Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 46
46 C MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SUMARHÚSALAÓÐIR - NÝTT
HVAMMUR Í SKORRADAL 35 nýjar
lóðir að koma í sölu en um er að ræða ótrúlega
fallegar sumarhúsalóðir í landi Hvamms í Skorradal.
Lóðirnar eru margar skógivaxnar en Hvammur hefur
verið í umsjá Skógræktarinnar í 40 ár. Þeir sem vilja
það besta verða að skoða þetta. Algjört ævintýri.
Sjá myndir á: www.gardatorg.is Hringdu strax og
pantaðu skipulagsgögn, við svörum alltaf símanum
(545-0800), alltaf.
FRAMKÖLLUN GARÐABÆJAR Kodak
Express. Þekkt og rótgróin framköllunarþjónusta í
góðri verslunarmiðstöð er til sölu af sérstökum
ástæðum. Húsnæðið og reksturinn.
BIRKIHOLT 13 - ÁLFTANES 1 HÚS
EFTIR Nú er aðeins eitt hús eftir eftir (suður-
endi) af þessum glæsilegu raðhúsum á miðju
Álftanesinu. Húsið eru um 180 fm á tveimur
hæðum skilast fullbúið að utan en fokhelt að innan
(hægt að fá lengra komið). Tvennar góðar svalir.
Leikskóli, skóli, íþróttahús, sundlaug og verslun rétt
við hendina. Verð kr. 16,2 millj.
TRÖLLATEIGUR - MOSÓ 172 og 190 fm
raðhús á tveimur hæðum. 4 svefnherb. . Húsin
skilast fullbúin að utan, grófjöfnuð lóð og fokheld
að innann. Verð frá 16,5 millj.
ÞORLÁKSGEISLI - GRAFAH. Í
enkasölu um 200 fm parhús á þessum frábæra
stað. Húsin skilast tilbúin að utan og fokheld að
innan. Frábær staðsetning. Teikningar á skrifstofu
Garðatorgs.
SKEIÐARÁS - GBÆ Til sölu tvö bil á
jarðhæð í nýlegu og góðu húsi. Annað bilið er 375
fm og hitt er 445 fm. Hvort um sig hefur tvær
innk.hurðir. Hér má gera góð kaup á góðum
kjörum.
LYNGÁS - GBÆ 100 fm húsnæði með 5
metra lofthæð. 5 metra innkeyrsluhurð. Mögul. á
millilofti fyrir t.d. skrifstofur o.fl. Nýtt hús á góðum
stað og góðu aðgegni. Verð 8,5 milj.
GARÐABÆR - MIÐBÆR - SALA/
LEIGA Stórglæsilegt samtals 532 fm verslunar
og/eða skrifstofuhúsnæði. Grunnflötur neðri hæðar
er 425 og efri hæð 107 fm. Hús í algjörum
sérflokki, bjart og opið. Húsið er skiptanlegt í
smærri einingar Fullbúið húsnæði miklir
möguleikar hér. Sjá nánar á: www.gardatorg.is
HRÍSMÓAR - GBÆ Nýkomin í einksölu
falleg 71 fm íbúð á 3. hæð (efstu í litlu og góð
fjölbýli miðsvæðis í Garðabæ. Stutt í skóla og
þjónustu. Verð 12.7 millj.
LAUFÁS - GARÐABÆ Mjög fín 100 fm
íbúð á 2. hæð í 3 íb. húsi í eldri hluta Ásahverfis í
Garðbænum. Geymsla og hjólageymsla. Verð 15,9
millj.
HLYNSALIR - KÓP. Mjög góð 91 fm íbúð á
3. hæð í verðlaunahúsi (lyfta) ásamt stæði í
bílageymslu. Ný íbúð, fullbúin, parket á gólfum og
fallegar innréttingar og tæki. Verð 16,5 millj.
NÝBÝLAVEGUR - NÝTT - 1 ÍBÚÐ
EFTIR Mjög góðar og vel skipulagðar 85 fm nýjar
íbúðir í glæsilegu 5 íbúða húsi á þessum gróna
stað. Skilast fullbúnar á gólfefna í febrúar 2004. 1
bílskúr eftir. Teikningar hjá Garðatorgi.
MIKLABRAUT 78 - LAUS Nýstandsett og
glæsileg 61 fm enda íbúð á jarðhæð í ágætu fjölbýli
á þessum frábæra stað. Allt nýtt í íbúðinni. Björt og
rúmgóð íbúð. verð 9,8 millj.
ÞRASTANES - GBÆ Mjög glæsilegt
samtals 200 fm einbýlishús á einni hæð á mjög
góðum stað á Arnarnesinu. 4. svefnherb. Húsið
hefur allt verið tekið í gegn á síðustu 4 árum og er
allt mjög vandað. Stór og góð suðvesturverönd og
mjög fallegur garður. Verð 35.8 millj.
HEGRANES - GBÆ - NÝTT HÚS
Nýkomið í einkasölu glæsilegt samtals 270 fm (56
fm bílsk.) einbýlishús á einni hæð. Húsið sem var
byggt árið 2000 er allt hið glæsilegasta. 4
svefnherb., glæsileg 25 fm garðstofa. Mjög
vandaðar innréttingar. Verð 43,9 millj.
DRAUMAHÆÐ - GBÆ Sérlega glæsilegt
150 fm (27 fm bílskúr) tvílyft endaraðhús í
Hæðahverfinu í Garðabæ. 4 svefnherb. Fallegt hús
á góðum stað. Verð 26,9 millj.
FLATAHRAUN - HF. Mjög góð 121,5 fm
endaíbúð á 2. hæð í sérlega góðu fjölbýli. Húsið er
mikið endurnýjað. Falleg og rúmgóð íbúð á þessum
frábæra stað. Verð 14,2 millj.
SJÁVARGRUND - GBÆ Mjög falleg 115
fm hæð í klasahúsi ásamt stæði í bílageymslu
(undir húsi). Mjög gott og vel byggð hús. Gengið
beint úr bílgeymslu í íbúð. Verð 17,9 millj.
SKIPHOLT - RVK Mjög falleg 185,3 fm efri
sérhæð auk 26 fm bílskúrs á þessum eftirsótta stað.
Íbúðin er tilbúin til innréttinga. Innanhúsarkitekt;
Guðbjörg Magnúsdóttir.
BIRKIHÆÐ - GARÐABÆ Sérlega
glæsilegt um 260 fm einbýli (+50fm), þar af um 54
fm bílskúr, á frábærum stað í Hæðahverfinu í
Garðabæ. Mjög vandað og bjart hús. Frábærlega
hannað og gott útsýni. Verð 49,5 millj.
HAUKANES VIÐ SJÓINN Glæsilegt 401
fm tvílyft einbýli á Arnarnesinu. Húsið stendur á
stórri sjávarlóð með útsýni yfir Kópavog. Frábært
tækifæri fyrir þá sem vilja glæsieign á frábærum
stað við sjóinn.
HRÍSHOLT - GARÐABÆ Einstaklega
glæsilegt rúmlega 500 fm einbýli. Í húsinu er meðal
annars fullvaxin sundlaug með öllum búnaði. Húsið
er sérlega glæsilegt og er byggt á einhverju
glæsilegasta útsýnisstað höfðuborgarsvæðisins,
útsýni frá Keili til Esju. Einstakt tækifæri.
GLÆSILEGT EINBÝLI Í GARÐABÆ
Erum með til sölu sérlega glæsilegt um 190 fm
einbýli á einni hæð misvæðis í Garðbæ. Allt nýtt
inni í húsinu. Tvö svefnherbergi og bílskúr
innréttaður sem íbúð. Stutt í skóla og íþróttir. Uppl.
aðeins á skrifstofu Garðatorgs (Þórhallur).
MARARGRUND - GARÐABÆ Fallegt
og mjög gott 184 fm tvílyft einbýli á frábærum stað
í Garðabænum. 5 svefnherb, verönd og mjög
fallegur garður. Bílskúrssökkull. Verð 25 millj.
SÚLUNES - GBÆ Nýkomið í einkasölu mjög
glæsilegt um 200 fm einbýli m. 43,5 fm bílskúr.
Sérlega vandað og rúmgott hús með fallegum
innréttingum og tækkjum. 1500 fm eingarlóð. Stór
verönd og hellulagt upphitað plan.
VANTAR ALLAR STÆRÐIR EIGNA Á SKRÁ - MIKIL EFTIRSPURN
GARÐBÆJINGAR - ÁLFTNESINGAR
Nú er mikil eftirspurn eftir öllum stærðum eigna.
Skoðum og verðmetum samdægurs.
Nú eru framkvæmdir hafnar á Asparholti en í boði verða 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir. Erum
farin að taka niður pantanir á íbúðum í nýja áfanga. Í fyrra (2003) var það Birkiholtið sem
seldist upp á methraða enda er frábært að búa á Álftanesinu. Asparholtið rís norðan við
Birkiholtið og verða fyrstu íbúðir líklega afhentar í haust. Leikskóli, grunnskóli, verslun og
sundlaug rétt við hendina. Mjög traustur verktaki sem skilar vönduðum íbúðum fullbúnum
án gólfefna og sameign og lóð fullfrágengin. Gott verð.
ASPARHOLT ÁLFTANESI - BESTU KAUPIN Í DAG
GULLFOSS, fyrsta skip Eimskipa-
félags Íslands (stofnað 17. janúar
1914), kom til Reykjavíkur 16. apríl
1915 við mikinn fögnuð bæjarbúa.
Goðafoss kom til Reykjavíkur 13.
júlí 1915 og var einnig fagnað mjög.
Bæði skipin voru smíðuð í skipa-
smíðastöð í Kaupmannahöfn. Hófu
þau siglingar milli Íslands og Dan-
merkur með viðkomu í Englandi.
Þetta var á árum heimsstyrjald-
arinnar fyrri (1914–1918) og milli-
landasiglingar erfiðleikum háðar.
Gullfoss og Goðafoss fóru einnig
ferðir til New York árin 1915–1916
og var góður árangur af þeim ferð-
um.
Aðfaranótt 30. nóvember 1916
strandaði Goðafoss við Straumnes
norðan við Aðalvík vestra í hríð-
arveðri og náttmyrkri. Jafnskjótt
og fregnin af strandinu barst hing-
að til Reykjavíkur voru björg-
unarskip send vestur og tilraunir
gerðar til þess að bjarga skipinu en
miklu lauslegu varð náð úr því og
síðar einnig vörum sem í því voru.
Farþegarnir sem voru í skipinu
urðu að hafast þar við í tvo sólar-
hringa eftir að það strandaði en
komust þá til Aðalvíkur.
Ástandið á strandstað versnaði,
skemmdirnar á skipinu jukust, ljóst
var að ekki mundi kleift að bjarga
því og yfirtók vátryggingafélag
flakið og greiddi vátryggingabætur
til Eimskips.
Sumarið 1917 var farið vestur að
strandstaðnum og rifið úr flakinu
það sem hægt var að ná og flutt til
Reykjavíkur, flakið flutt þangað og
ýmislegt hagnýtt úr því. Eimskip
keypti síðan flakið af vátrygginga-
félaginu, eða það sem eftir var af
því, og var það til ýmissa nota. Þess
má geta að járnrúmin úr Goðafossi
voru notuð fyrir sjúkrarúm þegar
Barnaskóli Reykjavíkur var gerður
að bráðabirgðaspítala í spönsku
veikinni haustið 1918.
Bekkurinn sem hér er til skoð-
unar er úr strandinu við Straumnes
í nóvember 1916, en ekki er nú vitað
hvenær hann barst til Reykjavíkur –
umfram það sem að ofan er sagt um
björgunaraðgerðir.
Hann var í eigu manns sem starf-
aði hjá Eimskip og lengi notaður
sem garðbekkur. Harald Guð-
mundsson rafvirkjameistari fékk
bekkinn að gjöf frá fyrri eiganda
um 1980 og var bekkurinn þá í
slæmu ásigkomulagi. Harald gerði
bekkinn upp og lét þess getið að
hann væri úr völdum við, eða fyrsta
flokks „oregon pine“. Síðan hefur
þessi bekkur verið hluti af innbúi á
heimili Haralds og fjölskyldu hans.
Honum hefur nú verið ráðstafað til
Kristínar Guðmundsdóttur, son-
ardóttur Haralds, og bíður þess að
verða fluttur til hennar.
Heimildir: Eimskipafélag Íslands 25 ára.
1914 – 17. janúar – 1939, afmælisrit er Guðni
Jónsson skráði og út kom í Reykjavík 1939.
Öldin okkar, minnisverð tíðindi 1901–1930.
Útg. á forlagi Iðunnar 1950, Gils Guðmunds-
son tók saman, bls. 146 „Goðafoss strandar á
Straumnesi“.
Skipsbekkur
úr Goðafossi
Morgunblaðið/Sverrir
Bekkur úr Goðafossi. Á hlið hans má sjá hring sem væntanlega hefur verið not-
aður til að festa bekkinn við þilfarið.
Saga hlutanna