Morgunblaðið - 29.03.2004, Page 6

Morgunblaðið - 29.03.2004, Page 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 22 35 0 10 /2 00 3 Nýr Netsmellur Ódýrastir til Evrópu Verð frá 14.490 kr. SLÖKKVILIÐINU í Sandgerði var tilkynnt um kl. 14 í gær að bátur væri að sökkva í höfninni. Að sögn Reynis Sveinssonar, slökkviliðs- stjóra í Sandgerði og fréttaritara Morgunblaðsins, tókst að bjarga bátnum, Mumma GK, en ekki hefði mátt tæpara standa. Mummi GK var á sínum tíma mikið aflaskip, að sögn Reynis, og hét þá Hamar GK. Þegar slökkvilið kom á vettvang var Mummi ansi siginn og að sögn hafnarvarðar, sem gerði slökkviliði viðvart, seig hann ansi hratt. En slökkviliðinu tókst með dælum sín- um að koma í veg fyrir að Mummi færi alla leið niður og lyftist hann til þess að gera um leið og byrjað var að dæla úr honum. Rafmagnsdæla er um borð í bátnum og hefur hún að öllum líkindum bilað með fyrr- greindum afleiðingum. Að sögn Reynis er Mummi kom- inn til ára sinna og er hann í eigu Sandgerðishafnar, sem eignaðist hann á uppboði. Hann er kvótalaus og enginn vill eiga hann og hefur hann verið aðgerðalaus í höfninni í um þrjú ár. Sennilega mun hann enda ævidaga sína sem uppfylling í nýjum viðlegukanti í höfninni. Bát- urinn var sem fyrr sagði mikið afla- skip og að sögn Reynis var afli hans á bestu vertíðinni yfir eitt þúsund tonn. Ljósmynd/Hilmar Bragi Mummi GK, var nær sokkinn í höfninni en Slökkvilið Sandgerðis dældi úr bátnum og mátti ekki tæpara standa með björgun. Mummi GK nærri sokk- inn í Sand- gerðishöfn NÝVERIÐ var stofnaður félagsskapur hér í sveit sem ber heitið Áhugafélag um verndun sæluhúsa á afrétti Hrunamanna (ÁSÆL). Mark- mið félagsins er að endurreisa gamla fjalla- mannakofa á Hrunamannaafrétti. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að gera upp kofa í Fosslæk, Svínárnesi og Leppistungum. Tveir þeir fyrrnefndu eru torfkofar en hinn síð- astnefndi er grjóthlaðinn og engar heimildir eru um hve gamall hann er, sennilega frá seinni hluta nítjándu aldar. Áhugafélag um verndun þessara sæluhúsa, hyggst standa að endurgerð þeirra þannig að þau geti gegnt áfam hlutverki og nýst almenningi til gistingar. Með því að endurgera og halda sínu fyrra hlutverki gefst komandi kynslóðum tækifæri til að kynnast og upplifa þann aðbúnað sem fyrri kynslóðir bjuggu við ásamt því að kynnast gildi þeirra og sérstöðu. Þessi hús eru á milli hinnar miklu nátt- úruperlu Kerlingarfjalla og byggða og voru mið- uð við dagleiðir á þessari leið og eru því vel stað- sett með tilliti til gönguferða. Auknir möguleikar á gönguleiðum Með því að gera upp þessi hús, sem annars myndu glatast, aukast möguleikar á gönguleið- um og gistimöguleikum jafnframt því sem menn- ingarverðmætum verður bjargað frá glötun til handa komandi kynslóðum og halda jafnframt hlutverki sínu. Stefnt er að því að taka saman og skrá sögu þessara húsa og kynningu á þeim á heimasíðu þeirra sem vinna að kynningu á ferða- möguleikum á svæðinu. Á stofnfundinn mættu 34 sem áhuga hafa á að vinna að verkefninu en fleiri geta gerst stofnfélagar, t.d. burtfluttir sveit- ungar eða aðrir sem áhuga hafa á málefninu. Hægt er að hafa samband á netfangið kot@eyj- ar.is. Enn er margt óljóst um fjármögnun á þessu verki sem áætlað er að muni kosta um 2,2 millj- ónir króna. Verið er að vinna í fjármögn- unarleiðum en vinna við uppbygginguna verður unnin í sjálfboðavinnu. Formaður félagsins var kosinn Unnsteinn Hermannsson í Langholtskoti og með honum í stjórn Hilmar Jóhannesson í Syðra-Langholti og Jón Óli Einarsson í Tungu- felli. Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Gangnamannakofinn við Fosslæk er á fögrum stað mitt á milli byggðarinnar og Kerlingarfjalla. Vilja endurreisa gangnamannakofa Hrunamannahreppur. Morgunblaðið. BOÐIÐ verður upp á meistaranám í blaða- og fréttamennsku í fyrsta skipti í Háskóla Íslands í haust. Námið er til tveggja ára, er 60 ein- ingar, í stað eins árs náms í hag- nýtri fjölmiðlun sem kennd hefur verið við skólann um nokkurt skeið. Með meistaranámi verður alhliða fjölmiðlanám á framhaldsstigi eflt verulega frá því sem verið hefur. Lögð verður áhersla á að auka fræðlilega hluta námsins, nám- skeiðum í einstökum þáttum fjöl- miðlunar verður fjölgað og tengd betur en áður við þjálfun á vett- vangi. Þá verður hæfni nemenda prófuð fyrir útskrift með formlegri og skipulegri hætti en hingað til hefur verið gert. Endurskoðun á fjölmiðlanámi við HÍ hefur staðið yfir frá því sl. sumar og var niðurstaða starfs- hóps, undir forystu Ólafs Þ. Harð- arsonar, forseta félagsvís- indadeildar, að nám til meistaragráðu í blaða- og frétta- mennsku, myndi m.a. styrkja fag- lega starfsþjálfun nemenda með markvissu samstarfi við fjölmiðla. Möguleikar á dýpri nálgun „Námið hefur verið nánast óbreytt um nokkurt skeið en tekur nú algerum stakkaskiptum,“ segir Þorfinnur Ómarsson, verk- efnastjóri í Hagnýtri fjölmiðlun við HÍ. „Lengri námsleið, tvö ár í stað eins, gefur möguleika á mun dýpri nálgun í blaða- og fréttamennsku, bæði er varðar fræðilega þáttinn og hagnýta verkþjálfun á fjöl- miðlum.“ Þorfinnur segir að meðal helstu breytinga sem verði á námi í fjöl- miðlun með tilkomu meistaranáms- ins megi nefna að kennsla í að- ferðafræði blaðamanna, s.s. siðareglum, meðferð heimilda, um- gengni við heimildarmenn og sam- skiptum við eigendur fjölmiðla, verði efld og aukin áhersla verði lögð á þjálfun í málfari og stíl fyrir fjölmiðla. Þá verði kennsla í stjórn- sýslu, stjórnmálum, viðskiptum, lögum og málefnum alþjóða- samfélagsins gerð markvissari, svo dæmi séu tekin. Einnig verði starfsþjálfun á prentmiðlum, út- varpi og sjónvarpi, efld til muna frá því sem verið hefur. „Markviss starfsþjálfun hefur tvöfaldan ávinning; að kynna betur raunveruleg störf fyrir nemendum og að efla áhuga og tengsl fjöl- miðlanna við námsleiðina í Háskól- anum,“ segir Þorfinnur. „Samvinna við fjölmiðla á markaði er ein af forsendum fyrir því að námið skili árangri, enda er það með einum eða öðrum hætti í þeirra þágu.“ Ný námskeið og lokaverkefni Meðal námskeiða sem nemendur á fyrsta ári meistaranámsins taka eru fréttamennska, vinnubrögð og siðareglur blaðamanna, fjölmiðlun og leikreglur samfélagsins og dag- blöð og tímarit, auk námskeiða í þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp. Á öðru ári verða í boði ný nám- skeið s.s. þjálfun í „sjálfbærri fréttamennsku“, þar sem nem- endum er kennt að vinna fréttir frá upphafi til enda, þjálfun í skapandi textaskrifum og viðtalstækni, net- og nýmiðlun, almannatengslum og sjónvarpsþátta- og heimildamynda- gerð. Einnig geta nemendur tekið önn- ur valnámskeið á meistarastigi. Á öðru ári vinna nemendur auk þess lokaverkefni til 15 eininga. Verk- efnið verður unnið á tveimur mis- munandi formum; annars vegar sem fræðileg meistararitgerð og hins vegar sem fullbúin fjölmiðla- afurð, tilbúin til birtingar hvort heldur í dagblaði, útvarpi, sjón- varpi eða netmiðli. Gert er ráð fyrir að hámarks- fjöldi nemenda í meistaranám í blaða- og fréttamennsku verði bundinn við 21. Meistaranám í blaða- og fréttamennsku hefst í Háskóla Íslands í haust Gefur möguleika á dýpri nálgun ÍSLENDINGAR þurfa að vera stórhuga í undirbúningi Vatnajök- ulsþjóðgarðs til að útkoman verði sem best fyrir alla, ekki síst í ljósi neikvæðrar umræðu um Kára- hnjúkavirkjun. Þetta var inntak hádegisfyrirlestrar sem Roger Crofts, fyrrum framkvæmdastjóri Náttúruverndarstofnunar Skot- lands, hélt um umhverfismál á Hótel Borg á föstudag. Í fyrirlestrinum lagði Crofts ríka áherslu á það að Vatnajökull sjálfur væri aðeins hluti þess vist- kerfis sem vernda þarf. Þá undir- strikaði Crofts mikilvægi aðkomu heimamanna og einnig að eðlilegt væri að Landsvirkjun og Alcoa legðu fé til stofnunar og reksturs þjóðgarðsins til mótvægis við þau skaðlegu áhrif sem mannvirkin við Kárahnjúkavirkjun munu hafa á náttúru svæðisins. Vernda þarf samspil jökuls og nágrennis Tryggvi Felixson, framkvæmda- stjóri Landverndar, segir nauð- synlegt að nálgast mörkun þjóð- garðsins með heildrænni sýn. „Það má segja að það hafi táknrænt gildi að ætla að vernda aðeins ís- inn, en það hafi lítið verndargildi, því hann verndar sig næstum því sjálfur. Það sem ber að vernda er samspil jökulsins og aðliggjandi svæða, sem jökullinn hefur mótað og heldur áfram að hafa mótandi áhrif á um ókomna tíð. Það sem gerir þetta svæði einstakt er sam- spil jökuls, sanda, jökulánna, gljúfra, hásléttna og jökulgarð- anna sem sýna hvernig ísinn hefur farið fram.“ Tryggvi segir Crofts hafa víðtæka reynslu í náttúru- vernd í Evrópu og víðar í heim- inum. Því sé skynsamlegt að hlusta vel á það sem hann hefur að segja um Vatnajökulsþjóðgarð. Vilja hugsa Vatnajök- ulsþjóðgarð í víðara samhengi Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.