Morgunblaðið - 11.02.2004, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 41
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
Afmælisbörn dagsins:
Þú hefur hugsjónir og vilt
vinna að umbótum í heim-
inum. Þú býrð bæði yfir frum-
leika og hugmyndaauðgi og
kannt að meta frelsi. Komandi
ár verður upphaf margs.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Mikilvægt er að ræða málin
við vini sína og láta aðra vita
hver markmið þín eru til
framtíðar. Þú gætir fengið
gagnleg ráð.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Aðrir munu taka eftir þér í
dag þannig að ráðlegt er að
gefa gaum að útlitinu. Verið
gæti að einhver vildi fela þér
aukna ábyrgð, en þú munt
standa undir væntingum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú skalt grípa tækifærið til að
kanna heiminn. Fróðleiks-
þorsti þinn er mikill og nám
og ferðalög munu koma þér til
góða.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Um þessar mundir gæti þér
orðið ágengt í að koma á
hreint öllu, sem varðar eignir,
þannig að rétt er að koma sér
að verki.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er mikilvægt að muna að
eigi samstarf að bera ávöxt
þarft þú að láta jafnmikið að
þér kveða og gefa jafnmikið af
þér og samstarfsaðilinn.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú átt sérdeilis auðvelt með
að koma skipulagi á líf þitt og
leggja hart að þér um þessar
mundir. Nú er rétt að taka til
og losa sig við minnst fimm
hluti, sem þú notar ekki leng-
ur.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú nýtur þín við skapandi
verkefni og eins og sakir
standa eru peningarnir ekki
mikilvægastir heldur það að
vinna verkið.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Nú er mikilvægt að ræða fjöl-
skyldumál. Þú kynnir að vilja
gera hreint fyrir þínum dyr-
um við foreldri. Gott væri að
bæta skipulagið heima fyrir.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú skalt vera skýr í öllum
samskiptum við aðra. Ekki
hika við að sýna vænt-
umþykju þeim, sem þú um-
gengst reglulega. Það fólk er
þér mikilvægt.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú kynnir að vilja kaupa eitt-
hvað, sem vekur ánægju og
stolt. Þú veltir sérstaklega
fyrir þér hvaða augum aðrir
líta þig.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þrjár reikistjörnur eru í
merki vatnsberans núna og
því býrð þú yfir auknum
krafti. Rétt er að nota tæki-
færið til að safna kröftum fyr-
ir árið sem er í vændum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú þarft meiri tíma til að hvíl-
ast og velta fyrir þér stöðu
mála. Þú skalt reyna að hugsa
skýrt þannig að þú getir gert
þér grein fyrirþví hvað þú vilt.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
VATNSBERI
ÁRNAÐ HEILLA
FERÐALANGUR
Kominn af heiðum hrakinn og þreyttur,
– hláturinn skyldur ekka.
Borinn var mér í blárri könnu
blöndusopi að drekka.
Rakur var ég af rjúpnablóði,
– rauðir tvennir sokkar.
Himinblá voru hennar augu,
hrukku bleikir lokkar.
Þambaði drykkinn – dökkar bylgjur
dundu í brjósti mínu.
Hönd ein fögur að hurðarbaki
hvarf með gulli sínu.
Fór svo hljóður og hélt til fjalla,
– hart var fok á snænum.
Sólin logaði lengi í glugga
á litla heiðarbænum.
Staldraði við og varpaði mæði:
vandi er stundum að rata.
Hún var í kjól úr híalíni
hvítu einum fata ...
Jóhannes úr Kötlum.
LJÓÐABROT
80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 11.
febrúar, verður áttræð Rósa
Kemp Þórlindsdóttir, Barr-
holti 7, Mosfellsbæ. Eig-
inmaður hennar er Jón Þ.
Eggertsson, fyrrverandi
skólastjóri. Þau eru að
heiman.
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3
g6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Bg7
6. Be3 d6 7. Dd2 Rf6 8. f3
h5 9. 0–0–0 Bd7 10. Bc4
Hc8 11. Bb3 a6 12. Hhe1
0–0 13. Kb1 He8 14. h3
Da5 15. g4 Re5 16. Bh6
Bh8 17. f4 Rc4 18. Bxc4
Hxc4 19. Rb3
Dd8 20. e5 Rxg4
21. hxg4 Bxg4
22. exd6 Kh7 23.
Bg5 f6 24. Dd5
Hxc3 25. Df7+
Bg7
Staðan kom
upp í sterku al-
þjóðlegu móti
sem lauk fyrir
skömmu í Ber-
múda. Bartlomiej
Macieja (2.653)
hafði hvítt gegn
Alexander
Shabalov (2.623).
26. Bxf6! og
svartur gafst upp enda
staðan ekki fögur eftir 26.
… exf6 27. Hxe8. 2. um-
ferð Meistaramóts Tafl-
félagsins Hellis hefst í
húsakynnum félagsins Álfa-
bakka 14a í kvöld kl. 19.30.
Áhorfendur eru velkomnir
og fyrir þá sem mættu ekki
í fyrstu umferð er mögu-
leiki að skrá sig til leiks í
kvöld.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Í vörninni verður stund-
um að gefa sér forsendur
og spila samkvæmt því.
Þegar útlitið er dökkt er
ekki um annað að ræða en
treysta á að makker eigi
réttu spilin.
Þraut átta:
Norður
♠Á2
♥ÁG10874
♦975
♣Á4
Vestur
♠K75
♥32
♦KD32
♣10987
Vestur Norður Austur Suður
– 1 hjarta Pass 1 spaði
Pass 2 hjörtu Pass 2 grönd
Pass 3 grönd Allir pass
Við erum enn í hinni
hörðu tíu spila prófraun og
nú er lesandinn í vestur í
vörn gegn þremur gröndum
eftir sagnirnar að ofan. Út-
spilið er lauftía. Sagnhafi
setur smátt úr borði og tek-
ur drottningu makkers með
kóng. Spilar svo hjartaníu
og lætur hana rúlla yfir á
drottningu austurs. Makker
skiptir yfir í tíguláttu, tían
frá suðri og þú átt slaginn á
drottninguna.
Hvernig á nú að haga
vörninni?
– – –
Norður
♠Á2
♥ÁG10874
♦975
♣Á4
Vestur Austur
♠K75 ♠D964
♥32 ♥KD5
♦KD32 ♦864
♣10987 ♣D65
Suður
♠G1083
♥96
♦ÁG10
♣KG32
Lausn: Við getum gleymt
lauflitnum – makker hefði
svarað okkur upp þar með
fimmlit. En hann virðist
eiga hjónin í hjarta og þar
með tvo slagi þar. En það
dugir engan veginn ef suð-
ur á spaðadrottningu. Suð-
ur er greinilega með ÁG10 í
tígli og laufgosa. Fái hann
frið mun hann fríspila
hjartað og næla sér í níu
slagi: spaðaás, fjóra á
hjarta, tígulás og þrjá á
lauf. Eina von varnarinnar
er sú að makker eigi spaða-
drottningu, en þá þarf að
ráðast strax á litinn. Þú
verður að spila spaða, vona
að makker fái á drottn-
inguna og spili tígli til baka.
Það gæti dugað.
Stig: Ef þú skiptir yfir í
smáan spaða: 10 stig.
Spaðakóngur gefur líka 10
stig (en er óþarfa bruðl,
sem gæti kostað sitt í ann-
arri legu). Allt annað: ekk-
ert stig.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyr-
irvara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100, sent
í bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. september 2003 í Laug-
arneskirkju þau Sonja Kristín Sverrisdóttir og Marinó Már
Magnússon.
KIRKJUSTARF
Fermingarbörn
styðja götubörn í
Rússlandi
FERMINGARBÖRN Árbæj-
arkirkju lásu biblíuna í 16 tíma
samfleytt og söfnuðu um leið
peningum með lestri sínum sem
renna til götubarna í Rússlandi.
Lesturinn fór fram í kirkj-
unni föstudaginn 6. febrúar til
laugardagins 7. febrúar. Þetta
er tíunda árið sem ferming-
arbörn í Árbæjarsöfnuði eru
með biblíumarþonlestur. Vel á
aðra milljón króna hafa safnast
í þessum lestri. Markmiðið er
alltaf að opna augu ferming-
arbarnanna fyrir neyð náung-
ans.
Áður hafa líknarsamtök eins
og ABC hjálparstarf, unglinga-
deild SÁÁ, kristniboðs-
sambandið og fleiri líkn-
arsamtök notið góðs af þessu
framtaki Árbæjarkirkju.
Viljum við sem að þessu
stöndum koma fram þakklæti til
þeirra sem tekið hafa börn-
unum opnum örmum og gert
þeim kleift að safna fé svo
mætti verða jafnöldrum þeirra
til hjálpar.
Sr. Þór Hauksson,
sóknarprestur Árbæjar-
og Grafarholtssafnaðar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Bústaðakirkja. Starf aldraðra kl. 13-
16.30. Spilað spilabingó við börn úr
Breiðagerðisskóla. Þeir sem óska eftir
að láta sækja sig fyrir samverustund-
irnar látið kirkjuverði vita í síma
553 8500.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 520 9700.
Grensáskirkja. Samverustund aldraðra
kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og
spjall.
Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8.
Hugleiðing, altarisganga, léttur morgun-
verður. Opið hús fyrir foreldra ungra
barna kl. 10–12. Samverustund fyrir 6
ára kl. 14.30. Samverustund fyrir 7–9
ára kl. 15.30. Samverustund fyrir 10–12
ára kl. 17.
Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl.
11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu
kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöld-
bænir kl. 18.
Langholtskirkja. Kl. 12.10 kyrrðarstund
og bænagjörð með orgelleik og sálma-
söng. Kl. 12.30 súpa og brauð (kr. 300).
Kl. 13–16 Opið hús eldri borgara. Söng-
ur, tekið í spil, upplestur, föndur, spjall,
kaffisopi o.fl. Allir eldri borgarar vel-
komnir. Þeir sem ekki komast á eigin
vegum geta hringt í kirkjuna og óskað
eftir því að verða sóttir. Síminn er
520 1300.
Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl.
10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur.
Nýjar mömmur velkomnar með börnin
sín. Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af
stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla mið-
vikudagsmorgna. Kirkjuprakkarar kl.
14.10. Starf fyrir 1.–4. bekk. Umsjón Að-
alheiður Helgadóttir, hjónin Kristjana H.
Þorgeirsdóttir og Geir Brynjólfsson auk
sr. Bjarna. TTT-starf kl. 16.15. (5.–7.
bekkur). Umsjón Þorkell Sigurbjörnsson.
Fermingartími kl. 19.15. Unglingakvöld
Laugarneskirkju kl. 20 í umsjá Sigurvins
Jónssonar og Sigríðar Tryggvadóttur.
Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12.
Fræðsla: Hlutverk Sjónarhóls – nýstofn-
uð samtök fyrir sérstök börn til betra
lífs. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. 7 ára
starf kl. 14.30. Sögur, söngur, leikir og
föndur. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall.
Biblíulestur kl. 17. Lesnir kaflar úr Op-
inberunarbók Jóhannesar. Umsjón sr.
Frank M. Halldórsson. Fyrirbænamessa
kl. 18. Prestur sr. Frank M. Halldórsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í há-
deginu kl. 12. Altarisganga. Léttur há-
degisverður eftir stundina. Allir velkomn-
ir.
Fríkirkjan í Reykjavík. Í hádegi er fólki
boðið til bænastunda í kapellu safnaðar-
ins á annarri hæð í safnaðarheimilinu.
Sérstök áhersla er lögð á bæn og íhug-
un, en einnig flutt tónlist og textar til
íhugunar. Koma má bænarefnum á fram-
færi áður en bænastund hefst.
Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há-
deginu. Léttur málsverður í safnaðar-
heimilinu að stundinni lokinni. Kl. 13–16
opið hús í safnaðarheimilinu. Þorvaldur
Halldórsson kemur í heimsókn fyrsta
miðvikudag hvers mánaðar.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Létt-
ur málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Kirkjuprakkarar starf fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12
ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum
KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.
Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM og
KFUK kl. 20–21.45. (Sjá nánar:
www.digraneskirkja.is)
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.
Fyrirbænir og altarisganga. Boðið er upp
á léttan hádegisverð á vægu verði að
lokinni stundinni. Allir velkomnir.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10.
TTT (10–12 ára) starf kl. 17. Tólf spora
námskeið kl. 20.
Lindakirkja í Kópavogi. Unglingadeild
KFUM og K í Lindasókn í safnaðarheim-
ilinu, Húsinu á sléttunni kl. 20. Allir
krakkar í 9. og 10. bekk velkomnir.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjart-
anlega velkomnir. Tekið á móti fyrir-
bænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110.
SELA eldri deild kl. 20–22.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–
12 með Nönnu Guðrúnu í Vídalínskirkju.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn-
aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12.
Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, íhugun,
orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir .
Léttur hádegisverður kl. 12.30 í Ljós-
broti Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá
sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund
í erli dagsins til að öðlast ró í huga og
frið í hjarta. Hægt er að koma fyrirbæna-
efnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar.
Boðið er upp á súpu og brauð í safn-
aðarheimilinu að kyrrðarstund lokinni.
Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13.
Verið velkomin í vikulegar samverur í
safnaðarheimili kirkjunnar í spil, spjall,
góðar kaffiveitingar og fleira.
Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dagur
kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldramorgnar
eru frá kl. 10–12. Þar koma saman for-
eldrar ungra barna á Álftanesi með börn-
in og njóta þess að hittast og kynnast
öðrum foreldrum sem eru að fást við
það sama, uppeldi og umönnun ungra
barna. Opið hús eldri borgara er síðan
frá kl. 13–16. Dagskráin verður fjölbreytt
en umfram allt eru þetta notalegar sam-
verustundir í hlýlegu umhverfi.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn-
ar í dag kl. 10–12.
Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í
Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
17:30 TTT, yngri og eldri, í Landakirkju.
Er einhver áhugi á því að fara á mót á
þessu misseri? Sr. Fjölnir Ásbjörnsson,
Esther Bergsdóttir og leiðtogarnir. Kl. 20
opið hús í KFUM&K heimilinu hjá Æsku-
lýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K. Est-
her Bragadóttir æskulýðsfulltrúi, sr.
Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl.
12:00. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkj-
unni kl. 12:10. Samverustund í Kirkju-
lundi kl. 12:25 – súpa, salat og brauð á
vægu verði – allir aldurshópar. Umsjón:
Ólafur Oddur Jónsson. Æfing Barnakórs
Keflavíkurkirkju kl. 16–17 og Kórs Kefla-
víkurkirkju frá 19–22.30. Stjórnandi Há-
kon Leifsson. Kynning á stöðu atvinnu-
lausra þátttakendur síðan vísað á
Alfahóp sem verður kl. 12–15 í Kirkju-
lundi á þriðjudögum. Kynningin verður í
minni sal Kirkjulundar kl. 20.15–21.
Undirbúningur fyrir samtalsguðsþjónustu
á sunnudag. Umsjón Ólafur Oddur Jóns-
son.
Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í
síma 565 3987.
Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58.
Samkoma í kvöld kl. 20. Guð svarar.
Sálmur 21. Ræðumaður: Margrét Hró-
bjartsdóttir, vitnisburður. Valgerður Gísla-
dóttir. Kaffiveitingar eftir samkomuna.
Allir hjartanlega velkomnir.
Fríkirkjan Kefas. Samverustund unga
fólksins kl. 20.30. Samvera, lofgjörð,
fræðsla og lestur orðsins. Nánari upplýs-
ingar á www.kefas.is
Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl.
10–12. Alma kynnir vörur úr aloe vera,
m.a. nýjar vörur fyrir börn.
Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Al-
menn fræðslukvöld kl. 19.30. Sr. Arn-
aldur Bárðarson ræðir um trúna og fjallar
um nokkra ritningarstaði. Allir velkomnir,
léttur kvöldverður í boði kirkjunnar.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Kl. 17
krakkastarf fyrir 3–9 ára. Kl. 18 starf fyr-
ir 10–12 ára krakka (Skjaldberar).
Safnaðarstarf