Morgunblaðið - 11.02.2004, Síða 24
UMRÆÐAN
24 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í DAG er fyrri kjördagur kosn-
inga til Stúdentaráðs og Há-
skólaráðs og í dag gefst stúdentum
kostur á að leggja sín lóð á vog-
arskálarnar til að tryggja að frum-
kvæði og kraftur ein-
kenni starf fulltrúa
þeirra innan Háskóla
Íslands. Við í Vöku, fé-
lagi lýðræðissinnaðra
stúdenta, erum
óhrædd við að leggja
verk okkar undir dóm
kjósenda fullviss um að
á þeim tveimur árum
sem við höfum leitt
starf ráðsins hefur ver-
ið lyft grettistaki í
hagsmunabaráttu
námsmanna. Stúd-
entaráð hefur leitt öfl-
uga og ábyrga umræðu um málefni
stúdenta og Háskóla Íslands og ein-
sett sér að benda ekki einungis á það
sem betur mætti fara heldur einnig
sýnt fram á leiðir til úrbóta.
Á hverju ári er kosið nýtt fólk til
að sitja í Stúdentaráði. Ráðið, sem
fyrst kom saman árið 1920, hefur
alla tíð verið aflvaki umbóta og
framfara í Háskóla Íslands og komið
fram sem öflugur málsvari stúdenta
í landinu. Undanfarnar vikur höfum
við í Vöku unnið hörðum höndum að
stefnumótun fyrir næsta ár og gert
okkar besta til að kynna þá vinnu
fyrir stúdentum, ýmist með dreifi-
efni eða heimsóknum
fulltrúa okkar í
kennslustofur Háskól-
ans. Í þessum heim-
sóknum höfum við
kynnt stefnu Vöku og
fengið upplýsingar um
hvaða málefni brenna
helst á nemendum.
Mun fleiri standa þó
að baki framboðinu og
ætla má að hátt á
þriðja hundrað manns
komi nálægt því með
einum eða öðrum
hætti. Eitt af meg-
inmarkmiðum þessa hóps er að
vinna að hagsmunum stúdenta og
hefur hann á síðustu tveimur árum
sýnt hverju er hægt að áorka ef tek-
ið er höndum saman. Nefna má
vöktun bygginga í próftíð, sem
tryggði rýmri opnunartíma í próf-
um, skönnun prófa síðustu 3 ára til
Metnaðarfull stefna
Vöku – betri háskóli
Davíð Gunnarsson skrifar um
stúdentaráðskosingar
Davíð Gunnarsson
Í DAG og á morgun verður kos-
ið til Stúdenta- og Háskólaráðs
Háskóla Íslands. Röskva er ein af
þeim fylkingum sem leita eftir um-
boði stúdenta til að leiða hags-
munabaráttuna næsta árið. Á lista
Röskvu í ár er fjöldinn allur af öfl-
ugu fólki sem er boðið og búið til
að bæta hag stúdenta.
Röskva er samtök félagshyggju-
fólks við Háskóla Íslands. Röskva
hefur frá upphafi unnið út frá því
sjónarmiði að varðveita jafnrétti
til náms.
Hluti af jafnrétti til náms er að
tryggja að stúdentar fái lán frá
LÍN sem dugar þeim til fram-
færslu. Í ár hækkaði grunn-
framfærslan aðeins um nokkur
hundruð krónur að raunvirði og
það er óásættanlegt. Við endur-
skoðun úthlutunarreglna LÍN í
vor verður að sjá til þess að betri
niðurstaða fáist. Einnig er nauð-
synlegt að endurskoða ábyrgð-
armannakerfið með ákveðinn fé-
lagslegan sveigjanleika í huga því
eins og staðan er í dag kemur
ábyrgðarmannakerfið í veg fyrir
að allir geti fengið lán.
Fyrsta flokks menntun
Háskóli Íslands á að veita fyrsta
flokks menntun og því þarf að
vinna jafnt og þétt að því bæta
kennsluna. Auka þarf samræmi
bak við einingar og endurskoða
fyrirkomulag prófsýninga. Jafn-
framt þarf að
tryggja að aðstaða
fyrir nemendur sé
til fyrirmyndar og
vinna að því að
lengja opnunartíma
Þjóðarbókhlöð-
unnar, einkum um
helgar.
Til að hægt sé að
halda uppi góðri
menntun þarf að
bæta rekstr-
argrundvöll Háskóla
Íslands. Nemendur,
líkt og kennarar og starfsfólk skól-
ans, eru orðnir langþreyttir á því
fjársvelti sem skólinn býr við. Nýr
menntamálaráðherra, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, hefur und-
anfarið sagt opinberlega að hún
útiloki ekki að skólagjöld verði
tekin upp við Háskóla Íslands.
Slíkum skyndilausnum hafnar
Röskva algerlega því þær herja á
jafna möguleika fólks til náms.
Í síðustu viku stóð Röskva fyrir
mótmælastöðu við Háskólann þar
sem stúdentar slógu skjaldborg
um aðalbyggingu skólans og sýndu
þannig samstöðu í baráttunni gegn
skólagjöldum. Röskva vill áfram-
haldandi baráttu gegn skólagjöld-
um og betri árangur í hagsmuna-
málum stúdenta. Röskva hvetur
stúdenta til að taka höndum sam-
an og kjósa ábyrgt fólk í forystu
Stúdentaráðs.
Gunnar Örn Heimisson og
Anna Pála Sverrisdóttir skrifa
um stúdentaráðskosningar
’Röskva vill áframhald-andi baráttu gegn skóla-
gjöldum og betri árang-
ur í hagsmunamálum
stúdenta.‘
Anna Pála Sverrisdóttir
Gunnar Örn skipar fyrsta sæti á lista
Röskvu til Stúdentaráðs, Anna Pála
skipar 1. sæti Röskvu til Háskólaráðs.
Gunnar Örn Heimisson
Tökum höndum
saman með Röskvu
REYKVÍKINGUM er annt um
miðborgina og vilja flestir veg
hennar sem mestan.Umræða um
stöðu og framtíð miðborgar
Reykjavíkur hefur aukist og verið
töluverð undanfarnar vikur og er
það vel. Þar hefur m.a. borið á
góma fyrirhugaða og
mögulega uppbygg-
ingu við Laugaveginn
og mat á gildi þeirrar
byggðar sem fyrir er
og þeirra húsa er
víkja mega sam-
kvæmt samþykktu
deiliskipulagi. Verður
hér stiklað á stóru og
reifuð sú vinna sem
leitt hefur til þeirrar
niðurstöðu sem fram
kemur í nýsam-
þykktum deiliskipu-
lagsáætlunum.
Endurskoðun
Árið 1997 var samþykkt að hefjast
handa við endurskoðun á deili-
skipulagi Kvosarinnar frá 1986 og
vinna að gerð og endurskoðun
deiliskipulags á miðborgarsvæð-
inu.Fyrir þessu voru ýmsar ástæð-
ur. Uppbygging hafði ekki orðið
sú er vænst var, m.a. vegna
breyttra verslunarhátta og nýrrar
verslunarmiðstöðvar í Kringlu.
Breyttar áherslur voru í verndun
byggðar og ný skipulags-og bygg-
ingarlög kváðu fastar að orði um
deiliskipulagsgerð, sem skyldi
unnin í samráði við viðkomandi
hagsmunaaðila á umræddum
svæðum.
Húsvernd
Þá þegar lá fyrir þemahefti um
húsvernd í Reykjavík, unnið af
starfshópi skipuðum embætt-
ismönnum frá Árbæjarsafni, bygg-
ingarlistadeild, skipulagsfulltrúa
og byggingarfulltrúa. Þemaheftið
var fylgigagn með Aðalskipulagi
Reykjavíkur 1996 – 2016. Í því
kvað við nýjan tón í málefnum
húsverndar. Þar sagði m.a. að
stefnt skuli að varðveislu stað-
bundinna og listrænna sérkenna í
húsagerð og skipulagi sem gefi
Reykjavík sérstöðu meðal borga
og sé þannig mikilvægur þáttur
ímyndar hennar.
Jafnframt að hugtakið
húsvernd feli í sér
skilning á samhengi
milli fortíðar og nútíð-
ar, þar sem varðveisla
á byggingararfinum
og efling bygging-
arlistar haldist í
hendur. Skilgreindir
voru mismunandi
flokkar varðveislu,
allt frá friðun húsa og
verndun 20. aldar
byggingarlistar til
verndunar heildstæðra götumynda
og byggðarmynsturs reita.
Þróunaráætlun
Þessi grunnur að húsvernd-
arstefnu var síðan útfærður nánar
í Þróunaráætlun miðborgar
Reykjavíkur, sem var upphaf
deiliskipulagsendurskoðunarinnar.
Hún er eins konar uppbygging-
aráætlun miðborgarinnar og felur
í sér stefnumarkandi samþykktir
m.a. um framkvæmd, landnotkun,
samgöngumál, íbúðarsvæði, mótun
umhverfis og uppbyggingu og
verndun sem eru forsendur í
þeirri deiliskipulagsvinnu sem
unnin hefur verið sl. ár.
Kynning
Þegar unnið er skipulag að þegar
byggðum svæðum ber samkvæmt
skipulags- og byggingarlögum að
vinna húsakönnun, sem höfð skal
til hliðsjónar við gerð skipulags-
ins. Þegar hin eiginlega
deiliskipulagsvinna hófst fyrir um
fjórum árum voru þannig unnar
húsakannanir á vegum Árbæj-
arsafns að öllum þeim reitum sem
til skipulags voru og byggðu þær
á fyrrnefndu þemahefti og stefnu-
mörkun þróunaráætlunar. Höfðu
fyrstu skipulagstillögur niðurstöðu
þemaheftis að leiðarljósi. Tillög-
urnar voru þrívegis kynntar fyrir
hagsmunaaðilum og kallað eftir
athugasemdum, við upphaf, þegar
tillaga lá fyrir og í lögbundinni
auglýsingu, en í sömu lögum er
einnig kveðið á um samráð og
kynningu fyrir hagsmunaaðilum
áður en deiliskipulag er endanlega
auglýst til samþykktar.
Endurmat
Í kjölfar athugasemda og frekari
vinnu varð eðlilega ákveðin breyt-
ing á skipulaginu og kom m.a.
fram áhugi um frekari uppbygg-
ingu við Laugaveginn. Var þá
skipaður starfshópur um ákveðið
endurmat á fyrirliggjandi drögum
að deiliskipulagi, sem í sátu þáv.
formaður skipulags- og bygging-
arnefndar, embættismenn frá
skipulagsfulltrúa, bygging-
arlistadeild, framkvæmdastjóri
miðborgar ásamt fulltrúa úr mið-
borgarstjórn. Skilaði hópurinn
áliti þar sem gerðar voru tillögur
að breytingum á verndun og upp-
byggingu þess eðlis að um 20 hús,
sem talin voru hafa ákveðið varð-
veislugildi, mætti rífa eða flytja á
aðra lóðir og heimild til nýbygg-
inga veitt í þeirra stað. Var þessu
áliti vísað til meðferðar við end-
anlega vinnu skipulagstillagnanna
og hefur verið haft til hliðsjónar
við hana.
Deiliskipulag – uppbygging-
armöguleikar
Nú liggur fyrir samþykkt deili-
skipulag fyrir alla reiti við Lauga-
veg, að tveimur undanskildum,
svokölluðum Stjórnarráðsreit og
Timburhúsareit, sem markast af
Frakkastíg, Laugavegi, Vitastíg
og Grettisgötu, en á honum er
heildstæðust byggð eldri húsa við
Laugaveg. Samkvæmt deiliskipu-
laginu má reisa um 60.000 m² ný-
bygginga, þar af 30.000 m² versl-
unarrými. Núverandi
byggingarmagn er um 190.000 m²,
þar af 27.000 m² verslunarhús-
næði. Mögulegt heildarniðurrif
húsa samkvæmt deiliskipulag-
sáætlunum er um 13.000 m².
Þegar má sjá nýrisnar bygg-
ingar og uppgerð hús í samræmi
við hið nýja skipulag, þar sem
byggt er á því að hver bygging sé
barn síns tíma, vitnisburður um
samtíð sína þar sem ákveðnar for-
sendur búa að baki notkun, bygg-
ingaraðferð og stílgerð. Þannig má
lesa hina löngu byggingarsögu
Laugavegarins frá fyrstu áratug-
um 19. aldar og halda því fram að
styrkur og sérstaða götunnar fel-
ist m.a.í þessu.
Aðalskipulag –
horft til framtíðar
Það er stefna nýs Aðalskipulags
Reykjavíkur 2001–2024 að styrkja
miðborg Reykjavíkur, m.a. með
áherslu á að Laugavegurinn sé að-
alverslunarsvæði og að í hlið-
argötum frá honum eigi verslun
sér vaxtarmöguleika. Með fjölgun
íbúða, bættum samgöngum og
fjölþættri menningu og þjónustu
verði sköpuð skilyrði fyrir auðugt
mannlíf.
Miðbæir borga þurfa að vera í
stöðugri endurskoðun og eðlilegri
þróun til að halda aðdráttarafli
sínu í samræmi við kröfur samtím-
ans hverju sinni. Jafnvægi þarf að
ríkja milli verndunar og uppbygg-
ingar á sögulegum svæðum, þann-
ig að byggt sé í sátt við söguna og
horft til framtíðar.
Laugavegur, miðborg – deiliskipulag
– uppbygging, verndun
Helga Bragadóttir
skrifar um skipulagsmál ’Með fjölgun íbúða,bættum samgöngum og
fjölþættri menningu og
þjónustu verði sköpuð
skilyrði fyrir auðugt
mannlíf.‘
Höfundur er skipulagsstjóri
í Reykjavík.
PÁLL Vilhjálmsson blaða-
maður ritar grein um fréttaföls-
un í Morgunblaðið í gær. Tilefni
hans til skrifanna er fréttaflutn-
ingur Fréttablaðsins af laga-
setningunni um sparisjóðina,
sem hann telur að hafi gefið
hlutdræga og villandi mynd af
atburðarásinni. Telur hann
þetta vera til marks um hlut-
drægni í fréttaflutningi Frétta-
blaðsins í þágu eigenda þess.
Taka má undir sumt af því
sem Páll segir almennt um
þessa hlutdrægni. Það má líka
vel vera að greina megi hlut-
drægni í flutningi blaðsins á
fréttum af sparisjóðamálinu að
undanförnu. En gagnrýnandan-
um Páli verður hins vegar alvar-
lega á í messunni við skrif sín.
Hann segir nefnilega orðrétt um
frumvarpið sem samþykkt var á
Alþingi í síðustu viku: „Frum-
varpið kom í veg fyrir að stofn-
fjáreigendur gætu höndlað með
eigin fé sparisjóðanna sem sitt
eigið…“. Þessi staðhæfing er
röng. Í þeim fyrirætlunum sem
Alþingi stöðvaði fólst ekkert af
þessu tagi. Eigið fé Spron var
alveg ósnortið í þessum við-
skiptasamningi. Það átti allt
saman að leggjast í sjóð, sem
ráðstafað yrði til menningar- og
líknarmála. Hins vegar áttu
stofnfjáreigendur að fá meira en
nafnverð fyrir stofnfé sitt.
Kaupandinn átti að greiða þeim
það úr sínum eigin vasa. Það er
verðugt verkefni fyrir sálfræð-
inga að finna það út, hvað veldur
óbeit Páls blaðamanns og raun-
ar alþingismanna á því að menn
fái gott verð fyrir eigur sínar.
Mér finnst við hæfi að beina
þeirri ábendingu til Páls, að
næst þegar hann ber fram ásök-
un á hendur öðrum um að segja
rangt frá, ætti hann sjálfur að
reyna að hafa það sem sannara
reynist. Þeir sem kasta steinum
þurfa að búa í góðu húsi.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Fréttafölsun II
Höfundur er hæstarétt-
arlögmaður.
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Föt fyrir
allar konur