Morgunblaðið - 01.03.2004, Qupperneq 33
sér svona húsnæði nema eiga pen-
inga fyrir því. Þurfi fólk að taka
bankalán til kaupanna eru vext-
irnir af þeim ótrúlega fljótir að
hlaða utan á sig og fyrr en varir er
fólk fast á skuldaklafa. Ástæðan
fyrir því að ég keypti þetta er sú
að ég átti peninga sem ég gat sett
beint í þetta húsnæði, en það kost-
aði 4,6 milljónir. Sú upphæð segir í
raun ekki alla söguna, því ég er
búin að eyða töluverðum fjárhæð-
um í að laga þetta að mínum þörf-
um. Ég er t.d. búin að setja svala-
hurð og glugga í hlerann þar sem
talían var, búin að taka gólfin í
gegn, setja upp veggi, eldhús, bað
og tvö svefnherbergi. Þessu fylgdu
náttúrulega rafmagns- og pípu-
lagnir. Í raun má segja að hús-
næðið hafi ekki verið nema fokhelt
þegar ég keypti það. Ég reyndi
náttúrulega að hagræða kaupunum
á sem hagkvæmastan hátt, en flís-
arnar á milli skáps og bekkjar í
eldhúsinu eru líklega hlutfallslega
dýrastar.“
Eigin hugarsmíð
Íris kveðst ekki vera sú mann-
gerð sem gerir allt sjálf og þurfti
því að kaupa flesta iðnaðarvinnu.
Hún segir að þar að auki sé hún í
fullri vinnu og meira en það. Núna
er hún nýbúin að koma á laggirnar
fyrirtækinu Regnbogagluggatjöld-
um, sem flytur inn rimlaglugga-
tjöld frá Spáni. Ætlunin er að
bjóða upp á að koma á og taka mál
fólki að kostnaðarlausu og gera
síðan tilboð í gardínurnar. Utan-
umhaldið um þann rekstur ætlar
hún að hafa heima og er búin að
eyrnamerkja plássið á bakvið bað-
herbergið sem skrifstofuaðstöðu.
Þá rekur hún einnig súpu- og sal-
atbar í DHL-hraðflutningum. „Það
eina sem ég gerði sjálf var að
hanna gardínukappana,“ segir Íris.
„Þá fór ég sjálf á stúfana og lét
saga niður fyrir mig plötur í rétt-
um stærðum. Síðan límdi ég svamp
á þá með spreylími og hefti síðan
efnið þar yfir. Ég er mjög ánægð
með útkomuna.“
Íris segir að það sem standi upp
úr við þessar framkvæmdir sé það
að öll þessi íbúð er hennar eigin
hugarsmíð. „Ég hannaði allt í hug-
anum og fékk svo fagmenn til að
klára verkið.“
Nágrannar Írisar eru tvær
myndlistarkonur sem eru með
vinnustofu á sömu hæð, en þær
eiga fyrrgreint málverk sem hang-
ir í stigaganginum. Þá er fyrirtæk-
ið Stálex með skrifstofuaðstöðu á
hæðinni, en á neðri hæðinni er vél-
smiðja. Frá henni berst töluverður
hávaði á daginn, en á kvöldin
hljóðnar allt. Íris á eftir að reka
lokahnútinn á fráganginn, svo sem
á baðherbergi og frágang á listum.
Hún segist kannski eiga eftir að
selja þessa íbúð einhvern tíma og
flytja niður í miðbæ, sem henni
finnst heillandi staður.
Stofan er einstaklega björt og rúmgóð, enda ná gluggarnir frá gólfi og upp í loft en það gefur öllu rýminu sérstakan blæ.Það gætir afrískra áhrifa í munstrum og víðar á heimilinu.
gudlaug@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 C 33
Skeifan 19 • 108 Reykjavík • Sími 533 1060
Fax 533 1069 • www.xhus.is • xhus@xhus.is
Opið mánudag-föstudags frá kl. 8.30-17
Hæðir
Barðavogur - Hæð + bílskúr.
Falleg 81,8 m² hæð ásamt 28,6m² bílskúr.
Íbúðin er á 1. hæð í fallegu þríbýli með stór-
um garði og gróðri í kring. Íbúðin getur ann-
arsvegar verið með 2 svefnherbergjum og 1
stofu eða með 2 samliggjandi stofum og 1
svefnherbergi. Sjón er sögu ríkari. Uppl
gefa sölumenn XHÚSA
Laugateigur Sérhæð- bíl-
skúr- Falleg íbúð á fyrstu hæð ásamt bíl-
skúr í mjög góðu húsi. Búið er að skipta um
járn á þaki og klæða þakkant, bæði á húsi
og bílskúr. Íbúðin sjálf er mjög snyrtileg og
skiptist í 2 svefnherbergi, hol, eldhús með
borðkrók, tvær samliggjandi stofur, hægt að
loka á milli þeirra með litlum tilkostnaði og
bæta við svefnherbergi. Nýstandsett bað-
herbergi. Eign í sérflokki. Tilboð Óskast.
Laus strax.
Nesvegur - 4ra-5herb-sér-
hæð. Nýtt á söluskrá 125,5 m² neðri-
sérhæð í góðu tvíbýlishúsi. Íbúðin býður
upp á mikla möguleika. Útleigumöguleiki á
forstofuherbergi. Sólpallur í suður. Parket á
gólfum, nýlegt gler. Góð staðsetning.
4ra til 7 herb.
Stíflusel - 4ra. Mjög falleg 100,7 m²
íbúð á annari hæð í góðu húsi. Íbúðin er
rúmgóð og björt með nýlegum innréttingum
og gólfefnum. Þrjú stór svefnherbergi, park-
et og flísar á gólfum. Nýlegt baðherbergi er
flísalagt í hólf og gólf. Mikið endurnýjuð og
góð eign á grónum friðsælum stað vest-
anmegin í Seljahverfi.
3ja herb.
Barmahlíð. 3ja herbergja risíbúð í Hlíð-
unum. Tvö góð svefnherbergi. Þvottahús á
hæðinni. Parket og flísar á gólfum. Snyrtileg
eign miðsvæðis í Reykjavík. Verð. 9,7 millj.
Klapparstígur - bílskýli. Vorum
að fá í einkasölu fallega 100 fm íbúð á sjöttu
og efstu hæð með tveimur útsýnissvölum.
Tvö rúmgóð herbergi ásamt óskráðu her-
bergi í risi. Glæsilegar sérsmíðaðar innrétt-
ingar úr mahogný, gegnheilt parket. Ákveð-
in sala 20 millj.
Hraunbær. Mjög stór og góð 3ja- 4ra
herbergja íbúð í Hraunbænum. Allar vistar-
verur eru rúmgóðar. Húsið nýlega tekið í
gegn. Getur verður laus strax. Góð áhvíl-
andi lán. Tilboð óskast.
Okkar kaupendum bráðvantar
allar tegundir eigna.
• Raðhús í neðra Breiðholti, rúmur afhendingartími.
• Einbýlishús í Mosfellsbæ eða Kópavogi.
• Raðhús eða sérhæð í Lækjum eða Teigum.
• Sérhæð nálægt miðbæ Reykjavíkur, verður að vera
með bílskúr, rúmur afhendingartími.
• 3ja herbergja á höfuðborgasvæðinu, erum með marga
kaupendur á skrá.
• Raðhús í Kópavogi afhending samkomulag.
UPPLÝSINGAR GEFA SÖLUFULLTRÚAR XHÚSA
ÓSKALISTINN
4 íbúðir
- 3ja og 4ra herbergja
Okkur hefur verið falið að finna fyrir
leigufélag 4 íbúðir sem leigðar verða
til félagsmanna. Íbúðirnar geta verið
hvar sem er á höfuðborgasvæðinu.
Staðgreiðsla í boði. Rúmur afhend-
ingatími. Frekari upplýsingar eru
hjá sölufulltrúum XHÚSS.
Rasta-auglýsing
15-20 íbúðir- 2ja 3ja og 4ra
herbergja Okkur hefur verið falið af op-
inberum aðila að útvega 15-20 íbúðir, 2ja,
3ja og 4ra herbergja í Reykjavík. Stað-
greiðsla er í boði fyrir réttar eignir, og sam-
komulag með afhendingu. Íbúðir sem þarfn-
ast endurbóta koma einnig til greina.
Frekari upplýsingar er hjá sölufulltrúum
XHÚS.
Hesthús
*
Heimsendi - Kópavogi.
6 hesta hús.
Nýtt
Flugubakki - Mosfellsbæ. 36 hesta hús.
Blíðubakki - Mosfellsbæ. 26 hesta hús.
Heimsendi - Kópavogi. 2 pláss.
Sörlaskeið - Hafnarfjörður. 6 hesta hús.
1000 fm hesthúsalóð í Hólmsheiði í landi
Fjárborgar.
Jón Magnússon
Hrl., löggiltur fast-
eigna og skipasali
Bergur Þorkelsson
Sölufulltrúi
gsm: 860 9906
Hilmar Viktorsson.
Viðskiptafr. og loggiltur
fasteignasali.
Valdimar R.
Tryggvason
Sölufulltrúi
gsm: 897 9929
Valdimar
Jóhannesson
Sölufulltrúi
gsm: 897 2514
Guðbjörg
Einarsdóttir
RitariFASTEIGNASALA
Skálaheiði Kópavogi - 4ra herb með bílskúr.
Mjög rúmgóð og vel skipulögð íbúð á þriðju og efstu hæð með miklu út-
sýni til allra átta. Tvö góð herbergi. Stofa og sér sjónvarpsstofa sem auð-
velt er að breyta í herbergi. Endurnýjað baðherbergi með hornnuddbaði.
Húsið er klætt að utan.