Morgunblaðið - 11.02.2004, Page 38

Morgunblaðið - 11.02.2004, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Grettir Grettir Smáfólk Smáfólk framhald ... © DARGAUD ÞÁ ERUM VIÐ EINIR EFTIR LÁKI! ÉG HELD AÐ ÞÚ HAFIR MARGT AÐ SEGJA MÉR! ÉG ER TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚINN FULLTRÚI ... ÉG ER MEÐ SKJÖLIN SEM KOMA UPP UM ALLAR FÆRSLUR MILLI HINNA ÝMSU STOFNANA RUTH- MANNS ... ÉG SÁ UM ALL- AR AÐGERÐIR ... ÞVOTTAEFNIÐ, MEÐ ÖÐRUM ORÐUM SÁ SEM SÁ UM AÐ HREINSA ILLA FENGIð FÉ! HVER ER ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞÚ ÁKVÁÐ AÐ SVÍKJA YFIRMANN YÐAR? SONUR MINN ... ER NÝLÁTINN ... OF STÓR SKAMMTUR AF EITUR- LYFJUM! MIG GRUNAÐI EKKI EINU SINNI AÐ HANN NOTAÐI ÞAU! Á VISSAN HÁTT FINNST MÉR ÉG HAFA DREPIÐ HANN! ... EN RUTHMANN ER LÍKA SEKUR! OG KÓBRAN OG ALLIR HINIR! ÞEIR SKULU FÁ ÞETTA BORGAÐ! KOMDU LÁKI, ÉG FER MEÐ ÞIG Á ÖRUGGAN STAÐ, ÞAR SEM LÖGREGLAN GETUR VERNDAÐ ÞIG. NOTAÐU TÆKIFÆRIÐ, FULLTRÚI, OG LÁTTU HANN LÆRA Á BÍL! ÞAÐ MÁ MEÐ SANNI SEGJA, MATTHÍAS, AÐ VIÐ HÖFUM STAÐIÐ OKK- UR FRÁBÆRLEGA VEL! ÁN OKKAR ...! JÁ ÁN OKKAR ... ÞAÐ ER EKKERT BLEK Í PENNANUM! ÞAÐ ER ENGINN PENNI Í BLEKINU MÍNU FINASTA SKYRTAN MÍN!!! EKKI LENGUR! ER ÞESSI STÓLL FRÁTEKINN FÁÐU ÞÉR SÆTI GETTU HVAÐA DÝR SLAPP ÚT ÚR DÝRAGARÐINUM? GÆTI ÞAÐ HAFA VERIÐ BJÓR ROOP!! KJAMS! KJAMS! KJAMS! HÆ KALLI, GAMAN AÐ SJÁ ÞIG! ÞÚ MANST EFTIR FURÐULEGU STELPUNNI ÚR SUMARBÚÐUNUM HERRA, KUNNA ÞEIR FELULEIK? HÆTTU AÐ KALLA MIG HERRA ... AUÐVITA! SÆTA, SVONA TIL FRÓÐLEIKS ÞÁ HEF ÉG EKKI TAPAÐ Í FELULEIK UNDAN- FARIN ÞRJÚ ÁR TILBÚINN!! HVAR EIGUM VIÐ AÐ LEITA, HERRA ALLA- VEGA EKKI LEITA ÞAR SEM ÉG LEITA OG HÆTTU AÐ KALLA MIG HERRA OKEJ KALLI! FELDU ÞIG OG KALLAÐU ÞEGAR ÞÚ ERT TIL ÉG ELSKA LEIKI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykjavík. Í seinni fréttum sjónvarps þann 5. febrúar sl. var rætt við þig um af- stöðu þína til áskorunar átakshóps Höfuðborgarsamtakanna og Sam- taka um betri byggð á borgarstjórn að fresta um sinn framkvæmd við nýja Hringbraut svo ráðrúm gefist til að kynna fyrir kjósendum í Reykjavík alla kosti í málinu og kanna til hlítar hagkvæmni og heild- aráhrif. Megininntak áskorunar samtak- anna er að í tillögu Vegagerðar felist alvarleg skerðing á framtíðarmögu- leikum miðborgarinnar, að bygging- arland fyrir samtals 11milljarða fari í súginn og að engin samgöngubót hljótist af. Í viðtalinu sagðir þú að of seint væri að fresta framkvæmdum og að sjálfur værir þú maður fram- kvæmdanna, rétt eins og þú hygðist nú hirða eyrinn en kasta krónunni með því að framkvæma strax fyrir 1.200 miljónir samgönguráðherrans, án tillits til víðtækra og þungvægra hagsmuna samfélagsins. Átakshópur Höfuðborgarsamtak- anna og Samtaka um betri byggð krefst þess hér með: – að þú gerir Reykvíkingum strax ítarlega grein fyrir nefndarstörfum, samráðsfundum, hönnunarkostnaði, kostnaði við gerð útboðsgagna og öðru því sem á undan er gengið á vegum nefnda og ráða Reykjavíkur- borgar varðandi fyrirhugaða bygg- ingu hinnar nýju Hringbrautar, – að þú gerir nákvæma grein fyrir verkaskiptingu og skiptingu ábyrgð- ar og kostnaðar milli Vegagerðar ríkisins og Reykjavíkurborgar, – að þú leggir fram mat Reykja- víkurborgar á verðmæti þess lands, sem fer forgörðum vegna hávaða- mengunar af völdum hinnar fyrir- huguðu brautar, – að þú gerir Reykvíkingum ítar- lega grein fyrir því hvernig núver- andi ráðamenn í borginni sjá fyrir sér þróun núverandi miðborgar- svæðis, þróun byggðar í Vatnsmýri, uppbyggingu Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, þróun Háskóla Íslands, uppbyggingu vísindagarða og sam- spil og samþættingu allra þessara mikilvægu þátta þegar komin er sex akreina stofnbraut yfir þvert svæðið, – að þú gerir Reykvíkingum nú grein fyrir því hvað líður undirbún- ingi borgaryfirvalda að heildarskipu- lagi Vatnsmýrar og aðliggjandi svæða. Átakshópurinn óskar nánari skýr- inga á hvað felst í sjálfsmati þínu, að þú sért maður framkvæmdanna. Á þessu stigi málsins treysta kjósend- ur því að í hópi ráðamanna í Reykja- vík leynist e.t.v. hugsuðir, skáld eða heimspekingar, fólk, sem ekki styð- ur mál sitt með dínamíti og jarðýt- um. Þórólfur, það verður seint of seint að fresta þessu máli. F.h. átakshóps Höfuðborgarsam- takanna og Samtaka um betri byggð, DÓRA PÁLSDÓTTIR, EINAR EIRÍKSSON, ÖRN SIGURÐSSON. Opið bréf Frá átakshópi Höfuðborg- arsamtakanna og Samtaka um betri byggð 11. og 12. febrúar næstkomandi fara fram kosningar til stúdentaráðs og háskólafundar Háskóla Íslands. Hafa þrjár fylkingar tilkynnt um framboð sitt og lýst sig mótfallnar hvers konar hugmyndum um upp- töku skólagjalda við HÍ. Við undirritaðir hörmum þá ákvörðun framboðanna að hafna upptöku skólagjalda áður en kostir og gallar slíkrar gjaldtöku hafa verið vegnir og metnir á sanngjörnum for- sendum. Í raun má líta á menntun á há- skólastigi sem einstaklingsbundin gæði, sem skilar sér í auknum lífs- gæðum. Með aukinni þátttöku ein- staklingsins í fjármögnun mennt- unnar sinnar verður námsval og násmtími markvissari og kröfur til menntastofnana að sama skapi auknar. Það er von okkar að þegar orra- hríð kosninganna lýkur muni kjörnir fulltrúar nemenda setjast niður og velta fyrir sér hvort sú afstaða að loka á möguleika þess að tekin verði upp skólagjöld við HÍ þjóni í raun hagsmunum nemenda. BJARKI MÁR BAXTER laganemi SKAPTI ÖRN ÓLAFSSON sagnfræðinemi STEFÁN EINAR STEFÁNSSON guðfræðinemi Yfirlýsing vegna umræðu um skólagjöld við HÍ Frá Bjarka Má Baxter, Skapta Erni Ólafssyni og Stefáni Einari Stefánssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.