Morgunblaðið - 11.02.2004, Page 47
EINS og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær verður Jón Jósep
Snæbjörnsson, Jónsi í svörtum föt-
um, fulltrúi Íslands í Evróvisjón
þetta árið en keppnin fer fram í maí
í Tyrklandi. Lagið, sem gengur und-
ir vinnutitlinum „Heaven“, er eftir
Svein Rúnar Sigurðsson en ekki
Hauksson en eins og ranglega var
farið með í gær.
Þegar blaðamaður ræddi við
Jónsa sagðist hann ekki enn vera
umsetinn og gaf sér því góðfúslega
tíma til að svara nokkrum spurn-
ingum.
„Sveinn vann þessa forkeppni sem
RÚV hélt en 117 lög voru send inn
fyrir jól,“ útskýrir Jónsi. „Hann
fékk svo að velja sér upptökustjóra
og flytjanda. Hann hringdi í Þorvald
Bjarna og svo var hringt í mig. Ég
sló til með það sama án þess að hafa
heyrt lagið.“
Jónsi segir að hann hafi pælt í því
hvort hann ætti einhvern tíma
möguleika í Evróvisjón. Hann segir
að hann hafi verið kominn á þá skoð-
un að hann ætti ekki möguleika!?
„Ég bjóst alls ekki við því að vera
valinn. Mér fannst þeir vera svo
margir aðrir sem kæmu til greina,“
segir hann.
Jónsi segist vera búinn að heyra
lagið núna en því miður geti hann
ekki gefið upp strax hvers lags smíð
það er.
„Það verður frumflutt, með
myndbandi, eftir 20. mars. Það verð-
ur frumflutt hjá Gísla Marteini en
þangað til ætlum við að liggja á lag-
inu eins og ormar á gulli!“
Blaðamaður segir að fagmaður
eins og Jónsi geti nú varla verið
smeykur við komandi keppni. Eða
hvað?
„Auðvitað er ég smeykur. En ég
vona að ég geti verið fólkinu mínu
til einhvers sóma og ég mun að sjálf-
sögðu leggja mig allan fram. Mér er
sagt að það sé mjög skemmtileg
upplifun að taka þátt í þessu. Þegar
ég var níu ára sá ég Icy-flokkinn
flytja „Gleðibankann“ á sviði og
vildi þá ólmur vera með. Þannig að
nú er gamall draumur loksins að
rætast.“
Jónsi er klár
„Gamall draumur“
Morgunblaðið/Jim Smart
Jón Jósep hefur dreymt um að taka þátt í Evróvisjón frá því hann sá Icy-
flokkinn á sínum tíma. Það var árið 1986 og piltur þá ekki nema 9 ára.
arnart@mbl.is
í slaginn
í Tyrklandi
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 47
Yfir 90.000 gestir
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14.
Svakalegasti
spennutryllir ársins
frá leikstjóra Face/Off
og Mission Impossible 2.
Tilnefningar til
óskarsverðlauna11
Sýnd kl. 5 og 9. B.i. 12.
Sýnd kl. 6. Íslenskt tal.
Charlize Theron:
Golden Globe verðlaun
fyrir besta leik í
aðalhlutverki.
Tilnefnd til Óskarsverðlauna
Sannsöguleg mynd sem byggð
er á skuggalegri ævi fyrsta kvenkyns
fjöldamorðingja Bandaríkjanna.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16.
MIÐAVERÐKR. 500.
www.laugarasbio.is
Kvikmyndir.com
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
Tilnefningar til
óskarsverðlauna
Besta leikkona í aðalhlutverki
Besti leikari í aukahlutverki
21
GRAMM
www .regnboginn.is
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.
2
Sýnd kl. 10.40. B.i. 14 ára.
HJ Mbl.
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
Tilnefning til
óskarsverðlauna1
TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE-VERÐLAUNA
M.A. SEM BESTA MYNDIN OG BESTI AUKALEIKARI
Sýnd kl. 5.30. Allra síð. sýningar
ÓHT Rás2
Vann 3 Golden Globe. Besta gamanmynd
Besta handrit Besti gamanleikari í aðalhlutverki
Ein athyglisverðasta mynd ársins
l l .
i i l i i í l l i
i li i
„Dýrmætt
hnossgæti“
EPÓ Kvikmyndir.com Tilnefningar til
óskarsverðlauna
Besta mynd, besti leikstjóri, besta
handrit og besti leikari í aðalhlutverki
4
BILL MURRAY SCARLETT JOHANSSON
Allir þurfa félagsskap
SV MBL
„Glæsilegt ævintýri.
Hreinn unaður frá
upphafi til enda.“
Fréttablaðið
ÓHT Rás 2
l il t i t ri.
r i r fr
fi til .“
r tt l i
SV Mbl.l.
Kvikmyndir.comvi y ir.
… Diana Ross var í gær dæmd í
tveggja daga fangelsi fyrir ölvunar-
akstur og mun hún afplána dóminn í
Los Angeles. Ross, sem er 59 ára, var
stöðvuð af lögreglu í desember árið
2002 og reyndist áfengi í blóði hennar
vera langt yfir löglegum mörkum.
„Ég held að hún sé ánægð með að
þessu máli sé lokið,“ sagði Stephen
Paul Barnard, lögmaður Ross, við
fréttavef BBC.
Lögregla í Tucson í Arizona stöðvaði
Ross eftir að tilkynnt var um bíl sem
ekið væri á röng-
um vegarhelm-
ingi. Lög-
reglumenn sögðu
að söngkonan
hefði verið ofur-
ölvi. Myndband,
sem tekið var af
handtökunni og sýnt var víða, sýndi
Ross biðja lögreglumennina um að
tryggja að málið kæmist ekki í fréttir.
Ross varð stórstjarna þegar hún var
aðalsöngkona söngtríósins The
Supremes á sjöunda áratug síðustu
aldar og hún hóf síðan sólóferil á átt-
unda áratugnum. Hún hefur átt við
áfengisvandamál að stríða og m.a.
gengist undir meðferð.
FÓLK Ífréttum