Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 18
DAGLEGT LÍF
18 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið
Vegmúla 3 - 150 Reykjavík
Sími 545 8700 - Bréfasími 551 9165
Póstfang:postur@htr.stjr.is
V I Ð E R U M F L U T T. ..
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið er flutt að
Vegmúla 3 í Reykjavík og tekur ráðuneytið til starfa á
nýjum stað á morgun, þriðjudaginn 30. mars.
Afgreiðslutími er alla virka daga frá 8:30 til kl. 16:00
Engin breyting er á símanúmeri og bréfasíma ráðuneytisins
Ve
gm
úli Suðurlandsbraut
Árm
úli
Síðum
úli
A
T
H
Y
G
L
I
ÞEGAR tveir einstaklingar ákveða að rugla saman
reytum getur verið býsna misjafnt hvað dregur þá
hvorn að öðrum. Áhugamál, hugðarefni, lífsskoðanir
og líkamlegt aðdráttarafl skipta miklu máli og seinna
þegar börnin eru komin í spilið fá þau vissulega sinn
skerf af athygli og orku parsins.
Flest okkar eigum fyrst og fremst samskipti við
maka eftir vinnutíma og á frídögum og margir hafa
jafnvel aðeins óljósa hugmynd um hvað betri helming-
urinn aðhefst á milli klukkan níu og fimm á daginn. Þó
eru undantekningar þar á því inn á milli eru hjón eða
pör sem starfa við sama fag og vinna jafnvel á sama
vinnustað. Oft er það einmitt fagið sem dró þau hvort
að öðru í upphafi þar sem þau hafa kynnst við nám eða
störf.
Morgunblaðið fór á stúfana og spjallaði við nokkur
slík hjón og forvitnaðist um hvernig vinnan hefur áhrif
á hversdaginn. Er það kostur eða galli að starfa við
sama fag og snúast umræður á heimilinu fyrst og
fremst um vinnuna? Það kemur kannski ekki á óvart að
svörin eru ólík og undirstrika kannski hið gamalkunna
að mennirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir.
VINNA | Þegar starfsvettvangurinn er sá sami
Hjón í starfi og leik
ben@mbl.is
„ÉG er þeirrar skoðunar að það væri
mjög heppilegt að prestar væru gift-
ir prestum ef þetta væri ekki svona
óreglulegur vinnutími,“ segir Jóna
Hrönn Bolladóttir miðborgar-
prestur. Maki hennar, Bjarni Karls-
son, sóknarprestur í Laugarnes-
kirkju, botnar konu sína. „Já, ef það
væri hægt að koma þessu fyrir milli
klukkan níu og fimm á virkum dög-
um,“ segir hann brosandi. Jóna
Hrönn heldur ótrufluð áfram. „Það
góða við prestahjónaband er skiln-
ingurinn sem maður nýtur hjá maka
er dagarnir verða eins konar tilfinn-
ingarússíbani milli gleði og sorgar.“
Þau segja líka ákaflega gefandi að
geta rætt vinnutengd verkefni við
hvort annað. „Áðan vorum við t.d. í
löngum göngutúr þar sem við töl-
uðum um guðfræði og pældum í
ákveðnum biblíutexta sem annað
okkar þarf að útleggja og því hvern-
ig hann tengist raunveruleikanum,“
segir Bjarni og Jóna Hrönn heldur
áfram: „Við höfum nefnilega komist
að því að trúin er hagnýt lífsafstaða.
Hún er ekki aðeins vinna okkar
heldur lífsgrundvöllur og það er ekki
lítils virði fyrir hjónabandið.“
Krefst mikils skipulags
Þeim ber saman um að erfitt get-
ur verið að greina á milli einkalífsins
og prestsstarfsins og stundum þurfi
þau að taka meðvitaðar ákvarðanir
um að ræða ekki vinnuna. „Þetta er
auðvitað freistandi umræðuefni því
þetta er okkar hugðarefni fyrir utan
það að starfs- og félagsumhverfi
okkar er tengt kirkjunni,“ segir
Bjarni. Um gífurlega margt sé að
ræða enda vinnan tilfinningaleg og
hugmyndafræðileg. „Þess vegna er
svo gott að geta átt öruggt aðgengi
að einhverjum sem segir manni í al-
vöru hvað honum finnst. Og þegar
ég er með mjög vandasamar athafn-
ir eða þarf að flytja mjög erfiðar
ræður þá forma ég ekki að fara af
stað öðru vísi en við séum virkilega
búin að ræða hlutina tvö saman.“
Þrátt fyrir erfiðan vinnutíma seg-
ir Jóna Hrönn ganga ágætlega að
sameina starfið fjölskyldulífinu. „En
það krefst mikils skipulags. Þegar
við skipuleggjum önnina byrjum við
á að setjast niður með dagbækurnar
okkar og ákveða fríhelgarnar sem
eru þrjár fyrir og eftir jól. Síðan för-
um við hvort á sinn vinnustaðinn og
setjum niður plan fyrir starfið.
Þarna höfum við tryggt einhvern
tíma sem við eigum með börnunum
okkar og er algjörlega heilagur.“
Þar sem þau vinna hvort í sinni
kirkjunni geta þau einnig tekið
mánudaga frá fyrir fjölskyldusam-
veru. Þannig hefur það þó ekki alltaf
verið því um sjö ára skeið þjónuðu
þau saman í Vestmannaeyjum. „Að-
alvandinn við að þjóna í sama
prestakallinu er að það er erfitt að fá
bæði frí í einu. Því þurftum við að fá
prest ofan af landi til að leysa okkur
af,“ útskýrir Bjarni.
Þau segja þó þetta hafa bjargast
með hjálp góðra vina. „Við eign-
uðumst ómetanlega vini í Vest-
mannaeyjum. Þar voru konur sem
voru búnar að hugsa hvernig dæmið
ætti að ganga upp hjá okkur þegar
eitthvað erfitt reið yfir sem við
þurftum að sinna og þá hringdu
þær,“ segir Jóna Hrönn.
Það er greinilegt á þeim hjónum
að þau eru samofin inn í starf hvort
annars. Þau segja að árin sjö í Vest-
mannaeyjum spili þar ríkan þátt.
Þau segja þó ekki hafa hvarflað að
sér að sækja um í sama prestakalli
eftir að til Reykjavíkur var komið.
„Við söknuðum þess en við höfðum
verið saman alveg frá því að við fór-
um saman í gegnum guðfræðinámið.
Þarna var komið að þeim tímapunkti
að sjá hvernig okkur gengi að þrosk-
ast hvort á sínum vettvanginum,“
segir Jóna Hrönn. „Já,“ segir Bjarni
hlæjandi. „Annars hefðum við farið
að standa sem fastast í skjólinu
hvort af öðru og orðið einhvers kon-
ar síamsprestar að lokum.“
JÓNA HRÖNN BOLLADÓTTIR OG BJARNI KARLSSON
Hefðum
getað orð-
ið síams-
prestar
Morgunblaðið/Ásdís
Jóna Hrönn og Bjarni þurfa að
skipuleggja starf sitt með góðum
fyrirvara til að tryggja frítíma með
börnunum.
„VIÐ kynntumst í Óð-
insvéum í Danmörku
þar sem við vorum í
skóla. Sigga var eina
konan sem var að
læra mjólkurfræði og
síðar tókst mér að fá
hana með mér heim,“
segir Guðmundur
Jónsson um tildrög
þess að hann og kona
hans, Norðmaðurinn
Sigrid Foss, tóku
saman en bæði eru
þau mjólkurfræð-
ingar. „Ég sagði að
snjórinn hérna væri
svo hvítur og grasið
svo grænt og það virkaði,“ segir
hann glottandi og Sigrid heldur
áfram: „Svo þegar fyrsti snjórinn
féll eftir að við fluttum hingað
kom moldrok í kjölfarið og þegar
ég leit út um gluggann var allt
brúnt!“
Þó að þau hjón fáist við mis-
munandi hluti í dag hafa þau
starfað saman, bæði hjá Mjólk-
urbúi Flóamanna og Mjólkursam-
sölunni. „Það var alveg skelfilegt,“
segir Guðmundur með áherslu og
Sigríður útskýrir hlæjandi: „Þetta
er í lagi ef maður er ekki að vinna
við það sama. Um tíma var ég í
vélasalnum og hann niðri við
pökkun og það var ekki gott því
þá þurfti ég að hafa mjólkina til-
búna fyrir hann. Þá gat stundum
orðið heitt í kallkerfinu.“
Guðmundur viðurkennir að hann
hafi ekkert brýnt sig með kurteisi
áður en hann kallaði í konu sína í
gegnum kerfið til að reka á eftir
mjólkinni. „Við vinnum ekkert vel
saman,“ segir hann og Sigrid tek-
SIGRID FOSS OG GUÐMUNDUR JÓNSSON
Gat orðið heitt
í kallkerfinu
Guðmundur og Sigrid segja allt í
lagi að vinna á sama stað svo fremi
sem þau vinni ekki við það sama:
„Við þvælumst bara hvort fyrir
öðru,“ segja þau.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞAÐ var lögfræðin sem sameinaði
Arnór Halldórsson og Hjördísi E.
Harðardóttur því þau kynntust þegar
þau voru bæði í námi við lög-
fræðideild Háskóla Íslands. Þrátt
fyrir það hafa þau valið að reka hvort
sína lögmannsstofuna, Arnór í sam-
vinnu við félaga sinn og Hjördís með
sex öðrum konum. „ Það hefur aldrei
komið til tals að vera saman með
stofu,“ segir Hjördís. „Við erum á svo
ólíkum starfsvettvangi að ég er ekki
viss um að það myndi henta.“
Arnór segir þau lítið tala um lög-
fræði við matarborðið heima hjá sér
og Hjördís tekur undir það. „Við leit-
um frekar eftir upplýsingum og ráð-
um hvort hjá öðru því við vinnum á
ólíkum sviðum. Þannig nýtum við
þetta með því að fletta svolítið upp í
hvort öðru þótt við ræðum lítið fræði-
lega lögfræði. Það kemst hreinlega
ekki að í önn dagsins og alls ekki við
matarborðið.“
Í ljós kom að þau eiga þrjú börn
sem öll eru á leikskólaaldri og því er í
nógu að snúast á heimilinu á milli
klukkan fimm og átta á daginn. Og
það er sjaldan sem þau koma heim
klyfjuð málaskjölum til að skoða
heima við, líkt og lögfræðingar í
bandarískum bíómyndum virðast oft-
ast þurfa að gera. „Það eru líklega
minni vegalengdir hér
en þar. Það tekur ekki
nema fimm mínútur að
koma sér á stofuna
þannig að það er lítið
um að maður taki vinn-
una með sér heim,“
segir Arnór. „Krakk-
arnir teikna líka á allan
pappír sem þau sjá
þannig að það borgar
sig ekki ef maður vill
halda virðingu sinni,“
bætir hann hlæjandi
við.
Sveiflukennd vinna
Börnin virðast
reyndar hafa ansi óljósar hugmyndir
um starfa foreldra sinna, a.m.k. elsti
sonurinn sem er fimm ára. „Ég var
að tala við hann um daginn og hann
gerði sér ekki almennilega grein fyrir
því hvað ég gerði,“ útskýrir Hjördís.
„Hann vissi að ég væri að tala í síma
og vinna í tölvu en þegar ég gekk á
hann og spurði hvað ég gerði sagði
hann að ég væri vinnukona! “ Arnór
er fljótur að bæta hér við að sá stutti
viti að pabbi hans sé lögfræðingur.
„Ég hef líklega verið harðari í PR-
málunum á heimilinu,“ segir hann.
Eins og búast má við eiga þau hjón
talsvert af sameiginlegum vinum
enda var aðeins eitt ár á milli þeirra í
lögfræðideildinni á sínum tíma.
„Maður vill auðvitað umgangast
skemmtilegt fólk og þá skiptir ekki
öllu máli úr hvaða geira það kemur,“
segir Arnór. „Þetta þrengir hins veg-
ar aðeins vinahópinn og hann er
kannski svolítið einsleitur – meðal
okkar bestu vina er þó fólk úr öðrum
stéttum en okkar eigin.“
Þau segja í mörgum tilvikum
heppilegt að vinna við sama fag og oft
hafi þau stuðning hvort af öðru, t.d.
þegar kemur að álagstoppum. „Þá
hefur hitt skilning á því hvað maður
er að gera,“ segir Hjördís og Arnór
heldur áfram. „Hins vegar er þetta
dálítið sveiflukenndur bransi, bæði í
verkefnum og eins í tekjum. Það er
kannski það óheppilega við það að
vera bæði með sjálfstæðan rekstur.
Maður lærir bara að lifa við þetta og
finnur leið til að jafna út sveiflurnar.“
Hjördís tekur undir þetta. „Ég held
að minnsta kosti að kostirnir séu
fleiri en gallarnir,“ segir hún að lok-
um.
ARNÓR HALLDÓRSSON OG HJÖRDÍS E. HARÐARDÓTTIR
Kostirnir
fleiri en
gallarnir
Hjördís og Arnór hafa um nóg annað að ræða við
matarborðið en lögfræði enda eiga þau þrjú börn
á leikskólaaldri sem þurfa sína athygli.
Morgunblaðið/Jim Smart