Morgunblaðið - 11.02.2004, Page 32
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Það mun hafa verið árið 1968 að
ég hitti Kristján frænda minn á
Reykjum fyrst. Ég var þá á ferð-
lagi í Skagafirði með foreldrum
mínum, níu ára gamall. Við dvöld-
um á Laugabóli og þar eð ég hafði
snemma fengið veiðisóttina var
rennt í hlað á Reykjum, heilsað
upp á Kristján og beðið um leyfi til
þess að renna í Svartána. Og það
leyfi var þá sem og seinna meir
auðsótt. Eftir það varð Svartáin
með stórurriðum sínum uppáhalds-
staðurinn minn og er enn. Og sam-
skiptin við Kristján áttu eftir að
aukast því faðir minn var ásamt
fleira fólki í forsvari fyrir byggingu
laxastiga í Reykjafossi og var ætl-
unin að gera uppána að veiðiparad-
ís enda leitun að fallegra veiði-
svæði. Menn stofnuðu með sér
félag í samráði við bændur í sveit-
inni, Veiðivötn, og svo var stiginn
byggður, eitt hið mesta mannvirki
sinnar tegundar á þeirri tíð. Það
þurfti að sleppa seiðum og stússast
ýmislegt annað við framkvæmdina
og mig minnir að Kristján hafi
hvergi hlíft sér við það. Ræktunin
KRISTJÁN
JÓHANNESSON
✝ Kristján Jó-hannesson,
bóndi á Reykjum í
Skagafirði, fæddist
á Brúnastöðum í
Lýtingsstaðahreppi
í Skagafirði 4.
ágúst 1924. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Skagfirð-
inga 19. janúar síð-
astliðinn og var
útför hans gerð frá
Reykjakirkju 29.
janúar.
var hins vegar á
margan hátt snúið
verkefni því seinna
kom í ljós að urriðinn
góði þreifst vel á seið-
unum. Árið 1975
veiddi faðir minn
fyrsta laxinn úr uppá-
nni sem vakti vonir
um að stiginn virkaði
að einhverju leyti og á
ég í fórum mínum
mynd af Kristjáni
hróðugum haldandi á
laxinum á hlaðinu á
Reykjum. Fáir laxar
veiddust hins vegar í
viðbót og var seinna haft í flimt-
ingum að faðir minn hefði líklega
haft laxinn með sér frosinn að
sunnan. Laxinn, sú kynjaskepna,
lét sem sagt bíða eftir sér og menn
þraut úthaldið til þess að halda
áfram ræktuninni því ýmislegt
þurfti að gera á ári hverju, t.d. að
hreinsa stigann sem var erfitt verk
og vandasamt og kostnaðurinn eft-
ir því. Tilraunin gekk ekki sem
skyldi og vafalaust margar ástæð-
ur til þess en eftir stendur stiginn
við fossinn sem minnisvarði um
merkilega tilraun í fiskirækt
snemma á áttunda áratugnum.
Árin liðu og ég hélt áfram að
koma í fjörðinn, ýmist með föður
mínum eða þá vinum og félögum
og iðulega var staldrað við á
Reykjum til þess að rabba við
Kristján. Hann var alltaf viðtals-
góður og innti eftir fréttum að
sunnan og sem fyrr var það auð-
sótt með leyfið. Hins vegar fannst
honum þetta líklega oft og tíðum
óttalegt brölt að vera að aka alla
leið úr Reykjavík til þess að fá að
veiða í ánni hans enda töluvert
ferðalag á þeim tíma. Og tilsvörin
enda skemmtileg þegar maður
spurði hvernig fiskaðist. Þá kom
iðulega svarið: „Ooo, það er nú
sussum ekkert að hafa,“ og á eftir
fylgdi góðlátlegt glott. Við það
varð ég auðvitað enn kappsamari
um að komast í ána. Mér fannst
Kristján á margan hátt óvenjuleg-
ur bóndi.
Hann var ekkert að vasast mikið
með sauðfé og slíkt heldur ræktaði
tómata og gúrkur í gróðurhúsum
enda nóg af heitu vatni á jörðinni
og dró fyrir í Héraðsvötnum. Hon-
um var líka annt um arfleifð sína
og reisti myndarlegt safn þar sem
sjá má t.d. gamlar ljósmyndir af
ættmennum hans gengnum. Og
einhvern veginn er það þannig við
þessi tímamót að maður getur ekki
ímyndað sér Reyki og ána fallegu
án Kristjáns, það verður að
minnsta kosti erfitt að venjast
þeirri hugsun að Kristjáns njóti
ekki lengur við þar.
Fundum okkar Kristjáns bar
seinast saman í ágúst á síðasta ári
í miklu sólskini og sumarhlýju, þar
sem ég var á ferð með nokkrum
vinum mínum. Mér var sem oft áð-
ur í mun að renna í ána í landi
Reykja því ég vissi af reynslu að
þar gætu legið stórurriðar enda
eitt besta veiðisvæðið í ánni norð-
urundan Reykjabænum. Á þeim
dagsparti komu þrír boltaurriðar á
land og lét ég Kristján hafa aflann
að launum fyrir leyfið. Ég held
honum hafi þótt vænt um það. Ég
átti hins vegar erfitt uppdráttar
þegar ég hitti félaga mína sem
trúðu lítt á þrjá urriða veidda og
enn síður að ég hefði gefið þá.
Ég vil nota tækifærið að lokum
til þess að þakka Kristjáni ánægju-
leg samskipti sem hafa staðið yfir
með hléum í hartnær 35 ár um leið
og ég votta aðstandendum samúð
mína. Blessuð sé minning Krist-
jáns á Reykjum.
Þorsteinn G. Indriðason.
Nú er vinur minn
Pétur Haraldsson
allur. Pétur var
fæddur á Siglufirði
árið 1933 á þeim tíma sem kennd-
ur er við kreppuár. Nútímafólk á
erfitt með að skilja aðstæður á
þessum hörðu árum þegar fátt var
PÉTUR
HARALDSSON
✝ Pétur J. Har-aldsson vélstjóri
fæddist á Siglufirði
26. júní 1933. Hann
andaðist á sjúkra-
húsinu á Ísafirði
27. janúar síðastlið-
inn og var útför
hans gerð frá Ísa-
fjarðarkirkju 31.
janúar.
til bjargar. Móðir Pét-
urs kom honum til
fósturs hjá föðurafa og
ömmu tveggja til
þriggja mánaða göml-
um og ólst hann því
upp hjá þeim. Þegar
Pétur er þriggja ára
fær hann lömunar-
veikina sem þá herjaði
á landsmenn. Þessi
veikindi urðu Pétri
mjög erfið og hann
losnaði aldrei alveg við
áhrif þessa erfiða sjúk-
dóms sem hann fann
mjög fyrir síðustu ævi-
ár sín. Við Pétur kynntumst í
bernsku, og svo nánir vorum við
að sjaldan var minnst á annan svo
að hinn væri ekki nefndur. Þau
vináttubönd sem við mynduðum
ungir bar aldrei skugga á þar til
Pétur var allur.
Sjómennskan var Pétri í blóð
borin og aldrei kom annað til
greina en að hann yrði vélstjóri
eins og faðir hans, afi og föður-
bræður sem allir höfðu vélstjóra-
réttindi og sinntu því starfi í lengri
eða skemmri tíma. Pétur sigldi
sem vélstjóri á fiski- og farskipum
mestanpart ævinnar. Hann ólst
upp á Ísafirði til fullorðinsára og
engan þekki ég meiri Ísfirðing en
Pétur sem unni Ísafjarðarbæ af
heilum hug. Pétur var engin hóp-
sál eða mótaður af neinu kerfi.
Hann hafði sterkar skoðanir og lá
ekki á þeim.
Sterk lýsingarorð og þá ekki síð-
ur blótsyrði léku Pétri svo fimlega
á vörum að engan hef ég hitt jafn-
ingja hans í þeim efnum. Pétur
setti svip sinn á bæjarlífið á Ísa-
firði. Persóna hans gerði mannlífið
fjölskrúðugra og er því skarð fyrir
skildi við fráfall hans.
Pétur var mikill drengskapar-
maður, tryggðatröll, fastur fyrir
en traustur vinur vina sinna. Pétur
kvæntist árið 1970 Geirlaugu Jóns-
dóttur frá Vestmannaeyjum en
hún lést árið 1995. Geirlaug var
sólargeislinn í lífi Péturs, hún kom
með mannkærleika og tilgang inn í
líf hans. Dóttir Geirlaugar, Elísa-
bet Una Jónsdóttir, og hennar
börn upplifðu Pétur sem afa sinn.
Þau reyndust Pétri ómetanleg í
hans erfiðu veikindum allt þar til
yfir lauk.
Kæri Pétur. Nú þegar þú ert
allur hugsa ég til æskuáranna og
þeirra ljúfu minninga og mynda,
sem mér koma í hug, um öll þau
ævintýri sem við upplifðum saman.
Þau vináttubönd sem aldrei brustu
munu ylja mér um ókomin ár. Ég
mun aldrei gleyma þeirri hetju-
legu baráttu sem þú háðir við erfið
veikindi. Þú kunnir ekki að aumk-
ast yfir sjálfan þig og barst ekki
tilfinningar þínar á torg. Ég óska
þér velfarnaðar á siglingu þinni
um sólarsali almættisins og veit að
vélin stoppar ekki í þínum hönd-
um.
Guðmundur Halldórsson.
Ástkær dóttir mín, systir og mágkona,
RÁÐHILDUR ELLERTSDÓTTIR,
Kríuási 15,
áður Móabarði 30b,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði,
mánudaginn 9. febrúar.
Jóhanna Kristjánsdóttir,
systkini, makar
og aðrir aðstandendur.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar eiginkonu minnar og móður
okkar,
INGIBJARGAR SKÚLADÓTTUR,
Aðalstræti 17,
Ísafirði.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
Skúli Sveinbjörnsson,
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir.
Okkar bestu þakkir til ættingja og vina
GUÐRÚNAR HELGU ÞORMAR
GARÐARSDÓTTUR,
sem heiðruðu minningu hennar og voru henni
ómetanleg hjálp. Sérstakar þakkir fá allir
norsku vinir hennar, sem komu til að kveðja
hana, svo og Heimahlynning Krabbameins-
félagsins fyrir frábær störf.
Guð blessi ykkur öll.
Jónas Þormar Edvardsson,
Ingunn Þormar,
Garðar Þormar,
systkini og aðrir vandamenn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ARNÞÓR FLOSI ÞÓRÐARSON,
Selbraut 42,
Seltjarnarnesi,
sem lést miðvikudaginn 4. febrúar, verður
jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju föstu-
daginn 13. febrúar kl. 13.30.
Inger E. Andersdóttir,
Hafrún Arnþórsdóttir, Elías Þ. Kristjánsson,
Atli Arnþórsson, Berglind Sigurðardóttir,
Hjördís Inga Atladóttir.
UNNUR P. JÓNATANSDÓTTIR
frá Skeggjastöðum,
síðast til heimilis
á Sólvallagötu 45,
Reykjavík,
lést á heimili dóttur sinnar í Bandaríkjunum
þann 4. desember sl. og var hún jarðsett þar
í kyrrþey að eigin ósk.
Aðstandendur.
Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
EVA KARLSDÓTTIR,
Syðri-Brekku,
andaðist á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi
sunnudaginn 8. febrúar.
Þórir Magnússon,
Guðrún Sigurjónsdóttir,
Sigrún Þórisdóttir, Gunnlaugur Björnsson,
Þórkatla Þórisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kæri tengdapabbi.
Það eru nú 24 ár síð-
an ég kom með dóttur
þinni til Íslands og hitti þig í
fyrsta skipti. Frá fyrstu byrjun
hef ég alltaf fundið hvað ég var
velkominn. Það hafa verið mörg jól
og sumarfrí sem við höfum verið
saman og gleðin yfir minningunum
GUNNLAUGUR
SIGURBJÖRNSSON
✝ Gunnlaugur Sig-urður Sigur-
björnsson fæddist á
Kljáströnd í Höfða-
hverfi í Eyjafirði 11.
júní árið 1916. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 20. janúar
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Akraneskirkju 28.
janúar.
lifir enn. Vinalegheit-
unum sem streymdu
frá þér gleymi ég
aldrei. Betri tengda-
föður hefði ég ekki
getað átt.
Tómas Óskarsson.
Kæri afi. Við erum
svo þakklát fyrir þessi
ár sem við höfum átt
með þér, þó það væri
langt á milli stundum
og okkar íslenska
væri ekki eins og hún
átti að vera. Við vitum
að þú fannst hvað okkur þótti
vænt um þig.
Við söknum þín og minnumst
þín með gleði.
Himinninn er einum engli ríkari.
Jóhanna og William.