Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 C 45
HAFNARFIRÐI
Sigurbjörn Skarphéðinsson,
lögg. fasteignasali
OPIÐ VIRKA DAGA 9.00 - 18.00
OG NÚ Á LAUGARDÖGUM 11.00 - 14.00
Sonja MagnúsdóttirSigursveinn JónssonGyða GerðarsdóttirEiður Arnarson Sigurbjörn Skarphéðinsson Geir Þorsteinsson
Strandgötu 41,
220 Hafnarfjörður www.hf.is Sími 517 9500
KALDAKINN - 220 HAFNARFIRÐI
Var að fá í einkasölu 180 fm einbýli ásamt 50 fm bíl-
skúr á góðum stað í Hafnarfirði. Sex svefnherbergi
og góðar stofur. Fallegt útsýni frá efstu hæðinni. Bíl-
skúr með góðri vinnuaðstöðu og litlum kjallara. Góð
eign á barnvænum stað. LAUST FLJÓTLEGA!! Allar
upplýsingar veitir Gyða Gerðarsdóttir, sölufulltrúi í s.
517-9510 eða 820-9510.
MJÓSUND - 220 HAFNARFIRÐI
Lítið fallegt einbýli í hjarta bæjarins 84 fm, rishæð er
ekki inn í fm tölu. Húsið er nýlega klætt að utan og
gluggar og gler í góðu standi. Verð 13,1 millj. Laust
fljótlega. Allar upplýsingar veitir Gyða Gerðarsdóttir,
sölufulltrúi hjá RE/MAX HAFNARFIRÐI Í S. 517-9510
eða 820-9510.
ÁSBÚÐARTRÖÐ - 220 HAFNARFIRÐI
Mjög góð 115 fm sérhæð ásamt 23,8 fm bílskúr. 3
stór svefnherbergi og samliggjandi stofur með inn-
feldum rennihurðum á milli, fallegum bogaglugga og
sérinngang í hvora íbúð fyrir sig. Í risi sem er innan-
gengt frá íbúð er þvottahús og eitt herb. Mögl. að
setja kvisti. Verð 15,7 millj. Uppl. veita Eiður 820
9515 og Geir 820 9500
KÓRSALIR - 201 KÓPAVOGI
Glæsileg 119 fm íbúð ásamt stæði í lokaðri bíla-
geymslu. Þrjú góð svefnherbergi og mjög stór stofa
með góðum svölum. Eldhúsið er með stórum borð-
krók. Þvotth. innan íbúðar. Parket og flísar á gólfum.
Verð 17,9 millj. Uppl. veita Eiður 820-9515 og Geir
820-9500 sýna eignina og veitir nánari upplýsingar.
ÁLFASKEIÐ - 220 HAFNARFIRÐI
Nýkomið í einkasölu mjög gott 198,6 fm einbýli með
43,1 fm bílskúr á þessum vinsæla stað. Stór stofa
með arni, rúmgott hol, 3 - 4 svefnherbergi o.fl. á efri
hæð. Stofa/sjónvarpshol, stórt herbergi og baðher-
bergi á neðri hæð, möguleiki á sér íbúð. Stór fallegur
garður með skjólgóðri verönd. Eign sem vert er að
skoða. Verð tilboð. Nánari uppl veitir Eiður Arnarson
820-9515
LJÓSAVÍK - 112 GRAFARVOGUR
107 fm 4ra herbergja íbúð með sérinngangi og 26
fm innbyggðum bílskúr. Glæsilegt eldhús og baðher-
bergi, tvö góð barnaherbergi og stórt hjónaherbergi.
Þvottaherbergi innan íbúðar. Rúmgóð stofa með
suður svölum. Sérgeymsla o.fl. á jarðhæð. Góður
bílskúr við inngang. Verð 17,9 millj. Uppl. veita Geir
Þorsteinsson 820 9500 og Eiður Arnarson 820 9515
BARÓNSSTÍGUR - 101 REYKJAVÍK
Vel skipulögð lítil 3ja herbergja íbúð miðsvæðis. 2
svefnh. og stofa. Eldhús með fallegri nýlegri innr. og
tækjum. Nýl. ídregið fyrir rafmagni og ný tafla inan
íbúðar. Geymsla og þvottahús í sameign. Verð 10,9
millj. Uppl. veita Geir 820 9500 og Eiður 820 9515
FORSALIR - 201 KÓPAVOGI
Mjög góð 92 fm 3ja herbergja íbúð og innangengt
stæði í bílageymslu í lyftuhúsi. Tvö góð svefnherb.,
stór stofa, fallegt eldhús, flísalagt baðherb. með
glugga, Þvottahús innan íbúðar. Húsið er byggt
2001. Verð 16,8 millj. Uppl. veita Geir Þorsteinsson
820 9500 og Eiður Arnarson 820 9515
LÆKJARGATA - 220 HAFNARFIRÐI
Atvinnuhúsnæði sem hefur verið breytt í tvær 2ja
herbergja ósamþykktar íbúðir ca 45 fm hvor, verð
10,5 millj. Uppl. veita Eiður Arnarson 820-9515 og
Geir Þorsteinsson 820-9500
FÍFUMÓI - 260 REYKJANESBÆ
Vel skipulögð 2ja herbergja íbúð, parket og flísar á
gólfum. Íbúðin er á jarðhæð, útgengt úr stofu út á
lóðina. Þvottahús innan íbúðar. Verð 5,9 millj. Upp-
lýsingar veitir Eiður Arnarson í síma: 820-9515.
EINBÝLISHÚS SÉRHÆÐIR 4RA HERBERGJA
4RA HERBERGJA 3JA HERBERGJA SUÐURNES2JA HERBERGJA
STRANDGATA - 220 HAFNARFIRÐI
Verslunarhúsnæði á besta stað í Hafnarfirði. Stærð
108,4 fm Gegnheilt parket á gólfi, góðir útstillingar-
gluggar. Verð 10,5 millj. Einnig kemur til greina að
leigja húsnæðið. Nánari uppl. veitir Eiður Arnarson í
síma 820-9515.
HÓLSHRAUN - 220 HAFNARFIRÐI
Glæsilegt húsnæði, í dag innréttað sem skóli. Gefur
einnig mikla möguleika sem skrifstofuhúsnæði
og/eða verslunarhúsnæði. Innangengt í góða
geymslu baka til sem er með innkeyrsludyrum. Frá-
bær staðsetning, góða aðkoma og næg bílastæði.
Verð TILBOÐ, einnig kemur til greina að leigja hús-
næðið. Uppl. gefur Eiður Arnarson í síma 820-9515.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Persónuleg þjónusta
alla leið
BERJAVELLIR 2 - HAFNARFIRÐI - NÝJAR ÍBÚÐIR
Glæsilegar 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja
íbúðir með sérinngangi í fimm hæða lyftu-
húsi á frábærum útsýnisstað ásamt stæði í
bílageymslu. Íbúðirnar afhendast fullbúnar
án gólfefna, en baðherbergi, þvottahús og
anddyri flísalögð. Vandaðar innréttingar
og góð tæki. Húsið er steinsteypt á hefð-
bundin hátt, einangrað og klætt að utan
með litaðri bárumálmklæðningu. Sameign
og lóð verður fullfrágengin. Íbúðirnar
verða tilbúnar til afh. í apríl 2004. Verð
frá 11,4 millj.
Allar nánari uppl. veitir Eiður Arnarson
517-9501 og 820-9515. Byggingaraðili Fagtak ehf.
Sá er hér fingrar lyklaborð hófritun fastra greina hér áþessum vettvangi fyrir rétt-um fjórum árum, í febrúar
árið 2000. Ég einsetti mér þá að
hætta skrifunum ef greinarnar næðu
tölunni 100 og er nú staddur á þeim
vegamótum.
Ég hef í greinum mínum mest
fjallað um húsnæðismál, talsvert um
borgarmál og einnig nokkuð um
byggðamál, einkum stöðu höf-
uðborgar og landsbyggðar. Nálgast
má allar greinarnar 100 á: http://
www.borg.hi.is/jrgreinasafn.htm.
Ég vil þakka margvísleg jákvæð
viðbrögð lesenda minna, en mér hef-
ur raunar komið á óvart hve þeir
virðast vera margir. Morgunblaðið
er vissulega afar útbreitt dagblað, en
á hinn bóginn eru í því og fylgiblöð-
um þess ærið margar síður á degi
hverjum og greinar mínar stundum
að finna aftarlega eða inni í Fast-
eignablaðinu miðju.
Hér er þó þess að gæta, að fast-
eignaviðskipti hafa um nokkurt skeið
verið ein helsta þjóðaríþrótt Íslend-
inga og nýtilkomin samkeppni nýj-
asta fjölmiðlarisans við rótgróið
Fasteignablað Morgublaðsins er
jafnvel talin stuðla að enn meiri lestri
beggja samkeppnisblaðanna.
Gegn pólitískri rétthugsun
Upphaf skrifa minna hér var það
að Fasteignablað Morgunblaðsins
fór þess á leit við mig að hefja ritun
greina um húsnæðismál og voru mér
frá upphafi gefnar algerlega frjálsar
hendur um efnisval og efnistök, sem
voru mér viðbrigði til hins betra frá
árunum 1989–1993 þegar ég á fyrstu
árum Fasteignablaðsins sá um pist-
ilinn “Spurt og svarað“, þar sem ég
svaraði spurningum lesenda um
tæknilega atriði húsnæðislánakerf-
isins.
Fljótlega varð ég þess var að sum
skrif mín í þessari lotu Morgunblaðs-
skrifa féllu í mun grýttari jarðveg
hjá yfirstjórn húsnæðismála en les-
endum mínum og mun þau jafnvel
hafa borið á góma sem „agavanda-
mál“ á æðstu stöðum húsnæðiskerf-
isins. Einkum yggldust brúnir sumra
yfir skoðunum mínum á hinu rík-
isrekna húsnæðislánakerfi og stöð-
ugri útþenslu þess, fullkomlega á
skjön við yfirlýsta og ríkjandi einka-
væðingarstefnu stjórnvalda.
Mest allra fyrtist þó ungliði nokk-
ur úr flokki félagsmálaráðherra, yfir
því að ég teldi húsnæðislánakerfið of-
vaxið og úr takti við almenna þróun á
fjármálamarkaði. Hellti hann sér yfir
mig í vefriti ungliðahreyfingar
flokksins. Mest skýrðist þetta vænt-
anlega af ofurviðkvæmni ungs
manns vegna veikrar stöðu flokksins
í skoðanakönnunum rétt fyrir kosn-
ingar í fyrravor og lét ég mér því
árásina í léttu rúmi liggja.
Efnislega gekk framangreind
gagnrýni út á skort á akademískum
vinnubrögðum í skrifum mínum hér í
Fasteignablaðinu. Þarna gætti
grundvallarmisskilnings, því greinar
mínar hér eru auðvitað ekki akadem-
ísk fræðaskrif, heldur aðferð mín til
þess að koma á framfæri skoðunum
mínum á húsnæðismálum og hugs-
anlega varpa nýju ljósi á umræðuna
á grunni reynslu á þessu sviði allar
götur frá því á árinu 1975 er ég sem
nemandi við Námsbraut í almennum
þjóðfélagsfræðum gerði könnun á
högum leigjenda í Reykjavík.
Létt skot á menn, málefni og jafn-
vel heila stjórnmálaflokka – eins og
t.d. að í hálfkæringi líkja Íbúðalána-
sjóði við ofvaxinn dreka á fóðrum
Framsóknarflokksins – falla ekki ut-
an þessa ramma.
Raunar tel ég það vera skyldu okk-
ar sem teljumst til mennta- og fræði-
manna að við látum okkur nokkuð
varða almenn skoðanaskipti sem
tengjast okkar sérsviðum. Fræði-
mönnum ber aukinheldur skylda til
þess að hika ekki við að birta sam-
félaginu rannsóknarniðurstöður sín-
ar, þó svo að efnisinnihald þeirra
kunni eftir atvikum að æsa upp
óstöðuga valdamenn.
Er ég reyndar afar stoltur yfir að
vera starfsmaður ungrar akadem-
ískrar rannsóknarstofnunar sem ein-
mitt fyrir slíkar sakir hefur orðið fyr-
ir mjög hörðum árásum aðila sem
náðarsól núverandi hérlendra vald-
hafa skín nú um stundir einna skær-
ast á.
Grundvallarspurningum
enn ósvarað
Hér á landi ruddist ríkisvaldið með
látum inn á svið húsnæðislánveitinga
einmitt í þann mund sem annarra
þjóða menn voru hvarvetna að vinda
ofan af slíkum afskiptum, sem menn
töldu vera orðið ofaukið eftir að hinn
mest aðkallandi húsnæðisvandi eft-
irstríðsáranna hafði fengið viðeig-
andi úrlausn. Hér var jafnframt
gengið lengra en annars staðar með
því að teygja ríkislánin einnig inn á
svið almennra fasteignaviðskipta, í
stað þess að takmarka þau við lán til
nýbygginga.
Að mínu mati hafa stjórnvöld eng-
an veginn svarað á fullnægjandi hátt
þeirri grundvallarspurningu hvort
hinn almenni húsnæðismarkaður hér
á landi búi virkilega við það mikla
sérstöðu að hinar öflugu og nýeinka-
væddu bankastofnanir sem nú eru
fyrir hendi í landinu séu ekki full-
færar um að sinna lánsfjárþörf hans.
Nýjustu aðgerðir stjórnvalda, þ.e.
afturhvarf til peningalánakerfis í
stað Húsbréfakerfisins, virðast þvert
á móti færa okkur til baka í svipaða
stöðu og var hér ríkjandi fyrir hart-
nær 20 árum, þegar árið 1986 var
tekið upp þungt og miðstýrt rík-
islánakerfi.
Eftir athugun hjá ESA, eftirlits-
stofnun EFTA, er reiknað með því
að áformin um 90% ríkislán til íbúða-
byggingar og íbúðakaupa komist til
framkvæmda í áföngum á núverandi
kjörtímabili. Slíkt lánshlutfall rík-
islána var óskadraumur þeirra sem
unnu að mótun íslenskrar húsnæð-
isstefnu fyrir tveimur áratugum síð-
an. Húsnæðislán sem frjáls valkostur
á opnum lánamarkaði eru hins vegar
það sem ætti að standa efst á óska-
lista stefnumótandi aðila á því herr-
ans ári 2004.
Hugleiðingar um húsnæðisumræðuna
Morgunblaðið/Ingibjörg
Ríkislán
eftir Jón Rúnar Sveinsson, fé-
lagsfræðing hjá Borgarfræðasetri/
jonrunar@hi.is