Morgunblaðið - 29.03.2004, Síða 9

Morgunblaðið - 29.03.2004, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 9 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Rússkinns- jakkarnir komnir str. 38-56 PÁLL Patursson, bóndi og meðhjálpari í Kirkjubæjarkirkju í Færeyjum, lést 25. mars síðastliðinn, sex- tíu ára gamall. Páll var mörgum Íslendingum kunnur, kannski helst þeim sem heimsóttu sögustaðinn Kirkjubæ sem var áður biskups- setur allt frá kristni- töku fram til siða- skipta. Kirkjubæjar- ættin í Færeyjum á ættir að rekja til Ís- lands. Faðir langömmu Páls var Eiríkur Björnsson, bóndi á Karlsskála í Reyðarfirði. Páll var mjög ættrækinn og átti gríðarlega stóran ættingja- og vinahóp á Ís- landi. Páll sinnti ýms- um ábyrgðarstörfum og var m.a. meðal stofnenda Mjólkur- félags búnaðarmanna. Hann var forsprakki við stofnun Færeyska fornminjasjóðsins og lagði mikla vinnu í varðveislu fornminja í Kirkjubæ. Árið 1994 var Páll kjörinn í stjórn ný- stofnaðs hlutafélags P/f Eimskip i Før- oyum þar sem hann sat þar til hann varð að segja af sér vegna veikinda árið 2002. Eftirlifandi kona Páls er Sølvá Patursson. Andlát PÁLL PATURSSON HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað þrjú ungmenni af ákæru lögreglustjórans í Reykjavík fyrir óleyfilegt skemmtanahald fyrir útskriftarnema Menntaskólans í Kópavogi í fyrra. Að mati dómsins skorti lagastoð fyrir reglugerð sem þau voru ákærð fyrir að hafa brotið gegn. Skemmtunin var haldin í Reykja- vík án leyfis lögreglustjóra og seldur var aðgangur að henni. Lögreglu- stjóri ákærði þrjá fyrirsvarsmenn skemmtunarinnar fyrir brot á reglu- gerð númer 687 frá 1987. Hún var sett með heimild í 8. og 11. gr. laga nr. 56/1972 og í lögum nr. 120/1947. Fyrrgreindu lögin féllu úr gildi 1. júlí 1997 við gildistöku lögreglulaga nr. 90/1996. Í dómi héraðsdóms segir að ekki sé að finna í lögreglulögunum sam- svarandi ákvæði og í 8. gr. laga nr. 56/1972. Í 40. gr. lögreglulaganna sé að finna heimild til dómsmálaráð- herra til að setja reglur um fram- kvæmd laganna og svari ákvæðið til 11. gr. laganna nr. 56/1972. Tilgreind grein lögreglulaganna sé þó ekki viðhlítandi lagagrundvöll- ur fyrir reglugerð nr. 587/1987 enda sé í lögreglulögum ekki kveðið á um skemmtanahald og leyfisveitingar vegna tilvika eins og þess sem ákært var fyrir. Því sé ekki að finna í lög- reglulögunum fullnægjandi lagastoð fyrir reglugerðinni sem ákæran byggðist á. Þá sé ekkert fjallað um það í lög- um númer 120/1947 að leyfi þurfi til skemmtanahalds eins og um ræddi í málinu. Séu þau lög því ekki lagastoð fyrir reglugerðina og sé hún sam- kvæmt því ekki fullnægjandi refsi- heimild. Málið dæmdi Guðjón St. Mar- teinsson héraðsdómari. Verjandi ákærðu var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og sækjandi Daði Kristjánsson, fulltrúi ákæruvaldsins. Ungmenni sýknuð vegna skemmtana- halds fyrir Menntaskólann í Kópavogi Reglugerð skorti lagastoð FREYSTEINN Sigmundsson, jarð- eðlisfræðingur og forstöðumaður á Norrænu eldfjallastöðinni, spáir því að Katla muni gjósa eftir 2–3 ár eða í mesta lagi eftir 5 ár. Hann segir þrjú merki benda til þess að Kötlugos verði á næstu árum. „Viðvarandi landris, aukin jarð- skjálftavirkni og aukinn jarðhiti á und- anförnum árum. Þessi þrjú merki hafa verið viðvarandi frá árinu 1999 og það virðist ekki draga neitt úr atburða- rásinni. Þess vegna tel ég að fjallið sé komið að þeim mörkum að það bresti á allra næstu árum,“ segir Freysteinn í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að þegar aukin skjálftavirkni og land- ris fari saman bendi það til þess að fjallið sé orðið óstöðugt. „Það er túlk- unaratriði hvað við teljum tímann fram að næsta gosi vera langan. Ástæðan fyrir óvissunni er sú að við vitum ekki hvað fjallið þarf að þenjast mikið út áð- ur en að eldgos verður. Mín skoðun er sú að Kötlugos verði líkast til innan tveggja, þriggja ára og mjög líklega innan fimm ára,“ segir Freysteinn. Síðasta stóra Kötlugos var árið 1918. Svæðið hefur verið meira vaktað vegna óróa að undanförnu. Spáir Kötlugosi innan fimm ára FORVARNIR eru lækningu æðri og nauðsynlegt er að gróður, byggð, landbúnaður og samgöngur séu bú- in undir náttúruhamfarir. Þetta var meginniðurstaða ráðstefnu Land- græðslu ríkisins um eldgos og gróð- ur og ógnir eldfjallanna sem haldin var nýverið á Hvolsvelli. Fulltrúar frá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, Orkustofnun, Al- mannavarnadeild Ríkislög- reglustjóra og Rannsóknarstofnun landbúnaðarins voru meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni, auk sérfræðinga Landgræðslunnar. „Við vildum leggja áherslu á að það eru fjölmargir aðilar af hálfu hins opinbera að vinna að ýmiss konar forvörnum til að takast á við afleið- ingar náttúruhamfara sem vís- indamenn hafa verið að spá að muni gerast, og reynslan kennir okkur að muni gerast,“ segir Sveinn Runólfs- son landgræðslustjóri sem stýrði ráðstefnunni ásamt Níelsi Árna Lund, skrifstofustjóra landbún- aðarráðuneytisins. Áhersla á græna þætti Sveinn segir vel yfir 200 manns víðsvegar að af landinu hafa mætt til leiks og var sá fjöldi vel umfram væntingar. Hann segir sérstaka áherslu hafa verið lagða á svokallaða „græna þætti“ málsins. Annars vegar hafi verið rætt um hvað helst væri til ráða ef mikil jökulhlaup kæmu sem eyddu grónu landi og hins vegar ef gjóska, þ.e. vikur og aska, legðust yfir gróið land. „Það kom fram að ef að um þunnt lag, innan við 5 sentimetrar, af ösku og vikri er að ræða þá þarf það ekki að vera alvarleg staða. Ef það verð- ur þykkara þá hefur reynslan sýnt að búast megi við miklum gróð- urskemmdum,“ segir Sveinn. Katla kom oft til umræðu á ráð- stefnunni að sögn Sveins og hann segir vísindamenn telja að búast megi við gosi frá henni. „Ljóst er að þetta er afar öflug eldstöð. Á und- anförnum öldum hefur hún gosið oft og mjög miklum gosum og í máli vísindamanna kom fram að það beri því að búast við stórum jök- ulhlaupum sem og miklu gjóskufalli. Mestar líkurnar eru á að jök- ulhlaupið komi niður Mýrdalssand eins og það hefur oftast gert síðan land byggðist,“ segir Sveinn. Spurður hvort vísindamenn hafi spáð einhverju um það hvenær næsta gos er væntanlegt svarar Sveinn neitandi. „Það er ljóst að það er orðið mjög langt goshlé. Vís- indamenn voru mjög varkárir um að spá nákvæmlega hvenær það kæmi.“ Hann segir meginniðurstöðu ráð- stefnunnar vera þá að það eitt gildi að búa sig vel undir náttúruhamfar- ir eins og Kötlugos, því þær muni skella á fyrr eða síðar. „Það sama gildir hvort sem um er að ræða sam- göngur, byggð, búskap og gróð- urfar. Til dæmis var sérstaklega rætt um að birki, víðikjarr og mel- gresi þyldu gjóskulög betur en ann- ar gróður. Við verðum að búa okkur undir náttúruhamfarir m.a. með landgræðslu og landbótum,“ segir Sveinn. Aðgerðaáætlanir kynntar að ári Í innleggi sýslumanns Rangæinga og fulltrúa Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra á ráðstefnunni kom fram að þessar stofnanir vinna nú að aðgerðaáætlun vegna nátt- úruhamfara, m.a. vegna hugs- anlegra eldgosa úr Mýrdals- og Eyjafjallajöklum, sem væntanlega verður kynnt á sams konar ráð- stefnu að ári. Þá segir Sveinn að aðrar stofnanir, s.s. embætti yf- irdýralæknis og Vegagerðin, vinni einnig að áhættumati og aðgerða- áætlun vegna náttúruhamfara. Ráðstefna Landgræðslunnar um eldgos og gróður Forvarnir gegn náttúru- hamförum skipta mestu Morgunblaðið/RAXHafursey á Mýrdalssandi. Taldar eru mestar líkur á að jökulhlaup komi niður Mýrdalssand. PÓLVERJAR hafa undanfarna mán- uði haft aðgang að upplýsingaveitu um Ísland og Íslendinga á vefnum www.iceland.pl. Pólskir áhugamenn um Ísland halda úti þessum Íslands- vef og segja að þar sé um að ræða besta Íslandsvefinn á pólsku á Net- inu. Þar er meðal annars að finna upplýsingar um ferðalög á Íslandi, vefútsendingar íslenskra útvarps- stöðva og greinar um íslenska menn- ingu og þjóð. Ritstjóri vefjarins, Jola Holband, segist elska Ísland og vilja upplýsa Pólverja um fegurð þess. Hún segir aðstandendur vefjarins oft heim- sækja landið og lýsa ferðum sínum á síðunni. Auk áðurnefndra upplýsinga um Ísland og frásagna af ferðum að- standenda hingað til lands flytur vefurinn fréttir frá Íslandi. Þar sem lítið er um fréttir á ensku frá Íslandi, notast aðstandendur gjarnan við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. „Pólverjar eru mjög áhugasamir um íslensk málefni,“ segir Holband, sem segist þykja Ísland vera falleg- asta land heims. „Mig langar að upp- lýsa landa mína um fegurð Íslands af því að í fjölmiðlum okkar er mjög lít- ið af upplýsingum um landið.“ Aukinn gestafjöldi Jola hefur haldið síðunni uppi síð- an í nóvember á síðasta ári og á því tímabili hafa um átta þúsund gestir komið á síðuna. „Þetta eru um hundrað til tvö hundruð manns á dag, ekki bara frá Póllandi, heldur líka frá öðrum löndum, Íslandi og fleiri löndum,“ segir Jola, en um- ferðin jókst, að hennar sögn, gríð- arlega í fyrradag. „Það birtist grein um okkur á mbl.is og þá kom gríð- arlegur straumur fólks á síðuna okk- ar. Við höfum fengið mikið af bréfum frá fólki alls staðar að úr heiminum, sérstaklega frá Íslendingum. Fólk vill fá að vita ýmislegt um okkur og forvitnast um ýmislegt. Pólverjar sem búa á Íslandi eru líka mjög hrifnir af síðunni, því við þýðum fréttir og erum þannig oft eini stað- urinn sem þeir geta leitað frétta af landinu sem þeir búa í,“ segir Jola. Íslenskunám getur reynst Pólverj- um torsótt, þar sem erfitt er að finna kennara í Póllandi. „Við þurfum því að læra íslenskuna sjálf, en við elsk- um það og mér finnst frábær æfing í íslensku að þýða íslenskar fréttir,“ segir Jola. Pólsk vefsíða um Ísland ♦♦♦ mbl.isFRÉTTIR STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs, ítrekaði á lands- fundi Þjóðveldisflokksins í Færeyj- um um helgina, að hann styddi ósk flokksins um fullgilda aðild Færey- inga að Norðurlandaráði. „Mér fynd- ist það verðugt viðfangsefni í for- mennskutíð okkar [Íslendinga í Norðurlandaráði] að setja af stað lögfræðilega og þjóðréttarlega út- tekt á því með hvaða hætti væri hægt að koma á slíkri fullgildri og sjálfstæðri aðild og þátttöku á grundvelli breytinga á Helsingfors- samþykktinni. [-] Fyrir slíku er ég að minnsta kosti tilbúinn að berjast.“ Steingrímur sagði jafnframt að hann væri einlægur stuðningsmaður bar- áttu flokksins fyrir sjálfstæðum Færeyjum. Landsfundur Þjóðveldis- flokksins var hinn fyrsti eftir þing- kosningarnar í janúar en flokkurinn tapaði þar 2%; fékk 21,8% og átta menn kjörna á þing. Færeyjar fái aðild að Norður- landaráði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.