Morgunblaðið - 11.02.2004, Side 14
ÚR VERINU
14 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
og hvað segir þú?
Og Vodafone • Sími 599 9000 • www.ogvodafone.is
Aðalfundur Og Vodafone (Og fjarskipta hf.) verður haldinn
í Háteigi, Grand Hótel Reykjavík, 4. hæð, fimmtudaginn
19. febrúar 2004, og hefst hann kl. 15:00.
Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
2. Tillaga um heimild til handa stjórn félagsins til að kaupa hluti í félaginu
samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995.
3. Önnur mál sem eru löglega borin fram.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu
endurskoðenda, munu verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins viku
fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað.
Stjórn Og fjarskipta hf.
Aðalfundur Og Vodafone
FRYSTING á loðnu fyrir
Japansmarkað hófst hjá
Loðnuvinnslunni hf. á Fá-
skrúðsfirði í gær.
Hrognafylling loðnunnar
sem þar var landað var
um 12% eða nægilega
mikil til að loðnan sé
frystingarhæf fyrir Jap-
ansmarkað. Annars stað-
ar hafði loðnan ekki náð
tilskilinni hrognafylli og
þykir það benda til þess
að meira sé af loðnu á miðunum en
talið var.
Venjulega gera japanskir kaup-
endur kröfu um að hrognafylling
loðnunnar hafi náð 15% áður en
frysting hefst en nú er mikil spurn
eftir loðnu í Japan og því hefur verið
slakað á kröfum. Á vef Loðnuvinnsl-
unnar kemur fram að japönskum
eftirlitsmönnum hafi þótt hrogna-
fylling loðnunnar ásættanleg en
loðnan hins vegar þótt fremur smá.
Loðna sem landað var hjá Síld-
arvinnslunni í Neskaupstað var hins
vegar aðeins með um 10% hrogna-
fyllingu og var því ekki hæf til fryst-
ingar á Japansmarkað. Það er minni
hrognafylling en var í loðnu sem
landað var í Neskaupstað fyrir helgi
og þykir það benda til þess að ný
loðnuganga hafi nú gengið inn á mið-
in.
Leiðinlegt veður var á loðnumið-
unum fyrir austan land í fyrrinótt og
gátu nótaskipin ekki verið mikið við
veiðar. Veður var hins vegar að
ganga niður í gær. Veiðisvæðið er á
svokölluðu Rauða torgi, sem er um
50 sjómílur austnorðaustur úr Hval-
bak. Hafrannsóknaskipið Árni Frið-
riksson fór til loðnuleitar frá
Reykjavík á mánudag og á að freista
þess að finna meiri loðnu svo hægt
verði að auka við loðnukvótann
Frysting hafin fyrir
Japansmarkað
Morgunblaðið/Albert Kemp
TILTÖLULEGA fáir bátar nýttu
sér línuívilnun fyrstu dagana eftir
að hún varð heimil þann 1. febrúar.
Ætla má að slæmt tíðarfar ráði þar
mestu um. 16% ívilnun á ýsu og
steinbít varð heimil þann 1. febrúar
sl. en gefin verður 16% ívilnun á
þorsk á næsta fiskveiðiári sem hefst
þann 1. september nk. Þeir bátar
sem hyggjast nýta sér ívilnunina
þurfa að tilkynna það sérstaklega
símleiðis til Fiskistofu þegar látið er
úr höfn. Á tímabilinu frá 1.-8. febr-
úar var tilkynnt um 71 löndun
vegna línuívilnunar. Alls var um að
ræða 46 skip í 16 höfnum. Samtals
var á tímabilinu landað um 6.320
kílóum af ýsu utan kvóta vegna línu-
ívilnunarinnar og um 2.716 kílóum
af steinbít.
Að undanförnu hafa verið lélegar
gæftir vestan-, norðan- og austan-
lands og má því gera ráð fyrir að
fleiri nýti sér línuívilnun þegar tíðin
batnar. Línuívilnunin er háð því
skilyrði að línan sé handbeitt í landi
og að ekki sé um borð búnaður til
annarra veiða, s.s. svokölluð beitn-
ingartrekt. Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands smá-
bátaeigenda, segir trillukarla
eflaust eiga eftir að notfæra sér
línuívilnunina. Hann segir að fleiri
munu hins vegar notfæra sér hana
þegar gefin verður 16% ívilnun í
þorski á næsta fiskveiðiári. „Það er
mjög lágt verð á ýsunni núna og það
svarar þess vegna varla kostnaði að
handbeita línuna. En þegar þorsk-
urinn verður kominn inn í línuíviln-
unina á ég von á því að flestir muni
nota sér hana. Ég hef heyrt á mörg-
um trillukörlum að þeim finnst eft-
irlitið með ívilnuninni alltof mikið.
Það eru allir með afladagbók frá
Fiskistofu um borð og það ætti í
raun að vera nægilegt eftirlit,“ segir
Örn.
Fáir nýta sér línuívilnun
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
HLUTFALL útlána hjá innláns-
stofnunum sem eru í vanskilum
lækkaði á síðasta ári en á sama tíma
hækkaði fjárhæðin. Skýrist það af
stórauknum útlánum á tímabilinu.
Hlutfall vanskila, bæði fyrirtækja
og einstaklinga, af útlánum nam
3,1% í lok ársins 2003 en var 3,5% í
lok ársins 2002. Í lok síðasta árs
námu útlán innlánsstofnana 944.378
milljónum króna. Alls voru 29.525
milljónir króna í vanskilum, en þar
er miðað við mánaðargömul vanskil
og eldri. Í árslok 2002 námu útlán
innlánsstofnana 746.122 milljónum
króna og voru 26.252 milljónir
króna í vanskilum. Útlánaaukning
ársins 2003 er því 198.256 milljónir
króna.
Samkvæmt upplýsingum frá
Fjármálaeftirlitinu hefur vanskila-
hlutfallið ekki verið lægra síðan á
fyrri hluta árs 2001. „Athuga ber að
á árinu 2003 jukust útlán verulega
umfram aukningu vanskila sem
skýrir lækkandi vanskilahlutfall en
útlánaaukningin á árinu kann að
koma fram í auknum vanskilum síð-
ar,“ að því er segir í frétt frá Fjár-
málaeftirlitinu.
Í árslok 2003 námu útlán til fyr-
irtækja 752.119 milljónum króna en
voru 565.779 milljónir króna í árslok
2002. Vanskil fyrirtækja jukust um
rúma 3,7 milljarða króna á síðasta
ári, úr 15.187 milljónum króna í
18.924 milljónir króna 31. desember
sl. Hlutfall vanskila af útlánum til
fyrirtækja lækkaði úr 2,68% í árs-
byrjun í 2,52% í lok árs.
Minni vanskil hjá
einstaklingum
Útlán til einstaklinga námu
192.259 milljónum króna í árslok
2003 en voru 180.343 milljónir
króna í lok árs 2002. Vanskil ein-
staklinga lækkuðu á árinu um 464
milljónir króna á árinu, úr 11.065
milljónum króna í 10.601 milljón
króna.
Hlutfall vanskila einstaklinga af
útlánum lækkuðu úr 6,14% í 5,51%.
Í Morgunkorni Íslandsbanka
kemur fram að endanlega töpuð út-
lán bankanna námu rúmum 7 millj-
örðum á árinu 2003 og hafa, þó KB
banki eigi eftir að birta útlánatap 4.
ársfjórðungs, aukist um 61% milli
ára. En Landsbanki Íslands og Ís-
landsbanki hafa birt ársuppgjör sín.
KB-banki kynnir sitt uppgjör á
fimmtudag.
„Hlutfall vanskila og endanlegra
tapaðra útlána á móti útlánum
lækkar úr 3,75% á 3. ársfjórðungi í
3,37% á 4. ársfjórðungi og ætla má
að þegar KB banki hefur birt upp-
gjör verði hlutfallið á bilinu 3,4% til
3,6%. Ætla má að hlutfallið lækki
áfram á 1. ársfjórðungi. Útlánavöxt-
ur hefur numið 6–7% síðustu árs-
fjórðunga og upplýsingar frá bönk-
unum benda til að vanskilaþróun sé
að þróast með jákvæðum hætti,“
segir í Morgunkorni Íslandsbanka.
Vanskil útlána hjá innlánsstofnunum
Hærri fjárhæð en
hlutfallið lækkar
!
!
„Í GÓÐÆRI er mest hætta á aukn-
ingu ríkisútgjalda og að aðhald í
ríkisrekstrinum minnki.“ Þannig er
komist að orði í skýrslu Verslunar-
ráðs Íslands (VÍ) til Viðskiptaþings
2004, sem haldið verður í dag. Þá
segir í skýrslunni að því lengur sem
beðið sé með markvissar aðhalds-
aðgerðir í ríkisrekstri því erfiðari
verði viðsnúningurinn sem að lok-
um sé þó óumflýjanlegur „Ef ekki
er þegar gripið í taumana mun ís-
lenskt efnahagslíf fyrr eða síðar
takast á við samdrátt og atvinnu-
leysi.“
VÍ ákvað í tengslum við Við-
skiptaþing 2004 að vinna skýrslu
um framtíðaráherslur um umsvif og
afskipti ríkisins og opinberra aðila
af almennum markaði ásamt því að
fjalla um umfang og eðli opinberrar
þjónustu. Segir í skýrslunni að um-
talsverðar breytingar hafi orðið til
batnaðar í íslensku efnahagslífi á
undanförnum árum. Útgjöld hins
opinbera hafi hins vegar aukist
verulega. Samneyslan sé að ná í
hæstu hæðir á meðal OECD-þjóða.
Opinberum starfsmönnum hafi
fjölgað sem og opinberum stofn-
unum, sem séu hlutfallslega marg-
falt fleiri hér á landi en til að
mynda í Svíþjóð og Bretlandi.
Hvetur VÍ til að leitað verði enn
frekar en gert hefur verið í smiðjur
fyrirtækja og lausnir einkamarkað-
arins nýttar varðandi nýjar leiðir í
opinberum rekstri
Ríkið kaupandi en
ekki veitandi
Í skýrslu VÍ eru sérstaklega tek-
in til skoðunar þrjú viðfangsefni í
opinberum rekstri, heilbrigðismál,
menntamál og orkumál. Auk þess
segir í skýrslunni að VÍ telji nauð-
synlegt að leggja fram almennar til-
lögur um breytingar í ríkisrekstr-
inum á allra næstu árum. Tillögur
VÍ byggjast á innleiðingu hugsunar
sem grundvallast á því að ríkið eigi
ekki að annast rekstur þar sem að-
koma einkaaðila er möguleg. Ríkið
eigi að vera kaupandi þjónustu en
ekki veitandi hennar. Í tillögum VÍ
um breytingar í ríkisrekstrinum er
m.a. lagt til að haldið verði áfram
að einkavæða fyrirtæki í eigu rík-
isins. Sérstaklega er nefnt að naun-
synlegt sé að hraða einkavæðingu
Landssímans. Jafnframt telur VÍ
mikilvægt að hefja vinnu við fækk-
un ríkisstofnana með útboðum á
rekstri. Leggur VÍ til að ríkis-
stjórnin setji sér þau markmið að
fækka stofnunum á næstu fjórum
árum um 30–40, en í dag eru rík-
isstofnanir um 230 talsins. Þá er
hvatt til þess í skýrslu VÍ að kann-
aðir verði frekari möguleikar á
einkaframkvæmd í opinberum verk-
efnum. Skýrsluhöfundar segja að
innleiðing á samkeppni verði hafin á
sem flestum sviðum. Forsenda þess
að unnt sé að innleiða samkeppni á
sviðum þar sem ríkisrekstur hefur
verið við lýði sé að rekstrarskilyrði
verði jöfnuð hvað varðar skattalega
meðferð, leyfisveitingar og eftirlit.
Óviðunandi sé að ríkisstofnanir
njóti undanþágna frá skattheimtu.
Þá segir í skýrslunni að þar sem
laun og launatengdir liðir séu stór
hluti af útgjöldum ríkisins, eða að
jafnaði 50–60% af heildarkostnaði
vegna rekstrar, hafi sveigjanleiki og
hagræðing í starfsmannamálum
mikil áhrif á rekstur ríkisins.
Skýrsla Verslunarráðs til Viðskiptaþings 2004
Nauðsynlegt að
draga úr ríkisrekstri
Morgunblaðið/Jim Smart
Í tillögum Verslunarráðs Íslands um breytingar í ríkisrekstri er meðal ann-
ars nefnt að nauðsynlegt sé að hraða einkavæðingu Landssímans.
ALLS voru viðskipti með Íslands-
banka fyrir rúmar 433 milljónir
króna í Kauphöll Íslands í gær.
Lokaverð Íslandsbanka var
óbreytt frá síðasta viðskiptadegi,
eða 7,65.
Verð hlutabréfa í Landsbanka
Íslands lækkaði um 2,1% og var
lokaverð bankans 6,85.
83 milljóna króna viðskipti voru
með Landsbankann í Kauphöll-
inni í gær. Heildarviðskipti með
hlutabréf í Kauphöllinni námu
1761 milljón króna í gær.
Viðskipti með Íslands-
banka fyrir 433 milljónir