Morgunblaðið - 29.03.2004, Side 21
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 21
Vatnaskógur – sumarbúðir fyrir hressa stráka
– og það er bara það sem ég geri fyrir hádegi!
Upplýsingar í síma 588 8899 og á www.kfum.isNON
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I Y
D
D
A
•
1
1
7
0
3
•
s
ia
.i
s Skráning hefst 31.
mars kl. 8.00
SAMKÓR Kópavogs og Söngsveit
Hveragerðis halda sameiginlega
tónleika í Safnaðarheimilinu Vina-
minni á Akranesi kl. 20.30 á þriðju-
dag.
Samkór Kópavogs er blandaður
kór áhugafólks og hefur starfað í
rúm 30 ár. Stjórnandi er Julian
Hewlett og undirleikari Jónas Sen.
Söngsveit Hveragerðis er einnig
blandaður kór og var stofnuð 1997.
Söngsveitin hefur haldið marga tón-
leika og haft samstarf við aðra kóra.
Stjórnandi er Margrét S. Stefáns-
dóttir.
Á efnisskrá kóranna eru bæði
innlend og útlend kórlög. Undirleik-
ari er Ester Ólafsdóttir. Guðmund-
ur Pálsson leikur á fiðlu, Ian
Wilkingson á básúnu. Einsöngvarar
eru þau Margrét Stefánsdóttir, Ian
Wilkingson og Sæmundur Ingi-
bjartsson.
Samsöngur
á Akranesi
VERK eftir Grím
Marinó Stein-
dórsson var af-
hjúpað við höf-
uðstöðvar
prentsmiðjunnar
Meinders und El-
stermann í Birs-
sendorf í Þýska-
landi á dögunum.
Verkið, sem heitir
Svif, er úr ryðfríu
stáli, 3,7 m á hæð.
Það sýnir svífandi
svan og fat með ís-
lensku fjörugrjóti.
Prentsmiðjan
pantaði verkið af
listamanninum og
var því valinn stað-
ur við aðalinngang
fyrirtækisins.
Verk eftir Grím
Marinó í Þýskalandi
Svif, verk eftir Grím Marinó í Þýskalandi.
TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar hefur á þessu
ári fagnað 40 ára afmæli skólans. Lokasprettur hátíð-
arinnar verður á stofndegi skólans, þriðjudaginn 30.
mars. Það kvöld, kl. 20, verða tvennir hátíðartónleikar
í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs. Á hverjum degi í af-
mælisvikunni, frá mánudegi 29. mars til föstudagsins 2.
apríl, verða tónleikar í Hraunbergi og á Engjateigi kl.
16.30 og 18, nema á föstudag, þá verða tónleikar kl. 15
og 16.30. Gestum gefst kostur á að skoða myndir úr
skólastarfinu á þeim 40 árum sem liðin eru síðan hann
var settur á stofn.
Á tónleikum í Seltjarnarneskirkju kl. 20 á fimmtu-
dag verða útskriftartónleikar Narfa Þorsteins Snorra-
sonar gítarleikara.
Framhaldsnemendur í Tónskóla Sigursveins á æfingu í húsakynnum skólans á Engjateigi í Reykjavík.
Lokasprettur hátíðahalda
vegna 40 ára afmælis
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn