Morgunblaðið - 11.02.2004, Page 18
Frelsið og hætturnar | Febr-
úarfundur hóps foreldra og aðstand-
enda samkynhneigðra á Norður-
landi verður á Sigurhæðum á
Akureyri fimmtudaginn 12. febrúar
og hefst klukkan 20.00. Fundarefnið
er „Frelsið og hætturnar“, en þar
mun dr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir
sálfræðingur fjalla um sjálfsmynd
ungs fólks og skrefið út úr skápnum.
Hópurinn hittist annan fimmtu-
dag hvers mánaðar og markmiðið að
fræða og fræðast og deila reynslu.
Þannig ætla félagar að þeir verði
betur færir um að standa að baki
samkynhneigðum ástvinum sínum
segir í tilkynningu. Nýir félagar eru
ávallt velkomnir.
Sorgarferli | Samhygð samtök um
sorg og sorgargarviðbrögð verða
með fund í safnaðarsal Akureyr-
arkirkju annað kvöld, fimmtudags-
kvöld, kl. 20.30. Gestur verður Björg
Bjarnadóttir sálfræðingur og fjallar
um sorgarferlið, en á eftir verða um-
ræður og kaffi. Allir hjartanlega vel-
komnir.
ÍÞRÓTTAMAÐUR Þórs árið
2003 verður útnefndur í hófi í
Hamri í kvöld, miðvikudaginn
11. febrúar kl. 20. Alls voru átta
íþróttamenn, úr fjórum deildum
félagsins, tilnefndir að þessu
sinni. Auk þess sem kunngjört
verður val á íþróttamanni ársins
verða jafnframt útnefndir bestu
leikmenn einstakra deilda fé-
lagsins fyrir síðasta ár.
Taekwondodeild Þórs til-
nefndi Rut Sigurðardóttur og
Helga Þór Leifsson, knatt-
spyrnudeild tilnefndi þau Guð-
rúnu Soffíu Viðarsdóttur og
Atla Má Rúnarsson, handknatt-
leiksdeild tilnefndi Árna Þór
Sigtryggsson og Þorvald Sig-
urðsson og körfuknattleiksdeild
tilnefndi þau Guðmund Ævar
Oddsson og Fjólu Eiríksdóttur.
Þórsarar og aðrir velunnarar
félagsins eru hvattir til þess að
mæta í Hamar, fylgjast með út-
nefningunni og þiggja veitingar.
Íþrótta-
maður
Þórs út-
nefndur
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
LANSINOH HJÁLPAR
ÞURRIR OG
SPRUNGNIR HÆLAR
100% náttúruafurð, inniheldur engin
rotvarnar- né aukaefni, vatnshreinsað.
Sölustaðir:
Apótek og lyfjaverslanir um land allt.
www.ymus.is
AKUREYRI
ÞÝSKI frystitogarinn Wiesbaden,
sem er í eigu Deutsche Fischfang
Union, DFFU, dótturfélags Sam-
herja í Þýskalandi, kom til Ak-
ureyrar á sunnudagsmorgun frá
Cuxhaven en skipið heldur í dag
til rækjuveiða á Flæmingja-
grunni. Skipið var á veiðum í Bar-
entshafi í 60 daga, fram í byrjun
desember sl. en hefur verið frá
veiðum frá þeim tíma. Á Akureyri
hefur verið unnið við að breyta
vinnslulínunni á millidekki fyrir
rækjuna. Þá heldur togarinn á
miðin með nýtt tveggja belgja
rækjutroll frá Ísfelli. Að sögn Óm-
ars Óskarssonar, bátsmanns á
Wiesbaden, mun þetta vera í
fyrsta skipti sem tveggja belgja
troll er notað við rækjuveiðar.
Einnig er skipið með hefðbundið
rækjutroll um borð. Þrír Íslend-
ingar eru í 20 manna áhöfn skips-
ins, Ómar bátsmaður, Flosi Arn-
órsson, 1. stýrimaður, og
Jóhannes Þorvarðarson skipstjóri.
Ómar sagði að fyrir höndum væri
þriggja mánaða túr á Flæmingja-
grunn og var ekki annað að heyra
en að úthaldið legðist vel í hann.
Wiesbaden heldur á Flæmingjagrunn
Morgunblaðið/Kristján
Slegið undir rækjutrollið. Ómar Óskarsson og Flosi Arnórsson, skipverjar
á Wiesbaden, voru vinna við rækjutroll togarans á Akureyri í gær.
Til veiða með
nýtt tveggja
belgja rækjutroll
111 gestir | Byggðasafnið Hvoll á
Dalvík var opið á laugardögum í vet-
ur. Á tímabilinu frá 1. september til
31. desember á liðnu ári komu alls
111 gestir á safnið, þar af komu 9
gestir í nóvember en enginn í desem-
ber.
Vesturbær | Kjartan Magnússon,
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borg-
arstjórn Reykjavíkur, hefur lagt
fram tillögu um mögulegar úrlausn-
ir á aðstöðuvanda Knattspyrnu-
félags Reykjavíkur (KR). Í tillögunni
er mælst til þess að Íþrótta- og tóm-
stundaráð hefji viðræður við KR
með það að markmiði að tryggja fé-
laginu viðunandi framtíðaraðstöðu
fyrir þá starfsemi sem félagið sinnir
í þágu barna- og unglingastarfs sem
og almenningsíþrótta. Enda segir
Kjartan ljóst að mikil þörf sé fyr-
irstækkun á íþróttasvæði KR, þar
sem sprenging hafi orðið í starfsemi
félagsins undanfarin ár. Leggur
Kjartan til að tveir meginkostir
verði skoðaðir. Annars vegar nefnir
hann þriggja hektara íþróttasvæði á
uppfyllingu við Sörlaskjól í um tvö
hundruð og þrjátíu metra fjarlægð
frá KR-heimilinu. Þar yrði pláss fyr-
ir þrjá æfingavelli fyrir unglinga.
Hins vegar leggur hann til nýtingu á
SÍF reitnum við Keilugranda 1, sem
er um 7.200 fermetrar og rúm fyrir
einn æfingavöll, en sú lóð er í ein-
ungis hundrað metra fjarlægð frá
KR-svæðinu.
Vesturbærinn nógu
þéttbyggður
Í greinargerð tillögunnar segir
Kjartan meðal annars að eldri hug-
myndir R-listans um æfingasvæði á
uppfyllingu norðan við Eiðsgranda
gangi illa upp, enda sé staðurinn al-
gjörlega óvarinn fyrir norðanátt-
inni. Segir hann að út af Sörlaskjóli
sé mun grynnra og henti það betur
fyrir landfyllingu auk þess sem veð-
urfar sé þar mun mildara en að
norðanverðu. Svonefndar SÍF-
skemmur hafa staðið á lóðinni við
Keilugranda 1 um áratugaskeið en
nú stendur til að rífa þær og hefur
verið sótt um að byggja fjölbýlishús
á lóðinni með háu nýtingarhlutfalli,
allt að tólf hæða háum. Íbúar við
Rekagranda og Keilugranda hafa
gert athugasemdir við þessar fyr-
irhuguðu framkvæmdir og telja að
þær geti haft mikil áhrif á lóðir
þeirra. Auk þess segir Kjartan að
byggð sé þegar mjög þétt í Vest-
urbænum. Brýnna sé að hlúa betur
að íþrótta- og tómstundastarfi á
svæðinu, sem hefur setið á hakanum
lengi. Mikilvægt sé að taka alla
möguleika sem skapast til gaum-
gæfilegrar skoðunar áður en meira
landi er úthlutað til bygginga í
þeirri þéttu byggð sem Vesturbær-
inn er.
Heilsa almennings í húfi
„Ég tel að það sé raunhæft að
byggja á landfyllingu út af Sörla-
skjóli, en þar þurfi að hlusta grannt
eftir sjónarmiðum íbúanna á svæð-
inu. Sá valkostur gæti þó verið fram-
tíðarlausn,“ segir Kjartan. Hann
leggur áherslu á að brýnt sé að ræða
framtíð SÍF-reitsins, því nú þegar
standi yfir skipulagsvinna vegna
þess svæðis og líklegt að ákvarðanir
verði teknar fljótlega, en margt
mæli með því að taka það svæði und-
ir íþróttasvæði frekar en stórhýsi.
„Ég held að þessi reitur væri alveg
kjörinn fyrir fyrstu skrefin að því að
leysa aðstöðuvanda KR.“
Margir foreldrar hafa áhyggjur af
hreyfingarleysi barna og segir
Kjartan nauðsynlegt að byggja und-
ir bætta heilsu almennings í framtíð-
inni. „Betri aðstaða íþróttafélag-
anna er mikilvægur hlekkur í
heilsueflingu almennings. Það er
brýnt að leysa vanda íþróttafélag-
anna og bæta aðstöðu fyrir almenn-
ingsíþróttir í borginni,“ segir Kjart-
an að lokum.
Tillögur uppi um lausnir á aðstöðuvanda KR
Fyrirhuguð háhýsi: Uppi eru hugmyndir um byggingu fjölbýlishúsa á SÍF-
reitnum, en Kjartan vill að þar verði frekar hugað að hagsmunum KR.
Brýnt að tryggja aðstöðu
!
"
! !$
%
! &
Grafarvogur | Úrslitaviðureignin í
fyrstu kokkakeppni Rimaskóla fór
fram í gær. Þar kepptu sautján
nemendur í níunda og tíunda bekk
til úrslita, en heimilisfræði er
kennd sem valfag í efstu bekkjum
Rimaskóla.
Sigur úr býtum báru tveir piltar,
Daníel Jóhannsson og Egill Már
Egilsson úr tíunda bekk, en þeir
elduðu kjúklingabringur fylltar
með sólþurrkuðum tómötum og
timianristaðar kartöflur. Dreng-
irnir hlutu í verðlaun veislu á Arg-
entínu steikhúsi, sérvalda af meist-
arakokkum staðarins og hálfsárs
áskrift að Gestgjafanum auk glæsi-
legrar gjafar frá Rimaskóla.
Undanúrslitin stóðu yfir í heila
viku, en í þeim kepptu sextíu og
átta nemendur í tuttugu liðum.
Sex lið kepptu síðan til úrslita og voru tveir til fjórir saman í liði.
Hráefnið mátti ekki kosta meira
en tólf hundruð krónur. „Það var
rosaleg stemning fyrir þessu og
stofan hefur aldrei verið fyllri af
fólki, en þegar dómnefndin var að
störfum ríkti slík þögn að heyra
hefði mátt tannstöngul detta,“ seg-
ir Áslaug Traustadóttir, fagstjóri
og kennari í heimilisfræði í Rima-
skóla.
Fleiri strákar en stelpur sækja
heimilisfræðina í Rimaskóla. Af
sex liðum sem kepptu voru fjögur
strákalið og tvö stelpulið og í öll-
um efstu sætunum í keppninni
voru strákar. Áslaug segir nem-
endur yfirleitt skipta sér eftir
kynjum, þó að þeir hafi ekkert á
móti því að vinna saman á þessum
aldri.
Áslaug segir stefnt á að skora á
aðra grunnskóla að halda svipaðar
keppnir og halda síðan keppni milli
skólanna á Reykjavíkursvæðinu
eða jafnvel á landsvísu. „Ég sé
óendanlega möguleika, krakkarnir
eru svo öflugir,“ segir Áslaug, sem
er með fastan þátt í Gestgjafanum,
„Krakkarnir elda“, þar sem krakk-
arnir sýna hvernig á að elda og
uppskriftir fylgja með. „Þá getur
öll fjölskyldan brett upp ermarnar
og eldað saman,“ segir Áslaug að
lokum.
Fyrsta kokkakeppni Rimaskóla haldin með glans
Strákar fylltu þrjú efstu sætin
Morgunblaðið/Jim Smart
Upprennandi meistarakokkar: Þessar ungu stúlkur kepptu til úrslita í
kokkakeppni Rimaskóla og stóðu sig með prýði.
Morgunblaðið/Jim Smart
Fjölhæfir strákar: Drengir lentu í
þremur efstu sætunum í fyrstu
kokkakeppni Rimaskóla.