Morgunblaðið - 11.02.2004, Side 40

Morgunblaðið - 11.02.2004, Side 40
DAGBÓK 40 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, mat- araðstoð kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 13 postulín, kl.13.30 leshringur í fund- arsalnum. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 10.30–11.30 heilsu- gæsla, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13 spil. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8–12.30 bað, kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13– 16.30 bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við bað og hár- greiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankinn, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan op- in, kl. 10–13 opin versl- unin, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Postulíns- málun, námskeið og leirmótun, námskeið kl. 9–16.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Stólaleikfimi kl. 9.30, kvennaleikfimi kl. 10.20 og 11.15, handavinnuhorn og bridge-námskeið kl. 13, trésmíði kl. 13.30. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10–11.30, viðtalstími í Gjábakka kl 15–16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Opnað kl. 9, mynd- ment kl. 10–16, línu- dans kl. 11, gler- skurður kl. 13, pílukast kl. 13.30, bilj- ard kl 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Síðdegisdansinn í Ás- garði Glæsibæ kl. 14.30–16.30. Húsið opnað kl. 14. Guð- mundur Haukur leikur fyrir dansi. Kaffi og vöfflur. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17 og Línudanskennsla kl. 19.15. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 13.30, gamlir leikir og dansar og sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, frá há- degi spilasalur opinn kl. 13.30 kóræfing. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 og kl. 13 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 16 hring- dansar, kl. 16.15 tré- skurður, kl. 17. bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 11 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum kl. 13–16. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, út- skurður, hárgreiðsla, fótaaðgerð og banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9–10 og kl. 10–11 jóga, kl. 15–18 myndlist. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrting þriðju- til föstudags. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun Keila í Mjódd kl. 10. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25–10.30 sund, kl. 10–11.30 ganga, kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð, kl. 13–14 spurt og spjall- að, kl. 13–16 tréskurð- ur. Lokað verður fös- tud. 13. feb. frá kl.13 vegna undirbúnings þorrablóts sem hefst kl.17. Ósóttir miðar óskast sóttir fyrir mið- vikudaginn 11. febr- úar, uppselt. Vitatorg. Kl 8.45 smiðja, kl. 9 fótaað- gerðir, kl. 10 búta- saumur og hár- greiðsla, bókband, kl. 13 föndur og kóræfing, kl. 12.30 verslunarferð. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13–16 keramik, tau- málun, föndur, kl. 15 bókabíllinn. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20 miðvikudaga. Lagt af stað frá horni Hafn- arhúsins norðanmegin. Rangæingar – Skaft- fellingar. Spilakvöld í kvöld kl. 20, í Skaft- fellingabúð að Lauga- vegi 178. Kaffiveit- ingar. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Kvenfélagið Aldan. Afmælisfundur í kvöld kl. 19.30 í Háteigi á Grand hóteli. Í dag er miðvikudagur 11. febr- úar, 42. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Í friði leggst ég til hvíld- ar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. (Sl. 4, 9.)     Alþingismenn hafa núloks náð saman um mjög mikið þjóðþrifamál, að ríkisvæða sparisjóð- ina, segir Benedikt Jó- hannesson í pistli undir liðnum Aðrir sálmar í Vísbendingu. „Öllum sem fylgst hafa með málinu er ljóst hve mikið gagn þingmenn vinna með þessu. Stofnfjársjóðurinn SES, sem er hugsaður til þess að styrkja líknar- og menningarmál, átti að fá um sex milljarða króna ef af sölu til KB banka yrði. Vextir af því gætu numið um 300 milljónum sem varið yrði til þess að styrkja góð málefni.     Sumarið 2002, þegarstofnfjáreigendur áttu að fá sinn hlut greiddan á pari, var verðmæti SPRON metið á 4,2 milljarða og þar af átti sjálfseignarstofnunin 3,7 milljarða. Það er því öllum ljóst (nema Pétri Blöndal) að það er miklu betra að koma í veg fyrir söluna til KB banka, því samkvæmt henni fær sjóðurinn 2,3 milljörðum meira til verkefna en áð- ur var áætlað.     Það er alþekkt að miklu meira en nógum fjár- munum er varið til líkn- ar- og menningarmála og því ánægjuefni að lög- gjafinn reisi skorður við frekari útþenslu á því sviði. Við fyrri lagasetn- ingar hafði líka láðst að virkja fulltrúa ríkisvalds- ins í stjórnum þessara sjálfseignarstofnana, en úr því verður bætt núna. Er ekki rétt, meðan menn eru heitir, að lögfesta endurreisn kaupfélag- anna?“ er spurt í lok pist- ilsins um SPRON.     Í sama dálki Vísbend-ingar segir Benedikt Jóhannesson að ævintýr- in gerist enn og ferðalög forsetans hafi sett svip sinn á undanfarna viku. „Mál af þessu þessu tagi vekja alltaf sérstaka ánægju með að vera Ís- lendingur. Fréttamenn og stjórnmálaskýrendur hafa sérstakt lag á að skilja kjarnann frá hism- inu og henda honum svo. Forsetinn hefur eðlilega móðgast við það að vera leyndur afmæli stjórn- arráðsins, því hver les boðskort?“ spyr Bene- dikt.     Sjálfur segist hann ætíðhafa fylgt þeirri stefnu að mæta ekki í veislur nema sem veislu- stjóri eða að lágmarki að fá að halda ræðu. „Þjóðin hafði ekki gert sér grein fyrir þeim almenna yf- irgangi handhafa for- setavalds, sem hrifsuðu til sín valdið samtals 101 dag á nýliðnu ári sam- kvæmt talningu Morg- unblaðsins. Væri ekki eðlilegt að þjóðin fengi hlutverk í ferðum örygg- isventils síns og lýst yrði yfir almennum frídegi þegar forsetinn er ekki á landinu?“ stingur Bene- dikt upp á í lokin. STAKSTEINAR Ekki rétt að endurreisa kaupfélögin? Víkverji skrifar... Vinafélag foreldra hljómarkannski framandi í eyru ein- hverra en nýlega heyrði Víkverji að slíkur selskapur væri starfræktur við skóla í borginni og vel væri mætt á fundi félagsins. Foreldrar hittast semsagt reglu- lega utan skólans til að bera saman bækur sínar um uppeldið, nám barna sinna og kennslu, útivist- artíma, kennslu, afmæli barnanna, einelti, vasapeninga og svo fram- vegis. Frábær hugmynd og örugg- lega vel þegið að hittast til að skiptast á skoðunum um öll þessi mál sem foreldrar eru að glíma við. Reyndar er Víkverji að fara á svipaðan fund á næstunni, foreldra- félagið í bekk barnsins hans boðar til samverustundar forráðamanna þar sem spjalla á um krakkana og ákveðið var að hittast utan skólans. Víkverji vonar að fundurinn verði vel sóttur og marki upphaf að reglulegum fundum foreldra. x x x Víkverji hefur sótt kirkju und-anfarið, farið í messu og notið þessara stunda í Guðs húsi. Börnin fara í barnamessu og fullorðna fólk- ið hlýðir á hefðbundna messu á meðan. Hann kann vel að meta þann sið að fá sér kaffisopa að messu lokinni og hitta safnaðarmeðlimi áður en haldið er heim á ný. Þær stundir efla tengslin við fólkið og ekki síður við kirkjuna. Hann veltir því hins vegar fyrir sér hvort ekki sé grund- völlur fyrir því að bjóða upp á súpu og brauð í hádeginu eða þá súpu og salat í stað þessa að vera alltaf með molasopa. Þetta þyrfti ekki að vera í boði alla sunnudaga, einu sinni í mánuði væri alveg nóg. Það væri líka frábært ef kirkj- urnar kæmu sér upp leikaðstöðu þar sem kirkjugestir drekka saman kaffi eða snæða og börnin gætu verið að dunda sér ef þau væru fyrr búin að drekka eða matast. Víkverji er viss um að nóg er til af leikföngum á heimilum kirkju- gesta sem börn eru hætt að nota og safnaðarmeðlimir gætu gefið kirkj- unni sinni. Kirkjugestir gætu svo borgað kostnaðarverð fyrir súpuna og salatið, væntanlega 200–300 krónur á mann og setið og spjallað. Víkverji bjó einu sinni í útlöndum og þá kom fyrir að hann brá sér í messu þar. Iðulega var boðið upp á hádegissnarl á eftir. Þessar stundir voru mjög vel sóttar. x x x Vinkona Víkverja er mikill dýra-vinur og í frostinu síðustu daga hefur hún eignast marga smávini sem koma að húsinu hennar reglu- lega og þiggja fuglafóður. Ef hún hefur gleymt að gefa þeim eða er sein með kornið láta þeir heyra í sér þegar hún er að koma að húsinu eða fara frá því og þannig minna þeir á sig. Víkverji hvetur fólk til að gefa smáfuglununum nú á meðan kalt er í veðri og ekki síður þeim fuglum sem búa á tjörninni. Þeir eru sár- svangir. Morgunblaðið/Arnaldur Foreldrar fá sér kaffibolla og bera saman bækur sínar um hluti eins og útivistartíma, vasapeninga, einelti. Fordómafull fyrirsögn MIG langar til að lýsa reiði minni yfir fyrirsögn DV hinn 9. febrúar síðastliðinn, „Íslenskur hommi vinnur Eurovision í DK“. Mér finnst þetta vera fordómafull, barnaleg og ósmekkleg fyrirsögn. Hvaða máli skiptir hvort maðurinn er samkyn- hneigður eða ekki? Þetta sýnir bara, finnst mér, að DV er orðið sorp- dagblað og veit ég um marga sem hafa sagt upp áskrift vegna þessa. Hjördís Svan, Danmörku. Góð þjónusta MIG langar til að vekja at- hygli á góðri þjónustu hjá Dressmann á Laugavegi. Ég keypti þar náttföt sem reyndust of stór og þegar ég kom til að skila þeim þá voru þau endurgreidd án athugasemdar. Fannst mér þetta sérstaklega góð þjón- usta. 190923-4799. Handmálaðir jólabollar ÉG er að leita að konu í Garðabænum sem fram- leiðir jólabolla sem eru handmálaðir með jólasvein- unum. Ef einhver getur að- stoðað mig við að hafa upp á þessari konu þá vinsam- lega hafið samband við Geir í síma 897 8258. Að geta þess sem vel er gert VIÐ höfum átt viðskipti við verslunina Johan Rönning, Borgartúni 24, undanfarna mánuði. Í stuttu máli, starfsfólkið þar er einstakt í sinni röð. Auk þess að selja manni einstaklega góða vöru er það boðið og búið að koma til móts við allar okkar þarfir og leysa mann út með góðum óskum með meiru. Unnur, Atli Freyr og Þröstur, hjartans þakkir. Hjónin á Selfossi. Athugasemd við grein MIG langar að gera at- hugasemd við grein sem heitir Fýkur landið burt eftir Þóri Kjartansson í Vík í Mýrdal og birtist í Morg- unblaðinu sl. sunnudag. Fannst mér hann víkja ómaklega að tveimur kon- um sem hafa skrifað um landgræðslumál. Eins segir hann að gróður landsins sé í framför og að náttúran sé sjálf að græða upp landið en hann gleymir að geta um ástæðuna fyrir þessu en hún er sú að sauðfé á land- inu er helmingi færri en það var fyrir 25 árum. Þetta þarf að koma fram. Vonandi heldur sauðfé áfram að fækka á Íslandi. Baldvin Atlason. Tapað/fundið Gullnisti týndist FÖSTUDAGINN 30. jan- úar sl. glataðist lítið gull- nisti með hvítum (glærum) ópalsteini, hugsanleg á leið frá Domus Medica, framhjá Iðnskóla, niður Skóla- vörðustíg að Laugavegi 1 og uppeftir Laugavegi. Nistið er eigandanum afar kært. Skilvís finnandi vin- samlega hafi samband í síma 482 1520. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 skrautgjarn, 8 fisk- veiðar, 9 hrósar, 10 slæm, 11 dregur, 13 mannsnafn, 15 æki, 18 of- samaður, 21 guð, 22 ginni, 23 fuglinn, 24 ná- býliskona. LÓÐRÉTT 2 slóttug, 3 talar, 4 lítill bátur, 5 skottið, 6 knippi, 7 ósoðinn, 12 bardaga, 14 sefa, 15 hæð, 16 ílát, 17 stíf, 18 ósvífin, 19 sárið, 20 skýra frá. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 trýni, 4 bolti, 7 nefna, 8 riftu, 9 níð 11 rýrt, 13 grun, 14 askur, 15 fork, 17 árás, 20 urt, 22 mokar, 23 efnuð, 24 linna, 25 glita. Lóðrétt: 1 týnir, 2 ýlfur, 3 iðan, 4 borð, 5 lifir, 6 Iðunn, 10 ískur, 12 tak, 13 grá, 15 fámál, 16 rakan, 18 rengi, 19 síðla, 20 urða, 21 teig. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.