Morgunblaðið - 11.02.2004, Síða 10

Morgunblaðið - 11.02.2004, Síða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, gagnrýndi í upphafi þingfundar á Alþingi í gær skriflegt svar fjármálaráð- herra, Geirs H. Haarde, við fyr- irspurn sinni og Jóns Bjarnason- ar, VG, um skattgreiðslur í tengslum við byggingu Kára- hnjúkavirkjunar. Steingrímur sagði svarið bersýnilega rangt. Geir H. Haarde var með fjarvist- arleyfi á Alþingi í gær og gagn- rýndi Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokkins, Steingrím fyrir að efna til þessarar umræðu í fjarveru ráðherra. Í skriflegu svari ráðherra, sem Steingrímur segir rangt, kemur m.a. fram: „Að mati ráðuneytis- ins eru engin sérstök álitamál eða vandamál sem upp kunna að koma í sambandi við skattalega meðferð mála vegna Kára- hnjúkavirkjunar umfram það sem upp kann að koma vegna annarra framkvæmda af þessari stærðargráðu.“ Steingrímur sagði svarið sér- kennilegt í ljósi þess að forsvars- menn sveitarfélaga á Austurlandi hefðu kvartað yfir því undan- farna daga að útsvarsgreiðslur skiluðu sér ekki til sveitarfélag- anna nema að örlitlu leyti miðað við umfang launagreiðslna á svæðinu. „Svarið er bersýnilega rangt, herra forseti, svarið er rangt, og það er ámælisvert að fjármálaráðuneytið skuli vera að reyna að fegra stöðu mála með þessum hætti sem þarna er aug- ljóslega að gerast.“ Sagði Steingrímur að ráðu- neytið þyrfti að endurvinna svar- ið; augljóslega væru miklar brotalamir á framkvæmd þess- ara mála, þar sem 40 af um 500 erlendum verkamönnum á Kára- hnjúkasvæðinu væru skráðir með lögheimili í búðunum þar. Fleiri þingmenn stjórnarand- stöðunnar tóku undir gagnrýni Steingríms. Fyrirspurn um skattgreiðslur vegna starfsmanna sem starfa við byggingu Kárahnjúkavirkjunar Gagnrýnir svar fjármálaráðherra Morgunblaðið/Jim Smart Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi svar fjármálaráðherra og vildi að hann legði fram nýtt svar með réttum upplýsingum. GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir að sér þyki Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, hafa talað mjög glannalega í þinginu og af mikilli óvirðingu bæði um landbúnaðar- ráðuneytið og landbúnaðinn sem atvinnuveg, en hann sagði á Alþingi í fyrradag að verkefni landbúnaðar- ráðuneytisins væru betur komin annars staðar og hægt væri að leggja landbúnaðarráðuneytið nið- ur. Guðni sagði að þetta væru stór orð sem bregðast bæri við því land- búnaðurinn á Íslandi væri mikill at- vinnuvegur og 90% af öllum mat- vælum kæmu frá landbúnaði hér eins og annars staðar. „Það er bara eitt verkefni að endurskoða stjórnarráðið og semja um hvaða verkefni heyra undir hvert ráðuneyti, en aðalmálið er þó að gera sér grein fyrir því að í Evr- ópu eru menn um þessar mundir að bregðast við mjög alvarlegum sjúk- dómum sem hafa herjað á löndin og drepið niður búpening og þess vegna farið í fólk og valdið miklum hörmungum. Þá er það niðurstaða bæði í Evrópu, hjá krötunum þar, og annars staðar að styrkja land- búnaðarráðuneytin og stjórnsýslu þeirra,“ sagði Guðni. Nýjar stofnanir settar á fót Hann nefndi að matvælastofnan- ir væru settar á fót og þær heyrðu undir landbúnaðarráðuneytin eins og í Danmörku. Í Noregi væri komin ný slík stofnun og landbún- aðarráðuneytið væri aðalráðuneytið á bak við þá stofnun. „Ég veit að menn í Evrópu myndu hlæja að Össurri Skarphéð- inssyni ef þeir annars fréttu að það ætti að leggja landbúnaðarráðu- neytið niður, því það væri ljótur stimpill á Íslandi sem matvælaþjóð í augum Evrópu. Þá værum við að gleyma okkur og sofna. Þess vegna eiga menn auðvitað að tala með öðrum hætti og setjast yfir hið stóra verkefni stjórnarráðið og endurskipuleggja það,“ sagði Guðni. Hann sagði að hvernig sem stjórnarráðið yrði endurskipulagt, hvort sem sett yrði upp eitt at- vinnuvegaráðuneyti eða ekki „þá verður landbúnaðarráðuneytið þar aðalstofninn út af matvælunum og út af náttúrunni, út af byggðamál- um, út af svo mörgum tækifærum sem við eigum í íslenskum sveitum í dag í kringum líftækni og fleira og fleira,“ sagði Guðni ennfremur. 90% af öllum matvælum koma frá landbúnaði Landbúnaðarráðherra um orð Össurar Skarp- héðinssonar „ÞAÐ er greinilega ríkari tilhneiging til þess að gera sérsamninga við karla en konur,“ segir Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, um skriflegt svar fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar um starfslokasamninga hins op- inbera. Svarinu var dreift á Alþingi í gær. Í svarinu kemur fram að alls 46 starfslokasamningar hafi verið gerðir við starfs- menn; þ.e. yfirmenn eða starfsmenn í stjórnunar- stöðum ráðuneytanna og undirstofnana þeirra á síð- astliðnum tíu árum. Af þessum 46 samningum hafa 39 samningar verið gerðir við karlmenn en sjö við konur. Ásta Ragnheiður segir að þessi munur stafi að einhverju leyti af því að algengara sé að karlar séu í yfirmannastöðum hjá hinu opin- bera en segir svar ráðherra þrátt fyrir það sýna hróplegt óréttlæti í garð kvenna sem gengt hafi þessum störfum. Styttri samningar við konurnar Starfslokasamningar eru í svarinu skil- greindir sem samningar sem fela í sér greiðslur umfram það sem kveðið er á um í lögum um starfsmenn ríkisins eða í kjarasamningum. Greint er frá því hvað hvert ráðuneyti og und- irstofnanir þess hafi gert marga slíka samn- inga á umræddu tímabili en ekki er tilgreint nákvæmlega hvað hver samningur kostaði mikið. Hins vegar er tekið saman hvað samn- ingarnir ná yfir langt tímabil og kemur í ljós að karlmenn fá samninga sem ná almennt yfir lengra tímabil en samningar kvenna. Til dæmis voru gerðir starfslokasamningar við átta karl- menn og eina konu árið 2001. Samningar karl- anna voru að meðaltali til tæplega átján mán- aða en samningur konunnar var til tólf mánaða. Gerðir voru samningar við sex karlmenn árið 2002 en enga konu og voru samningarnir að meðaltali til tólf mánaða. Þrír starfslokasamn- ingar voru gerðir við karla árið 2003 og einn samningur við konu. Samningar karlanna náðu að meðaltali til rúmlega níu mánaða en samn- ingur konunnar einungis til sex mánaða. Kallar eftir ítarlegri svörum Ásta segir í samtali við Morgunblaðið að hún hefði viljað fá ítarlegri svör um kostnað við samningana. „Mér finnst að það þurfi að svara þessu betur og mun kalla eftir því frá fjármála- ráðherra,“ segir hún. Í svarinu kemur fram að það hefði kostað mikla vinnu að afla allra þeirra gagna sem nauðsynlegt væri til að reikna út hvað hver og einn starfslokasamningur kostaði. „Upplýsing- ar um kostnað slíkra samninga liggja heldur ekki fyrir miðlægt. Þær er ekki hægt að nálg- ast í launavinnslu- eða bókhaldskerfi ríkisins eða með öðrum rafrænum hætti,“ segir í svarinu. Ásta R. Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar Ríkari til- hneiging til að gera sérsamn- inga við karla Ásta R. Jóhannesdóttir ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur lagt fram á Alþingi laga- frumvarp sem hefur það að markmiði að vinna gegn launamun kynjanna. Með frumvarpinu er lagt til að Jafnréttisstofu verði heimilt að krefja opinberar stofnanir, sveitarfélög, at- vinnurekendur almennt og félagasamtök um allar almennar og sértækar upplýsingar til að ganga úr skugga um að skyldum jafnréttislaga sé fullnægt, svo sem skyldum um launajafn- rétti. Er í frumvarpinu gert ráð fyrir að Jafnrétt- isstofa geti hafið rannsókn og gagnaöflun að eigin frumkvæði „að mótteknum kvörtunum eða í kjölfar kæru til kærunefndar jafnréttis- mála,“ að því er segir í greinargerð frumvarps- ins. Með þessum breytingum er lagt til að Jafn- réttisstofa fái víðtækari heimildir en hún hefur skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. „Um viðlíka heimildir er til að mynda mælt fyrir í skattalögum, samkeppn- islögum og lögum um eftirlit með fjármála- starfsemi. Sýnu veigameiri eru rökin fyrir því að veita Jafnréttisstofu sambærilegar heimild- ir til að tryggja konum stjórnarskrárbundin mannréttindi.“ Launamunur allt að 18% Í greinargerð er minnt á að í 65. gr. stjórn- arskrárinnar sé mælt fyrir um að allir skuli vera jafnir að lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis og að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. „Engu að síður er það staðreynd að kynbundinn launamunur er talinn vera á bilinu 14–18% þegar borin eru saman laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Kerfisbundinn launamunur hefur verið viðvarandi um árabil og engin teikn á lofti um breytingar.“ Ennfremur segir að ljóst sé að lagasetningar hafi ekki dugað til að vinna gegn kynbundnum launamun. Sértækar aðgerðir hafi heldur ekki skilað árangri. „Jafnréttis- sinnar hafa því í auknum mæli beint sjónum sínum að kerfislægri mismunun kynjanna en góð stjórnvaldstæki þarf til að vinna á rótgrón- um stöðumun kynjanna á vinnumarkaði. Að veita opinberri stofnun heimild til að afla gagna og vinna úr þeim upplýsingar er nauðsynlegt tæki til að greina stöðuna til að geta gripið til aðgerða.“ Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Atli Gíslason, varaþingmaður VG. Frumvarp þingflokks Vinstrihreyfingarinnar um launajafnrétti Jafnréttisstofa fái víðtækari heimildir til að afla gagna FYRIR Alþingi liggur lagafrum- varp frá Einari K. Guðfinnssyni, Sjálfstæðisflokki og Össuri Skarp- héðinssyni, Samfylkingu, þar sem lagt er til að fangi sem afplánar vararefsingu í fangelsi vegna fé- sektar hafi rétt á reynslulausn eins og aðrir fangar. Einar segir á vef sínum, ekg.is, að í lögum sé gerð ein undantekning frá reglunni um reynslulausn í almennum hegning- arlögum. Undantekningin hljóði svona: „Þegar hluti fangelsisrefs- ingar er óskilorðsbundinn en hluti skilorðsbundinn eða þegar fangi af- plánar vararefsingu fésektar verður reynslulausn hins vegar ekki veitt.“ Einar segir að með þessu sé verið að mismuna mönnum á grundvelli efnahags. Hann tekur dæmi til að lýsa þeirri mismunun. „Setjum sem svo að maður fái refsingu fyrir eitt- hvert brot. Refsingin feli í sér sekt og greiði hann ekki sektina, þá skuli hann sæta fangelsi. Flestir gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að greiða sektir í slíkum til- vikum. Frelsi sitt meta menn sjaldnast til fjár. Það er mönnum einfaldlega ómetanlegt. Því reyna menn sitt ítrasta til þess að komast hjá fangelsisvist sé þeirra kosta völ,“ segir hann á vef sínum og heldur áfram. „En menn geta ekki í öllum tilvikum greitt sekt sína til þess að losna við fangelsisdvöl. Fá- tækt fólk, gjaldþrota einstaklingar og aðrir þeir sem höllum fæti standa eiga ekki þessa völ. Þeir hafa ekki efni á að greiða sektina. Slíkra einstaklinga bíður því fang- elsisvist. Og komnir á bak við lás og slá eiga þeir engan annan kost en að afplána fullan dóm. Þeir hafa ekki heimild samkvæmt lögum að fá reynslulausn. Og þá sjáum við myndina birtast okkur. Tveir menn eru dæmdir á sama degi fyrir sama mál til sektar og fangelsisvistar til vara. Séra Jón á aura í handraðanum, greiðir sekt sína og gengur um frjáls maður. Jón er gjaldþrota eða fjárvana. Hann fer í fangelsið. Það verður eins og stundum er sagt; himin- hrópandi munur á Jóni og séra Jóni.“ Einar segir að reynslulausn sé vissulega umdeilanleg regla og að Alþingi hafi ákveðið að endurskoða hana. „En fullkomlega ástæðulaust er vitaskuld að slík endurskoðun tefji fyrir því að óréttlæti í lögum sé hrundið brott. Við eigum að vinda okkur í að breyta lögum í þá veru sem frumvarp okkar Össurar Skarphéðinssonar kveður á um,“ segir hann. Frumvarp Einars K. Guðfinnssonar og Össurar Skarphéðinssonar Allir hafi rétt á reynslulausn Össur Skarphéðinsson Einar K. Guðfinnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.