Morgunblaðið - 11.02.2004, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 27
allt landið og taka m.a. yfir
NMT-farsímakerfið. Ekki
hafa þessar væntingar geng-
ið eftir í ljósi þess að árstekj-
ur Tetra Íslands eru nú um
100 milljónir króna, þar af
hefur samningur við ríki og
borg, sem gerður var til tíu
ára, gefið 40 milljónir á ári.
Hitt Tetra-kerfið
selst ekki
Landsvirkjun og OR und-
irrituðu viljayfirlýsingu í
september árið 2001 um að
sameina Tetralínu.Net og
Stiklu. Stefnt var að því að
selja annað kerfið og niður-
ú í upphafi að losa sig við Mot-
em Tetralína hafði notast við
pp kerfi frá finnska símaris-
rirtækjanna var samþykktur
dum eigenda í lok árs 2001 en
tók að ganga frá endanlegum
á meðan áreiðanleikakönnun
engið var frá ársreikningum.
ið hins vegar til starfa í árs-
Sameinað var fyrirtækið met-
milljónir króna, þar af eignir
illjónir og eigið féð um 500
ir samrunann var eitt helsta
ð koma Motorola-kerfinu í
Nokia en viðræður leiddu síð-
Motorola keypti tæplega 20%
slandi í nóvember árið 2002.
náðist við Motorola um
di uppbyggingu kerfisins, í
ríkið, og því var ákveðið að
okia-búnaðinn frá Stiklu. Hef-
á tveimur kerfum reynst fyr-
gur baggi og skuldastaðan
stu leyti af því, segir Jón Páls-
gir þreifingar hafa m.a. átt sér
oma búnaðinum í notkun er-
arfi við þarlenda aðila, en það
tekist.
Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2000
námu skuldir Tetralínu.Nets þá 218 millj-
ónum og tap ársins nam rúmum 20 millj-
ónum króna. Árið 2001 voru samanlagðar
skuldir fyrirtækjanna komnar í tæplega
870 milljónir króna og rekstrartapið nam
132 milljónum. Árið 2002 minnkuðu skuld-
irnar niður í rúmar 710 milljónir en tap af
rekstri Tetra Íslands það árið nam ríflega
214 milljónum króna. Hlutafé hafði verið
hækkað úr 200 milljónum árið 2001 í 574
milljónir ári síðar. Eigið fé í árslok 2002
nam 412 milljónum króna.
Í ársreikningnum fyrir árið 2002 kemur
einnig fram að fyrirtækið hafi verið með
skuldbindandi samning við Motorola um
kaup á 86 sendum og að ekki yrði keyptur
búnaður af öðrum. Var Tetra-kerfið í reikn-
ingnum metið á um 900 milljónir króna. Af
710 milljóna kr. skuld í árslok 2002 voru
600 milljónir í erlendri mynt. Ekki hefur
verið gengið frá ársreikningi fyrir síðasta
ár, en sem fyrr segir standa skuldirnar nú í
um 750 milljónum króna.
Ósamið um skuldir við Símann
Óánægju hefur gætt meðal helstu lán-
ardrottna Tetra Íslands um hvernig komið
er fyrir fyrirtækinu. Viðræður fóru í gang á
síðasta ári um að semja um skuldir fyr-
irtækisins en ein þeirra fór í aðför áður en
samningar hófust, þ.e. við Landssímann
sem í október í fyrra fór fram á fjárnám í
eignum Tetra Íslands hjá sýslumanninum í
Kópavogi til fullnustu skulda, en fyrirtækið
er til húsa í Hlíðasmára 11 þar í bæ. Síminn
hefur ekki fylgt þessari fjárnámskröfu eftir
en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
kom það til tals hjá stjórn Símans að óska
eftir gjaldþrotaskiptum í Tetra Íslandi.
Hins vegar var ákveðið að reyna til þrautar
frjálsa nauðasamninga en eftir því sem
blaðið kemst næst er ósamið við Símann
um uppgjör um 70 milljóna króna skuldar
hjá Tetra Íslandi.
síðustu áramót og fyrirtækið hefur verið rekið með tapi
nd á enn tvö
nað selst ekki
Morgunblaðið/Júlíus
í fjarskiptasambandi gegnum búnað Tetra Íslands við Neyðarlínuna.
Stefnt er að því að ný lög umskipavernd taki gildi 1. júlí nk.en tilgangur þeirra verður aðtryggja öryggi skipa á alþjóð-
legum siglingaleiðum og öryggi farms
og hafna. Á fundi Samtaka atvinnulífsins
í gær voru væntanleg lög og fram-
kvæmd þeirra rædd og kom m.a. fram
að kostnaður vegna þeirra verður um-
talsverður en óljóst er hver kemur til
með að bera þann kostnað til frambúðar.
Sigurbergur Björnsson, skrifstofu-
stjóri í samgönguráðuneytinu, fór í er-
indi sínu yfir markmið siglingaverndar
sem kom til í kjölfar hryðjuverkaárás-
anna í Bandaríkjunum í september
2001. Siglingavernd má skipta í skipa-
vernd, hafnarvernd og farmvernd og
nær til verndarráðstafana gagnvart
árásum hryðjuverkamanna og hvers-
kyns ólöglegum aðgerðum um borð í
skipum og í höfnum. Unnið er að innleið-
ingu sambærilegra reglna alls staðar í
heiminum sem byggjast á skuldbinding-
um sem Alþjóðasiglingamálastofnunin
hefur samþykkt, sk. SOLAS-samningi,
sem Ísland er m.a. aðili að. Þá hefur
framkvæmdastjórn ESB undirbúið
reglugerð á grundvelli samningsins þar
sem gildissviðið hans er aukið ennfrek-
ar. Er ljóst að Ísland mun innleiða reglu-
gerð ESB í gegnum EES-samninginn.
Ríkisstjórn Íslands hefur þegar af-
greitt tillögur samgönguráðherra að
frumvarpi til laga um siglingavernd sem
dreift verður á Alþingi næstu daga. Er
gert ráð fyrir að lögin taki gildi 1. júlí
sem fyrr segir.
Fram kom í máli Sigurbergs að gild-
issvið siglingaverndar nær til skipa á al-
þjóðlegum siglingaleiðum, allra farþega-
skipa, flutningaskipa 500 brúttótonn og
stærri, færanlegra borpalla og hafnar-
aðstöðu sem þjónar skipum á gildissviði
siglingaverndar. Að sögn Sigurbergs
felst siglingavernd í því m.a. að greina
þá þætti í starfsemi hafna og skipa sem
veikastir eru fyrir aðgerðum hryðju-
verkamanna. Útbúnar verða sk. vernd-
aráætlanir sem eru samskiptalýsingar
þeirra sem hlutverki hafa að gegna við
siglingavernd. Þá er ljóst að til að inn-
leiða siglingavernd þarf í mörgum til-
vikum að loka hafnarsvæðum og setja
upp ýmiss konar búnað, t.d girðingar, til
að tryggja öryggi. Þá verða m.a. reglu-
legar æfingar haldnar bæði í höfnum og
skipum til að tryggja virkni verndar-
áætlana.
Árlegur kostnaður Reykjavík-
urhafnar 150–200 m.kr.
Ábyrgð á skuldbindingum siglinga-
verndar fellur undir þrjú ráðuneyti og
nokkrar undirstofnanir þeirra, einkum
Siglingastofnun Íslands auk tollgæslu,
Vaktstöð siglinga, Landhelgisgæsluna
og ríkislögreglustjóra. Ábyrgðin liggur
sömuleiðis hjá hafnarsjóðum og útgerð-
araðilum skipa. Alls hafa 17 hafnarsjóðir
með um 40 hafnaraðstöður sótt um að
uppfylla kröfur siglingaverndar. Sigur-
bergur segir að það sé undir höfnum
komið hvort þær uppfylli kröfur sigl-
ingaverndar og tilkynni um slíkt til Sigl-
ingastofnunar. Þær geta þannig ákveðið
að þjóna ekki skipum sem falla undir
siglingavernd, það sé hins vegar talið
ólíklegt að skip vilji sigla í hafnir sem
ekki uppfylli kröfurnar.
Varðandi kostnað við innleiðingu sigl-
ingaverndar sagði Sigurbergur að Sigl-
ingastofnun, ríkislögreglustjóri, Land-
helgisgæslan og tollstjóri hafi metið
stofnkostnað við innleiðinguna um 40
m.kr. og árlegan rekstrarkostnað um 20
m.kr. Bróðurpartur af kostnaði mun
hins vegar væntanlega falla á hafnir,
skipaútgerðir og farmflytjendur sem
aftur mun skila sér í hærri vörugjöldum
og líklega hærra vöruverði til neytenda.
Hefur Reykjavíkurborg metið árleg-
an kostnað allra aðila á hafnarsvæðinu
um 150–200 m.kr. að teknu tilliti til af-
skrifta. Hafnarfjarðarhöfn hefur metið
stofnkostnað á bilinu 35–45 m.kr. og ger-
ir ráð fyrir 25 m.kr. í rekstrarkostnað á
ári.
Sigurbergur undirstrikaði í lokin að
kostnaðartölur yrði að taka með fyrir-
vara þar eð verndaráætlanir lægju ekki
fyrir né fjárfesting í búnaði og hversu
mikinn mannskap þyrfti til að reka kerf-
ið.
Aðrir framsögumenn á fundi SA um
skipavernd í gær voru
Sigurður Skúli Bergsson, forstöðu-
maður hjá tollstjóranum í Reykjavík,
Hörður Blöndal, framkvæmdastjóri
Hafnasamlags Norðurlands, og Ólafur
J. Briem, framkvæmdastjóri Sambands
íslenskra kaupskipaútgerða.
Sigurður Skúli sagði m.a. í erindi sínu
að spyrja mætti sem svo hvort innleiðing
farmverndar hefði í för með sér tafir á
útflutningi. Sagði Sigurður ljóst að
farmvernd hefði í för með sér aukið eft-
irlit með útfutningi frá því sem nú væri
en að samvinna allra aðila myndi von-
andi stuðla að áframhaldandi greiðum
útflutningi frá landinu.
Ólafur J. Briem sagði að augljós
vandamál við framkvæmd siglinga-
verndar væru annars vegar þegar skip
sem hefðu gilt „heilbrigðisskírteini“ skv.
lögum um skipavernd hefðu tengsl við
skip eða kæmu í hafnir sem ekki hefðu
slíka vottun. Sama gilti um samskipti
hafna með „heilbrigðisskírteini“ og
skipa sem ekki hefðu það. Þá rakti Ólaf-
ur í erindi sínu áhrif siglingaverndar á
kaupskipaútgerð sem hann sagði að
hefði í för með sér aukinn tilkostnað á
ýmsum sviðum.
Hörður Blöndal gerði mögulega út-
færslu á aðgangsstýringar- og eftirlits-
kerfi við hafnir að umtalsefni.
Sagði hann að áætlaður kostnaður við
fjárfestingar Akureyrarhafnar vegna
skipaverndar væri 15 m.kr. og árlegur
rekstrarkostnaður rúmar 2 milljónir.
Miðað við árlegar skipakomur sem féllu
undir siglingavernd yrði gjaldtaka við
hverja skipakomu um 10 þúsund krónur.
Töluvert var spurt um útlagðan
kostnað vegna innleiðingar skipavernd-
ar og skiptingu kostnaðar, að loknum
framsöguerindum. Einnig var spurt um
hugsanlega útfærslu skipaverndarinnar
og m.a. spurt hvernig menn hygðust
leysa úr skipavernd í tengslum við far-
þegaskip sem hér legðust að bryggju í
tugatali að sumri. Yrði þróunin á þá lund
sem viðgengst á flugvöllum þar sem leit-
að er á farþegum? Fyrir svörum varð
Sigurður Skúli hjá embætti tollstjórans í
Reykjavík. Sagði hann að ef til vill mætti
nýta sér öryggisbúnað sem væri fyrir
hendi í mörgum skipum, s.s. málmleit-
arhlið við útgöngudyr. Enn væri þó
margt óljóst varðandi nánari útfærslu á
eftirliti.
Morgunblaðið/Þorkell
Ný lög um
skipavernd dýr
í framkvæmd
Óljóst hvernig kostnaðurinn skiptist
Björn Bjarnason dómsmálaráð-herra segir fjárhagsvanda fjar-skiptafyrirtækisins Tetra Íslands
ekki byggjast á hærri greiðslum frá rík-
inu. Stjórn fyrirtækisins hafi ekki upp-
fyllt skilyrði dóms-
málaráðuneytisins um
að hafa tryggar fjár-
hagslegar forsendur
fyrir rekstrinum. For-
sendur séu ekki fyrir
hendi um endurnýjun
samnings við ríkið.
Barst stjórn Tetra
Íslands sambærilegt
svar frá ráðuneytinu í
gærmorgun og segir í
tilkynningu stjórnar að svarið valdi
„miklum vonbrigðum.“ Hefur stjórnin
verið boðuð til fundar í dag þar sem
fjalla á um svar ráðuneytisins og taka
ákvörðun um framhaldið. Í gær ákvað
fyrirtækið svo að slökkva á 16 sendum
af 29 og hafa 13 í gangi til að uppfylla
skilyrði gildandi samnings við ríki og
borg. Vísar Tetra Ísland allri ábyrgð af
þessum aðgerðum og áhrifum þess á
starfsemi viðbragðsaðila á hendur
dómsmálaráðuneytinu.
Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir
Jóni Pálssyni, framkvæmdastjóra Tetra
Íslands, að boltinn væri hjá ríkinu.
Skuldirnar þyrftu að minnka úr 750 í
350 milljónir króna og tekjurnar að þre-
faldast, fara úr 40 milljónum í um 120
milljónir króna á ári. Áttu Jón og fleiri
forsvarsmenn Tetra Ísland fund í dóms-
málaráðuneytinu um stöðu fyrirtækisins
á mánudag.
Skilyrðum
ekki fullnægt
Aðspurður hvort auknir fjármunir
séu tiltækir hjá ríkinu segir Björn
Bjarnason að Tetra Ísland hafi ekki full-
nægt þeim skilyrðum sem sett hafi verið
af hálfu ráðuneytisins í september sl.
Skilyrðin hafi verið þau að fjárhags-
legar forsendur fyrir rekstri fyrirtæk-
isins yrðu tryggar. Stjórn Tetra Íslands
hafi lengi barist við fjárhagsvanda og
ráðgjafi hafi verið fenginn til að fara yf-
ir stöðuna. Að sögn Björns skilaði ráð-
gjafinn áliti sínu í september sl. og
stjórn Tetra Íslands tók sér þá frest til
að koma með tillögur á grundvelli álits-
ins. Björn segir dómsmálaráðuneytið
hafa verið sammála um að leita lausna í
samræmi við álitið en enn hafi stjórnin
ekki komist að viðunandi niðurstöðu að
mati ráðuneytisins.
„Við lítum ekki þannig á að lausn
málsins byggist á hærri greiðslum frá
ríkinu, greiðslurnar byggjast á útboði
og samningi sem var gerður á grund-
velli þess. Forsendur til að endurskoða
þann samning eru einfaldlega ekki fyrir
hendi. Að segja boltann í höndum rík-
isins er einföldun á vanda stjórnar
Tetra Íslands, henni ber að taka ákvörð-
un í ljósi fjárhagsstöðu þess fyrirtækis
sem hún stjórnar. Lögregla og slökkvi-
lið eru viðskiptavinir fyrirtækisins,“
segir Björn.
Dómsmálaráðherra
segir engar forsendur
til að endurskoða samning
við Tetra Ísland
Lausnin
byggist
ekki á hærri
greiðslum
frá ríkinu
Björn Bjarnason
pphaflega hannað fyrir
ðila sem vildu örugg fjar-
ss að utanaðkomandi að-
erað þau. Hafa framleið-
ónustufyrirtæki kerfisins
ð sér samtök sem í eru 77
4 löndum.
Tetra Íslands segir enn
með Tetra-kerfinu sé hægt
að hafa samband samstundis við einn
eða heilan hóp annarra án hættu á
yfirálagi í kerfinu. Helsti munurinn á
Tetra og öðrum farsímakerfum sé sá
að innan Tetra sé hægt að stofna lok-
aða notendahópa sem hafa opið sam-
band sín á milli. Er tengitími milli
notenda sagður aðeins brot úr sek-
úndu.
bjb@mbl.is