Morgunblaðið - 29.03.2004, Page 25

Morgunblaðið - 29.03.2004, Page 25
gu Eista, til að halda móð- ifandi eftir að það hafði til dauða – af Rússum. ikmyndagerðarmaður um þjóða í frera Gúlagsins. Hann er höfundur hins „Hvíta silfurs“, sögu meira en þúsund ára baráttu Eista og annarra Eystrasaltsþjóða fyrir frelsi sínu og tilverurétti, sem ritskoð- urum kerfisins tókst ekki að hindra að seytlaði út í gegnum sprungur virk- isveggjanna. og var lesin á laun við ar- inelda skógarlandsins í rökkri síð- kvölda. Það voru þessir lesendur, sem tóku höndum saman og mynduðu mannlega keðju frá Tallinn í norðri til Vilnu í suðri, og sungu um frelsið. Af því að frelsisglóðin hafði aldrei kulnað. Menn eins og Lennart Meri og Vytaut- as Landsbergis gættu eldsins og blésu í glæðurnar. Og skilaboðin bárust út með hraða ljóssins og hittu fólkið í hjartastað, af því að þessir menn og margir aðrir, síður nafnkunnir, gáfust aldrei upp. Menn af þessu tagi, sem berjast fyrir háleitari markmiðum en eigin frama – fyrir lífi þjóða sinna – gefast aldrei upp. Þeir sem helst þurfa að læra þessa lexíu sitja ekki lengur bara í Moskvu, heldur hafa líka hreiðr- að um sig í Washington D.C. Menn eru seint útskrifaðir úr hinum harða skóla sögunnar. Menn koma og fara. En Lennart Meri er einn hinna fáu útvöldu, sem þjáðist meðal hinna þjáðu, en sótti í þá lífsreynslu styrk til að rísa upp, þegar böðlarnir linuðu tökin og til að leysa hlekki meðbræðra sinna og systra, þeg- ar dagur lausnarinnar loksins reis. Það leikur ljómi um nafn hans. Það voru forréttindi að fá að kynnast honum og læra af honum. öldum samtímans ’ Einn þessara örlagavalda samtímans er 75 ára í dag: Lennart Meri, fyrrverandi forseti Eistlands. ‘ Höfundur er sendiherra Íslands í Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. áðherrar Íslands og Eistlands, undirrita sameiginlega yfirlýsingu vegna m, í janúar 1991 er sjálfstæðisbarátta þeirra var í algleymingi. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 25 Í slenskir framhaldsskólar eru á margan hátt góðir og vel heppnaðir. Fjölbreytilegir og framsæknir og hver með sínu sniði. Aðsókn í þá hef- ur aukist verulega og þeir hafa á sumum sviðum náð góðum árangri. Þó ber nokkra skugga á. Verknám- ið er í vanda vegna fjárskorts og metnaðarleysis stjórnvalda og skortur á styttri starfsnáms- brautum hefur leitt til þess að brottfallið úr framhaldsskólunum er gríðarlega mikið. Það mikið að segja má að um þjóðarböl sé að ræða í menntapólitískum skilningi. Fleiri blikur eru á lofti. Á dög- unum fengu stjórnendur framhalds- skólanna tímamótabréf inn um lúg- una. Þar kvað á um það að þeir yrðu að taka upp strangar fjölda- takmarkanir. Stjórnvöld myndu ekki bæta þeim upp nemendafjölda umfram fyrirfram ákveðin nem- endaígildi. Hér skyldi staðar numið og stöðvuð sú vaxandi sókn sem verið hefur í skólana. Hjá fólki á öllum aldri. Jafnfram er látið að því liggja annars staðar að þeir sem séu að hefja nám í framhaldsskól- unum aftur muni eiga erfitt með að fá inni í skólunum. Hótunarbréf ráðherra Ef tilskipanir menntamálaráð- herra um fjöldatakmarkanir í fram- haldsskólana ganga eftir er skóla- kerfinu greitt þungt högg. Þá ekki síður þeim byggðum sem eiga mik- ið undir öflugum framhaldsskólum sem geta tekið við öllum sem þang- að sækja. Þar stöðvast fólksflóttinn og menntunarstigið eykst á svæð- unum. Samhliða því möguleikar og tækifæri byggðanna til raunveru- legrar sóknar. Þetta á t.d. vel við um Fram- haldsskólann á Suðurnesjum. Að- sókn að skólanum hefur aukist verulega og hlutfall hvers árgangs sem í skólann sækir nú loks náð landsmeðaltali. En gangi hótunar- bréf menntamálaráðherra eftir um fjöldatakmarkanir þá kemur það sem bylmingshögg í bakið á upp- gangi skólans og þeirri tækifæra- veitu sem hann er inn á svæðið. Svæði þar sem menntunarstigið er lægst á landinu og atvinnuleysið mest. Ef skólinn þarf að takmarka nemendafjölda sinn við það sem lagt er upp með gæti hann þurft að vísa frá á annað hundrað nem- endum, að minnsta kosti! Hvert á það fólk að leita? Á atvinnuleys- isskrána? Það er vonandi að ráðherra menntamála svari því sem allra fyrst. Það er ástæða til að skora á yf- irvöld menntamála að sjá að sér. Þessi Þrándur í Götu menntunar í landinu er alvarleg atlaga að starfi framhaldsskólanna. Þessum lyk- ilstofnunum í samfélaginu og und- irstöðu margra byggða fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Starfsnámið þarf að efla Meðalið gegn brottfallinu úr framhaldsskólunum er fjölbreytt flóra starfsnáms og styttri náms- brauta. Um það deila fáir og það á að gera að algjöru forgangsatriði að hleypa átaki til eflingar því af stokkunum. Íslensk menntastefna hefur lengi verið á villigötum hvað varðar framgang starfsnámsins. Of mikið verið lagt upp úr bóknámi með þeim afleiðingum að margir fóta sig ekki í framhaldsskólunum og hætta. Falla brott sem kallað er. Sóunin og skaðinn fyrir ein- staklinginn er mikill, enda vandrat- að aftur inn í skólastofurnar eftir langa fjarveru. Markmiðið með því að efla starfsnámið er ekki síður og kannski fyrst og fremst að eyða úr- eltri aðgreiningu á milli verknáms og bóknáms. Endurskoða samsetn- ingu náms í grunnskólum, efla framhaldsskólastigið markvisst og tryggja nægjanlegt framboð á verkmenntuðu fólki á atvinnumark- aði. Sérstaklega þarf að endurskoða reiknilíkan það sem er notað til að dreifa fjármagni til framhaldskólanna og er á margan hátt tilurð þess vanda sem verk- námið á nú í. Hefð- bundið bóknám hentar augljóslega ekki öllum og verk- efnið er m.a. að brjóta niður múrana á milli bóknáms og starfs- náms hvers konar með það að leið- arljósi að allt starfsnám og styttri námsbrautir eru áfangar til við- bótar við þá menntun sýnist náms- manninum svo síðar. Lækkun útskriftaraldurs Lækkun útskriftaraldurs úr framhaldsskólum er grundvall- arbreyting á íslensku menntakerfi og stendur nú fyrir dyrum. Því bíða margir átekta eftir nýjum tillögum um lækkun útskriftaraldursins en þær tillögur sem fram komu í haust voru fjarri lagi og ekki til þess fallnar að bæta skólana og mennt- unina. Forsenda slíkrar breytingar er víðtækt samráð við mennta- samfélagið og það var ekki viðhaft við undirbúning þeirra tillagna. Til- lögugerð um lækkun útskriftarald- urs þarf að byggjast á heildstæðri skoðun á skólakerfinu öllu. Frá leikskóla og upp í háskóla. Þar skiptir m.a. máli að skoða tengingu grunnskóla og framhaldsskóla afar vel og láta flæða þar á milli. Þar er að mínu mati lykillinn að lækkun útskriftaraldursins. Ekki með því að gengisfella námið með fækkun eininga og hroðvirknislegri sam- þjöppun. Námið á að halda sínu gildi og vel það. Samkeppnishæfni Íslands í fram- tíðinni ræðst ekki síst af því að unga fólkið okkar standi jafnfætis jafnöldrum sínum í grannlönd- unum. Þess vegna skiptir það tölu- verðu máli ef jafnaldrar þeirra geta hafið sérhæft nám á háskólastigi, eða þátttöku í atvinnulífinu, ári fyrr en þeir. Markmiðið með lækkun út- skriftaraldurs úr framhaldsskólum hlýtur því að vera að búa nemend- urna betur undir frekara nám og störf á vinnumarkaði. Lækkun útskriftaraldurs verður m.a. að byggja á betri tengingu grunnskólans og framhalds- skólastigsins til að nýta betur tíma á námsstigunum fram að útskrift og starfsnám þarf að efla þessu samhliða. Annars er hætta á því að slíkar breytingar valdi ennþá meira brottfalli og nái ekki markmiði sínu sem er að bæta skólakerfið. Framhaldsskól- inn og fjölda- takmarkanir Eftir Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. ’ Ef tilskipanir menntamálaráð-herra um fjöldatakmarkanir í framhaldsskólana ganga eftir er skólakerfinu greitt þungt högg. Þá ekki síður þeim byggðum sem eiga mikið undir öflugum fram- haldsskólum sem geta tekið við öllum sem þangað sækja. ‘ g Björgvins á íslensku lýð- ínu mati bæði óraunsæ og auk þess sem lausn hans og tri manna getur hvorki tal- n né fullnægjandi. Íslenskt gist þegar á réttinum til ðagreiðslna, þó hvorki sé ykilhlutverk né sé sú leið að þess að stórauka áhersl- atkvæðagreiðslu, eigum við til að fjölga raunveruleg- um kjósenda til að hafa umhverfi og aðstæður. Þetta er hægt án þess að um- bylta núgildandi lýðræðisfyr- irkomulagi, en krefst þess á hinn bóginn að stjórnmálamenn hafi meiri trú á getu kjósenda til að ráða eigin málum en ís- lenskir vinstri menn virðast hafa. Lykillinn felst í því að gefa kjósendum ekki aðeins tækifæri til að tala, heldur ekki síður tækifæri til að gera. Aukið val er lykillinn Líkt og ég nefndi í upphafi er það mín skoðun að við eigum stöðugt að leita leiða til efla og bæta lýðræðið sem við búum við, sem er hvorki gallalaust né óumbreytanlegt. En það er heldur ekki ómögulegt eða úr sér gengið og því ber okkur skylda til að nálgast um- ræðuna um það af sanngirni og skoða jafnt styrkleika þess sem veikleika, enda er lýðræðið ein dýrmætasta eign hverrar þjóðar og hvers einstaklings. Ég er sannfærð um að íslenskt lýð- ræði er gott lýðræði. Fáar þjóðir geta státað af jafnmikilli þátttöku í almenn- um kosningum, mikil virkni einkennir starf margra pólitískra flokka og þjóð- málaumræða hér á landi er fjölbreytt og öflug. Allt þetta segir okkur að ís- lenskir kjósendur eru afar virkir þátt- takendur í eigin lýðræði. Við eigum að virkja þennan áhuga til lýðræðisþátt- töku, t.d. með nýtingu nútíma tölvu- tækni og Netsins, en jafnframt eigum við að leita leiða til að færa aukið vald til kjósenda, ekki aðeins með því að gefa þeim tækifæri til að tala heldur einnig framkvæma. Þetta verður best gert með því að færa raunverulegt vald – raunverulegt val – frá stjórn- málamönnum til almennings. Slík tækfæri er sérstaklega auðvelt að veita kjósendum á vettvangi sveit- arstjórna, enda eru ýmsar ákvarðanir er varða nærumhverfi fólks teknar á þeim vettvangi. Þar á að skoða alla málaflokka með hliðsjón af því hvar hægt er að veita kjósendum val um þjónustu og vinna svo að málum sveit- arfélagsins í samræmi við það val. Aug- ljóst er að þetta er sérstaklega nær- tækt í stærstu málaflokknunum, þar sem fólk á t.d. að hafa fullt og raun- verulegt val um það hvert það sendir börn sín í leikskóla og grunnskóla svo fátt eitt sé nefnt. Þar eiga hvorki mörk sveitarfélaga, mörk einstakra hverfa né rekstrarform að ráða ferðinni, heldur á sveitarstjórnin einungis að auðvelda fólki valið með góðum upplýsingum, umræðu og kynningu. Þannig fá allir kjósendur tækifæri til að móta eigin nú- tíð og framtíð með raunverulegum hætti. Og þannig tryggir aukið val kjós- enda aukið og enn betra lýðræði. aukið lýðræði Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins æðið á ekki aðeins að sendum tækifæri til að það sem þeir vilja, innig tækifæri til að ð sem þeir vilja. ‘ Morgunblaðið/Ómar ólk á að geta framkvæmt í samræmi við eigin vilja og mótað þannig g aðgerðir á vettvangi stjórnmálanna, segir greinarhöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.