna í höndunum og þegar þú sast fyrir framan sjón- varpið á kvöldin, þá var handavinn- an ekki langt undan. Ég man eftir því hvað það var gott að geta leitað til þín með bæði handavinnuna og annað námsefni, þegar ég var í barnaskóla. Alltaf gastu hjálpað það var alveg sama hvað verið var að vinna við. Pabbi sagði það líka þegar ég varð stúdent að líklegast hefði ég fengið gáfurnar frá þér, en ég hefði fengið hörkuna frá sér. En veistu það að ég er líklegast ekki nema hálfdrættingur miðað við ykkur bæði. Mamma, þú varst mjög góð kona, aldrei heyrði ég þig tala illa um aðra, þú varst líka mjög róleg, sjald- an reið eða í vondu skapi. Það var leitt að þú skyldir ekki geta notið þess lengur að vera í Víðihlíð, þar sem þér leið svo vel. Vertu blessuð mamma og berðu pabba kveðju mína. Guð geymi ykk- ur bæði. Elísabet. Elsku Klara mín. Nú ertu komin til hans Sigga þíns, sem lést síðast- liðinn febrúar. Þið létust á sama árinu, og það er erfitt, ég hélt að ég mundi fá að hafa þig lengur hjá okk- ur, en Guð ákvað að fá þig til sín á annan í jólum eftir stutt veikindi, og það er sárt. Á svona stundu brjótast fram margar minningar um þig Klara mín, ein af þeim er þegar þú kenndir mér að prjóna, þegar ég var með Gunnar pínulítinn, alltaf gat ég leitað til þín þegar ég var strand með mín- ar hannyrðir, því að þú varst mikil hannyrðakona, það lék allt í hönd- unum á þér. Þér þótti svo gaman að lesa líka og þegar ég kom í heim- sókn, þá varstu alltaf með annað- hvort bók eða prjónana. Núna fyrir jólin varstu svo spennt að sjá jólakúl- ur sem ég var að búa til, en þú fékkst ekki að sjá þær því að ég hélt að ég hefði nógan tíma til að koma með þær til þín. Þú og Siggi komuð stundum með okkur í ferðalög og það var alltaf gaman að hafa ykkur með. Þú varst alltaf tilbúin að aðstoða okkur þegar við þurftum pössun fyrir börnin, og þegar eitthvað bját- aði á, þá vildir þú hjálpa. Þú varst alltaf svo róleg og góð, Klara mín, það var svo notalegt að sitja hjá þér yfir kaffibolla og spjalla um daginn og veginn. Þú varst alltaf bjartsýn vegna Þórunnar Klöru okkar fyrir nokkr- um árum, þú sagðir alltaf að þetta kæmi hjá henni og hún myndi spjara sig miklu betur. Þú hafðir rétt fyrir þér, Klara, þú varst einstök í að hug- hreysta okkur og við vorum bjart- sýn. Þú varst svo þolinmóð við barna- börnin þín og þú varst svo mikil amma í þér, enda þótti Gunnari og Þórunni svo gaman að koma til þín. Þú blómstraðir í Víðihlíð eftir að þú fórst þangað í sumar, þér leið svo vel þar, og í haust fórstu í keramik sem þér fannst svo gaman. Ég vil færa starfsfólki í Víðihlíð bestu þakkir fyrir alúð og góða umönnun Klöru á þeim tíma sem hún dvaldi hjá ykkur. Guð blessi ykkur. Elsku Klara mín, takk fyrir allar stundir sem við áttum saman, þær minningar munu ylja mér núna og í framtíðinni, þín verður sárt saknað. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. ( V. Briem) Ásdís Jóhannesdóttir og fjölskylda. Nú ertu, kæra amma, komin til hans afa Sigga heitins og þér líður örugglega vel, því að þú elskaðir hann svo heitt. En minningar mínar eru margar, mjög góðar eins og þær eru margar. En ég man eftir því þegar þú kennd- ir mér að reima skóna, það tók allt sinn tíma, en þegar ég var búin að læra það þá var ég að monta mig við alla. Og ég man eftir þegar ég gisti hjá ykkur, það var gaman að vakna því að þú varst búin að undirbúa morg- unmat. Þórunn man þegar þú keypt- ir handa henni svala og kex eða kleinur. Hún man eftir þegar þú sagðir henni sögur, já, það var gam- an að heyra þig segja sögurnar. Bless, amma mín, og láttu þér líða vel hjá látnum ættingjum. Gunnar Kristinn Hjálmarsson og Þórunn Klara Hjálarsdóttir. Elsku mamma mín. Það varð ekki langt á milli ykkar pabba og ekki datt mér í hug að kallið væri að koma á jóladag en nú ertu hjá honum pabba. Við eigum eftir að sakna þín sárt, elsku mamma mín, það er svo erfitt að kveðja þig, en ég vil þakka þér fyrir alla umhyggjuna fyrir okkur og börnunum okkar, og sérstaklega umhyggjuna fyrir Þórunni Klöru. Þú spurðir oft hvernig henni gengi í skólanum og mikið varstu glöð henn- ar vegna. Mér finnst við hæfi að senda sömu bæn og ég sendi pabba: Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Bless, mamma mín. Þinn sonur Hjálmar Sigurðsson. KLARA ENOKSDÓTTIR ✝ Þórhildur Þor-steinsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 20. janúar 1903. Hún lést á Dval- arheimilinu Lundi á Hellu 21. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Elín- borg Gísladóttir og Þorsteinn Jónsson út- vegsbóndi í Laufási í Vestmannaeyjum. Systkini Þórhildar eru ellefu: Unnur, f. 1904, látin, Gísli, f. 1906, látinn, Ásta, f. 1908, látin, Jón, f. 1910, látinn, Fjóla, f. 1912, Ebba, f. 1916, látin, Anna, f. 1919, Bera, f. 1921, Jón, f. 1923, Dagný, f. 1926, Ebba, f. 1927, Sváfnir, f. 26.7. 1928, fv. prestur og prófastur að Kálfafellsstað og Breiðabólstað, en fyrri kona hans var Anna Elín Gísladóttir, f. 29.4. 1940, d. 20.2. 1974, börn þeirra eru: Þórhildur, Gísli, Hulda, Elínborg, Sveinbjörn, Vigdís, Sigurlinn og Sigurjón. Seinni kona Sváfnis er Ingibjörg Þ. Halldórsdóttir tækni- teiknari, f. 26.1. 1936, synir hennar eru Guðbjartur og Ásbjörn Torfa- synir. 3) Elínborg, f. 10.6. 1931, fv. kennari og læknaritari, Reykjavík. Hennar maður er Guðmundur Sæ- mundsson, f. 7.8. 1932, tæknifræð- ingur. Börn þeirra eru Sæmundur og Þórhildur. 4) Ásta, f. 9.7. 1939, fv. bankastarfsmaður, Reykjavík, maður hennar er Garðar Steinars- son, f. 5.8. 1938, flugstjóri. Börn þeirra eru Hróðný, Þórhildur og Páll. Þórhildur átti 22 barnabörn, 41 langömmubarn og 3 langalang- ömmubörn. Útför Þórhildar fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. látin og Ástþór, f. 1936, sonur Unnar ólst upp með þeim. Þórhildur giftist 12. júní 1926 Sveinbirni Högnasyni, f. 6.4. 1898, d. 21.4. 1966, prófasti og alþingismanni í Breiðabólstað í Fljóts- hlíð. Börn þeirra eru fjögur: 1) Ragnhildur, f. 25.3. 1927, Lambey í Fljótshlíð, maður hennar er Jón Krist- insson, f. 16.11. 1925, bóndi og listmálari (Jóndi). Börn þeirra eru Guðbjörg, Þórhildur, stúlka d. óskírð, Kristjana, Sveinbjörn, Kristinn, Katrín, Þorsteinn og Sig- rún. Sonur Jóns er Gunnar Rafn. 2) Mér er ljúft að minnast elskulegr- ar tengdamóður minnar Þórhildar Þorsteinsdóttur með örfáum orðum. Efst í huga mér er þakklæti fyrir að verða þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast og tengjast þessari ljúfu konu og hennar stóru og traustu fjöl- skyldu, sem ber henni svo fagurt vitni. Það er lærdómsríkt að kynnast svo mikilli mildi, jákvæðni og þakk- læti, sem hún lét svo óspart í ljós við hvert tækifæri, eins og hún gerði sér ekki grein fyrir hve mikið hún gaf okkur með nærveru sinni. Það er sárt að kveðjast og markar kaflaskil í lífi okkar, en minningarn- ar lifa og vekja þakkarkennd og vissu um góða endurfundi. Guð blessi minningu mætrar konu og mildi söknuð ástvina hennar allra. Ingibjörg. Í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar eftir langt og heillaríkt líf. Okkar fyrstu minningar eru frá Breiðabólstað fyrir nær hálfri öld. Mörg voru verkin innan húss og utan á stóru og gestkvæmu heimili henn- ar og eiginmanns hennar séra Svein- bjarnar Högnasonar, prófasts og al- þingismanns. Hún studdi mann sinn í umfangsmiklum búskapar-, félags- mála- og kirkjustörfum í áratugi. Auk þess var hún kirkjuorganisti og söngstjóri í yfir 30 ár og um árabil formaður Kirkjukórasambands pró- fastdæmisins sem hélt árlega stór söngmót undir stjórn hennar. Einnig starfaði hún mikið í Kvenfélagi Fljótshlíðar og var heiðursfélagi þess. Tónlist var alltaf stór þáttur í lífi hennar og sat hún löngum og lék á hljóðfæri og var þá oft tekið undir. Ung hafði hún jafnvel spilað undir á sýningum þöglu kvikmyndanna í Vestmannaeyjum og þurfti hún þá að fylgjast með því sem sýnt var á tjaldinu og leika jafnframt undir við- eigandi tónlist. Þegar hún varð 100 ára tók hún á móti gestum sínum með því að leika á flygil. Hún hafði einnig ánægju af allri ræktun jafnt grænmetis, trjáa og skrautjurta. Við munum hana þegar aldurinn færðist yfir og hún bjó á Staðar- bakka og síðar í Lambey. Þá sat hún gjarnan í ruggustólnum sínum við hannyrðir eða lestur. Hún hafði un- un af lestri góðra bóka og las einnig til þess síðasta dagblöðin og fylgdist með atburðum líðandi stundar. Hún var með eindæmum athafnasöm og féll henni sjaldan verk úr hendi þrátt fyrir háan aldur. Hún heklaði ótal falleg og litskrúðug rúmteppi og saumaði út púða og dúka sem hún gaf jafnharðan. Sjálf var hún nægju- söm og líkaði best látleysi í öllu. Hún var mannblendin og hafði ánægju af að koma á mannamót og fannst ekk- ert tiltökumál þó hún þyrfti þá að ferðast landshlutanna á milli. Hún var alltaf tilbúin að taka þátt í því sem við „unga fólkið“ vorum að gera s.s. að fara í jeppaferðir á fjöll eða prófa vélsleða, þaut um túnin í snjó- kófi komin hátt á tíræðisaldur. Amma sagði okkur sögur allt frá æskuárum föður síns Þorsteins Jónssonar, formanns í Eyjum og móður Elínborgar Gísladóttur. Af- komendur þeirra hjóna héldu ættar- mót að Goðalandi í Fljótshlíð í ágúst síðastliðnum og hitti hún þar fjöl- mennan frændgarð. Hún sagði okk- ur frá æsku sinni í Laufási í Vest- mannaeyjum. Þegar allir sem vettlingi gátu valdið voru að breiða fisk og þegar hún lærði sund í köld- um sjónum undir Löngu. Hún stund- aði nám í Kvennaskólann í Reykja- vík 1920–1922. Bjó hún þá hjá móðursystur sinni Guðfinnu Gísla- dóttur og manni hennar Halldóri Guðmundssyni rafmagnsfræðingi, bróður Eyjólfs rithöfundar og bónda á Hvoli í Mýrdal. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Sveinbirni sem var uppeldissonur Eyjólfs á Hvoli og Arnþrúðar Guðjónsdóttur konu hans. Haustið eftir útskrift stofnaði hún ásamt skólasystur sinni smá- barnaskóla í Vestmannaeyjum og ráku þær hann næstu tvo vetur. Þá hélt hún utan til Danmerkur þar sem afi stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla. Þau voru síðan eitt ár í Laufási við Eyjafjörð áður en þau fluttu árið 1927 að Breiðabólstað. Í fegurð mannlífs og sveitar Fljótshlíðar vildi hún helst alltaf dvelja. Nú að leiðarlokum er mér efst í huga æðruleysi ömmu, mildi hennar og kærleikur sem um- vafði okkur alla ættingja hennar. Nærvera hennar var hlý og færði manni vellíðan, kyrrð og frið í hjarta. Með sorg og söknuði kveðjum við Þórhildi Þorsteinsdóttur og þökkum af alhug fyrir allt. Megi góður guð leiða hana í nýjum heimkynnum. Öllu er skapað að skilja er skín á himinsins ljós; jafnt eikin hin forna fellur sem fegursta heimsins rós. (Þorvaldur Sæmundsson.) Við sendum systkinum hennar, börnum og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. F.h. systkinanna frá Lambey, Guðbjörg Jónsdóttir. Nú er amma mín, Þórhildur Þor- steinsdóttir látin, en hana vantaði einungis mánuð upp á að verða 101 árs. Margar minningar leita á hug- ann. Þegar ég var barn bjó fjöl- skylda mín á Seltjarnarnesinu en lét það nú ekki aftra sér frá því að fara til ömmu í sveitinni þegar tækifærin gáfust. Amma bjó þá ein á Staðar- bakka. Á sumrin hafði hún okkur barnabörnin af mölinni hjá sér til skiptis og það voru skemmtilegustu dagarnir því þá átti maður ömmu al- veg útaf fyrir sig. Einn slíkan dag þegar sól skein í heiði fórum við tvær með nesti í gönguferð inn í Hlíð, gengum upp á veg og fengum far áleiðis. Á hentugum stað klifruðum við upp hlíðina og gengum allan dag- inn þar uppi, hoppuðum yfir læki, skoðuðum gróðurinn og nutum lífs- ins. Undir kvöldmat komum við nið- ur aftur hjá Barkarstöðum og hús- ráðendur þar keyrðu okkur heim að Staðarbakka. Þarna rættist gamall draumur ömmu því aldrei fyrr hafði henni gefist tími eða tækifæri til að ganga þessa leið. Hún var þá um 75 ára gömul. Amma vildi kenna okkur börnun- um að meta ljóð og oft vorum við að kveðast á, ég fékk að hafa Vísnabók- ina mér til halds og trausts en hún kunni ógrynnin öll af kveðskap og þurfti engin slík hjálpartæki. Amma var virðuleg kona bæði í út- liti og fasi. Hún bar sig vel og sat allt- af bein í baki þó að vissulega hafi beinin verið farin að bogna nokkuð síðustu árin. Hún lét ekki styggð- aryrði falla um nokkurn mann og hreykti sér ekki af neinu þó ætla mætti að hún hefði einhvern tíma haft ástæðu til. Hún bar virðingu fyrir öllu fólki og hlustaði af sömu at- hygli á orð biskupa og málæðið í okk- ur ungviðinu. Hún var hógvær og vildi alls ekki láta hafa fyrir sér á nokkurn hátt. Ég efa að hægt sé að eiga betri fyrirmynd. Það er komið að kveðjustund, amma er horfin til betri og bjartari heima þar sem ég vænti þess að hún haldi áfram að vera öðrum til fyr- irmyndar með háttalagi sínu og orð- um. Ég bið henni blessunar Guðs á nýjum leiðum og sendi mömmu, Lillu, Ebbu og Sváfni samúðarkveðj- ur við móðurmissinn. Þórhildur Garðarsdóttir. Með þakklæti í huga minnumst við þín, elskulega amma, sem fyrir okk- ur varst lifandi ímynd hins góða og fallega í þessum heimi. Nú hefur þú loksins fengið hvíldina löngu sem þú varst farin að bíða eftir og kemst aft- ur að hlið afa eftir hátt í fjögurra ára- tuga aðskilnað. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sæmundur, Þórhildur og fjölskyldur. ÞÓRHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.