Morgunblaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF ALMENNT er það viðurkennt að syrgjandi einstaklingar hafi bæði gagn og gott af þátttöku í sorg- arhópum eftir ástvinamissi. Á hinn bóginn benda niðurstöður rann- sókna um þetta efni til þess að langflestir syrgjendur þurfi hvorki á sorgarhópi né sálfræðingum að halda til að yfirvinna sorgina. Eftir ástvinamissi gangi einfaldlega allir í gegnum sorgina, sem sé ósköp eðlilegt ferli, sem standi venjulega yfir í sex til átján mánuði. „Við komumst ekki hjá því að þurfa að horfast í augu við sorgina við ást- vinamissi, einfaldlega vegna þess að maðurinn er tilfinningavera. Sorgin á sér því venjulega eðlileg- an farveg í lífi okkar flestra. Hún er bitur, en flestir geta unnið sig út úr sorginni og haldið áfram með eigið líf eftir ákveðinn tíma,“ segir dr. Robert Hansson, sálfræðingur við háskólann í Tulsa, Oklahoma. Í nýrri bandarískri rannsókn- arskýrslu um sorg og sorg- arviðbrögð, sem greint var frá í New York Times fyrir skömmu, kemur fram að margt bendi nú til þess að þátttaka í sorgarhópum sé ekki til þess fallin að draga úr sorgarviðbrögðum þeirra sem ekki eru að fást við mjög flókið sorg- arferli. Þvert á móti gefa rann- sóknir til kynna að sorgarmeðferð geri þessum syrgjendum illt verra, hvort sem ástvinamissinn hefur borið skjótt að eða hann haft lang- an aðdraganda. Bent er á að síst þér þörfin fyrir sorgarmeðferðar strax í kjölfar dauðsfalls. Farsælla sé að bíða og sjá hvort syrgjendur nái að vinna sig út úr sorginni upp á eigin spýtur innan eðlilegs tíma- ramma, 6–18 mánaða. Finnist syrgjendum þeir þurfa hjálp á seinni stigum getur gagnsemi með- ferðar verið fólgin í þeim aðferðum sem í boði eru þar sem karlar eru taldir syrgja öðruvísi en konur. Á meðan tilfinningaleg nálgun sorg- arhópa kann að gagnast konum, eru karlar líklegri til að hafa gagn af meðferð, sem beinir athyglinni að hugsunarhætti þeirra. Sumir deyja úr sorg Umhyggjusöm ættmenni eða vinir sækja oft stíft á um að syrgj- andinn leiti sér faglegrar hjálpar í kjölfar missis, en það eru bara ekki allir steyptir í sama mótið og því á ein aðferð ekki við alla, segir dr. Roberts A. Neimeyer, sálfræ- ðiprófessor við háskólann í Memp- his og ritstjóri vísindatímaritsins Death Studies. Rannsóknir benda til að ekki skuli neyða syrgjendur, sem bæla tilfinningar sínar, til að horfast sérstaklega í augu við sorgina þar sem sálrænar afleið- ingar viðkomandi eru hverfandi allt að þremur árum síðar. Mun gagnlegri er sú umhyggja, hlut- tekning og stuðningur sem ætt- ingjar, vinir, vinnufélagar og ná- grannar sýna syrgjendum á fyrstu vikum og mánuðum eftir fráfall. Aðeins í þeim tilfellum þegar sorg- arferlið er orðið mjög flókið, átakamikið og langvinnt er orðin ótvíræð þörf fyrir sorgarmeðferð. Þá er syrgjandinn jafnvel farinn að berjast við þunglyndi auk þess sem bæði vinnan og daglega lífið er orðið erfitt viðureignar, að sögn Neimeyer. Hann bætir við að mik- ilvægt sé að meðhöndla syrgj- endur, sem ekki komist út úr sorg- inni á eigin spýtur, þar sem ómeðhöndluð langvinn sorg geti hreinlega haft lífshættulegar af- leiðingar í för með sér, t.d. hækk- aðan blóðþrýsting, hjartaáfall, slag, fíkniefnamisnotkun og sjálfs- morðstilraunir. „Þessir syrgjendur geta hreinlega dáið úr sorg.“  ÁSTVINAMISSIR|Eðlilegt sorgarferli stendur oftast í sex til átján mánuði Sorgarmeðferð getur gert illt verra Reuters Ólíkar þarfir: Á meðan tilfinningaleg nálgun sorgarhópa kann að gagnast konum á seinni stigum í sorgarferlinu, eru karlar líklegri til að hafa gagn af meðferð, sem beinir athyglinni að hugsunarhætti þeirra. Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. AÐSÓKNIN að Myrkum mús- íkdögum hefur að sögn Kjartans Ólafssonar, formanns Tónskálda- félags Íslands, verið einstaklega góð í ár og farið fram úr björtustu vonum. „Aðsóknartölur fyrir fyrstu tíu af tólf tónleikum hátíðarinnar eru að nálgast þriðja þúsundið, sem er algjört met í aðsókn að nútíma- tónlist,“ segir Kjartan og bendir á að aðsóknin að Myrkum mús- íkdögum hefur verið að aukast jafnt og þétt á síðustu árum, en í fyrra sóttu samtals um tvö þúsund manns hátíðina. Inntur eftir því hvernig skýra megi þessa góðu aðsókn nefnir Kjartan nokkrar ástæður: „Verkin hafa sjaldan verið fleiri á Myrkum músíkdögum og flytjendurnir sem koma fram eru vel á þriðja hundrað þannig að hátíðin er sífellt að stækka. Tónleikarnir hafa með tím- anum verið að fá á sig skýrari mynd, þannig má á efnisskránni t.d. finna sinfóníutónleika, kórtónleika, kamm- ertónleika o.s.frv. Með þessu móti á fólk auð- veldara með að velja tónleika eftir sínu áhugasviði. Á undanförnum ár- um hefur maður reglu- lega heyrt að markaðs- öflin væru að ganga af allri alvarlegri list dauðri, en ég held að það sé ekki rétt því áhugi almennings á innlendri list og menn- ingu virðist fara vax- andi, sem er alveg í samræmi við það sem er að gerast í öðrum löndum. Ein ástæða þessa held ég að sé að með öllum þessum fjölþjóðlegu tengingum og samruna þá myndast fókuspunktur á inn- lenda menningu. Ég hef líka tekið eftir því að fjölmiðlar hafa sýnt há- tíðinni meiri áhuga heldur en áður.“ Að sögn Kjartans eru tónleikagestir há- tíðarinnar á öllum aldri, allt frá 10 ára og upp úr. „Vissulega er alltaf fastur kjarni sem sækir alla tón- leikana, en þar í kring er síðan mjög fjöl- breyttur áheyr- endahópur. Sumir hverjir eru að koma í fyrsta sinn til að kynna sér þetta sem þeir hafa svo oft heyrt um en aldrei heyrt sjálfir, þ.e. nútímatónlist. Ég hef líka veitt því sérstaka athygli að á síðustu árum er sífellt fleira yngra fólk að mæta á tónleika Myrkra músíkdaga, fólk sem ekki er með þessa gamaldags fordóma um að allt sem er nútímalegt sé vont.“ Kjartan Ólafsson Metaðsókn að Myrkum músíkdögum LOKATÓNLEIKAR Myrkra músík- daga verða haldnir í Ými í kvöld kl. 20, en þá leikur Camerarctica verk eftir Oliver Kentish, Árna Egilsson, Krzysztof Penderecki og Elínu Gunn- laugsdóttur. Camerarctica skipa Miklós Dalmay píanóleikari, Hallfríð- ur Ólafsdóttir flautuleikari, Ármann Helgason klarínettuleikari, Hildi- gunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikarar, Guð- mundur Kristmundsson víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. „Við erum að frumflytja tvö verk í kvöld sem voru samin sérstaklega fyrir okkur, annars vegar Frá myrkri til ljóss, sem er kvintett fyrir klarín- ettu og strengi eftir Oliver Kentish og hins vegar Ferð, fyrir píanó, flautu, klarínettu og strengi eftir Elínu Gunnlaugsdóttur,“ segir Ármann Helgason, en auk fyrrnefndra verka verða flutt In the twilight, tríó fyrir flautu, altflautu, fiðlu og víólu eftir Árna Egilsson og Kvartett fyrir klar- ínettu og strengjatríó eftir Krzysztof Penderecki. „Það er einmitt sérstak- lega spennandi að fá tækifæri til að frumflytja ný verk því oft veit maður hreinlega ekki hvort þau virka fyrr en maður flytur þau í viðurvist áheyr- enda. Þess vegna eru Myrkir músík- dagar einmitt svo mikilvægir, því þeir geta lýst upp skammdegið svo um munar, þ.e. þegar um góð verk er að ræða.“ Að sögn Ármanns er ákveðin heild- armynd yfir efnisskrá kvöldsins þó verkin fjögur séu innbyrðis mjög ólík. „Verkin eru öll um 12–15 mínútur að lengd og í þeim er ekkert ofsagt eða ofhlaðið. Þau einkennast öll af mikl- um kaflaskiptum og skiptingum milli stemninga, en þema verkanna er m.a. myrkrið og ljósið, ljósaskiptin og minningar. Þannig eiga verk Olivers og Árna það sammerkt að þar er verið að leika sér með litbrigði. Árni notar til þess m.a. altflautuna sem hefur mjög dökkan lit, eins og víólan. Verk- ið er á köflum mjög dularfullt, en á sama tíma afar rytmískt, létt og leik- andi, fer jafnvel út í djass. Verk Oli- vers fjallar, líkt og titillinn ber með sér, um allt litrófið frá myrkri til ljóss. Í verkinu er klarínettan oft í andstöðu við strengina, en samt er þetta mjög ómblíð tónsmíð með fallegum laglín- um og stefjum.“ Elsta verkið á efnisskránni er Kvartett fyrir klarínettu og strengja- tríó eftir Krzysztof Penderecki frá árinu 1993. „Við fluttum þennan kvartett hér á landi stuttu eftir að hann var saminn, en þá var þetta al- veg óþekkt verk. Síðan þá hefur það verið hljóðritað nokkrum sinnum og flutt mikið erlendis, en ekki heyrst hérlendis þar til nú. Það er því mjög gaman að fá að takast á við verkið aft- ur, enda er þetta afar fín tónsmíð. Það mætti lýsa því sem einhvers konar hugleiðingu um tónlist fyrri hluta síð- ustu aldar, enda minnir það nokkuð á Bartók og Schönberg. Penderecki er eitt af merkustu tónskáldum samtím- ans og hefur samið mikið af tilrauna- kenndri tónlist, en á síðustu árum hef- ur hann farið að semja meira af lagrænni og rómantískri tónlist á borð við klarínettukvartettinn sem við flytjum í kvöld,“ segir Ármann að lokum. Frá myrkri til ljóss Morgunblaðið/Árni Sæberg Camerarctica leiðir Myrka músíkdaga til lykta þetta árið. LEIKRITIÐ And Björk of course … eftir Þorvald Þorsteinsson verður framlag Íslands til Norrænu leik- skáldaverðlaunanna 2004. Það er dómnefnd á vegum Leiklist- arsambands Íslands sem hefur valið verkið úr öllum frumfluttum ís- lenskum sviðsleikritum árin 2002 og 2003. Eitt verk frá hverju Norður- landanna hlýtur tilnefningu, en verðlaunin verða afhent á Norræn- um leiklistardögum í Ósló í júní nk. Leiklistarsamband Norðurlanda stofnaði til verðlaunanna og hafa þau verið veitt annað hvert ár allt frá 1992, en Hrafnhildur Hagalín hlaut hnossið það ár. Forsendur valsins eru svohljóð- andi: „And Björk of course … er afar nærgöngul, jafnvel hrollvekjandi háðsádeila, þar sem meintu inni- haldsleysi nútímans er lýst án mis- kunnar. Verkið bregður upp mynd af ráðvilltu, guðlausu fólki sem leit- ar leiðsagnar, jafnvel forsjár hjá ennþá ráðvilltari þerapista. Verkið kallast þannig á við gamalt og áleit- ið málverk Bruegels þar sem blind- ur leiðir blindan til ógæfunnar. Leikpersónurnar eru í senn þegnar og fórnarlömb sálarlauss neyslu- samfélags sem hefur misst trú á allt, að eigin sjálfi meðtöldu, eða eins og ein persónan segir: „Ég er algert núll“. Guð er löngu dáinn en eftir sitja villuráfandi sálir með óskil- greinda þörf til að trúa meðan allt er að mást út. Verkið er skrifað við núllpunkt. Háðið beinist reyndar ekki aðeins að efninu heldur líka umgerðinni, sjálfri leiklistinni og hefð hennar, en þótt unnt sé að skoða leikritið sem afbyggingu leik- formsins felur það í sér óumdeil- anlega trúarjátningu um mátt þess.“ Dómnefndina skipuðu Árni Ibsen, Guðmundur Brynjólfsson og Ingunn Ásdísardóttir. Norrænu leikskáldaverðlaunin verða veitt í Ósló í júní And Björk of course… tilnefnt Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorvaldur Þorsteinsson tekur við viðurkenningu vegna tilnefningarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.