Morgunblaðið - 11.02.2004, Side 43

Morgunblaðið - 11.02.2004, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 43 ÍÞRÓTTIR EIÐUR Smári Guðjohnsen segir í viðtali við breska fjölmiðla í gær að leikmenn Chelsea finni vel fyrir þeim þrýstingi sem lagður hef- ur verið á þá að vinna titil á tímabilinu eftir alla þá peninga sem rússneski auðjöfurinn Roman Abramovich hefur lagt til félagsins og leikmannakaup hans. Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur ítrekað reynt að draga úr væntingum manna og þeim þrýstingi sem sett hefur verið á hans lið með því að segja að tímabilið í ár sé ætlað til uppbyggingar en Peter Kenyon, nýr stjórnarformaður félags- ins, sem kom frá Manchester United, hefur hins vegar sagt opinberlega að það sé ekki ásættanlegt ef Chelsea-liðinu takist ekki að vinna bikar. Eiður segir að Ranieri sé ekki sá eini hjá Chelsea sem geri sér grein fyrir því að fram- tíð sín hjá félaginu sé óljós takist liðinu ekki að vinna til metorða. „Það eru allir hjá félag- inu undir pressu. Ekki bara knattspyrnu- stjórinn heldur við leikmenn líka. Við viljum allir taka þátt í að vinna titil með liðinu og við erum að berjast um að sýna okkur og sanna í hverri viku – erum enn með í þremur keppn- um og hvað úrvalsdeildina varðar er mikið eftir af henni. Við eigum eftir að mæta topp- liðunum tveimur, Arsenal og Manchester United og erum alltaf að vonast til að þau tapi stigum. Ef við höldum okkar striki þá setjum við aukna pressu á þau allt til loka tímabils- ins. Ég vil vera með í liði sem vinnur eitthvað. Chelsea er með í baráttunni á þrennum víg- stöðvum og við erum ekki þar bara til að vera með heldur viljum við vinna,“ segir Eiður Smári sem vonast til að verða í byrjunarliði Chelsea í kvöld gegn Portsmouth. Leikmenn Chelsea finna fyrir þrýstingi segir Eiður Smári Halldóra Ólafs og Lilja Rós Jóhannes- dóttir fögnuðu sigri er Víkingur urðu Íslandsmeistarar – sigurvegari í 1. deild í borðtennis fjórtánda árið í röð. Hér eru þær með Íslandsbikarinn. Meistarar FÓLK  ÅGE Hareide, landsliðsþjálfari Noregs í knattspyrnu, sagði að Ole Gunnar Solskjær, leikmaður Man- chester United, yrði fyrirliði lands- liðs Noregs – þegar hann yrði heill og tilbúinn að leika. Ole Gunnar lék sinn fyrsta leik frá því í september, er hann meiddist á hné, með varaliði United gegn Aston Villa í sl. viku og stóð sig vel.  SOLSKJÆR verður í leikmanna- hópi Manchester-liðsins í kvöld þeg- ar það tekur á móti Middlesbrough á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni.  NBA-LIÐIÐ í körfuknattleik Port- land Trailblazers samdi í við for- ráðamenn Atlanta Hawks um að skipta á leikmönnum og fer fram- herjinn Rasheed Wallace til Hawks ásamt bakverðinum Wesley Person. Í staðinn fær Portland framherjann Shareef Abdur-Rahim, miðherjann Theo Ratliff og bakvörðinn Dan Dic- kau.  STEVE Patterson, forseti Port- land, var ekkert að leyna því á fundi með fréttamönnum að félagið ætlaði sér að losa sig við nokkra leikmenn sem hefðu ekki staðið sig í stykkinu utan vallar. En ótrúlega mörg vafa- söm mál hafa skotið upp kollinum í tengslum við leikmenn Portland á undanförnum árum, og hefur Wal- lace átt þátt í mörgum þeirra. Að auki er Wallace sá leikmaður sem hefur átt í mestum útistöðum við dómara deildarinnar og á hann met í að fá dæmdar á sig tæknivillur á einni leiktíð, 41 alls tímabilið 2000– 2001.  WALLACE er hins vegar mjög góður leikmaður sem hefur skorað 17 stig að meðaltali á ferli sínum sem hófst árið 1995 í herbúðum Wash- ington Wizards. Hins vegar rennur samningur hans við Hawks út í sum- ar og er líklegt að hann staldri stutt við í herbúðum Hawks. Það er ansi leiðinlegt fyrir okk-ur HK-menn að geta ekki varið bikarmeistaratitilinn og ég dauðöfunda þau lið sem komast í Höllina. Úrslitaleikurinn er há- punkturinn á tímabilinu. Það dreymir alla um að komast í úr- slitaleikinn og það er því til mikils að vinna fyrir liðin að komast þangað,“ sagði Árni en undir hans stjórn vann HK sinn fyrsta stóra titil þegar liðið lagði Aftureldingu í bikarúrslitaleiknum á síðasta tíma- bili. Framarar slógu bikarmeistara HK út í 8-liða úrslitunum og hefndu ófaranna frá því í fyrra þegar HK hafði betur í framlengd- um leik í undanúrslitunum. „Það er engin spurning að þarna verður um hörkuleik að ræða. Mér finnst liðin svipuð að styrkleika en kannski ætti Valur fyrirfram að vera sigurstranglegri aðilinn. Ég held hins vegar að Framarar komi mörgum á óvart og fari með sigur af hólmi. Það er erfitt að spila gegn Frömurum. Þeir eru klókir og hafa mikla reynslu sem ég tel að þeir komi til með að notfæra sér í þessum leik. Það er mikil seigla í liði Fram og það er með vanmetna leikmenn eins og Björg- vin Björgvinsson. Ég spái því að hann eigi eftir að reynast sínum mönnum vel í leiknum. Fram-liðið hefur kannski ekki alveg fundið taktinn í fyrstu leikjum úrvals- deildarinnar en ég er viss um að bikarleikurinn hefur truflað þá eitthvað. Framararnir voru ansi svekktir að missa af úrslitaleiknum í fyrra og ég held að þeir vilji ekki upplifa það aftur,“ segir Árni segir að Valsmenn hafi á að skipa mjög skemmtilegu liði sem hafi alveg burði til að fara alla leið. „Ég held að spennan sem á eftir að ein- kenna þennan leik eigi eftir að vinna á móti Völsurunum þar sem þeir eru yngri og óreyndari heldur en Framarar. Ég er alveg viss um að Valsmenn ætli sér að keyra upp hraðann í leiknum og ef þeim tekst það þá geta þeir vel unnið en ein- hvern veginn segir mér svo hugur að þeir bláklæddu hafi þetta á seiglunni.“ KA-menn á góðu róli „Ég spái því að KA vinni Víking og þar skiptir mestu að KA-liðið nýtur heimavallarins auk þess sem það er á feikilega góðu róli þessa dagana. KA hefur komið mjög sterkt til leiks eftir fríið með besta mann deildarinnar, Arnór Atlason, í toppformi og hann ásamt Stelmo- kas og Jónatani Magnússyni munu gera Víkingunum lífið leitt. Víking- arnir eru með fínt lið en það sem háir þeim kannski mest er að þeir hafa ekki mikla breidd. Ég held að Víkingarnir geti alveg staðið í KA en mín spá er sú að KA hafi þetta nokkuð sannfærandi,“ segir Árni sem tók þátt í fjórum bikarúrslita- leikjum í röð með KA sem aðstoð- arþjálfari, 1994–1997, þar sem KA sigraði tvívegis, Val, 27:26 árið 1995 og Víking árið eftir, 21:18. Árni Stefánsson, þjálfari bikarmeistara HK í handknattleik, spáir í undanúrslita- leikina í bikarkeppninni Framarar koma á óvart ÁRNI Stefánsson, þjálfari bikarmeistara HK, spáir því að KA og Fram komist í bikarúrslitaleikinn en undanúrslitaleikirnir fara fram í kvöld. Á Akureyri taka KA-menn á móti Víkingi og í Valsheimili leika Reykjavíkurliðin Valur og Fram. Tíu til tólf ára stelpur í Ártúnsskóla og Rimaskóla háðu harða rimmu og féllust með semingi á að vera saman á mynd. Stelpurnar úr Vogaskóla og Vesturbæjarskóla – þær glöddust í hvert sinn er sending rataði rétta leið og enn betur ef mark var skorað. Hér eru þær kampakátar eftir leikinn. Rimaskóli var með frískt lið sem reyndi sitt allra besta. Útkom- an varð þó ekki alltaf í samræmi við það en þeir stilltu sér upp fyrir mynd eftir erfiðan leik. Lítið var um bros, einn náði því þó en tók fram að það væri gervibros sérstaklega fyrir myndina. Ármúla 36, 108 Reykjavík, sími 588 1560. Liverpool dagar www.joiutherji.is sendum í póstkröfu 10-50% afsláttur af Liverpoolvörum 9. - 14. feb ANJA Pärson hefur haft mikla yfirburði í stórsvigi og svigi á heimsbikarmótum vetr- arins og getur hin sænska skíðakona sett nýtt met hvað varðar verðlaunaféð sem keppendur fá fyrir árangur sinn á heimsbik- armótum.Pärson gæti orðið fyrst allra til þess að ná yfir 28 millj. kr. í verðlaunafé á einu keppnistímabili. Hún hefur nú þegar tekið á móti tæplega 23 millj. kr., en metið á Alexandra Meiss- nitzer frá Austurríki, sem vann sér inn tæp- lega 26 millj. kr. á keppnistímabilinu 1998– 1999. Hinsvegar er Pärson langt frá meti Her- manns Maier frá árinu 2000 en þá fékk hann um 37 millj. kr. í verðlaunafé fyrir árangur vetrarins. Í vetur hefur Finninn Kalle Pall- ander náð í hæstu upphæðina í verðlaunafé hjá körlunum, um 17 millj. kr. alls. Pärson er tekjuhæst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.