Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Skógarhlíð 18, sími 595 1000
www.heimsferdir.is
Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem
fara nú þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Í apríl er
vorið komið og fegursti tími ársins fer í hönd í Prag enda er þetta vin-
sælasti tími ferðamanna til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heims-
ferða gjörþekkja borgina og kynna
þér sögu hennar og heillandi menn-
ingu. Góð hótel í hjarta Prag, frá-
bærir veitinga- og skemmtistaðir.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 36.550
Flugsæti til Prag með sköttum.
Verð kr. 49.950
Flug og hótel í 7 nætur, hótel ILF,
m.v. 2 í tveggja manna herbergi.
Flug, gisting, skattar.
Bókunargjald kr. 2.000.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Síðustu sætin
Páskar í
Prag
8. apríl
frá kr. 36.550
OPIÐ HÚS var í Björgunarmiðstöð-
inni Skógarhlíð á laugardaginn en
þar eru nú til húsa höfuðstöðvar
Slysavarnafélagsins Landsbjargar,
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins,
Fjarskiptamiðstöðvar Ríkislög-
reglustjóra, Neyðarlínu og Al-
mannavarna- og umferðardeildar
Ríkislögreglustjóra.
Fjöldi manns notaði tækifærið í
blíðviðrinu og lagði leið sína í Skóg-
arhlíðina og kynnti sér starfsemina
þar. Greinilegt var að yngstu gest-
irnir kunnu vel að meta að fá að fara
í ferð upp í háloftin í körfubílum
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Morgunblaðið/Júlíus
Opið hús í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð. Allir sem vildu fengu að fara upp í háloftin með körfubíl SHS. Allir þurftu að sjálfsögðu að vera með hjálm.
Opið hús í
Björgunar-
miðstöðinni
Skógarhlíð
ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, vill fá
svör við því hvernig íslensk stjórn-
völd hyggjast bregðast við áskor-
un 13. aðalfundar Norður-Atlants-
hafsspendýraráðsins, NAMMCO,
um að Ísland setji skýr markmið
um framtíð útselsstofnsins við Ís-
landsstrendur. Ásta var fulltrúi
umhverfisnefndar Norðurlanda-
ráðs á NAMMCO fundinum, sem
haldinn var í Færeyjum í byrjun
mánaðarins.
Á fundinum kom fram að útsels-
stofninn við Ísland hefði farið
minnkandi síðustu 10 ár og að
töluvert hefði verið veitt úr stofn-
inum hér við land. Var mælt með
því að Ísland setti skýr markmið
um viðhald stofnsins.
Ásta hefur lagt fram á Alþingi
skriflegar fyrirspurnir til ráðherra
um það hvernig þeir hyggist
bregðast við umræddri áskorun
NAMMCO. Enn hafa engin svör
borist. Ásta kveðst fyrst hafa lagt
fram skriflega fyrirspurn til Sivjar
Friðleifsdóttur umhverfisráðherra.
Umhverfisráðuneytið hafi á hinn
bóginn tjáð Ástu nokkru síðar að
málaflokkurinn tilheyrði sjávarút-
vegsráðuneytinu. Í kjölfarið hafi
hún því lagt fram sambærilega
fyrirspurn til Árna M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra. „Ríkis-
stjórnin verður að taka ákvörðun
um hvað hún hyggst gera varðandi
íslenska útselsstofninn,“ segir hún.
Um fimmtíu krónur
fyrir hvert kíló
Ásta segir að verði ekki gripið í
taumana nú þegar eigi Ísland á
hættu að brjóta alþjóðlega sátt-
mála um dýrastofna í útrýming-
arhættu. „Ísland hefur undirgeng-
ist alþjóðasáttmála um dýrastofna
í útrýmingarhættu, m.a. Bernar-
sáttmálann og alþjóðlegan sátt-
mála um líffræðilegan fjölbreyti-
leika,“ segir hún. Að öllum lík-
indum, segir Ásta, má rekja mikla
veiði á íslenska útselsstofninum til
þess að hringormanefnd á vegum
útgerðarmanna greiðir veiðimönn-
um fyrir hvern sel sem drepinn er.
Þeir fái um fimmtíu krónur fyrir
kílóið af fullvöxnu dýri. Auk þess
fái þeir sérstaklega greitt fyrir
kjálkana og skinnin.
Að sögn Ástu hefur hún sömu-
leiðis lagt fram skriflega fyrir-
spurn til landbúnaðarráðherra,
Guðna Ágústssonar, um það hvaða
tekjur selabændur hafi af selnum;
kjötinu, skinninu og öðru. Hún
kveðst velta því fyrir sér hvað gert
sé við þessar afurðir og segir t.d.
að samkvæmt sínum upplýsingum
séu útselsskinn ekki notuð í flíkur.
„Ég velti því fyrir mér í hvað þess-
ar afurðir séu notaðar. Eða er
kannski bara verið að drepa selinn
til að fá borgað fyrir hann frá
hringormanefnd?“
Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar
Vill markmið um
framtíð útselsins
LANDSSAMTÖK áhugafólks um flogaveiki, Lauf,
fagna nú að tuttugu ár eru liðin frá stofnun þeirra.
Af því tilefni bauð Lauf félögum og öðrum velunn-
urum til afmælisveislu um helgina.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og kona
hans, Dorrit Moussaieff, voru á meðal þeirra fjöl-
mörgu gesta sem mættu í afmælisveisluna. Frum-
kvöðlar að stofnun samtakanna, Sigríður Ólafs-
dóttir, fyrsti formaður þeirra, og Sverrir
Bergmann, sérfræðingur í taugasjúkdómum, ræddu
um upphafsár félagsins.
Baráttumál Laufs hafa tengst mikilvægi fræðslu
og þar með bættum lífsgæðum fólks með flogaveiki
og aðstandenda þess.
Morgunblaðið/Jim Smart
Lauf fagnaði 20 ára afmæli
FEÐGAR voru fluttir á sjúkra-
húsið á Akureyri eftir að hafa
ekið vélsleða í á innst í Ólafsfirði
um klukkan tvö í fyrradag. Fað-
irinn brotnaði illa á fæti en son-
urinn slapp með skrámur.
Að sögn lögreglunnar á Ólafs-
firði voru feðgarnir einir á ferð.
Tvímenntu þeir á sleðanum og
vissu ekki fyrr en þeir óku fram
af árbakkanum og lentu ofan í
ískaldri á í dal ofan við Kleifar,
sem er um 5 km innan við Ólafs-
fjarðarbæ. Pilturinn, sem er 15
ára, gat komist upp úr ánni, en
faðir hans gat sig lítið hreyft
vegna fótbrotsins og hélt sig á
sleðanum. Pilturinn reyndi að
ganga til byggða til að leita að-
stoðar, en mætti þá öðrum vél-
sleðamanni. Ók hann sleða sín-
um þar til hann náði
símasambandi til að láta vita af
slysinu.
Björgunarsveitarmenn og
lögregla frá Ólafsfirði komu
fljótlega á vettvang og aðstoð-
uðu manninn við að komast upp
úr ánni og var hann orðinn mjög
kaldur og blautur, enda hita-
stigið aðeins um frostmark.
Fótbrotnaði
í vélsleða-
slysi
HÁTTSETT sádi-arabísk sendi-
nefnd kom hingað til lands í gær
í nokkurra daga heimsókn. Í
frétt fréttastofunnar SPA í
Sádi-Arabíu segir að sendinefnd-
in sé skipuð þingmönnum ráð-
gjafaráðsins í Sádi-Arabíu og að
hún komi hingað frá Finnlandi.
Friðrik Ólafsson, skrifstofu-
stjóri Alþingis, segir nefndina
komna til Íslands á eigin vegum
en skrifstofa Alþingis muni
kynna nefndinni starfsemi
þingsins. Þá muni sendinefndin
einnig funda með utanríkismála-
nefnd Alþingis, ráðuneytisstjóra
utanríkisráðuneytisins, þing-
flokksformönnum og forseta Al-
þingis.
Sendinefnd frá
Sádi-Arabíu
í heimsókn