Morgunblaðið - 11.02.2004, Side 23

Morgunblaðið - 11.02.2004, Side 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 23 Í nágrenni mínu er þykkur doðrantur upp á heilar 540 síður, sem ég festi mér ásamt fleiri góðum bókum og út komu árið 1996, þá Kaupmannahöfn var menningarborg Evrópu. Bókin nefnist, De glade givere, skrifuð af ostakaupmanninum Knud W. Jen- sen. Forlagið Gyldendal, sem höfundurinn átti meirihluta í og veitti forstöðu um árabil. Knud Wadum Jensen (1916–2000), er þó helst þekktur fyrir að vera maðurinn að baki Lousiana menningarsetrinu í Humlebæk, sem löngu er komið á kortið með drjúg segulhrif á listunnendur frá öllum heimshornum. Og ásamt hinum nafnkunna stjórnmálamanni Juli- usi Bomholt, fyrsta menningarmálaráðherra Danmerkur, lagði hann línur til framtíðar um menningarlegt ris þjóðarinnar snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Hér var nýhugsun á odd- inum, að vera í tengslum við hræringar sam- tímans heima sem úti í heimi. Bókin gefin út í tilefni menningarborgarárs, segir af þeim fjölmörgu í Danmörku sem af eig- in hvötum og ættjarð- arást lögðu sitt lóð á vogarskálina á of- anverðri nítjándu öld og frameftir þeirri tuttugustu. Sjálfur var Knud W. Jensen einn af þessum glöðu og örlátu gefendum, raunar einn þeirra helstu. Þó er einungis um skilvirka og vel skrifaða skýrslugerð og sagnfræði að ræða, sem fáir ef nokkur var betur fallinn til að takast á hendur af víðlíka þekkingu, hlutlægni og yf- irsýn. Bókin fróðleiksbrunnur sem ómetanlegt er að hafa í nágrenni sínu og grípa til eftir þörf- um. Jafnframt um margt afhjúpandi varðandi þá áleitnu spurn hvað rak þessa auðmenn áfram án nokkurrar hagnaðarvonar né ut- anaðkomandi þrýstings. Gerðu þetta einungis fyrir ánægjuna, innblásnir óskýrðri þörf fyrir að gefa miðla og bjóða öðrum að gerast þáttak- endur í þeim andlega ríkidómi sem þeir sönk- uðu að sér í formi lista og hámenningar. Eftir að hafa flett í bókinni hreinlega sundlar mig við tilhugsunina um Danmörk án afreka þeirra, og það voru slíkir menn sem áttu heiðurinn af að lengstum var litið til Kaupmannahafnar sem Parísar Norðurlanda, stökkpalls út í hinn stóra heim ... Þegar ég uppgötvaði á dögunum aðsenn væru hundrað ár frá fæðinguRagnars Jónssonar, lengstum kennd-ur við smjörlíkisgerðina Smára, fóru heilasellurnar í gang og mér rann blóðið til skyldunnar. Fljótlega varð mér hugsað til nefndrar bókar, sem ég enn einu sinni tók að fletta í og sem jafnan til undrunar og aðdáunar. Spyrji einhver af hverju, er til svara að alla síð- ustu öld áttu Íslendingar einungis einn mann sem kemst með tærnar þar sem hinir dönsku listhöfðingjar voru með hælana; Ragnar í Smára. Hann var þó viðlíka stórhuga og fram- sýnn og nokkur þeirra, einfaldlega ekki jafn sterkefnaður jafnvel smápeð í þeim efnum samanborið við þá flesta. Átti að auk meir á brattann að sækja en þeir, þjóð hans smá, ein- angruð og illa upplýst á ýmsar hliðar menning- ar, einkum tón- og sjónmenntir. Um leið og Ragnar komst á skrið var hann fljótlega allt í öllu hvar listir voru annars vegar, og eins og áðurnefndur Knud W. Jensen, að- allega í bókmenntum, málaralist og tónlist. Í upphafi átti þó tónlistin hug Ragnars allan, en að því kom að hann meðtók að meðfæddir hæfi- leikar væru ekki í samræmi við áhugann. Reyndust hins vegar ríkulegir í formi þess að upplifa og njóta, meira fyrir eyru en iðkun, og með honum þróaðist brennandi áhugi á að miðla öðrum af auðæfum tónsögunnar og eitt leiddi af öðru. Lét hendur standa fram úr erm- um en af flestu mun hafa verið lítill sem enginn fjárhagslegur ávinningur nema bókum ein- stakra rithöfunda. En það var ekki veigurinn heldur gleðin við að miðla sem í sjálfu sér er mikil list, og rausnarskapur Ragnars reið ei heldur við einteyming þegar hann vissi af efni- legum frjósprotum. Ragnar átti sér miklar draumsýnir um ris ís- lenzkrar menningar, en fyrir skilningsleysi urðu þær í mörgum tilvikum einungis loftkast- alar, allt það sem hann kom í verk samt risa- vaxið sé litið til aðstæðna sinnuleysi hins breiða fjölda og andvaraleysis ráðandi afla. Um kappsfullan eldhuga að ræða sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna, happafeng sem ruddi hindrunum úr vegi að hætti berserkja og vík- inga. Svo niðursokkin gat hann verið við að leggja línur til framtíðar þá hann hafði fiskað einhvern góðan hlustanda upp í jeppann sinn, að stundum áttaði hann sig ekki fyrr en renn- ireiðin hafði borið þá eitthvað langt langt úr leið. Hér á ferð maður verksins af fyrstu gráðu, handlingens mand, eins og danskurinn orðar það, sem skeytti lítt um umbúðirnar. Kemur vel fram í sögunni sem vinur minn í München sagði mér 1959, honum var í skýru minni og hló mikið og hjartanlega. Skeði að Ragnar festi jeppa sinn í óbyggðum, síðasta úrræðið þá allt annað brast var að taka fram járnkall og leggja til atlögu, fór mikinn og lét sér fátt um finnast þótt stórsæi á ytri byrði ökutækisins. Slíkar að- farir hafði strákur aldrei séð né virðingarleysi við ökutæki, upp skyldi kerran og gekk eftir. Menn þesslags átaka á mannlífsvettvangi verða jafnan umdeildir, miklum hæfileikum fylgir iðulega að minna er af ýmsum öðrum sem miðlunginn prýðir, Ragnar hafði líka svo mikið umleikis samtímis að eina ráðið var að ýta hlutunum á undan sér og fyrir horn og gat þá eitt og annað farið úrskeiðis. Fram hjá því ber að líta en öllu meir til þess sem hann kom í heila höfn og hér eigum við myndlistarmenn honum stóra skuld að gjalda. Um miðbik ald- arinnar gaf hann út í samvinnu við Kristján Jónsson í Kiddabúð, fyrstu veglegu bækurnar um öndvegismálarana Ásgrím, Jón Stefánsson og Kjarval. Auglýsti listamennina sem mestu og bestu syni þjóðarinnar, sem fékk marga til að brosa og hann var gagnrýndur fyrir, jafnt manna á millum sem opinberlega. Annað stór- virki var fyrsta og eina gagngera listasagan á öldinni sem Björn Th. Björnsson tók saman, Helgafell, forlag Ragnars stóð að og út kom í tveim bindum 1964 og 1973. Til táknrænnar frásagnar, að í fyrra fallinu er ekki langt síðan hægt að fá eintök í bókabúðum eða nær hálfri öld seinna, og enn mögulegt að ganga að lista- sögunni þótt í báðum tilvikum væru upplögin ekki ýkja stór miðað við vægi og framtíðargildi. Hér vaknar ósjálfrátt sú spurn hvort þetta sé raunsannasti þverskurðurinn á listáhuga landsmanna. Þá ber að nefna viðamikil kaup Ragnars á myndlistarverkum, sem hann færði seinna að stórum hluta Alþýðusambandi Íslands að gjöf, en mun áður hafa boðið Reykjavíkurborg með þeim skilyrðum að byggt væri yfir safnið. Einnig margs konar aðstoð við einstaka lista- menn jafnvel við að selja myndir þeirra, meðal þeirra var sjálfur Jón Stefánsson, en það tók þjóðina öllu engri tíma að meta málarann að verðleikum en Ásgrím og Kjarval. Loks átti hann það til að víkja að ungum myndlist- armönnum peningum á förnum vegi upp í við- skipti síðar meir og veit um einn félaga minn sem hann galt tvöfalt uppsett verð fyrir mál- verk. Þá stóð hann fyrir myndverkasölu með afborgunum og lét listamennina ekki bíða með greiðslur heldur greiddi þeim fyrirfram. Er hér til frásagnar þar sem ég var einn þeirra sem naut þess að hann kom á vinnustofu mína 1957 og hafði á brott með sér eitthvað á fjórða tug myndverka, aðallega málverk í olíu á dúk. Eitt af afrekunum var svo að reisa hús yfir Sig- urjón Ólafsson á Laugarnesinu meðan mynd- höggvarinn var veikur og fjarri um tveggja og hálfs árs skeið, og svona má lengi upp telja. Hér einungis vikið að myndlistinni, um það sem snýr að öðrum listgeirum eru aðrir betur fallnir til frásagnar. Jafn stórvirkur listhöfðingi og Ragnarmeð yfirsýn til margra átta. For-dómalaus um listastefnur og þó skoð-anafastur, gnæfir hann yfir í íslenzkri menningarsögu síðustu aldar. Vissa mín er að ef annar slíkur hefði risið upp og tekið við, væri tónlistarhús, án ráðstefnusalar, löngu risið og fordæmi hans hefði átt að vera hvati þess að einhvers staðar í borgarlandinu hefði risið menningarsetur hliðstætt Lousiana í Humle- bæk, þangað sem borgarbúar valförtuðu til uppljómunar andans og láta sér líða vel. Menn geta svo einungis giskað á hver þróunin hefði orðið ef við hefðum farið að fordæmi Dana og falið þeim Gylfa Þ. Gíslasyni og Ragnari að leggja línur til framtíðar. Einnegin ef menn hefðu farið að ráðum hans að blanda ekki sam- an listum og pólitík. Ragnar var með hrifnæmustu mönnum sem á vegi mínum hafa orðið, lét hjartað ráða og tók skyndiákvarðanir í listaverkakaupum. Á tákn- ræna sögu af því er hann kom til mín á vinnu- stofuna á sjötta áratugnum, rak augun í papp- írsspjald sem ég hafði áður notað til að blanda olíuliti á og keypti eins og skot. Sagði, „þessi er öðruvísi“, mikið líkar mér hún vel. Ég í meira lagi gáttaður en stóð á meintum strák mínum, peningarnir enda vel þegnir í tóma vasa. Þorði varla að segja nokkrum lifandi manni frá þessu, en löngu seinna komst ég að því að hann var hér í góðum málum vegna þess að um nokk- urs konar línurit ómeðvitaðs og ósjálfráðs hrynjandi er að ræða í vinnuferlinu, eina teg- und orkuafhleðslu sem framkallar samræmi. Að virkja þesslags orkuafhleðslu og gera að hluta vinnuferlisins er einhver erfiðasta þraut listarinnar, hinn mikli galdur sem hefur með meðvitað og ómeðvitað skynrænt flæði að gera. Þannig verða nemendur í málunardeildum listaskóla fljótlega varir við að mun meira sam- ræmi er í litunum á blöndunarspjaldinu en því sem þeir eru að rembast við að ná fram á dúk- ana. Að vísu voru þeir fleiri sem sönkuðu aðsér myndverkum framsækinna lista-manna á öldinni sem leið, fyrsturþeirra mun hafa verið Markús Ív- arsson járnsmiður, stofnandi vélsmiðjunnar Héðins, en hinn mikilvirkasti á henni of- anverðri Þorvaldur Guðmundsson, kenndur við Síld og fisk, en að stórum hluta safnaði hann verkum Kjarvals. Annars konar og afmarkaðri safnarar til hliðar. Síðasta skipti sem Ragnar í Smára átti erindi við mig kom hann óvænt heim til mín í fylgd konu sinnar Bjargar Ellingsen, sem var fallega og væna viðbótin við hinn stóra mann, þá mjög farinn að láta á sjá vegna parkinsonveikinnar. Vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið né hvaða náttúra lá hér að baki, slíkt aldrei skeð áður, heima allt á tjá og tundri, ég að pakka niður, hamstrar höfðu sloppið úr búri sínu, ungviðið að leita að þeim um gólf og veggi, íbúðin í rúst. Ragnar og Björg brostu einungis góðlátlega, sögðust hafa frétt á skotspónum að ég væri á leið utan. Erindið reyndist að óska mér far- arheilla og leggja bunka af dollurum í lófa karls, þóknun fyrir listrænt handarvik sem ég kann ekki lengur frá að herma, hafi það verið nokkuð. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Hann gaf af gleði Ragnar hlustar á tónlist á heimili sínu á Reynimelnum 1962. 55 MANNA Mótettukór Hall- grímskirkju og 17 félagar Scholae Cantorum stóðu sameiginlega að af- bragðsgóðum kórtónleikum án und- irleiks á vegum MM og Listvina- félags kirkjunnar á sunnudag. Hæfðu öll fimm verk dagskrár miklum hljómburði staðarins mjög vel. Fyrst var María, meyjan skæra (helgitextinn er við sama íslenzka tvísöngslagið og alkunna druslan Ó mín flaskan fríða) eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson. Verkið heyrðist fyrst 2001 í 4 radda gerð, síðan 2002 í 8 radda, og nú loks í 16 radda út- færslu sem hér var frumflutt af sameinuðum kórum. Þrátt fyrir mikla uppsafnaða áferðarþéttun hélzt það enn á aðgengilegu hómó- fónísku tónmáli er leiddi hugann að nýgrísk-orþódoxum stíl Johns Tave- ners. Stutt smíð (um 3’) og einföld að grunni til, en samt býsna áhrifa- mikil fyrir hugvitssama og oft sam- stiga hljómabeitingu sína, sem þurfti, og fékk, tandurhreina túlk- un. Hymni Benjamins Brittens til helgrar Sesselju (um 11’) við enskan texta W.H. Audens frá 1942 (sama ári og A Ceremony of Carols) myndaði ljúfasta og loftkenndasta atriði kvöldsins, er heillaði mann frá upphafi til enda í lýtalausri og 100% óþvingaðri meðferð Scholae Cantorum. Á eftir fylgdu tvö Agnus Dei; fyrst eftir Hjálm- ar H. Ragnarsson (1989; 5’) en síðan eft- ir pólska tónskáldið og fyrrum framúr- stefnuforkálfinn Krzysztof Penderecki (1981; 8’). Verk Hjálmars var loka- þáttur Messu hans (1982–89) og heyrðist síðast í október í fyrra; vel samið og flutt. Verk Pendereck- is var samið við Agnus Dei-þátt rómversku sálumessunnar til minn- ingar um Wyszynski kardinála, að mestu tónalt þótt spryngi út á ein- um stað í risavöxnum kórklasahljómi líkt og sæfífill framan í kafara. Geysiáhrifamikið verk í látleysi sínu. Stórviðburður á vett- vangi a cappella kór- söngs rann upp eftir hlé, þegar Messu Franks Martins fyrir tvo kóra (26’) bar fyrir eyru í fyrsta sinn hér á landi að öllum líkind- um, þótt ekki kæmi það fram. Hún var samin 1922/26 en ekki frum- flutt fyrr en 1962. Hafi hlédræg hógværð og guðsótti sviss- neska tónskáldsins valdið mestu þar um, eins og tónleikaskrá MM lét að liggja, þá gæti einnig hafa komið til ákveðið leitandi óöryggi í stílvali, því Martin dróst að finna sinn eigin tón, og þó að messan sé nú löngu viðurkennd sem meistaraverk, átti ekki sama frjálslynda fjölstílaand- rými upp á pallborðið í árdaga ný- hyggjunnar á 3. áratug og undir aldarlok. Verkið var uppfyllt af þéttriðnum kontrapunkti, þó hvergi teygðust stuttu fúgatóin upp í eiginlega fúgu. Gætti mikillar fjölbreytni í áferð og tækni, og þætti margt m.a.s. frum- legt enn í dag, eins og t.d. hinir fagnandi samsköruðu himinstigar í Et resurrexit og impressjóníski „klukknahhringingin“ í Sanctus. En umfram allt kom verkið til hlust- andans beint frá hjartanu í frábær- um meðförum kóranna undir víð- feðmri stjórn Harðar Áskelssonar, er spannaði allan tjáningarskalann frá kosmískum stórasmelli til minnsta andvarps. Mögnuð kórupplifunTÓNLISTHallgrímskirkja/Myrkir músíkdagar Hreiðar Ingi Þorsteinsson: María, meyjan skæra (2001–03; frumfl.) Britten: Hymn to St. Cecilia* (1942). Hjálmar H. Ragn- arsson: Agnus Dei* (1989). Penderecki: Agnus Dei (1981). Martin: Messa fyrir tvo kóra (1922/26). Mótettukór Hall- grímskirkju og *Schola cantorum. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Sunnudag- inn 8. febrúar kl. 17. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Hörður Áskelsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.