Morgunblaðið - 11.02.2004, Qupperneq 45
Það er fyrirtækið Carlsberg sembýður íslenska kylfingnum til
Malasíu með öllu sem því fylgir og
að auki verður
Sveinn Sigurbergs-
son með í för sem
aðstoðarmaður
Björgvins og kylfu-
sveinn. Björgvin var í óðaönn að
undirbúa mikla málningarvinnu í
áhaldahúsi GK er Morgunblaðið slá
á þráðinn til hans, en í vetur hefur
Björgvin unnið að ýmsum verkefn-
um hjá GK.
Hann fór á dögunum í 10 daga
ferð til Flórída í Bandaríkjunum
ásamt stórum hópi íslenskra afrek-
skylfinga og telur Björgvin að hann
komi ágætlega undan vetri.
„Ég hef verið að æfa mikið inni í
vetur, og tel mig vera á ágætu róli
með golfið. Ferðin til Flórída hjálp-
ar manni einnig mikið, þar fékk
maður tækifæri til þess að spila
mikið við bestu aðstæður.
Eitt högg í einu
Um markmið sín fyrir mótið í
Malasíu segir Björgvin að þar verði
aðeins eitt högg slegið í einu. „Það
er erfitt að setja sér markmið fyrir
slíkt mót enda hef ég aldrei farið til
Malasíu, ég veit ekkert um aðstæð-
ur á vellinum, hvernig hann er, og
hvað ber að varast. Það eina sem
ég veit er að rakinn er allt að 50% á
þessum árstíma og hitinn þokka-
legur. Eigum við ekki bara að
stefna að því að komast í gegnum
Björgvin Sigurbergsson, atvinnumaður í golfi, mun keppa við
marga heimskunna kylfinga á móti í Malasíu.
Björgvin Sigurbergsson í ævin-
týraferð til Kuala Lumpur í Malasíu
„Kem vel
undan
vetri“
BJÖRGVIN Sigurbergsson, atvinnukylfingur úr GK, mun taka þátt á
evrópsku mótaröðinni í golfi á móti sem fram fer í Malasíu dagana
19.–22. febrúar. Þar verða margir af þekktustu kylfingum veraldar
meðal þátttakenda en Björgvin öðlaðist keppnisrétt á mótinu með
því að vinna tveggja daga mót fyrir atvinnumenn á Íslandi sl. haust
sem fram fór á Akureyri og í Hafnarfirði.
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson
niðurskurðinn til að byrja með, einn
til tveir undir pari á hring væri al-
veg ágætt,“ sagði Björgvin sem
flýgur til London þann 14. febrúar
og fer þaðan í beinu flugi til Malas-
íu.
Í fyrra lék Björgvin á mótaröð
sem fram fór á Bretlandseyjum, en
þar sem hann var með bækistöðvar
og bjó ásamt fjölskyldu sinni. En í
ár ætlar Hafnfirðingurinn og
Haukamaðurinn að gera út frá
heimavígstöðvunum. „Ég ætla að
vera á Íslandi og fara á einhver mót
í sumar erlendis. En það er allt
óráðið og ég ætla að sjá hvar ég
stend eftir ferðina til Malasíu. Það
er dýrt að vera atvinnumaður ef
maður hefur ekki öðlast keppnis-
rétt á evrópsku mótaröðinni og eins
og alltaf er þetta spurning um fjár-
hagslegu hliðina,“ segir Björgvin
sem er giftur Heiðrúnu Jóhanns-
dóttur kennara og eiga þau tvö
börn.
Björgvin segir að hann muni
samt sem áður verða atvinnumaður
áfram þrátt fyrir að hann verði hér
á Íslandi, og aðeins landsliðsverk-
efni verði út undan á meðan hann
sé atvinnumaður.
„Ég hef áhuga á að fara í úrtöku-
mótið fyrir Opna breska meistara-
mótið. Það verður á Englandi og
það gæti verið spennandi vettvang-
ur.“
Boðsmaður stóð uppi sem
sigurvegari í fyrra
Spurður hvort hann hafi látið sig
dreyma um að standa uppi sem sig-
urvegari í Malasíu segir Björgvin
að svo langt hafi hann ekki leyft sér
að hugsa.
„Sá sem fór á vegum Carlsberg í
fyrra á þetta sama mót stóð efstur
á palli í mótslok. Það var Indverj-
inn Arjan Atwal sem lék á 24 högg-
um undir pari samtals. Atwal fékk
um 15 millj. kr. fyrir sigurinn en
alls skiptu kylfingarnir á milli sín
um 90 millj. kr. í verðlaunafé. Atwal
varð í 63. sæti á peningalista evr-
ópsku mótaraðarinnar í kjölfarið og
náði að vinna sér inn um 29 millj.
kr. á mótum ársins. Hann hefur
verið á evrópsku mótaröðinni frá
árinu 2001.
Morgunblaðið/RAX
Sveinn Sigurbergsson og Björgvin Sigurbergsson verða á ferð
og flugi á næstunni og halda til Malasíu.
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 45
ÞÝSKI vefmiðill-
inn sport1.de
segist hafa heim-
ildir fyrir því að
Alfreð Gíslason,
þjálfari Magde-
burg í Þýska-
landi, sé einn
þeirra þjálfara
sem sé á óska-
lista handknatt-
leiksliðs Barcelona, en for-
ráðamenn félagsins leita nú logandi
ljósi að eftirmanni Valero Rivera,
sem hættir í vor eftir 20 ár við þjálf-
un liðsins. Alfreð framlengdi samn-
ing sinn við Magdeburg í haust til
ársins 2007, en hann hefur vakið
mikla athygli í handknattleiksheim-
inum fyrir góðan árangur við stjórn
þýska liðsins undanfarin ár. Alfreð
segir í viðtali við sport1.de að sér sé
sýndur heiður að vera nefndur í
tengslum við þjálfarastarfið hjá
Barcelona. „Ég er hins vegar með
þriggja ára samning við Magde-
burg og hyggst standa við hann.
Hjá Magdeburg er ég byggja upp
nýtt lið og frá því verki ætla ég ekki
að hlaupa,“ segir Alfreð, sem lék á
árum áður með Bidasoa á Spáni.
Auk Alfreðs eru nefndir til sög-
unnar sem hugsanlegir eftirmenn
Rivera í Noka Serdarusic, þjálfari
Kiel og Martin Schwalb, sem stýrir
Wallau Massenheim, þar sem Einar
Örn Jónsson og Rúnar Sigtryggs-
son leika.
Alfreð Gíslason undir
smásjá Barcelona
Alfreð
FÓLK
KRISTJÁN Uni Óskarsson frá
Ólafsfirði varð í 51. sæti í bruni á
heimsmeistaramóti unglinga í alpa-
greinum á skíðum, sem hófst í Slóv-
eníu í gær – kom í mark hálfri þriðju
sekúndu á eftir sigurvegaranum, Ro-
med Baumann frá Austurríki.
RAUÐU spjöldin í leik Fram og
Þróttar í Reykjavíkurmótinu í knatt-
spyrnu á sunnudag voru fimm tals-
ins, ekki þrír eins og sagt var í
blaðinu í gær. Auk Framaranna
þriggja sem fengu reisupassann var
þeim Ingva Sveinssyni og Hans Sæv-
arssyni úr Þrótti sýnt rauða spjaldið.
KENYON Martin, framherji New
Jersey Nets, og Tim Duncan, mið-
herji meistaraliðs San Antonio
Spurs, voru kjörnir leikmenn vik-
unnar 2.–8. febrúar, í NBA.
LIÐIN mættust í úrslitum um
heimsmeistaratitilinn sl. sumar þar
sem Spurs hafði betur. New Jersey
Nets vann alla fjóra leiki sína á þessu
tímabili og skoraði Martin 27 stig að
meðaltali í leik og tók að auki 12 frá-
köst. Duncan skoraði 27,3 að með-
altali í þremur leikjum Spurs í vik-
unni og tók að auki 13 fráköst. Spurs
vann alla leikina þrjá.
DAMIEN Duff, leikmaður enska
úrvalsdeildarliðsins Chelsea og írsk-
ur landsliðsmaður, ætlar að fresta
því að fara í aðgerð á öxl til þess að
geta tekið þátt í baráttunni með fé-
lögum sínum um enska meistaratit-
ilinn. Duff hefur ekki byrjað inn á í
leikjum Chelsea frá því fyrir jól, en
hann fór úr axlarlið í leik í desember.
LÆKNAR Chelsea telja að Duff
verði að fara í aðgerð til þess að láta
laga þann skaða sem nú þegar er
orðinn í axlarliðnum og telja 80% lík-
ur á því að Duff muni fara á ný úr
axlarlið, fari hann ekki í aðgerð á
næstunni. „Ég vonast til þess að öxl-
in verði í lagi ef ég legg áherslu á að
gera styrktaræfingar. En ég veit að
ég tek mikla áhættu, en hún er þess
virði,“ segir Duff.
EIÐUR Smári Guðjohnsen stóð
sig vel með Chelsea þegar hann kom
inn á sem varamaður gegn Charlton
þegar sextán mín. voru til leiksloka.
Félagar hans voru klaufar að nýta
sér ekki góðar fyrirgjafir hans og
bæta við mörkum í leiknum, sem
Chelsea vann, 1:0. Þrátt fyrir að vera
stutt inn á var Eiður Smári valinn
maður leiksins hjá SKY sjónvarps-
stöðinni og fékk stóra kampavíns-
flösku að launum.
BRASILÍSKI knattspyrnukappinn
Ronaldo, markahrókur hjá Real Ma-
drid, hefur skipt um umboðsmann til
að sjá um sín mál – og hefur látið þau
í hendur Portúgalans Luis Vicente.
Reinaldo Pitta og Alexandre Mart-
ins, sem voru umboðsmenn Ronaldo,
eru komnir í skattarannsókn. Þess
má geta að Luis Vicente er einnig
umboðsmaður portúgalska lands-
liðsmannsins Luis Figo, félaga Ro-
naldo hjá Real.
ÞAÐ eru margir þekktir kapp-
ar sem taka þátt í mótinu í
Malasíu og þekktastur þeirra
er án efa Colin Montgomerie
frá Skotlandi sem hefur verið í
hópi 10 bestu kylfinga ver-
aldar undanfarinn áratug. Ís-
landsvinurinn Paidrag Harr-
ington frá Írlandi tekur einnig
þátt ásamt Spánverjanum
Miguel Angel Jiménez og hin-
um ítalska Costantino Rocca.
Frakkinn Jean Van De
Velde er í hópi þeirra sem
taka þátt og þar má einnig
nefna Englendinginn Peter
Baker sem tók þátt í Canon-
móti hér á landi og Paul
McGinley frá Írlandi sem var í
Ryderliði Evrópu í fyrra.
Margir þekktir
kappar