Morgunblaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 49
KRINGLAN
Sýnd kl. 6 og 9. b.i. 14.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15 og 10. b.i. 14 .
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45. Ísl. tal.
Sannkölluð stórmynd
sem hlotið hefur
frábæra dóma og
viðtökur um allan heim.
Tom Cruise hefur aldrei
verið betri!
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.40. Ísl. tal.
Kvikmyndir.is
DV
ÓHT Rás 2
i i .i
Stórskemmtileg og sprenghlægileg
gamanmynd með Eddie Murphy sem
kemst í hann krappann ásamt fjölskyldu
sinni þegar þau gista á gömlu
draugasetri!
AKUREYRI
Sýnd kl. 10. b.i. 14 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.15.
4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna
4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna
AKUREYRI
Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5 og 7. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. / Sýnd kl. 4 og 8. Enskt tal.
Frábær teiknimynd frá Disney fyrir alla
fjölskylduna með tónlist eftir Phil Collins!
KRINGLAN
Sýnd kl. 6.30 og 9.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8 OG 10.30.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.20.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.30.
Jack Nicholson,
Diane Keaton,
Keanu Reevesog
Amanda Peet í
Rómantískri
Gamanmynd frá
Nancy Myers,
leikstjóra „What
Women Want“.
Gamanmynd eins og þær
gerast bestar !
Kvikmyndir.com
Diane Keaton er
tilnefnd til
Óskarsverðlauna
fyrir leik sinn í
myndinni
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL.5.
Í NÝLEGRI heimildarmynd sem
nefnist Leitin að Debru Winger
kemur ýmislegt forvitnilegt fram,
m.a. sú nöturlega staðreynd að
Hollywood-kvikmyndir fjalla fyrst
og fremst um (hvíta) karlmenn, eru
skrifaðar og þeim leikstýrt af körl-
um í meira en 90% tilfella. Konur
komu að vísu fyrir í fjórðungi hlut-
verka í 250 stærstu kvikmyndum
ársins 2001, og af þeim konum voru
92% undir 35 ára aldri. Þannig
þykja karlstjörnur á borð við Harr-
ison Ford, Michael Douglas og Sean
Connery aðeins þroskast með ár-
unum, en móttleikonum þeirra í
rómantískum hlutverkum er skipt
reglulega út eftir því sem þær nálg-
ast fjörutíu ára mörkin. Eftir það
liggur leið leikkvennanna ýmist út
úr kvikmyndabransanum eða í bak-
grunn hans.
Leikstýran Nancy Meyers tekur
á þessu máli í orði og verki í gam-
anmyndinni Eitthvað verður undan
að láta – með því að skipa sér í hóp
þeirra fáu leikstýra og handritshöf-
unda sem komast að í Hollywood,
með því að búa til hlutverk þar sem
hin 57 ára Diane Keaton sýnir af
hverju iðnaðurinn er að missa við
það að útiloka leikkonur á borð við
hana, og með því að gera æskudýrk-
unina að stökkpalli fyrir bráð-
skemmtilega gamanframvindu.
Í myndinni leikur Keaton hina 55
ára gömlu Ericu Barry, hæfileika-
ríkt leikskáld sem er vel stæð og
virt á sínu sviði. En hún er líka ný-
skilin og þegar hún svipast um á
stefnumótamarkaðinum virðast
karlmenn á hennar aldri fyrst og
fremst hafa áhuga á konum sem eru
á aldur við dóttur hennar. Plötuút-
gefandinn Harry Sanborn fellur í
þennan flokk, en á sínum 63 árum
hefur hann aldrei átt náin kynni við
konu sem komin er yfir þrítugt.
Jack Nicholson fer skemmtilega
nokk með hlutverk áðurnefnds
kvennabósa og er þar leikið með op-
inbera persónu leikarans, sem
þekktur er fyrir áþekka stefnumót-
un í kvennamálum og Harry San-
born viðhefur. Þegar Harry gerist
kærasti 28 ára gamallar dóttur
Ericu minnir aldurinn þó áþreifan-
lega á sig, hann fær hjartaáfall og er
ekki ólíklegt að óhófleg Viagra-
notkun hafi haft eitthvað með það
að gera. Fyrr en varir hefur Harry
komið sér fyrir í strandhúsi Ericu til
þess að jafna sig á áfallinu, og fer
hún þá að sjá hvað dótturinni þótti
svona sjarmerandi við manninn. Og
þegar Harry smám saman kynnist
þeirri manneskju sem Erica hefur
að geyma, fellur hann kylliflatur.
Keaton og Nicholson eiga frábær-
an samleik í þessari lipru og
hnyttnu gamanmynd, sem tekst
fljótt og örugglega á loft og brakar
af gamansemi í fyrri hlutanum. Nic-
holson túlkar Harry með mátulegu
samblandi af framúrskarandi gam-
anleik, sjálfshæðni og þroska, sem
birtist í því hversu ófeiminn hann er
við að stíga fram sem stórlax sem of
lengi hefur neitað að horfast í augu
við staðreyndir varðandi aldur sinn.
Handritið kastar persónunni sömu-
leiðis fram og aftur, gerir grín að
honum og réttir hann við, og eru
bæði Harry og Nicholson nægilega
sterkir persónuleikar til að bæði
taka þátt í hríðinni og standa hana
af sér. Diane Keaton er vel að Ósk-
arstilnefningu komin fyrir túlkun
sína á Ericu Barry, og nægir að
horfa á hana til að skilja af hverju
karlmennirnir í myndinni falla fyrir
henni hver um annan þveran. Aðrir
leikarar standa sig líka með sóma,
Amanda Peet er stórfín í hlutverki
dótturinnar og Frances McDorm-
and eykur enn á leikkvennablóma
myndarinnar í hlutverki systur
Ericu. Þá kemur Keanu Reeves
heldur betur á óvart í hlutverki hins
skilningsríka og bráðsjarmerandi
læknis sem keppir við skrögginn
Harry um ástir Ericu. Hér vottar
hvorki fyrir hinu þráláta gaurafasi
sem elti Reeves eftir hina vinsælu
Bill & Ted’s Exellent Adventure né
hinu nær frosna viðmóti sem ein-
kenndi leikframmistöðu hans að
öðru leyti. Hér hreinlega sannar
Reeves að hann getur leikið og er
bæði trúverðugur og bráðfyndinn í
hlutverki hins yfirmáta fýsilega von-
biðils sem á enn frekari þátt í að
hrista upp í tilveru Ericu.
Eitthvað verður undan að láta er í
lengri kantinum á gamanmynda-
mælikvarða en sagan má alveg við
því að fá sinn tíma. Leyst er ágæt-
lega úr gamalkunnum vanda róm-
antískra gamanmynda sem skapast
venjulega eftir að turtildúfurnar ná
fyrst saman, en babb kemur í bát-
inn. Eftir nokkurt lágflug í seinni
hlutanum tekst farsinn aftur á loft
þegar kvikmyndahandritið er soðið
niður í leikrit og hnýtt er fyrir end-
ana í París, sjálfri borg ástarinnar.
Keaton og
Nicholson kveðast á
KVIKMYNDIR
Sambíóin og Háskólabíó
Leikstjórn og handrit: Nancy Meyers.
Kvikmyndataka: Michael Ballhaus. Aðal-
hlutverk: Diane Keaton, Jack Nicholson,
Amanda Peet, Keanu Reeves, Frances
McDormand, Jon Favreau. Lengd: 128
mín. Bandaríkin. Columbia Pictures,
2003.
SOMETHING’S GOTTA GIVE / EITTHVAÐ
VERÐUR UNDAN AÐ LÁTA Heiða Jóhannsdóttir
ÞAÐ hafa eflaust margir beðið
spenntir eftir lokamyndinni í Böku-
þríleiknum góða sem nú kemur út á
myndbandi og -diski. Amerísk baka
– brúðkaupið er lokakaflinn í þess-
ari vinsælu gamanmyndaröð og nú
ætla Jim og Michelle upp að alt-
arinu. En Stifler og hinir vitleysing-
arnir setja að sjálfsögðu strik í þann
(brúðkaups)reikning. Annars kennir
ýmissa grasa í útgáfu þessarar viku.
Fyrst ber að nefna þrjár róm-
antískar gamanmyndir. Eðalleik-
arinn Colin Firth leiðir Vonarvorið
(Hope Springs) á meðan Millu Jovo-
vich bregður fyrir í Karlgerpinu
(You Stupid Man). Þriðja myndin er
svo Niður með ástina (Down with
Love) með stórleikurunum Ewan
McGregor og Renée Zellweger. Þá
verður að geta þess að ný mynd með
snillingnum Steven Seagal kemur á
leigurnar í vikunni en hún heitir Á
veiðum (Out for a Kill). Lengi lifir í
gömlum glæðum …Og börnin
gleymast heldur ekki, því að ný
Tomma og Jenna-teiknimyndaspóla
kemur út í þessari viku.
Myndbandaútgáfa vikunnar
ÓLAFUR Jóhannesson kvikmynda-
gerðarmaður er leikstjóri kvikmynd-
arinnar Proximitas sem frumsýnd
verður í kvöld í Háskólabíói. Proximi-
tas er latneskt orð sem merkir „náin
tenging“ enda segir Ólafur að þetta sé
mannúðleg og heimspekileg mynd um
lífið. Myndin gerist annars vegar hér
heima á Íslandi og hins vegar á Ind-
landi og margir nafntogaðir sem og
minna frægir koma þar við sögu. „Ég
gæti nefnt Gunnar Dal heimspeking,
Þráin Bertelsson rithöfund og Magn-
ús Sigurðsson netagerðarmann og eru
þá margir ónefndir,“ segir Ólafur.
„Fyrir nú utan allt fólkið á Indlandi,
frá forsætisráðherra fátækrahverfis
til betlara. Þó allt fólkið í myndinni
komi úr ólíkum menningarheimum þá
á það samt ýmislegt sameiginlegt,
myndin sýnir fram á það. Ég geng út
frá „nálægðinni“ og leitast við að finna
í fólki það sem gerir okkur mannleg og
tengir okkur saman, þrátt fyrir miklar
fjarlægðir. Ég hef manneskjuna í for-
grunni og skoða hana í ljósi drauma,
vona, minninga og hverdagsleikans.“
Ólafur bætir við að myndin hafi
lengi verið í þróun og tekið miklum
breytingum á þeim tíma. „Þegar ég
heyrði sjálfur fyrst hugmyndina að
þessari mynd inni í hausnum á mér, þá
fannst mér ég bilaður og var viss um
að ég dræpi áhorfendur úr leiðindum.
Þess vegna lagði ég svo mikla áherslu
á að hún væri skemmtileg og einlæg.
Það er því höfuðáhersla að myndin sé
þessum kostum búin, því maður nær
ekki til áhorfenda nema í gegnum
hjartað.“
Ólafur segir Proximitas ekki vera
heimildamynd í venjulegum skilningi.
„Sýn leikstjórans, það er að segja mín,
er mjög fyrirferðarmikil í allri gerð
myndarinnar og ég gerði það sem mér
sýndist og var óhræddur við að brjóta
reglur. En við lögðum mikla áherslu á
að klippingar, hljóðvinnsla og annað
slíkt væri unnið mjög fagmannlega og
settum standardinn í hæstu hæðir í
allri vinnslu, því við ætlum að spíg-
spora erlendis með myndina á sýning-
ar sem skrautfjöður fyrir kvikmynda-
fyrirtækið okkar og þá gengur ekki að
vera með einhver amatöravinnu-
brögð.“ Ólafur segir aðstandendur
hafa fengið mjög gott fólk með sér við
myndgerðina og nefnir þar Þorvald
Þorsteinsson, hljómsveitina Sigur Rós
sem leyfði þeim að nota lag frá sér í
myndinni og eins hafi tónlistarvinnsl-
an verið í höndum Pavel E. Smid og
Halls Ingólfssonar sem séu mjög fær-
ir á sínu sviði. „Þannig gæti ég haldið
áfram að telja endalaust upp frábært
og fært fólk sem kom að gerð þessarar
myndar en við erum rúmlega tíu
manns sem erum meðlimir kvik-
myndafélagsins POPPOLI sem ég
stofnaði síðastliðið vor ásamt Ragnari
Santos framleiðanda, en þá höfðum
við verið að vinna í þessum bransa í
átta ár. Benedikt Jóhannesson, litli
bróðir minn, hefur líka nýlega bæst í
hópinn og í honum er mikil liðveisla.“
Fram undan hjá POPPOLI kvik-
myndafélaginu eru spennandi hlutir,
þau hafa fengið framleiðslustyrk til að
gera kvikmynd um sögu Bubba
Morthens, sem ber vinnuheitið
Blindsker. Eins hafa þau fengið
handritastyrk að kvikmyndinni
Stóra planið sem fjallar um íslenskan
misskilinn listamann sem rukkar
dópskuldir.
Ný íslensk mynd, Proximitas, frumsýnd í Háskólabíói
Nálægð og
fjarlægð
www.poppoli.com
khk@mbl.is
> ' "
(
*
+
)
?
,
-
.
(0
/
?
(*
(,
()
(-
(.
(/
*0
(+
"!
*
+
+
*
(
,
)
,
/
.
.
(
+
/
/
(*
*
/
*
@
= ' !1'
= ' !1' !1'
=
= !1'
= !1'
= !1' ' !1'
= !1'
= !1' A B A A B B A B B A A B B B B A B B A
/
++
('
),
+
,
0+
0 )&(
12
) 3
3
&
)-40
)
0
& 0
),
5
&
,60
)
0
arnart@mbl.is
Allt er þá
þrennt er