Morgunblaðið - 11.02.2004, Page 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 7
RÚMLEGA 90% svarenda í nýrri
könnun þjóðarpúls Gallup telja að
rétt sé að skylda útlendinga sem
setjast hér að til að læra íslensku.
Hlutfall þeirra sem eru þessarar
skoðunar hefur aukist frá því Gall-
up gerði sams konar könnun árið
2000 en þá töldu 82% rétt að
skylda innflytjendur til íslensku-
náms.
Karlar eru síður hlynntir því en
konur að skylda útlendinga til ís-
lenskunáms eða 86% karla á móti
95% kvenna. IMG Gallup kannaði
nýlega viðhorf meðal Íslendinga til
innflytjenda á sama hátt og gert
var í könnun árið 2000 og voru nið-
urstöðurnar því næst bornar sam-
an.
Umburðarlyndari gagnvart
innflytjendum en árið 2000
Í ljós kom í könnuninni að Ís-
lendingar virðast vera umburðar-
lyndari gagnvart innflytjendum nú
en árið 2000. Nú telja mun fleiri að
reglur sem heimila útlendingum að
setjast að á Íslandi séu of strangar
eða tæplega 18% samanborið við
tæplega 11% sem voru þeirrar
skoðunar árið 2000 og nokkuð
færri telja nú að reglurnar séu of
rúmar en í fyrri könnun.
Nokkur munur er á viðhorfum
fólks eftir menntun. Þeir sem hafa
meiri menntun telja frekar að
reglurnar séu of strangar og eru
síður en aðrir þeirrar skoðunar að
þær séu of rúmar. Einnig kemur
fram munur á viðhorfum eftir bú-
setu.
Um 59% þeirra sem búa utan
Reykjavíkur og nágrannasveitar-
félaga telja reglurnar hæfilegar en
um 51% íbúa á höfuðborgarsvæð-
inu eru þeirrar skoðunar.
Í könnuninni kom einnig í ljós
að tæplega helmingur svarenda
telur að tekið sé vel á móti inn-
flytjendum sem koma til Íslands
en 265 telja að innflytjendur mæti
neikvæðu viðmóti.
Rúmlega 90% vilja skylda inn-
flytjendur til að læra íslensku
ÁRNI Magnússon félagsmálaráð-
herra minnir á að rétt rúmt ár sé lið-
ið frá því að gengið var frá sam-
komulagi milli ríkis og sveitarfélaga
þar sem ágreiningur um húsaleigu-
bætur hafi verið leystur en auðvitað
séu samskipti ríkis og sveitarfélaga
stöðugt uppi á borðinu. Hann segir
það þó auðvitað hljóta að vera um-
hugsunarefni að friður um svona
samkomulag ríki í svona stuttan
tíma.
Árni tekur þó fram að félagsmála-
ráðuneytið muni að sjálfsögðu setj-
ast yfir málið með sveitarfélögunum.
Samskipti ríkis og sveitarfélaga,
bæði verkefnin og tekjuskiptingin,
séu vitaskuld stöðugt umfjöllunar-
efni.
Í samkomulaginu frá því í desem-
ber 2002 er kveðið á um að fram-
kvæmd húsaleigubótakerfisins verði
áfram verkefni sveitarfélaga og fjár-
magnað af þeim og Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga. Þá var kveðið á um
sérstakt aukaframlag á fjáraukalög-
um 2002 upp á 150 milljónir sem
renna skyldu til greiðslu húsaleigu-
bóta. Eins er kveðið á um að framlag
ríkisins vegna húsaleigubóta verði
ekki endurskoðað nema hækkun
heildarfjárhæðar húsaleigubóta frá
2003 verði meiri en almennar verð-
lagshækkanir eða meiri en hlutfalls-
leg hækkun framlags ríkissjóða í
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga miðað við
árið 2003.
Félagsmálaráðherra
um húsaleigubætur
Aðeins um
ár frá því
samkomu-
lag náðist
ÍSLAND er í hópi tíu efstu
ríkja hvað varðar umgengni við
umhverfið ef marka má um-
hverfisvísitölu sem stofnunin
World Economic Forum hefur
birt vegna ársins 2002, en þar
er lagt mat á hvernig löndum
gengur að nýta umhverfið með
sjálfbærum hætti.
Efst á listanum eru auk Ís-
lands Finnland, Noregur, Sví-
þjóð og Kanada, Austurríki,
Kosta Ríka og Sviss.
Breska blaðið Independent
skýrir frá þessu í gær og þar
kemur fram að Bretland er 91.
sæti af þeim 140 ríkjum sem
könnunin nær til, en það þykir
mikið áfall að lönd á borð við
Bangladesh og Papúa Nýju-Gí-
neu og fleiri þróunarríki eru
fyrir ofan Bretland í könnun-
inni.
Í könnuninni er tekið tillit til
sjálfbærrar nýtingar náttúru-
auðlinda og lagt mat á gæði
drykkjarvatns, loftmengun,
losun gróðurhúsalofttegunda
og öryggi kjarnorkuvera.
Umhverfisvísitala
Ísland í
hópi efstu
þjóða
ÞREMUR tölvum var stolið þegar
brotist var inn í Ölduselsskóla í
Breiðholtshverfi í Reykjavík aðfara-
nótt þriðjudags. Að sögn lögreglu
var rúða í útihurð skólans brotin og
farið þar inn. Málið er í rannsókn.
Einnig var brotist inn í veitinga-
stað við Maríubaug aðfaranótt
þriðjudags og stolið fartölvu. Það
mál er einnig í rannsókn.
Tölvum stol-
ið úr skóla