Morgunblaðið - 11.02.2004, Síða 39

Morgunblaðið - 11.02.2004, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 39 HELGI Brynjarsson (1.460) sigraði á unglingameistaramóti Reykjavíkur sem fram fór um helgina. Stúlknameistari Reykja- víkur varð Hallgerður Helga Þor- steinsdóttir (1.260). Bæði eru þau vel að sigrinum komin, enda í hópi okkar efnilegustu skákmanna af yngstu kynslóðinni. Úrslit urðu annars þessi: 1. Helgi Brynjarsson 6½ v. 2. Arnar Sigurðsson 6 v. 3. Ólafur Evert 5½ v. 4.–6. Gylfi Davíðsson, Daði Óm- arsson, Aron Ingi Óskarsson 4½ v. 7.–10. Hjörvar Steinn Grétars- son, Senbeto Gebeno Guyola, Ingvar Ásbjörnsson, Ívar Örn Jónsson 4 v. 11.–14. Bjarni Jens Kristinsson, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (22,0 st.), Elsa María Þorfinns- dóttir (20,0 st.), Jóhanna Björg Jóhannsdóttir. (17,0 st.) 3½ v. o.s.frv. Keppendur voru 25. Tefldar voru sjö umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunar- tímanum 25 mínútur á skák. Skákstjóri var Torfi Leósson. Torfi Leósson hraðskák- meistari Reykjavíkur Torfi Leósson (2.120) er hrað- skákmeistari Reykjavíkur 2004 eftir tvísýna keppni. Keppendur voru alls 24. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. Torfi Leósson 11½ v. 2. Guðmundur Kjartansson (49,0 st.), Stefán Freyr Guð- mundsson (48,0 st.) 11 v. 4.–5. Arngrímur Gunnhallsson, Jóhann Ingvarsson 9½ v. 6.–8. Guðmundur Sigurjónsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Helgi Brynjarsson 8 v. 9.–13. Halldór Pálsson, Ólafur Evert Úlfsson, Sigurjón Haralds- son, Sverrir Sigurðsson, Arnar Sigurðsson 7½ v. 14. Matthías Pétursson 6½ v. 15.–17. Bjarni Jens Kristinsson, Björgvin Kristbergsson, Helgi Hauksson 6 v. 18.–19. Sigurður Davíð Stefáns- son, Daði Ómarsson 5½ v. 20.–21. Karel Sigurðarson, Hörður Aron Hauksson 5 v. Tefldar voru 2x7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunar- tímanum 5 mínútur á skák. Skák- stjóri var Ólafur Ásgrímsson. Öflugt Reykjavíkurskákmót í uppsiglingu Skáksamband Íslands stendur fyrir Reykjavíkurskákmótinu í 21. sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur dag- ana 7.–16. mars. Í ár eru 40 ár frá því að fyrsta Reykjavíkurskák- mótið var haldið og því er móts- haldið sérlega veglegt. Nú þegar hafa um 30 erlendir skákmenn skráð sig í mótið. Stigahæstur þeirra er Alexey Dreev (2.682), en sex skákmenn með yfir 2.600 stig eru þegar skráðir til leiks. Skráning þátttakenda stendur yfir og þátttöku skal tilkynna til Ríkharðs Sveinssonar í síma 896 3969 eða með netpósti til rz@itn- .is. Hægt er að fylgjast með skráningu á heimasíðu mótsins: www.reykjavikopen.com. Skáksamband Íslands lætur sér reyndar ekki nægja að halda þetta veglega kappskákmóti heldur mun eitt öflugasta atskákmót sem haldið hefur verið hér á landi fylgja í kjölfarið. Þátttakendur verða ekki af verri endanum, en bæði er von á Kasparov og Kar- pov á mótið. Íslendingar fjölmenna til Moskvu Fjöldi íslenskra skákmanna er skráður á hið árlega Aeroflot-mót, sem fram fer í Moskvu 16.–25. febrúar. Það er stórmeistarinn Helgi Ólafsson, skólastjóri Skák- skóla Íslands, sem er frum- kvöðullinn að þessum ferðum. Skráðir þátttakendur frá Íslandi eru: Hannes Hlífar Stefánsson (2.572), Helgi Ólafsson (2.504), Þröstur Þórhallsson (2.459), Arn- ar E. Gunnarsson (2.366), Snorri Bergsson (2.270), Dagur Arn- grímsson (2.238), Guðmundur Kjartansson (2.162), Hrannar B. Arnarsson (2.099), Stefán Bergs- son (2.036) og Rúnar Aðalbjörns- son. Helgi og Hallgerður Helga unglingameistarar SKÁK Taflfélag Reykjavíkur UNGLINGAMEISTARAMÓT REYKJAVÍKUR 7. feb. 2004 Helgi Brynjarsson Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir dadi@vks.is Daði Örn Jónsson FRÉTTIR SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Lands- björg bauð Birni Bjarnasyni dóms- málaráðherra í heimsókn til sam- takanna. Með í för ráðherra voru Stefán Eiríksson skrifstofustjóri, Þorsteinn Davíðsson, aðstoð- armaður ráðherra, og Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri. Dómsmálaráðherra og fylgdarlið skoðuðu höfuðstöðvar samtakanna og drukku morgunkaffi með starfs- mönnum. Farið var í skoðunarferð til nokkurra björgunarsveita á höf- uðborgarsvæðinu þar sem kynnt var starfsemi björgunarsveitanna, búnaður þeirra og þjálfun. Þá var einnig kynnt starfsemi slysavarna- og kvennadeilda félagsins. Einar Örn Jónsson úr áhöfn björgunarskipsins Ásgríms S. Björnssonar í Reykjavík fer yfir þjálfunar– og æfingaráætlanir björgunarskipa við Björn Bjarnason áður en björgunarskipið var skoðað. Dómsmálaráðherra heimsótti Landsbjörg Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík heldur árshátíð í Skíðaskálanum, Hveradölum, laug- ardaginn 14. febrúar. Heiðursgestir verða Hildibrandur Bjarnason í Bjarnarhöfn og kona hans. Miðasala á árshátíðina verður í Verinu, Glæsibæ, í dag, miðvikudag- inn 11., og á morgun, fimmtudaginn 12. febrúar, kl. 17–19. Grænlenskt kvöld hjá Nord- klúbbnum í kvöld Nordklúbburinn, sem er félagsskapur ungra áhuga- manna um norrænt samstarf, verður með grænlenskt kvöld, miðvikudag- inn 11. febrúar kl. 20.30, í húsi Nor- ræna félagsins, Óðinsgötu 7. Friðrik Brekkan mun kynna Græn- land í myndum og máli og einnig er boðið uppá veitingar. Nánari upplýs- ingar má finna á www.norden.is/ nordklubb. Allir velkomnir. LHÍ, Skipholti 1 kl. 12.30 Ásrún Kristjánsdóttir flytur fyrirlestur um verkefnið Lýsi, www.Lysir.is. Sagt verður frá aðdraganda þess að ráðist var í að skrásetja og mynda mynd- efni í íslenskum handritum, og gera efnið aðgengilegt fyrir almenning, hönnuði og listamenn. Gestum gefst kostur á að koma með tillögur um efnistök við þetta umfangsmikla verkefni og bera upp spurningar. Í DAG Meistarafyrirlestur við verk- fræðideild HÍ Anna Karlsdóttir heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í véla- og iðn- aðarverkfræði: Hönnunarkerfi fyrir pípukerfi á háhitasvæðum. Fyr- irlesturinn fer fram á morgun, fimmtudaginn 12. febrúar, kl. 16.15, í stofu 158 í VR-II í Háskóla Íslands. Leiðbeinendur: Fjóla Jónsdóttir, dósent við véla- og iðnaðarverk- fræðiskor, Magnús Þór Jónsson, prófessor við véla- og iðnaðarverk- fræðiskor. Prófdómari: Kristinn Ingason, vélaverkfræðingur á Verk- fræðistofu Guðmundar og Kristjáns. Verkefnið fjallar um gerð hönn- unarkerfis fyrir pípukerfi á há- hitasvæðum. Við gerð kerfisins voru aðferðir þekkingarstjórnunar hafðar að leiðarljósi. Þekkingarstjórnun miðar að því að afla, miðla og nýta þekkingu innan fyrirtækja, með því að beisla þekkingu starfsmanna og auðvelda aðgang að henni. Hönn- unarferlið var greint með kerf- isbundnum hönnunaraðferðum og kerfið byggt á þeirri greiningu. Hugbúnaðurinn var prófaður við hönnun á pípukerfum á Hellisheiði og Nesjavöllum. Niðurstöðurnar sýna að notkun hönnunarkerfisins getur auðveldað hönnunina og stytt hönnunartímann. Verkefnið var unnið í samstarfi við Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns og styrkt af Orkuveitu Reykjavíkur og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. Félag prófessora í Háskóla Ís- lands boðar til fundar um akadem- ískt frelsi og rannsóknaháskóla á morgun, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 13, hátíðasal Háskóla Íslands. Erindi halda: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra, Gunnar Karlsson prófessor, Dagný Kristjánsdóttir prófessor, Stefán Arnórsson prófessor og Rún- ar Vilhjálmsson prófessor. Almenn- ar umræður og fyrirspurnir um rannsóknaháskóla. Léttar veitingar. Á MORGUN Leikur og boðskipti hjá börnum með málhamlanir og einhverfu Svanhildur Svavarsdóttir, talmeina- fræðingur og einhverfuráðgjafi, heldur námskeið föstudaginn 13. febrúar kl. 9–16, í Ásbyrgi á Broad- way, Ármúla 9. Fjallað verður um vinnubrögð til að efla leik og boð- skipti hjá börnum með málhamlanir og einhverfu o.fl. Rætt verður um nýjar aðferðir byggðar á rann- sóknum Barry Prizant og Steven Gutstein. Námskeiðsgjald verður 4.990 kr., innifalinn léttur hádegisverður. Skráning á námskeið sendist til: sigsvany13@yahoo.com Feldewnkrais-námskeið verður haldið helgina 14. og 15. febrúar í sal FÍH, Rauðagerði 27 í Reykjavík. Leiðbeinandi verður Sibyl Urbancic. Um er að ræða kerfi einfaldra hreyf- inga eftir leiðbeiningum kennarans. Hver og einn athugar hreyfivenjur sínar og kynnist öðrum valkostum með hjálp leiðbeinandans. Í hverjum tíma er eitthvert hreyfingamynstur tekið fyrir og í lok tímans fara fram umræður, þar sem spurningum er svarað. Feldenkrais-aðferðin nýtist öllum sem áhuga hafa á líkamsbeit- ingu og vilja læra meira. Þrjár kennslustundir verða hvorn dag: kl. 10.30–12, kl. 12.30–14 og kl. 14.30–16. Verð: 5.000 kr. fyrir allt námskeiðið, 3.000 kr. fyrir einn dag, 1.200 kr. fyrir stakan tíma og skóla- afsláttur er 50%. Upplýsingar og skráning á skrif- stofu Félags íslenskra hljómlist- armanna. Einnig er boðið upp á einkatíma alla virka daga í febrúar í Söngskólanum í Reykjavík, Snorra- braut 54. Upplýsingar um Fel- denkrais-aðferðina: http:// www.feldenkrais.com/ Á NÆSTUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.