Morgunblaðið - 11.02.2004, Page 44
ÍÞRÓTTIR
44 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
KÖRFUKNATTLEIKUR
Breiðablik – Keflavík 98:105
Smárinn, úrvalsdeild karla, Intersport-
deildin, þriðjudagur 10. febrúar 2004.
Gangur leiksins: 9:0, 9:8, 14:10, 19:13,
26:20, 28:32, 37:38, 39:47, 41:52, 56:60,
57:68, 61:76, 66:86, 68:86, 75:97, 82:97,
88:105, 98:105.
Stig Breiðabliks: Pálmi Sigurgeirsson 35,
Loftur Einarsson 14, Uros Pilipovic 13,
Jónas Ólason 10, Kyle Williams 10, Mirko
Virijevic 8, Þórarinn Andrésson 6, Ólafur
Guðnason 2.
Fráköst: 29 í vörn, 14 í sókn.
Stig Keflavíkur: Nick Bradford 21, Der-
rick Allen 18, Hjörtur Harðarson 13, Jón
Nordal Hafsteinsson 12, Arnar Freyr
Jónsson 10, Halldór Halldórsson 10, Gunn-
ar H. Stefánsson 8, Sverrir Þ. Sverrisson 5,
Davíð Jónsson 4, Gunnar Einarsson 4.
Fráköst: 21 í vörn, 24 í sókn.
Villur: Breiðablik 18 – Keflavík 22.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Georg
Andersen.
Áhorfendur: Um 55.
Staðan:
Snæfell 16 13 3 1365:1295 26
Grindavík 16 13 3 1424:1350 26
Keflavík 16 11 5 1566:1375 22
KR 16 10 6 1486:1405 20
Njarðvík 16 10 6 1465:1367 20
Haukar 16 9 7 1304:1280 18
Hamar 16 9 7 1354:1354 18
Tindastóll 16 8 8 1486:1415 16
ÍR 16 5 11 1374:1458 10
Breiðablik 16 3 13 1307:1426 6
KFÍ 16 3 13 1467:1658 6
Þór Þorl. 16 2 14 1306:1521 4
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Cleveland – Boston ...............................97:89
Atlanta – Dallas ...................................102:96
Denver – Memphis ................................86:83
Houston – San Antonio .........................82:85
KNATTSPYRNA
England
Arsenal – Southampton...........................2:0
Thierry Henry 31., 90. - 38.007.
Leeds – Wolves .........................................4:1
Alan Smith 14., Dominic Matteo 41., James
Milner 62., Mark Viduka 90. – Ioan Viorel
Ganea 21. – 38.867.
Leicester – Bolton ....................................1:1
Les Ferdinand 16. – Ian Walker (sjálfs-
mark) 33. – 26.674.
Staðan:
Arsenal 25 18 7 0 49:16 61
Man. Utd 24 18 2 4 47:20 56
Chelsea 24 16 4 4 44:19 52
Newcastle 24 9 10 5 34:25 37
Charlton 24 10 7 7 32:26 37
Liverpool 24 9 8 7 34:26 35
Fulham 24 10 5 9 36:33 35
Bolton 25 8 10 7 31:37 34
Aston Villa 24 9 6 9 28:27 33
Birmingham 23 8 8 7 20:26 32
Southampton 25 8 7 10 23:23 31
Tottenham 24 9 3 12 31:36 30
Middlesbro 23 7 7 9 23:27 28
Blackburn 24 7 5 12 35:39 26
Everton 24 6 7 11 28:33 25
Man. City 24 5 9 10 32:35 24
Portsmouth 24 6 5 13 28:37 23
Leicester 25 4 9 12 33:47 21
Leeds 25 5 5 15 23:50 20
Wolves 25 4 8 13 22:51 20
2. deild:
Luton – Brighton.......................................2:0
Staða efstu liða:
Plymouth 30 17 9 4 65:27 60
QPR 30 16 9 5 54:28 57
Bristol City 29 15 10 4 43:22 55
Swindon 30 13 9 8 46:37 48
Barnsley 30 12 11 7 40:34 47
Brighton 30 13 7 10 42:33 46
Luton 28 12 9 7 45:39 45
Port Vale 29 13 6 10 47:42 45
Wrexham 29 13 5 11 35:30 44
Hartlepool 29 11 10 8 45:36 43
Bournem. 29 10 10 9 33:33 40
Blackpool 30 11 6 13 37:43 39
Skotland
Dundee United – Hibernian.....................0:0
Frakkland
Bikarkeppnin, 16 liða úrslit:
Brive – Auxerre.........................................1:0
Paris St Germain – Bayonne....................2:0
HANDKNATTLEIKUR
Þýska bikarkeppnin, 8 liða úrslit:
Wilhelmshavener – Hamburg..............25:30
HANDKNATTLEIKUR
Bikarkeppni HSÍ, SS-bikarkeppni karla,
undanúrslit:
KA-heimili: KA - Víkingur ...................19.15
Hlíðarendi: Valur - Fram ..........................20
1. deild kvenna, RE/MAX-deild:
Hlíðarendi: Valur - ÍBV.............................18
1. deild karla, RE/MAX-deild:
Vestmanneyjar: ÍBV - Þór A................19.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Grindavík: UMFG - Keflavík ...............19.15
DHL-höllin: KR - ÍS .............................19.15
Í KVÖLD
THIERRY Henry skoraði sitt 100. mark í ensku úrvals-
deildinni þegar hann kom Arsenal yfir, 1:0, á Highbury
fyrir framan rúmlega 38.000 áhorfendur í gærkvöldi.
Henry lét ekki þar við sitja heldur rak hann smiðs-
höggið á sigur á Arsenal í leiknum þegar hann gerði
annað mark sitt og annað mark Arsenal á síðustu mín-
útu leiksins, 2:0. „Við erum mjög ánægðir með tíma-
mótamark Henry, en ég tel að hann sé ánægðastur með
sigurinn. Hann myndi fyrstur segja að stigin þrjú væru
þýðingarmeiri en að hann skori. Henry er leikmaður í
hæsta gæðaflokki,“ sagði Arsene Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal.
Leeds komst upp úr neðsta sætinu með því að leggja
Wolves á Elland Road, 4:1. Úlfarnir féllu niður í neðsta
sætið í stað Leeds sem hafði mikla yfirburði í leiknum
eins og úrslitin gefa til kynna. Leicester er stigi fyrir
ofan eftir jafntefli við Bolton á heimavelli, 1:1, en þar
gerði markvörður Leicester, Ian Walker, skrautlegt
sjálfsmark og jafnaði metin fyrir Bolton.
Henry skoraði
100. markið
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í badminton fór létt með
norska landsliðið í fyrstu viðureign sinni í undankeppni
heimsmeistaramóts landsliða, Thomas & Uber Cup, sem
hófst í Presov í Slóvakíu í gær. Íslensku konurnar sýndu
yfirburði á öllum sviðum og töpuðu ekki lotu. Sara
Jónsdóttir vann sinn mótherja 11:3 og 11:8 í einliðaleik,
Ragna Ingólfsdóttir vann 11:0 og 11:1 og Tinna Helga-
dóttir vann 11:5 og 11:5. Í tvíliðleik unnu Sara og Ragna
15:3 og 15:1. Katrín Atladóttir og Drífa Harðardóttir
unnu 15:8 og 15:8.
Stúlkurnar leika gegn Grikklandi í dag og Þýska-
landi á morgun.
Íslenska karlaliðinu gekk ekki líkt því eins vel og
konunum. Karlarnir töpuðu fyrir Pólverjum 5:0 í 1. um-
ferðinni. Helgi Jóhannesson tapaði sínum leik 9:15 og
8:15, Tryggvi Nielsen beið lægri hlut 12:15 og 12:15 og
Sveinn Sölvason lá 5:15 og 8:15. Í tvíliðaleiknum töpuðu
Helgi og Magnús Ingi Helgason sínum leik 5:15 og 4:15
og Sveinn og Tryggvi töpuðu 1:15, 15:13 og 7:15.
Kvennalandsliðið
lagði Norðmenn
SARA Jónsdóttir er komin í 50.
sæti á heimslistanum í einliðaleik í
badminton með 963 stig. Eftir er að
uppfæra listann eftir mótið í Teher-
an sem hún tók þátt í á dögunum svo
möguleiki er að hún hækki næst þeg-
ar listinn kemur út. Ragna Ingólfs-
dóttir er í 57. sæti með 851,71 stig og
hefur lækkað um eitt stig. Í tvíliða-
leiknum eru Ragna og Sara í 32. sæti
með 1227 stig og hafa hækkað um
eitt sæti frá því síðast.
AGANEFND íshokkídeildar
Skautasambands Íslands hefur úr-
skurðað Einar Guðna Valentine,
leikmann SA, í tveggja leikja bann
vegna „leikdóms“ (MP) sem hann
hlaut í leik SA og Bjarnarins hinn 31.
janúar 2004. Einnig hefur leikmaður
Bjarnarins Hrólfur Gíslason verið
úrskurðaður í tvegga leikja bann
vegna „leikdóms“ (MP) sem hann
hlaut í leik Bjarnarins og SR hinn 5.
febrúar 2004.
GYLFI Gylfason og samherjar
hans í þýska handknattleiksliðinu
Wilhelmshavener féllu í gærkvöldi
úr bikarkeppninni er þeir töpuðu
fyrir HSV Hamborg á heimavelli,
30:25, í átta liða úrslitum.
JÓHANNES Karl Guðjónsson var
í leikmannahópi Wolves en kom ekk-
ert við sögu leiksins þegar Úlfarnir
steinlágu fyrir Leeds, 4:1, á Elland
Road í ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í gærkvöldi.
HARRY van Raaij, forseti PSV
Eindhoven, segist vera undrandi á
tilboði því sem borist hafi frá Man-
chester United í framherjann efni-
lega, Arjen Robben. Það sé upp á 5
milljónir punda sem sé aðeins helm-
ingur af því verði sem Raaij segir
Peter Kenyon, fyrrverandi for-
stjóra, hafa samþykkt að greiða sl.
sumar. Hækki Manchester United
ekki tilboð sitt segir Raaij að ekkert
verði af því að Robben fari til Man-
chester United í sumar eins og til
hafi staðið.
RAIMONDS Jumikis, körfuknatt-
leiksmaður frá Lettlandi, hneig nið-
ur í leik með liði sínu, Akropols í Sví-
þjóð, í gærkvöld og lést á sjúkrahúsi
í kjölfarið. Hann var aðeins 23 ára
gamall.
FÓLK
Keflvíkingar eru einir í þriðjasæti úrvalsdeildarinnar í
körfuknattleik eftir sigur á Breiða-
bliki, 105:98, í Smár-
anum í gærkvöld.
Sigurinn var mun
öruggari en lokatöl-
urnar gefa til kynna
því Blikar, sem sitja áfram í þriðja
neðsta sæti með sex stig, skoruðu
síðustu tíu stigin í leiknum.
Það voru þó Kópavogsstrákarnir
sem byrjuðu betur. Bikarmeistar-
arnir nýkrýndu virtust rykaðir eftir
fögnuð helgarinnar því staðan eftir
þrjár mínútur var 9:0, Blikum í hag.
Þessi byrjun dugði heimamönnum út
fyrsta leikhluta en Keflvíkingar tóku
forystuna í upphafi annars hluta og
létu hana ekki af hendi. Þeir eru með
mikið meiri breidd en Blikarnir og
nýttu sér það vel. Allir þeirra menn
spiluðu í það minnsta 15 mínútur og
enginn lengur en í 27 mínútur.
Staðan í hálfleik var 52:41 og eftir
þokkalega mótspyrnu Blika til að
byrja með í síðari hálfleik gerðu
Keflvíkingar út um leikinn með góð-
um kafla. Þar náðu þeir 20 stiga for-
ystu, beittu pressuvörn með góðum
árangri, og úrslitin voru ráðin.
Í síðasta leikhlutanum var aðeins
einn útlendingur með í leiknum,
serbneski Blikinn Mirko Virijevic,
og það hefur varla gerst oft í deild-
inni í vetur. Keflvíkingar hvíldu bæði
Derrick Allen og Nick Bradford,
sem höfðu skilað sínu, og hjá Blikum
voru Kyle Williams, sem var
afspyrnuslakur lengst af, og Uros
Pilipovic komnir á bekkinn. Williams
skoraði ekki eitt einasta stig í fyrri
hálfleik og virðist ekki vera sérstak-
ur happafengur fyrir Blikana.
Jón Nordal Hafsteinsson átti
mjög góðan leik með Keflvíkingum
og Pálmi Sigurgeirsson var allt í öllu
hjá Blikum en hann skoraði 35 stig.
Bikarmeistararnir ekki í miklum
vandræðum með Blika í Smáranum
Víðir
Sigurðsson
skrifar
Úlfarnir eru með hann í láni fráspænska liðinu Real Betis en ár-
ið 2006 rennur samningur Jóhannes-
ar við Spánverjana út. Ruud Gullitt,
fyrrum stjarna hollenska landsliðsins
og AC Milan, tekur við starfi þjálfara
hjá Feyenoord í sumar en hann ku
hafa verið að fylgjast með Jóhannesi
sem lék í þrjú ár í Hollandi, frá 1999–
2002, með Maastricht og Waalwijk.
„Það eina sem ég veit er að
Feyenoord hefur sýnt mér áhuga en
þetta er ekki komið á neitt viðræðu-
stig,“ sagði Jóhannes Karl við Morg-
unblaðið í gær þar sem hann var
staddur í Leeds að undirbúa sig fyrir
leikinn við heimamenn. „Ég er samn-
ingsbundinn Wolves til loka tímabils-
ins og eftir það eiga Úlfarnir for-
kaupsrétt á mér en ég ræð samt alveg
hvert ég fer. Ef Feyenoord hyggst
reyna að fá mig þá þarf félagið að
semja við Real Betis um kaupin.“
Jóhannes sagði að það yrði mjög
spennandi ef kæmi upp á borðið tilboð
frá Feyenoord. „Það yrði fínn kostur
að fara þangað enda Feyenoord stór
klúbbur sem ætlar að byggja upp nýtt
Feyenoord með
augastað á
Jóhannesi Karli
Morgunblaðið/Kristinn
Jóhannes Karl Guðjónsson á ferðinni í landsleik.
HOLLENSKA úrvalsdeildarliðið
Feyenoord hefur augastað á
landsliðsmanninum Jóhannesi
Karli Guðjónssyni eftir því sem
fram kemur í hollenska blaðinu
Rotterdam Dagblad í gær. Haft
er eftir Mark Wotte, tæknilegum
ráðgjafa Feyenoord, að félagið
sé að skoða málið en Jóhannes
er samningsbundinn enska úr-
valsdeildarliðinu Wolves til loka
tímabilsins í vor.
lið og mér líkaði ákaflega vel í Hol-
landi þegar ég var þar. En þó svo að
Feyenoord hafi sýnt mér áhuga þá er
langur vegur frá því að samningur sé
að verða til. Framtíð mín er óljós og
ég veit ekki hvað Úlfarnir hyggjast
gera. Ég væri alveg til í að vera áfram
hjá félaginu hvort sem liðið fellur eða
heldur sér í úrvalsdeildinni. Ég veit
að Paul Ince hættir eftir tímabilið og
fleiri eru samningslausir en þessi mál
skýrast ekkert fyrr en tímabilið er
búið,“ sagði Jóhannes Karl.
Íslendingar og þá Skagamenn, eins
og Jóhannes er, eru ekki alveg
ókunnugir í herbúðum Feyenoord en
þrír Akurnesingar hafa leikið með lið-
inu – Pétur Pétursson og tvíbura-
bræðurnir Arnar og Bjarki Gunn-
laugssynir.