Morgunblaðið - 11.02.2004, Side 42

Morgunblaðið - 11.02.2004, Side 42
ÍÞRÓTTIR 42 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ LANDSLIÐSMAÐURINN Jakob Sigurðarson og Helgi Margeirsson voru báðir í háskólaliði Birmingham Southern College sem lagði UNC As- hville um síðustu helgi, 79:52, og var þetta sjötti sigur BSC í röð. Jakob, sem lék með liði KR áður en hann fór í nám til Bandaríkjanna, skoraði 8 stig, tók 5 fráköst og var með 4 stoðsendingar. Helgi Margeirsson, sem lék áður með liði Tindastóls frá Sauðárkróki, var með 3 stoðsend- ingar, 1 frákast og 1 stolinn bolta á þeim 8 mínútum sem hann fékk að spreyta sig í leiknum. Í grein sem má finna á vef ESPN, er sagt frá því að BSC sé eitt af „öskubuskuliðum“ ársins og gæti vel spjarað sig í úrslitakeppni há- skólaliða sem hefst í mars. Hins veg- ar er BSC-háskólinn aðeins búinn að vera í efstu deild í eitt ár og sam- kvæmt reglum NCAA geta há- skólalið sem eru að stíga sín fyrstu skref í efstu deild ekki tekið þátt í úrslitakeppni fyrr en að loknu öðru keppnistímabili sínu. Jakob og Helgi fá því ekki að taka þátt í „brjálæðinu í mars“ með liði sínu BSC. Helgi Magnússon, landsliðsmaður í körfuknattleik, skoraði 11 stig og tók jafnmörg fráköst er háskólalið hans, Catwaba, lagði efsta lið suður- Atlantshafsdeildarinnar, Lenoir- Rhyne, 64:62. Liðin eru í 2. deild há- skóladeildanna í Bandaríkj- unum.Vinningshlutfall Catwaba er 8 sigrar og 13 töp. Ekkert stöðvar Jakob, Helga og BSC-liðið Um helgina 7. og 8. febrúar fórfyrstagrunnskólamótið fram þegar rúmlega 500 krakkar í 5. og 6. bekk úr skólum Reykjavíkur mættu til leiks í íþróttahúsið við Austurberg. Margir voru búnir að æfa í nokkur ár og því með allt á hreinu en aðrir að stíga sín fyrstu skref svo að fyrir sumum var afrek að grípa og öðrum að skora með hnitmiðuðu skoti en sami svipur kom þó upp, alger ein- beiting og síðan gleði með heppnuð áform. Eins og við var að búast settu sum lið stefnuna beina leið á sigur, annað kom ekki til greina enda féllu nokkur tárin eftir spennuþrungna leiki. Aðrir komu til að prófa að spila handbolta og skemmta sér í leiðinni, þar var leikgleðin í fyrirúmi og fjörið mest. Búningarnir báru þess merki því sumir voru í keppnisbúningum félagsins í hverfinu en önnur lið bjuggu til sína búninga sjálf. Helst voru það stelpurnar, sem skreyttu sig rækilega og mátti sjá mörg góð slagorð í bland við persónulegri árit- anir, svo sem Lísa skvísa, Hertha besta, og fleira. Það skapaði létta stemningu á svæðinu og að einhverju að keppa því kosið verður um flott- ustu búningana og besta klappliðið. Úrslitaleikir skólamótsins fara fram 29. febrúar í Laugardalshöll- inni. Boltanum var kastað HANDBOLTI er boltinn segir Handbolta- samband Íslands og hrinti af stað átaki ásamt Íþróttabandalagi Reykja- víkur til að efla veg íþróttarinnar. Verkin voru látin tala og mörg félög bjóða krökkum að æfa ókeypis til 22. febr- úar og er hægt að sjá á vefslóð Handknattleiks- sambandsins, www.hsi- .is, hvaða félög það eru. Auk þess fá allir sem æfa gefins handbolta. Átakið skilaði sér strax og nú hafa rúmlega 400 krakk- ar fylkt liði í handbolta og kastað þar með bolt- anum til félaganna, sem hafa í nógu að snúast. Til að fylgja eftir átakinu er ætlunin að halda grunn- skólamót fyrir sem flesta ár- ganga í Reykjavík og síðan að- stoða önnur bæjarfélög og landsbyggðina. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Stelpur úr Breiðagerðisskóla og Borgarholtsskóla voru hinar hressustu og hnykluðu vöðvana. Sum lið skörtuðu reyndum handboltastúlkum eins og sást svo vel hjá Álftamýrarskóla og Breið- holtsskóla enda álitu margir bestu liðin þar á ferð. En annað lið vann eins og sjá má á myndinni. Það tók nokkra stund að fá strákana úr Fossvogsskóla og Álftamýrarskóla til að koma saman á mynd eftir hörkuleik. Mótbárur voru ekki teknar til greina og þeir voru fljótir að jafna sig. Hvor skólinn vann ætti að vera hægt að greina á myndinni. Leikmenn Breiðholtsskóli voru lúnir eftir leik og einn varð að liggja á gólfinu vegna meiðsla. Strákarnir úr Seljaskóla og Melaskóla voru sáttir við úrslitin í sínum leik en óneitanlega af þeim dregið. Hið glaðbeitta lið Selja- skóla. Nokkrar vantaði í lið- ið svo að þessar gátu varla kastað mæðinni en það kom ekki niður á góða skapinu. Stefán Stefánsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.