Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 23
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 23
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
Páskaeggjamót
Verð 495 og 895 • 5 stærðir
H
ön
nu
n:
G
un
na
r
S
te
in
þ
ór
ss
on
/
M
ar
ki
ð
/
03
. 2
00
4
Vandið valið og
verslið í sérverslun
Þríhjól
Vönduð, létt,
og endingargóð.
CE öryggisstaðall.
Verð frá kr.5.200
Apollo 26”
21 gíra
demparahjól.
Verð aðeins
kr. 24.900,
stgr. 23.655.
QUAKE 26”
Ál stell og diskabremsur.
24. gíra
Shimano Alivio.
Tilboð
kr. 39.900,
stgr. 37.905
Áður kr.
49.900
FREESTYLE
Sterk hjól með pinnum og rotor.
Verð frá kr. 21.000,
19.950 stgr.
Mikið úrval af
barna og
fullorðins-
hjálmum.
Einföld stilling.
CE merktir
Barnastólar
Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar,
samsett og stillt á fullkomnu
reiðhjólaverkstæði. Aðeins vönduð
hjól með ábyrgð. Frí upphersla fylgir
innan tveggja mánaða.
Barnahjól
Fyrir 3-6 ára. Létt, sterk og meðfærileg barnahjól
með hjálpardekkjum og fótbremsu.
CE öryggisstaðall.
12,5” verð frá kr. 9.700, stgr. 9.215
14” verð frá kr. 10.900, stgr. 10.355
16” verð frá kr. 10.900, stgr. 10.355
Afsláttinn strax við staðgreiðslu 5%
Rocket 20” og 24”
20” 6 gírar,
verð kr. 21.000,
stgr. 19.950
24” 21 gír,
verð kr.
23.900,
stgr.
22.705
Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni
„HÚSAFRIÐUNARNEFND rík-
isins gjörir kunnugt:
Allar breytingar og röskun á um-
hverfi því og húsakosti sem Hrafn
Gunnlaugsson gerði og byggði upp í
Laugarnesinu eru
stranglega bannaðar að
viðhöfðum ströngum
viðurlögum og eru brot
á þessari reglugerð
refsiverð samkvæmt
lögum.
Húsafriðunarnefnd
ríkisins hefur ákveðið
að þessar minjar skuli
varðveittar um ókomin
ár sem tengsl borg-
arbúa við landið og
sögu þess og stefnt er
að því í framtíðinni að
stækka þetta svæði og gera þar ein-
hvers konar lítinn þjóðgarð þar sem
borgin mun safna saman öllum hugs-
anlegum minjum alls staðar af land-
inu á þennan stað og þarna verði svo í
framtíðinni landssafn gamalla minja
úr sögu landsins og verði opið fyrir ís-
lenskan almenning og erlenda ferða-
menn. Stefnt skal að því að öll grunn-
skólabörn komi í safnið einu sinni á
ári til að kynnast sögu lands og þjóð-
ar.“
Það er spá mín að þetta furðuverk
sem þarna hefur verið fært líf í verði í
tímans rás til sýnis fyrir ferðafólk og
friðað af ríkinu. Hrafn Gunnlaugsson
á þakkir skildar fyrir að nenna að
gera svona stað og eyða í það tíma og
fjármunum og hann ætti að fá fjár-
hagslegan stuðning til að halda áfram
og bæta í. Þessi staður
er út úr og er kjörinn til
þess að gera eitthvað
sem er öðrvísi.
Hrafn Gunnlaugsson
er um margt sérstakur
maður en um leið ósköp
venjulegur. Það er
næstum hlægilegt að
horfa upp á hvernig inn-
yflin í sumum hafa um-
hvolfst eins og þeir hafi
innbyrt heila brenni-
vínsflösku á einum
klukkutíma, þegar
Hrafn sendir eitthvað frá sér.
Á síðasta ári var ég á ferð á Sæ-
brautinni með lítinn 5 ára dreng og
varð litið upp í Laugarnesið eins og
oft áður og dauðlangaði til að fara
uppeftir og skoða þetta einstaka um-
hverfi sem þarna hefur verið skapað
af listamanni með sérstaka sköp-
unargáfu. Ég hikaði og hugsaði að
þetta væri einkalóð og ég yrði rekinn
burt en svo tók ég ákvörðun í skyndi
að uppeftir skyldi ég fara og láta
reyna á hvort ég og þessi litli drengur
fengjum tækifæri til að skoða fortíð
Íslands. Ég ók bílnum alveg eins ná-
lægt og hægt var og steig út ásamt 5
ára frænda mínum og hugsaði mikið
asskoti er ég heppinn, það er enginn
heima og gekk hægt í áttina að hús-
inu. Allt í einu sé ég hvar Egill Skalla-
grímsson kemur gangandi í hægðum
sínum í áttina til okkar en þegar nær
dregur sé ég að þetta er ekki Egill
heldur skelfirinn mikli, Hrafn Gunn-
laugsson, vinur Davíðs, og ég hugsaði
hvurn andskotann ég væri að gera
þarna í óleyfi inni á lóð hjá brjáluðum
sérvitringi sem setti upp heimili sitt í
fornaldarstíl og minnti á Franken-
stein gamla. Við nálguðumst hægt og
rólega hvor annan og ég hugsaði; af
hverju var ég ekki búinn að vara litla
frænda minn við þessum ægilega sér-
vitringi sem margir voru búnir að
vara við og allt borgarkerfið var búið
að reyna að koma vitinu fyrir, reynt
hafði verið að kenna honum að vera
eins og við öll hin en ekkert dugði.
Hann vildi vera eins og Egill Skalla-
grímsson eða Grettir Ásmundarson
eða kannski vildi hann bara vera
hann sjálfur og fá að gera heimili sitt
eins og hann langaði til eins og við öll
viljum en hrokafullir kerfiskarlar og
-kerlingar sem vilja öllu ráða og
drepa niður allt frumkvæði sköp-
unargáfu sögðu nei.
Ég ákvað að eiga frumkvæði og
ávarpa Hrafn og sagði að rétt væri að
biðjast afsökunar á því að ryðjast
óboðinn inn á einkalóð og heimili hans
en mig hefði lengi langað að skoða
það sem hann væri að sýsla við þarna.
Við frændi biðum milli vonar og ótta
eftir því að þessi myrkrahöfðingi,
sem margir sögðu að ætti helst heima
upp á Vatnajökli, segði okkur að
hypja okkur í burtu, hann vildi fá að
vera í friði. En viti menn; Hrafn
sagði, farið þið inn, drengir, og litist
um, það er opið, ég kem svo þegar ég
er búinn að ljúka smá verki og sýni
ykkur og skýri hluti fyrir ykkur. Við
frændi gengum inn í dýrðina sem
blasti við manni, öðruvísi heimur en
maður átti að venjast, þetta var eins
og að fara 100–200 ár aftur í tímann.
Allt í einu stoppaði ég og þrýsti í
hendina á frænda litla og blóðið fraus
í æðunum, fyrir framan mig blasti við
mér mynd sem Hrafn var á ásamt
tveimur öðrum mönnum sem mér
fannst ég kannast við. Það skyldi þó
ekki vera satt að þarna væru komnir
myrkrahöfðingjarnir sjálfir aftur úr
fornöld? Frændi minn fimm ára sá að
mér var brugðið við að sjá þessa
mynd sagði; ekki vera hræddur, Eiki
frændi, þetta er bara Davíð Oddsson
sem er í sjónvarpinu. Í þessum töluðu
orðum heyrði ég þrusk fyrir aftan
mig og hjartað tók kipp og ég leit við
og þar stóð myrkrahöfðinginn Hrafn
Gunnlaugsson og ég hugsaði hvort
við ættum að hlaupa fram hjá honum
hægra megin eða vinstra megin og út
í frelsið. En þá sagði Hrafn: jæja,
drengir, hvernig líst ykkur á? Ég
hugsaði; hann er þá venjulegur mað-
ur eftir allt saman og hann á þá
venjulega vini líka. Hrafn sýndi okk-
ur allt innanhúss og allt utanhúss og
sparaði ekki tímann sinn og leit ekki á
klukkuna og fyrir það vil ég þakka
honum fyrir mína hönd og fimm ára
frænda sem hafði mjög gaman af
þessari heimsókn. Grein þessi er ekki
skrifuð til varnar Hrafni Gunnlaugs-
syni, hann sér um það sjálfur, en mér
hefur oft ofboðið hvernig að honum
hefur verið sótt á ómálefnalegan hátt
og tel að um einelti sé að ræða. Þetta
er bara maður eins og við hin með til-
finningar og fjölskyldu.
Hrafn Gunnlaugsson er
náttúruperla
Eiríkur Stefánsson skrifar um
framkvæmdir í Laugarnesinu ’Hrafn Gunnlaugsson áþakkir skildar fyrir að
nenna að gera svona
stað og eyða í það tíma
og fjármunum …‘
Eiríkur Stefánsson
Höfundur er fv. formaður Verkalýðs-
og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar.
ÞEGAR gagnrýnendur beina orð-
um sínum að landeyðingarstefnu
kvótakerfisins og nefna meinsemd-
ina miklu, brottkastið, heitir það á
máli lénsherra og taglhnýtinga
þeirra rógur um ís-
lenzkan sjávarútveg.
Þeir bíða þeirra stunda
óþreyjufullir að fá að
vera í friði með kvótann
sinn fyrir öfundsjúkum
úrtölumönnum, sem
ekki kunna að hagræða
og skilja ekki einu sinni
hagræðinguna sem í því
felst að henda öllum
fiski, sem ekki fæst há-
marksverð fyrir, en það
eru leigjendur veiði-
heimilda hinsvegar
nauðbeygðir til að skilja
út í hörgul.
Formælendur kvóta-
kerfisins segja að aldr-
ei hafi verið uppfundið
annað eins kerfi og
vitna til fjarlægustu
landa máli sínu til
stuðnings. Þeir hafa
ekki enn frétt af sókn-
arkerfi Færeyinga,
sem útrýmt hefir öllu
brottkasti. Auk þess að
efla fiskstofna við eyj-
arnar stórum, sem
menn skyldu halda að
væri meginmarkmið fiskveiði-
stjórnar. Aftur á móti hefir „fram úr
skarandi“ kerfi Íslendinga engu
skilað í þeim efnum, heldur þvert á
móti gengið á botnfiskstofna mið-
anna.
Frændur eru frændum verstir.
Nú hafa Norðmenn og Danir rokið
upp með andfælum vegna brottkasts
afla og Danir m.a.s. reiknað út að
fiskimenn þeirra fleygi jafn miklu og
þjóðin étur af fiskmeti árlega. Að
hafa hátt um þetta mun íslenzkum
kvótagreifum þykja óvinsamlegt af
Dönum í garð sjávarútvegs og
skyggja á hagræðinguna. Að ekki sé
minnzt á þá ósvífni Dana, þegar þeir
nefna, að til athugunar komi að taka
upp færeyska fiskveiðikerfið!
Hversu marga áratugi myndi það
taka íslenzka þjóð að torga því fisk-
meti sem hent er fyrir borð árlega á
Íslandsmiðum?
Undirritaður hefir ekki þrek til að
fara mörgum orðum um hið gegnd-
arlausa brottkast afla af því sem
gagnrýni þess vegna bitnar ekki á
þeim sem aðalábyrgð bera, heldur
einkum á þeim, sem síður skyldi:
Mönnunum, sem til þess eru neydd-
ir að bjarga afkomu sinni og sinna –
og nægir í mörgu falli ekki til.
Neyddir til af bandvit-
lausu kerfi, sem knúið
er áfram af stórtæk-
ustu arðræningjum
Íslandssögunnar síð-
an danska einok-
unarverzlunin var og
hét, sem einnig var
rekin samkvæmt lög-
um sem valdstjórn
setti.
Og nú sem ráð-
stjórnarmenn eru
óttaslegnir vegna
kvótahöfðingja, sem
láta greipar sópa með
sölu á sameiginlegri
auðlind þjóðarinnar,
hafa þeir hátt um frels-
ið. Eins og aðalritari
orðaði það á Við-
skiptaþingi hinn 11.
febrúar sl.: „Tilgangur
baráttu okkar fyrir ein-
staklingsfrelsinu var
aldrei sá að frelsið væri
fyrir fáa útvalda.“
Það var og!
Og verðandi aðalrit-
ara ráðstjórnar þótti af
fyrrgreindu tilefni
ástæða til að taka fram uppi í Há-
skóla Íslands að: „Hin nýja íslenzka
stefna er ekki „dýrkun gróðans“.“
Það er nefnilega það!
Við hæfi er að ljúka þessu grein-
arkorni með því að vitna í viðtal við
Kristján Júlíusson, bæjarstjóra á
Akureyri og fv. stjórnarformann
Samherja, í Morgunblaðinu 8. febr-
úar sl. Hann segir svo: „Ef frelsi
sumra er með þeim hætti að það
takmarkar frelsi annarra þá er eitt-
hvað orðið að. Það getur ekki verið
að einhver hafi ætlast til þess að
hlutirnir gengju þannig fyrir sig.“
Þó ekki væri!
Hversu lengi mun æðstu ráða-
mönnum og attaníossum þeirra
haldast uppi að tala til þjóðarinnar
eins og hún sé mestmegnis samsafn
fábjána?
Brottkast
Sverrir Hermannsson skrifar
um kvótakerfið
Sverrir Hermannsson
’Hversu margaáratugi myndi
það taka ís-
lenzka þjóð að
torga því fisk-
meti sem hent
er fyrir borð ár-
lega á Íslands-
miðum?‘
Höfundur er fv. formaður Frjálslynda
flokksins.