Morgunblaðið - 11.02.2004, Page 6

Morgunblaðið - 11.02.2004, Page 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Be nid orm 35.942kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 44.430 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Halley, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. FJÖLMENNUR fundur eigenda stofnfjár í SPRON samþykkti í gær ályktun þar sem hörmuð eru afskipti löggjafans af samningi sparisjóðsins við KB banka. Allt að 300 stofnfjár- eigendur sátu fundinn. Fram kom tillaga úr sal um að stjórn SPRON verði falið að afla sér- fræðiálits um lögmæti nýsettra laga um sparisjóði og um hugsanlegan bótarétt SPRON og einstakra stofn- fjáreigenda á hendur íslenska ríkinu og að leggja slíkt sérfræðiálit síðar fyrir sérstakan fund stofnfjáreig- enda. Var tillagan samþykkt með öll- um atkvæðum fundarmanna nema einu. Einnig samþykkti fundurinn tillögu þar sem stjórn SPRON er fal- ið að kanna möguleika þess og hag- kvæmni að SPRON geri samstarfs- samning við KB banka hf., Landsbanka Íslands hf., eða Íslands- banka hf. þess efnis að SPRON fái hjá viðkomandi banka samnot af þeim sérfræðiþáttum í bankarekstri, þar með töldum tölvukerfum, sem SPRON er nauðsyn á til að tryggja framþróun sína, m.a. á erlendum vettvangi. Stjórn skoði úrsögn úr Sam- bandi íslenskra sparisjóða Þá samþykkti fundurinn tillögu sem borin var upp af einum fund- armanna að fela stjórn SPRON að kanna kosti þess og galla að SPRON standi framvegis utan Sambands ís- lenskra sparisjóða. Í samhljóða ályktun fundarins er lýst fullum stuðningi við áætlun stjórnar SPRON um breytingu rekstrarforms sjóðsins í hlutafélag og við samkomulagið við KB banka. Hörmuð eru „einstæð afskipti lög- gjafans af þessum samningi og hvernig komið var í veg fyrir mynd- un stærsta sjóðs landsins á sviði menningar- og líknarmála“, eins og þar segir. Skorað er á stjórn SPRON að láta ekki deigan síga og vinna ein- arðlega að vexti og viðgangi spari- sjóðsins hér eftir sem hingað til. Jón G. Tómasson, stjórnarformað- ur SPRON, gerði grein fyrir þeim sjónarmiðum sem lágu að baki áformum stjórnenda sparisjóðsins um að breyta rekstrarforminu í hlutafélag og að baki samkomulag- inu við KB banka og lagði hann áherslu á að stjórnendur SPRON hefðu í einu og öllu farið eftir ákvæð- um laga. Markmiðið hefði verið að styrkja og efla sparisjóðinn og tryggja stöðu hans til framtíðar. Jón fór hörðum orðum um þá sparisjóðsstjóra á landsbyggðinni og stjórn Sambands ísl. sparisjóða sem gagnrýndu áform stjórnenda SPRON. „Hún [stjórn Sambands ísl. spari- sjóða] hélt uppi látlausum ásökunum og aðdróttunum í garð SPRON og stjórnenda hans og beitti áhrifum sínum af fremsta megni til að áform kjörinnar stjórnar stærsta spari- sjóðs landsins næðu ekki fram að ganga. Í þeirri herferð höfðu tals- menn sambandsins í frammi fullyrð- ingar sem ekki fá staðist. Þannig var t.d. af þeirra hálfu fullyrt að KB banki fengi yfirráðin yfir SPRON- sjóðnum, með sex milljarða króna stofnfé. Þeir fóru þarna í nákvæm- lega 180 gráðu beygju frá sannleik- anum. Það er KB banki sem ætlaði að borga milljarðana sex en það var okkar stofnfjáreigendanna að skipa stjórn sjóðsins,“ sagði hann. „Þetta vissi stjórn Sambands ís- lenskra sparisjóða þegar þessi yfir- lýsing var gefin, en þrátt fyrir að eft- ir því hafi verið leitað hefur formaður sambandsins og öll stjórn- in neitað að leiðrétta þessi og önnur ósannindi, sem sögð voru í hita leiks- ins. Allar tillögur SPRON á liðnum tveimur til þremur árum um breytt- ar áherslur í samstarfi sparisjóð- anna, með öflugu baklandi til að styrkja stöðu þeirra hvers og eins á gjörbreyttum fjármálamarkaði, hafa verið hunsaðar af stjórnendum Sam- bands íslenskra sparisjóða. Þar á bæ virðast menn telja að breytingar og þróun á fjármálamarkaðinum hafi ekki áhrif á sparisjóðina. Þeir þurfi ekkert að bregðast við. Þeir geti lifað sínu lífi og hver verið kóngur í sínu ríki. SPRON hlaut því að treysta stöðu sína á eigin forsendum. Stjórn sparisjóðsins lætur hagsmuni SPRON ráða gerðum sínum, en ekki hagsmuni annarra sparisjóða, ímyndaðra eða raunverulegra. Þetta vildu talsmenn Sambands íslenskra sparisjóða ekki virða og beittu þingmenn þrýstingi svo að undan lét.“ Menn setti hljóða við yfirlýs- ingu viðskiptaráðherra „Það vakti óneitanlega eftirtekt þegar haft var eftir viðskiptaráð- herra í Morgunblaðinu 1. febrúar sl. að hún hefði ekki þurft að beita sér til að stöðva yfirtökutilraun Búnað- arbankans sumarið 2002, því það hefði alltaf verið ljóst, sagði hún, að sú tilraun stæðist ekki lög. Nú horfir málið hins vegar öðruvísi við, sagði ráðherrann. Menn setti hljóða við þessa yfirlýsingu,“ sagði Jón í ræðu sinni. „Ráðherra bankamála telur sig ekki þurfa að hafa afskipti af banka sem er að meirihluta í eigu ríkisins eins og Búnaðarbankinn var, og ráð- herrann ber þannig eigandaábyrgð á, af því að bankinn var bara að að- hafast eitthvað ólöglegt. Nú horfir hins vegar svo við að stöðva þurfti samning tveggja sjálfstæðra aðila af því að þeir séu að fara að lögum. Undir forystu ráðherrans og með blessun ríkisstjórnarinnar var ákveðið að breyta leikreglum í miðjum leik,“ sagði hann. Segir að flestir séu sammála um að beitt hafi verið ólögum Jón sagði ljóst að tilgangurinn með lagasetningunni hefði verið að koma í veg fyrir að samningur á milli SPRON og KB banka næði fram að ganga. ,,Það er dapurlegt til þess að vita að aðeins einn þingmaður skyldi berjast gegn þeirri valdbeitingu sem felst í lagasetningunni, sem er áreið- anlega einsdæmi í sögu lýðveldisins. Hvaða skoðanir sem menn kunna að hafa á samningi SPRON og KB banka, þá held ég að flestir séu sam- mála um að hér hafi verið beitt ólög- um,“ sagði hann. Einnig kom fram í máli hans að ef KB banki hefði viljað höfða dómsmál til efnda á samningnum, þá hefði það mál trúlega unnist, en Jón benti á að þá hefði jafnframt ríkt óvissa um eignarhald og starfsemi SPRON mánuðum og jafnvel árum saman. „Stjórn í fjármálastofnun getur ekki leyft að mál kunni að þróast með þeim hætti. Stjórninni var því einn kostur, að falla frá tillögu sinni um breytingu á rekstrarformi spari- sjóðsins,“ sagði hann. Sagði hann hin nýju lög muni ekki tryggja framtíð sparisjóðastarfsem- innar. „Eftir atburði síðustu vikna hlýtur stjórn SPRON að endurmeta aðild sína að Sambandi sparisjóða.“ Hlutafélagaleiðin er orðin ónýt Fram kom í máli Guðmundar Haukssonar, sparisjóðsstjóra SPRON, að sparisjóðurinn stendur mjög traustum fótum. „Sparisjóður- inn hefur vaxið hratt um langt skeið. Hann hefur styrkt eiginfjárstöðu sína jafnt og þétt og aukið markaðs- hlutdeild sína. Markmiðið með þessu var hins vegar að skerpa á hraðan- um, vinna tíma til þess að efla spari- sjóðinn mun hraðar heldur en ef við gerðum þetta frá grunni,“ sagði hann. „SPRON stendur mjög vel, við er- um að skila mjög góðri arðsemi. Stofnfjáreigendur geta vænst mjög góðs arðs á næsta aðalfundi, trúlega meiri arðs heldur en í fyrra og var þó talsvert gert. Stofnféð er því í sjálfu sér mjög góð eign og menn geta vænst góðrar arðsemi af því,“ sagði Guðmundur. Hann sagði ljóst að nú væri hluta- félagaleiðin ónýt fyrir sparisjóðina. „Við getum gleymt henni. Ég hygg ekki að nokkur ábyrgur stjórnandi sé reiðubúinn að afhenda einhverj- um, sem enginn veit hver er, ábyrgð á rekstri SPRON. Mér finnst sjálf- um að þessi lagasetning sé vanvirð- ing við stofnfjáreigendur, bæði hér hjá SPRON og jafnframt gagnvart öllum stofnfjáreigendum á Íslandi.“ Skoða leiðir fyrir stofnfjáreig- endur til að selja stofnfé sitt „Eftir stendur að það er búið að staðfesta, að það má selja stofnfé á yfirverði. Ég hygg að það sem verð- ur skoðað núna í framhaldinu verði að finna farveg til þess að gera stofn- fjáreigendum mögulegt að selja fé sitt á einhvers konar tilboðsmarkaði, vegna þess að það liggur fyrir stað- festing á því, að það er ekkert sem bannar að stofnfé sé selt á yfirverði. En það þarf þá að finna því traustan farveg, þannig að þau mál geti þróast með eðlilegum hætti. Við munum snúa okkur að því að skoða slíka möguleika á næstu vikum,“ sagði Guðmundur Hauksson. Pétur Blöndal alþingismaður var meðal þeirra sem þátt tóku í um- ræðum á fundinum. Gagnrýndi hann harðlega lagasetninguna á Alþingi og lagði áherslu á að samkomulag SPRON og KB banka hefði verið fullkomlega löglegur gerningur. Einn fundarmanna, Sigurður Tóm- asson, gagnrýndi samninginn við KB banka þar sem greiða átti stofnfjár- eigendum hærra verð fyrir þeirra hlut en sjálfseignarstofnunin hefði fengið greitt. „Ég er þeirrar skoð- unar að ef þessu yfirverði hefði verið skipt í eðlilegum hlutföllum á milli stofnfjáreigenda og sjálfseignar- stofnunarinnar, þá hefði þetta ríkis- stjórnarfrumvarp aldrei komið fram,“ sagði hann. Stærsti sjóður í menningarlíf- inu á Íslandi eyðilagður Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, sem var meðal þerra sem valdir höfðu verið í stjórn fyrirhugaðs SPRON-sjóðs, sagði að með laga- setningunni hefði verið komið í veg fyrir stofnun sjóðs sem átti einstaka möguleika í menningarlífinu. Átti sjóðurinn að hafa yfir að ráða um 6 milljörðum sem varið yrði til menn- ingar- og líknarmála. Sagði Hjálmar að um hefði verið að ræða stærsta sjóð í menningarlífinu sem stofnaður hefði verið á Íslandi. „Ég get ekki annað en lýst ábyrgð á hendur stjórnvalda fyrir að hafa gripið í taumana með þessum hætti og eyði- lagt þetta mikla framtak.“ Stofnfjáreigendur skoruðu á stjórnendur SPRON að láta ekki deigan síga Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, tók á móti stofnfjáreigendum sem komu til fundar á Nordica hótel í gær. Vilja kanna mögulegan bótarétt á hendur ríkinu ÞRÍR yfirmenn hjá Flugleið- um/Icelandair hafa verið ráðn- ir til flugfélaga í eigu Magn- úsar Þorsteinssonar, eins eigenda eignarhaldsfélagsins Samson og aðaleiganda flug- félagsins Atlanta, sem einnig á stóran hlut í Íslandsflugi. Um er að ræða Guðnýju Hansdóttur, sem verður starfsmannastjóri Air Atlanta, Hannes Hilmarsson, sem fer til starfa hjá Íslandsflugi, og Magnús Stephensen, sem verður deildarstjóri markaðs- deildar Air Atlanta. Öll hafa þau sagt upp störfum sínum hjá Flugleiðum eftir langa dvöl þar og byrja hjá nýjum vinnuveitanda í mars nk. Nýr starfsmannastjóri Guðný hefur verið yfirmað- ur flugliðadeildar Icelandair (Cabin Crew Manager) frá árinu 1999. Hannes hefur í vetur gegnt starfi fram- kvæmdastjóra Íslandsferða, dótturfyrirtækis sem Flug- leiðir stofnuðu sl. haust til að sinna markaðssetningu og sölu á íslenskri ferðaþjónustu erlendis. Áður var hann m.a. svæðisstjóri Icelandair á Norðurlöndunum og í Bret- landi og markaðsstjóri í Bandaríkjunum. Magnús Stephensen hefur undanfarið verið markaðsstjóri Icelandair í Bandaríkjunum og m.a. átt stóran þátt í skipulagningu Airwaves-tónlistarhátíðarinn- ar hér á landi, sem Flugleiðir hafa verið aðalstyrktaraðili að. Samkvæmt upplýsingum úr herbúðum Magnúsar Þor- steinssonar eru bundnar mikl- ar vonir við störf þeirra þriggja, ekki síst í ljósi víð- tækrar og góðrar reynslu þeirra í flugrekstri. Þrír yf- irmenn Flug- leiða til Atlanta TAMNINGAKONA slasaðist á baki þegar hún féll af hestbaki við störf sín á Litla-Garði í Eyjafjarðarsveit seinni partinn í gær. Konan, sem er 24 ára, lenti með bakið á steypubita og þurfti að flytja hana með sjúkra- bíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Hún var að temja lítið tamið hross í skemmu þegar óhappið varð. Slasaðist eftir fall af hestbaki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.