Morgunblaðið - 29.03.2004, Page 14

Morgunblaðið - 29.03.2004, Page 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ SAMÞYKKT var á aðalfundi KB banka á laugardag að greiða hluthöf- um 18% eða 1.354 milljónir af hagnaði síðasta árs eftir skatta en það gerir þrjár krónur á hlut. Sigurður Einars- son, stjórnarformaður bankans, sagði í ræðu sinni á fundinum að umræða og umfjöllun fjölmiðla um kauprétt- arsamning helztu stjórnenda bank- ans, sem síðan var fallið frá í lok síð- asta árs, hefði verið óheppileg fyrir bankann. Það hefði komið greinilega í ljós að gríðarlega mikill munur væri á þeim viðhorfum og venjum sem tíðk- uðust hér heima á Íslandi og þeim sem KB banki ætti að venjast í al- þjóðlegu viðskiptaumhverfi. „Ég tel að þegar við horfum til baka til þessa atviks og þeirrar heitu umræðu sem spannst, þá munum við líta á það sem vaxtarverki vegna metvaxtar bank- ans utan Íslands,“ sagði Sigurður. Hann minnti jafnframt á að vegna þessarar umræðu hefði KB banki orðið fyrstur íslenskra fyrirtækja til þess að koma á fót sérstakri launa- nefnd til þess að fjalla um kjör æðstu stjórnenda og starfsmanna. Stefnt að vexti í Bretlandi og á Norðurlöndum Sigurður greindi frá því að enda þótt meginmarkiðið á næstu árum væri að styrkja stöðu KB banka á heimamarkaði hans, Norðurlöndun- um, hefði verið tekin ákvörðun um að bankinn einbeitti sér í enn ríkara mæli að Bretlandi. „Þessi markaður þar sem búa um 60 milljón manns er ekki aðeins áhugaverður vegna stærðar hans heldur líka vegna þess að hann er sérstaklega virkur og hef- ur góða tengingu við fjármálamark- aði heimsins.“ Sigurður sagði mörg verkefni blasa við sér sem starfandi stjórnarformað- ur bankans en meginverkefni hans myndi þó felast í að stuðla að frekari vexti bankans og þá sérstaklega á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Þessi verkefni hefðu krafist mikilla ferðlaga og vegna þess hefði hann nú ákveðið að setjast að í London. „London er nálægt dótturfélögum okkar í Skandinavíu og ég tel þess vegna að með því að flytja til Eng- lands muni ég ekki aðeins gera mína vinnu töluvert auðveldari heldur einnig vinnu hugsanlegra viðskipta- vina og starfsmanna utan Íslands,“ sagði Sigurður. Langvarandi taprekstri í Sví- þjóð snúið í hagnað Hann sagði ljóst að bankinn hefði notið góðs af hagstæðum ytri skilyrð- um í fyrra, umsvif bankans hefðu vax- ið verulega og hagnaður hefði aukist um 40% á milli ára eða 7,5 milljarða króna. Bankinn hefði skilgreint Norðurlöndin öll sem sinn heima- markað og væru umsvif hans næst- mest í Svíþjóð þar sem 200 manns störfuðu hjá bankanum; þar hefði tekist að snúa langvarandi taprekstri í hagnað með endurskipulagningu og hagræðingu í rekstrinum. Markmið væri að ná svipuðum árangri í Dan- mörku, Noregi og Finnlandi. „Þegar horft er til framtíðar, og ef markmið okkar um áframhaldandi vöxt nást, má búast við að starfs- mönnum bankans muni fjölga mjög umtalsvert. Markmiðið er að nota reksturinn í Svíþjóð sem viðmið fyrir þróunina hjá okkur á öllum Norður- löndunum. Við munum fyrst um sinn einbeita okkur að innri vexti á Ís- landi, í Færeyjum, Svíþjóð og New York. Aftur á móti gerum við ráð fyr- ir að leita að róttækari möguleikum í Danmörku, Noregi og Finnlandi og við munum fylgjast mjög vel með samruna- og yfirtökutækifærum á fjármálamarkaðinum í Evrópu,“ sagði Sigurður Einarsson. Þurfa að eiga hlutabréfin í a.m.k. þrjú ár Á fundinum var samþykkt án mót- atkvæða að bjóða starfandi stjórnar- formanni, Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má Sigurðssyni forstjóra, valrétt á 812 þúsund hlutum í bank- anum hvorum um sig árlega í fimm ár og miðast kaupverð bréfa við mark- aðsvirði á þeim degi sem rétturinn var veittur en gengi KB banka er nú 303 krónur. Þetta þýðir að þeim Sig- urði og Hreiðari Má er hvorum heim- ilt að kaupa bréf í bankanum fyrir 1.230 milljónir króna á næstu fimm árum. Ásgeir Thoroddsen, formaður sér- stakrar launanefndar bankans, gerði ýtarlega grein fyrir tillögunni um val- rétt til þeirra Sigurðar og Hreiðars Más og forsendum hennar. Kom þar m.a. fram að þeir Sigurður og Hreið- ar Már skuldbinda sig til að eiga bréf- in a.m.k. í þrjú ár eftir kaup en bank- inn veitir þeim lán til þeirra og tryggir að þeir verði ekki fyrir fjár- hagslegum skaða vegna nýtingar á valréttinum, þ.e. lágmarksverð fyrir bréfin sem dugar fyrir kaupverði auk lánskostnaðar. Í kjölfar kaupréttarsamninga sem stjórn bankans gerði við þá Sigurð og Hreiðar Má í nóvember í fyrra keyptu þeir sex milljón hluti í bank- anum fyrir tæplega 950 milljónir króna á genginu 156 þegar meðal- gengið var um 210 en þeir ákváðu síð- an að falla frá kaupréttinum. Á aðalfundinum var og samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé félagsins um allt að hálf- an milljarð króna að nafnverði með áskrift að allt að 50 milljónum nýrra hluta. Nýkjörna stjórn KB banka skipa Sigurður Einarsson, Hjörleifur Jak- obsson, Tommy Persson, Gunnar Páll Pálsson, Brynja Halldórsdóttir, Finnur Ingólfsson, Ásgeir Thorodd- sen, Peter Gatti og Bjarnfreður Ólafsson. Vaxtarverkir vegna met- vaxtar KB banka erlendis Aðalfundur samþykkti að greiða hluthöfum 1.354 milljónir króna í arð Morgunblaðið/Jim Smart Stjórnendur Frá aðalfundi KB banka á laugardag. Fremstir sitja bankastjórarnir Sólon Sigurðsson, sem tilkynnti að hann hygðist láta af störfum í árslok, og Hreiðar Már Sigurðsson. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● Samskip taka nk. mánaðamót við rekstri umboðsskrifstofu eistneska skipafélagsins Teco Lines AS í Liver- pool af félaginu Vogt & Maguire Liner Ltd. Þetta er önnur skrifstofa Sam- skipa á Bretlands- eyjum en að- alskrifstofa félagsins er í Imm- ingham á austur- strönd Englands. Skip Samskipa, Arnarfell og Helga- fell, koma viku- lega við í Imm- ingham og frá því Skaftafellið hóf reglubundnar áætlunarsiglingar milli Íslands og Evrópu hefur það viðkomu hálfsmánaðarlega í Immingham. Þá eru ferðir tvisvar í viku milli Imm- ingham og Riga í Lettlandi á vegum Samskipa. Teco Lines, sem Samskip eignuðust helmingshlut í fyrir rúmu ári, er auk þess með fjögur gámaskip í vikulegum áætlunarsiglingum milli Felixstowe á Bretlandseyjum og Hol- lands, Belgíu, Þýskalands, Finnlands og Eistlands. Önnur skrifstofa Sam- skipa í Bretlandi ● Frumútboði þýska hálfleiðarafram- leiðandans Siltronic, sem verið hefði fyrsta frumútboðið í Þýskalandi í tvö ár, hefur verið frestað um óákveðinn tíma, en skráning bréfanna átti að fara fram fyrir helgi. Þetta gerist að- eins viku eftir að frumútboði ör- gjörvaframleiðandans X-Fab var frest- að. Þýska viðskiptablaðið Handelsblatt segir að Þjóðverjar séu sér á báti í Evr- ópu að þessu leyti. Markaðurinn fyrir frumútboð hafi almennt tekið vel við sér á ný í öðrum löndum, eftir erf- iðleika síðustu ára. Financial Times í Þýskalandi, FTD, hefur eftir forstjóra Siltronic að ástæður frestunar frumútboðs fyr- irtækisins séu hryðjuverkin á Spáni og aukið ofbeldi fyrir botni Miðjarð- arhafs. Jafnvel áhugaverð fyrirtæki geti ekki litið framhjá slíkum atburð- um. Ekki eru allir þeirrar skoðunar að þetta sé skýringin á frestuninni. FTD hefur til dæmis eftir sjóðsstjóra að bréfin hafi verið of hátt verðlögð, og sama gagnrýni kom fram á bréf X-Fab áður en hætt var við frumútboð þess. Aftur hætt við frum- útboð í Þýskalandi Fyrirlestur um erlendar fjárfest- ingar kl. 12.15 í Odda, stofu 101. Ron Davies, hagfræðingur hjá há- skólanum í Oregon, flytur erindi um erlenda fjárfestingu og samkeppni ríkja á grundvelli skattaívilnana og staðbundinna skilyrða. Í DAG Í RÆÐU sinni á aðalfundinum greindi Sólon R. Sigurðsson, for- stjóri KB banka, frá því að hann hygðist láta af störfum hjá bank- anum í lok ársins. „Í lok þessa árs verð ég búinn að starfa í bankageiranum í 42 ár, fyrstu 20 árin hjá Landsbanka Ís- lands og nú næstum 21 ár hjá Búnaðarbanka Íslands og eftir það hjá KB banka. Þetta er langur tími í starfi sem á stundum er erfitt og krefjandi. En ég hef þó notið hverrar mínútu á þessum 42 ár- um. Þrátt fyrir það hef ég ákveð- ið að láta af störfum hjá KB banka í lok þessa árs,“ sagði Sól- on. Sólon lýsti ánægju sinni með það hversu vel til hefði tekist með samruna Kaupþings og Bún- aðarbanka og sagði samrunann hafa verið nauðsynlegan fyrir ís- lenska bankamarkaðinn. „Hinn mikli kostnaður í íslenska banka- kerfinu með of marga banka á markaðinum gerði samþjöppun afar mikilvæga. Samruninn var líka mikilvægur með hliðsjón af aukinni alþjóðavæðingu og þróun á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum. En út frá sjónarmiðum starfsfólksins var samruninn einn- ig árangursríkur, starfsemi bank- anna skaraðist ekki mikið og því reyndist ekki vera þörf á að segja upp starfsmönnum í stórum stíl. Þetta var sérstaklega ánægjulegt fyrir mann eins og mig sem hef unnið í bankageiranum í meira en 40 ár,“ sagði Sólon. Sólon hættir í lok ársins Morgunblaðið/Jim Smart Útrás „Aftur á móti gerum við ráð fyrir að leita að róttækari mögu- leikum í Danmörku, Noregi og Finnlandi og við munum fylgjast mjög vel með samruna- og yf- irtökutækifærum á fjármálamark- aðinum í Evrópu,“ sagði Sigurður Einarsson stjórnarformaður. ● Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra sagði á aðalfundi Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir helgi að hann hefði hrokkið við er hann kynnti sér fyrst fjárhag flugstöðv- arinnar 1995. Síðan hefði hins vegar tekizt að snúa rekstri stöðv- arinnar við og hefði mikilvægasta skrefið verið stigið með því að breyta henni í hlutafélagið árið 2000. „Ég hef það fyrir sið sem gamall endurskoðandi að líta fyrst á tölur um veltufé frá rekstri í árs- skýrslum fyrirtækja enda segja þær jafnan meira um stöðuna en hagnaður. Veltufé frá rekstri Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar 2003 var 1.179 milljónir króna en 639 millj- ónir króna árið þar á undan, sem segir mér það sem segja þarf,“ sagði Halldór. Umskipti í rekstri Leifsstöðvar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.