Morgunblaðið - 01.03.2004, Qupperneq 10
10 C MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Jakasel Mjög gott og fallegt 195 fm tví-
lyft einbýlishús ásamt 35 fm bílskúr, eða
alls 230 fm Á neðri hæð er m.a. stórt for-
stofuherb, rúmg. stofur og stórt eldhús, á
efri hæð er sjónvarpshol, gott baðherb. og
fjögur svefnherbergi. Vandaðar innr. og
gólfefni. Glæsileg hornlóð sem liggur að
opnu svæði. Verð 26,8 millj.
Blesugróf - Fossvogur Íbúðarhús-
næði á tveimur hæðum, alls 499,3 fm,
sem nýtt hefur verið sem skólahúsnæði
ásamt tveimur studióíbúðum. Eignin er
tveir eignarhl./íbúðir. skv. þinglýsingar-
bókum en selst í einu lagi. Margvíslegir
möguleikar eru á nýtingu eignarinnar s.s.
fyrir leikskóla, sambýli, félagsstarfsemi
eða sem íbúðahúsnæði. Til afhendingar nú
þegar. Verð 29,8 milljónir.
Ásbúð Fallegt 200 fm einbýlishús með
tvöföldum innb. bílskúr og lítilli stúdíoí-
búð. Aðalíbúðin skiptist í stórar stofur,
fjögur svefnh.og rúmgott eldhús með
þvottaherb og búri innaf. Góður sólpallur
og stór suðurgarður. Frábær staðsetning
innst í lítilli botnlangagötu. Verð 26,7 millj.
Bankastræti - „Penthouse“ Mjög
góð 150 fm „penthouse“ íbúð með glæsi-
legu útsýni í hjarta Reykjavíkur. Þrjú stór
herbergi. Glæsilegt eldhús með massífri
eikarinnréttingu, stórar norðursvalir út af.
Stórar stofur með góðum suðursvölum út
af. Áhv. 6,4 millj. húsb. Verð 24,9 millj.
Ægissíða Mikið endurnýjuð 100 fm að-
alhæð í þríbýlishúsi. Skiptist í tvær stofur,
tvö svefnherbergi og nýlegt eldhús og
baðherbergi. Parket og flísar á gólfum. Ný
endurnýjað þak ofl. Sjávarútsýni. Áhv.
byggsj. og húsb. 6,5 millj. Verð 16 millj.
Holtsgata - Bílskúr Mjög góð 95 fm 4-
5 herb. íbúð í fallegu fimm íbúða húsi.
Björt stofa með stórum suðvestur svölum
út af, þrjú til fjögur svefnherb. Fallegt eld-
hús með borðkrók, endurnýjað baðherb.
með baðkari, sturtu og innréttingu. Góður
40 fm bílskúr með salerni. Ákv. 5,7 millj.
húsbréf. Verð 15,9 millj.
Vesturbær - 107 Falleg 61 fm 2ja her-
bergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi í
góðu fjórbýlishúsi. Rúmgóð stofa með
parketi, eldhús með góðri ljósri innrétt-
ingu, fallegt flísalagt baðherbergi og gott
svefnherbergi með parketi. Áhv. húsbr. 5
millj. Verð 10,4 millj.
Núpalind - „Penthouse“ Stórglæsileg
190 fm íbúð á efstu hæð í lyftuhúsi ásamt
tveimur stæðum í bílageymslu. Stórar og
góðar stofur, þrjú sérstaklega stór svefn-
herbergi, glæsilegt baðherbergi með sturt-
uklefa og hornkari. Aðeins tvær íbúðir á
hæðinni. Vandaðar innréttingar og gólf-
efni. Frábært útsýni. Áhv. húsbréf 9 millj.
Verð 32 millj.
Gvendageisli 4 og 8 Glæsilegar 4ra
herbergja íbúðir, með sérinngangi ásamt
stæði í bílageymslu. Skilast tilbúnar til inn-
réttinga eða fullbúnar án gólfefna. Verð-
launahönnum. Íbúðirnar eru til afhending-
ar í mars n.k. Ath. aðeins 3 íb. eftir.
Stórhöfði - Sala/leiga Á glæsilegum
útsýnisstað við Grafarvogin erum við með
690 fm skrifstofuhæð á 2. hæð frá götu.
Eignin er í dag tilbúið til innréttingar en
möguleiki er á að innrétta og skipta því
upp eftir þörfum. Áhv. 38 millj. Verð 51,6
millj. tilb. til innr. Eignaskipti eru möguleg.
Grandavegur Glæsileg 116 fm
íbúð á efstu hæð í nýlegu fjöleignarhúsi.
Íbúðin er að hluta til á 2 hæðum. Rúm-
góð stofa og borðstofa, eldhús með út-
skotsglugga, stórt baðherb., stórt svherb.
og þvottahús. Á efri palli er alrými með
herb. innaf. Suðursvalir. Vandaðar inn-
réttingar og gólfefni. Áhv. Byggsj. 5,8
millj. og líf.sj. 4,6 millj.
Háaleitisbraut - Bílskúr
Vorum að fá í sölu mjög góða og endur-
nýjaða 4ra herbergja íbúð á 1. hæð ásamt
nýjum bílskúr. Þrjú rúmgóð svefnher-
bergi, endurnýjað baðherbergi og eldhús
með fallegum ljósum viðarinnréttingum,
björt og góð stofa. Á gólfum er nýlegt
parket og flísar. Ákv. húsb. 6 millj. Verð
15,7 millj.
Berjarimi - Sérinng. Vorum
að fá í sölu mjög góð 3ja herbergja end-
aíbúð á 2. hæð (efstu) með sér inngang í
litlu fjölbýlishúsi. Íbúð skiptist anddyri,
hol, tvö svefnherbergi með skápum,
þvottaherbergi, baðherbergi með kari og
glugga, fallegt eldhús og rúmgóð stofu
með stórum vestur-svölum út af. Á gólfum eru flísar og viðar gólfborð. Mikið út-
sýni. Mjög falleg lóð er við húsið, sem stendur neðst í botnlanga á barnvænum og
rólegum stað. Áhv. 5,2 m. húsbréf. Verð 13,2 millj.
Bakkabraut 207 fm atvinnu- og
íbúðarhúsnæði. Íbúðin sem er 87 fm
skiptist m.a. í rúmgott hol/eldhús, stóra
stofu og 3 svefnherb., þvottahús innan
íb. Á neðri hæð er 120 fm vinnusalur
með góðri lofthæð, vel innréttað verk-
stæði, kaffistofa og snyrting. Áhv. 11,3
millj.
Vantar allar
gerðir eigna
á söluskrá
Vorum að fá í sölu mjög gott 170 fm rað-
hús á tveimur hæðum. Eignin skiptist í
fjögur svefnherbergi, stofa og borðstofa.
Eldhús með fallegri viðarinnréttingu og
baðherbergi flísalagt. Á gólfum er vandað
parket og físar. Glæsilegt útsýni. Hiti í inn-
keyrslu. Áhv. húsb. 7,8 millj. V. 26,4 m.
Fagrihjalli - Útsýni
Mosfellsbær - Hjá Fasteignasölu
Mosfellsbæjar er nú til sölu
glæsilegt 274,2 ferm. einbýlishús
á þremur pöllum og með bílskúr
við Bugðutanga 11 í Mosfellsbæ.
Komið er inn í forstofu með
flísum á gólfi og forstofuskáp, en
inn af forstofu er flísalagt gesta-
salerni. Úr forstofu er komið inn í
sjónvarpshol með dökkum must-
ang náttúrusteini á gólfi. Á hægri
hönd er svefnherbergisgangur
með eikarparketi á gólfi, en þar
er stórt hjónaherbergi með park-
eti á gólfi og stórum fataskáp.
Úr hjónaherbergi er gengið út
á afgirta verönd með heitum potti
og við hlið hjónaherbergis er
stórt baðherbergi, flísalagt í hólf
og gólf með stórri sturtuaðstöðu.
Þar við hlið er barnaherbergi
með parketi á gólfi. Innst á gangi er stórt barna-
herbergi, sem var áður tvö herbergi, með parketi á
gólfi og fataskáp.
Af gangi er gengið út á verönd og út í garð í suð-
vestur. Á vinstri hönd úr sjónvarpsholi er gengið upp
á pall, en þar er stórt eldhús, borðstofa, stofa og
vinnuherbergi.
Í eldhúsi er ný hvítlökkuð eikarinnrétting með
granítborðplötu og nýjum stálklæddum Elba blásturs-
ofni og gashelluborði. Einnig er gert ráð fyrir upp-
þvottavél og amerískum ísskáp í innréttingu. Mustang
flísar eru á eldhúsgólfi. Úr eldhúsi er opið inn í sam-
liggjandi borðstofu og stofu með rauðu eikarparketi á
gólfi og fallegum arni. Úr stofu er gengið út á svalir.
Úr sjónvarpsholi er gengið niður á jarðhæð. Þar er
komið inn í flísalagt hol og tvö stór herbergi með
plastparketi á gólfi. Inn af öðru herberginu er baðher-
bergi með sturtuklefa og sérútgangur út í garð.
Mögulegt væri að gera þarna ósamþykkta aukaíbúð.
Úr holi er gengið niður í um 100 ferm. ósamþykkt
rými, en þar er stór geymsla, hol, billjardherbergi og
leikherbergi.
Á jarðhæð er 30,2 ferm. innbyggður bílskúr. Lóðin
er hönnuð af landslagsarkitekt með lokaðri timburver-
önd og heitum potti að austanverðu og timburverönd
og gróinni lóð að suðvestanverðu.
Bílaplan og gönguleið að húsi eru steypt með hellu-
steypu og snjóbræðslu. Húsið er skráð sem 189,6
ferm. íbúð á hæð, 54,4 ferm. íbúðarherbergi í kjallara
og 30,2 ferm. bílskúr, en auk þess er um 100 ferm.
ósamþykktur kjallari. Íbúðin hefur verið mikið end-
urnýjuð að innan sl. ár. Ásett verð er 37 millj. kr.
Þetta er glæsilegt 274,2 ferm. einbýlishús á þremur pöllum og með bílskúr.
Ásett verð er 37 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar.
Bugðutangi 11
KELDUDALUR gengur inn af Dýra-
firði, og er Hraun um 10 km í loftlínu
vestur frá Þingeyri, en komst þó seint
í vegasamband heldur var
aðgengi einkum frá sjó.
Hraunskirkja var reist ár-
ið 1885. Aðalsteinn Pálsson
bóndi í Hrauni sá um smíð-
ina og gaf söfnuðinum húsið.
Kirkjan stendur rétt utan
við gamla kirkjugarðinn en
innan hans hafa eldri kirkjur í Hrauni
staðið.
Kirkjan er af elstu formgerð turn-
lausra íslenskra timburkirkna. Sér-
kenni kirkjunnar er þakspónninn en
þannig var hún smíðuð í upphafi.
Fljótlega var hún þó klædd með báru-
járni. Hraunskirkja var aflögð sem
sóknarkirkja árið 1971 en dalurinn
fór í eyði árið 1987. Um tíma stóð til
að rífa hana en fyrir tilstuðlan Þjóð-
minjasafns Íslands var horfið frá því
og gagngerar viðgerðir fóru fram á
vegum safnsins árin 1998-1999. Hún
var tekin aftur í notkun árið 2000 og
er nú í vörslu Þjóðminjasafnsins.
Í Hraunskirkju eru merkir gripir
en m.a. er talið að prédikunarstóllinn
sé verk sr. Hjalta Þorsteinssonar í
Vatnsfirði (1692-1742). Altaristöfl-
urnar eru tvær og eru þær hvor upp
af annarri. Á þeirri neðri er áletrunin
„Eggerd Ionsen A. Røyn 1751“ en
óvíst er um aldur þeirrar efri.
Skammt frá Hraunskirkju er
Gvendarbrunnur, sem er upp-
sprettulind, og þótti sjálfsagt að taka
þaðan vatn þegar skírt var í kirkj-
unni.
Úr húsasafni Þjóðminjasafns
Hraunskirkja í Keldudal