Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 16
MINNSTAÐUR | VESTURLAND 16 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ                                                      Borgarfjörður | Í tilefni af 25 ára starfsafmæli Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar og útgáfu bókar um sögu félagsins var boðið til kaffi- samsætis á Hvanneyri hinn 23. mars sl. Matsalur Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri var þéttsetinn af núver- andi og fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum HAB, starfs- mönnum og stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur og boðsgestum af starfssvæði hitaveitunnar. Hannes Frímann Sigurðsson, framkvæmdastjóri HAB, bauð gesti velkomna, en fól síðan Guðjóni Magnússyni, framkvæmdastjóra skrifstofu forstjóra OR, að stjórna hófinu. Fyrstur tók til máls Ingólfur Hrólfsson, fyrsti framkvæmdastjóri HAB. Lýsti hann í máli og myndum uppbyggingunni, rekstrarerf- iðleikum, markmiðum sem stefnt var að og hvernig tiltókst á stjórn- arárum hans. Kaflaskil í orkumálum Fjölmargir tóku til máls í hófinu, m.a. flestir af fyrrverandi stjórn- arformönnum sem viðstaddir voru. En framtíðarsýn núverandi fram- kvæmdastjóra er þessi, eins og segir í afmælisritinu Orka í aldarfjórðung: „Eins og hér hefur komið fram hafa orðið kaflaskil í orkumálum þeirra sem hafa notið þjónustu HAB síðasta aldarfjórðung. Við það að eignarhluti Borgnes- inga, Borgfirðinga og Akurnesinga í HAB rann inn í OR eignaðist fyr- irtækið 80% hlut í veitunni en eign- arhluti ríkisins er 20%. Heimild er í fjárlögum ríkisins fyrir þetta ár að selja hlut ríkisins í HAB, og það er stefna OR að eignast fyrirtækið, sé það hagkvæmt, og fella það inn í Orkuveitu Reykjavíkur eins og skipurit þess er í dag.“ Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar 25 ára Morgunblaðið/ Davíð Pétursson Fyrrverandi stjórnarformenn HAB ásamt framkvæmdastjóra. Grundarfjörður | Bæringsstofa er ljósmyndasafn Grundarfjarðar. Safnið, sem ber nafn Bærings Cecilssonar ljósmyndara er til húsa í Eyrbyggju – Sögumiðstöð á Grundargötu 35, Grundarfirði. Bæringsstofa var stofnuð í minn- ingu Bærings Cecilssonar á 80 ára afmæli hans 24. mars 2003. Grunn- ur safnsins er ljósmyndir, filmur og aðrir hlutir sem ættingjar Bærings færðu Grundarfjarðarbæ á stofn- degi. Tilgangur safnsins er að halda utan um varðveislu og skráningu gamalla mynda, sýningahald og út- gáfa. Eyrbyggja – Sögumiðstöð hefur búið safninu glæsilega sýn- ingaraðstöðu þar sem búnaður Bærings er til sýnis og myndum hans varpað á stórt sýningartjald. 24. mars var síðan opnaður ljós- myndavefur á Netinu. Við opnun ljósmyndavefjar Bæringsstofu voru settar á vefinn um 800 ljósmyndir. Stefnt er að því að fjölga myndum þar jafnt og þétt því af nógu er að taka. Safn Bærings er talið geyma um 80.000 ljósmyndir, um 40–50 klst. af kvikmyndaefni auk gríð- arlegs magns af myndböndum. Þá hafa Eyrbyggjar Hollvinasamtök Grundarfjarðar safnað myndum úr ýmsum áttum sem tengjast Grund- arfirði. Það safn er talið vera um 5.000 myndir. Að auki hefur safn- inu verið falin varðveisla mynda úr öðrum einkasöfnum. Bæring Cecilsson var ljósmyndari af lífi og sál. Hann fæddist á Búðum undir Kirkjufelli 24. mars 1923, sonur hjónanna Oddfríðar Kristínar Run- ólfsdóttur og Cecils Sigurbjörns- sonar. Það þótti þvi vel við hæfi að sögn Inga Hans Jónssonar starfs- manns Sögumiðstöðvar að opna vefinn á fæðingardegi Bærings. Vefinn er best að finna með því að fara inn á heimasíðu Grund- arfjarðar grundarfjordur.is og það- an inn á heimasíðu Bæringsstofu. Myndir frá Bær- ingsstofu á Netið Morgunblaðið/Gunnar Ingi Hans Jónsson í Sögumiðstöð- inni við mynd sem hann teiknaði af Bæring Cecilssyni. Borgarnes | Nokkrar samstarfs- konur í Grunnskólanum í Borg- arnesi tóku sig til nýlega og fengu Ingibjörgu Elínu Jónasdóttur sér- kennara við skólann, til þess að halda námskeið í leðurvinnu fyrir þær. Símenntun Vesturlands hafði áður auglýst námskeið í Borg- arnesi en þá náðist ekki nægj- anleg þátttaka. Ingibjörg hélt hins vegar námskeið í Búðardal þar sem var mikil þátttaka. „Þangað komu alls ellefu manns og þurfti ég að hafa manninn minn með sem aukakennara en hann kennir stundum með mér,“ segir Ingi- björg. „Fljótlega varð ég vör við mikinn áhuga á vinnustaðnum mínum þannig að ég ákvað að halda námskeið fyrir vinnufélag- ana.“ Ingibjörg er menntaður smíða- kennari og sérkennari, lærði leð- urvinnu í smíðadeild KHÍ. Hún hefur haldið nokkur leðurvinnu- námskeið bæði fyrir norðan og vestan, á vegum ÍTR auk þess að hafa kennt leðurvinnu í skólum. Námskeiðið í grunnskólanum byggðist upp á því að þátttak- endur lærðu að þekkja, meðhöndla og meta eiginleika hráefnisins, sníða, lita, mynstra, skera út og sauma. Til að ná þessum mark- miðum gerðu allir lyklakippu, bókamerki, saumuðu utan um bók og skáru út litla mynd. Sumir fóru einnig út í að forma grímu og sauma lítil veski og töskur. Leðrið sem unnið var með er innflutt, jurtasútað sauðskinn, kálfsskinn og nautshúðir. Roð frá Sjávarleðri á Sauðárkróki var líka notað í litla hluti og skreytingar á stærri hlut- um. Ingibjörg segir að leðrið sé frá- bært hráefni. „Það er eitt af þeim fyrstu sem maðurinn fór að nýta sér við gerð fatnaðar og nytja- hluta. Möguleikarnir eru óþrjótandi og hlutirnir sem maður gerir hafa oftast mikið notagildi og endast vel og lengi. Þeir henta vel í tæki- færisgjafir, og eru svolítið öðruvísi en það sem flestir aðrir eru að gera.“ Ingibjörg hefur hug á að halda fleiri námskeið og er að vinna í að koma sér upp aðstöðu heima til að vinna úr leðri og jafnvel til að taka hópa heim á námskeið. Morgunblaðið/Guðrún Vala Kátar konur í leðurvinnu: Sigríður Karlsdóttir, Ragnhildur Helga Ragn- arsdóttir, Guðlín Erla Kristjánsdóttir, Guðrún Berta Guðsteinsdóttir, Björg Kristófersdóttir, Ingibjörg Elín Jónasdóttir, Anna Dóra Ágústsdóttir og Berghildur Reynisdóttir. Leðrið er frábært hráefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.