Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 29
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 29
Ástkær móðir okkar,
GUÐRÚN SIGURGEIRSDÓTTIR,
Sporðagrunni 19,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 30. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Bogi Stefánsson,
Ragna Hafdís Stefánsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GRÍMUR JÓNSSON
fyrrverandi héraðslæknir,
Fjarðargötu 17,
Hafnarfirði,
sem lést þriðjudaginn 23. mars, verður jarð-
sunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudag-
inn 30. mars kl. 13.30.
Gerda Jónsson,
Grímur Jón Grímsson, Helga Guðjónsdóttir,
Lárus Grímsson, Jóhanna D. Kristmundsdóttir,
Þórarinn Grímsson, Sigrún Sæmundsdóttir,
Jónína Ragnheiður Grímsdóttir, Ágúst Ólafsson,
Bergljót Grímsdóttir, Gunnar Jóhann Friðriksson,
Egill Grímsson, Guðrún Garðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Rögnvaldur Sigur-
jónsson og Helga Eg-
ilson kona hans voru
64 ára þegar við Ein-
ar Karl hittum þau
fyrst á gangstéttinni fyrir utan
heimili þeirra á Þórsgötu 21 A. Við
vorum 34ra, að hefjast handa við
húsbyggingu hinum megin við göt-
una. Þau buðu okkur velkomin og
fylgdust af áhuga og kannski ofur-
litlum hrolli með ferlinu frá því að
litla rauða timburhúsið á númer 18
var rifið og upp reis steinhús jafn
hátt því sem þau sjálf bjuggu í og
tók fyrir útsýnið þeirra til Skerja-
fjarðar. Framkvæmdunum fylgdu
skurðgröfur, loftpressur, steypu-
bílar og fleiri hávaðatól sem
frömdu tónlistargjörninga utan við
gluggana þeirra af annarri tegund
en þau höfðu lagt mesta rækt við
um dagana. Í kjölfarið var sjálf
gatan grafin upp, skipt um skólp-
lagnir, vatnslagnir, raflagnir, og
símastrengi og íbúarnir gengu á
tréplönkum yfir skurði sem ýmist
var verið að moka upp úr eða ofan
í.
Framkvæmdirnar buðu upp á
samtöl á skurðabörmunum um
hvað myndi nú verða úr þessu öllu
saman, en þarna var í mótun
fyrsta vistgatan í Reykjavík.
Rögnvaldur leyndi því ekki að eitt
olli honum áhyggjum á bygging-
artímanum. „Hvað ætlið þið að
fara hátt með húsið?“ spurði hann
og bauð okkur inn til þess að sýna
okkur hvað þau Helga hefðu fal-
legt útsýni úr stofugluggunum og
enn betra úr stúdíóinu í risinu þar
sem flygillinn hans stóð. Við sýnd-
um þeim teikningarnar og vorum
dálítið leið yfir því að verða til
þess að skerða þessi gæði. Þá
sagði Rögnvaldur: „Uss krakkar
mínir, við höfum búið í New York
og París og Vín og ekki var það til
að góna á útsýnið. Borg er borg.“
Þannig hófst vinátta okkar andbýl-
inganna. Þegar húsbyggingin var
að ríða efnahag okkar á slig varð
okkur það til happs að Einar var
ráðinn í starf hjá Norðurlandaráði
í Stokkhólmi og hélt þangað á und-
an fjölskyldunni. Á þriðja vori okk-
ar í húsinu var ég búin að pakka
saman búslóðinni á leið til Svíþjóð-
ar með dætur okkar tvær á eftir
Einari. Rögnvaldur og Helga sögð-
ust sjá eftir okkur úr götunni og
vildu létta mér brottflutninginn og
búskapinn innan um kassana. Þau
kölluðu í sameiginlega vini og buðu
til kveðjuveislu sem mér er
ógleymanleg og aldrei verður full-
þökkuð.
Þegar við fluttum aftur heim
rúmum fjórum árum síðar og einni
dóttur ríkari fögnuðu þau okkur
eins og foreldrar týndum börnum.
Og húsið var málað og lóðin löguð
og lífið féll í fastar skorður með
vappi um gangstéttirnar, léttu
spjalli og spurningum um líðan og
gengi í veraldarvafstrinu. Stundum
buðu þau okkur yfir til sín, stund-
um við þeim til okkar. Oft þegar
ég kom heim frá matarinnkaupum
síðdegis bárust ljúfir píanótónar út
um stúdíóglugga Rögnvalds og ég
setti frá mér plastpokana á stétt-
ina og hlustaði smástund á hann
æfa sig. Fór svo inn og opnaði eld-
húsgluggann og heyrði framhaldið
á meðan ég tók upp úr pokunum.
Þannig voru tónleikarnir með
Rögnvaldi Sigurjónssyni píanóleik-
ara sem ég fékk að njóta.
Rögnvaldur Sigurjónsson var
mikils metinn listamaður og mikils
metinn maður.
Helga elskaði hann og dáði frá
RÖGNVALDUR K.
SIGURJÓNSSON
✝ RögnvaldurKristján Sigur-
jónsson fæddist á
Eskifirði 15. október
1918. Hann lést á
heimili sínu í Reykja-
vík 28. febrúar síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Dóm-
kirkjunni í Reykja-
vík 9. mars.
unglingsaldri, synirnir
Þór og Geir sömuleið-
is og barnabörnin og
ég varð oft vitni að
því hvernig Guðlaug
tengdadóttir hans um-
vafði hann og Helgu
kærleika sínum og
umhyggju. Vinir hans
vissu vart skemmti-
legri mann og nem-
endurnir bera honum
fagurt vitni. Ég byrj-
aði að syrgja Rögn-
vald og Helgu þegar
þau fluttu úr Þórsgöt-
unni og hugsaði upp á
frönsku: „Partir, c’est mourir un
peu.“ „Að fara er að deyja dálítið“.
Svo dó Helga og þar sem þau
höfðu áður alltaf gengið tvö saman
gekk hann nú einn og lotinn. Við
hittumst helst á tónleikum, en sem
fyrr átti hann það til að hringja að
gefnu tilefni. Síðast til að bjóða í
85 ára afmælið sitt. Þegar kom að
því að hann færi í fimmtugsafmæl-
ið hennar Guðlaugar vaknaði hann
ekki. Var þó ferðbúinn. Í erfi-
drykkjunni hitti ég Lenu Berg-
mann sem sagði: „Í Rússlandi
segja menn að svona deyi bara
dýrlingar.“ Ég býst við að Röggi
hefði snúið slíkum ummælum upp í
gamansögu. En hvað sem menn
segja í Rússlandi vita menn á Ís-
landi og víðar að Rögnvaldur Sig-
urjónsson var fágætur maður.
Við Einar Karl sendum öllum
syrgjendum samúðarkveðjur.
Steinunn Jóhannesdóttir.
Ég kynntist Rögnvaldi fyrir um
15 árum þegar ég gerðist nemandi
hans við Nýja Tónlistarskólann.
Þeim kynnum verð ég ævinlega
þakklátur.
Fyrstu árin sótti ég tíma á heim-
ili Rögnvaldar, þangað sem ég átti
oft eftir að koma. Þar kynntist ég
Helgu, eiginkonu Rögnvaldar, sem
var yndisleg kona sem alltaf tók
vel á móti mér með bros á vör.
Samband þeirra bar vott um mikla
ást og gagnkvæma virðingu, sam-
band sem ég hef ávallt litið upp til
og látið verða leiðarljós í minni
sambúð. Alltaf fann ég fyrir friði
og góðum anda inni á heimili
þeirra hjóna og betra te hef ég
aldrei smakkað.
Ég fann aldrei fyrir kynslóðabili
á milli okkar og fyrir mig sem
ungling að kynnast þannig lífsvið-
horfi var mjög mikilvægt. Hann
kenndi mér ekki bara á píanó,
heldur líka á lífið sjálft og sú
kennsla er ómetanleg, því það sem
lifir áfram í mér af því sem ég
lærði af Rögga mótar mig af miklu
leyti í dag.
Ég vil þakka fyrir allar þær
stundir sem við áttum saman.
Stundir sem ég á aldrei eftir að
gleyma lengi sem ég lifi.
Því er þannig farið með merki-
lega menn eins og þig að maður er
alltaf að segja af ykkur sögur, sög-
ur sem aldrei gleymast og halda
minningu ykkar á lofti. Sögur sem
eru svo merkilegar að ekki er
hægt annað en dást að þeim. Og
ég dáðist svo sannarlega að þér.
Guð blessi minningu þína.
Ingólfur Jóhannesson.
Fyrir rúmum tveimur árum
skrifaði ég kveðju til ömmu hér
sem byrjaði þannig að það brakaði
alltaf í stiganum á Þórsgötu 21A.
Nú þegar ég kveð gamla manninn
þá er það ennþá stiginn sem mér
kemur í huga. Þegar ég rifja það
betur upp þá er það vegna þess að
þau giskuðu alltaf eftir hljóðinu
hver okkar krakkanna það væri
sem myndi birtast á bak við gler-
hurðina. Þegar þangað var komið
tók við löng barátta við að ná af
sér bomsunum og komast inn til
þeirra fljótt, fljótt. Amma tók okk-
ur inn í eldhús og afi spjallaði svo
við okkur en ekki fyrr en eftir
fréttir því að það var honum mik-
ilvægt að fylgjast með heimsmál-
unum.
Ég hef oft velt því fyrir mér
hvort hann hafi nokkurn tímann
misst af fréttatíma ef hann var
ekki sofandi. Þegar ég velti því
fyrir mér ásamt því hvaða árangri
hann náði í sinni list og keppti þar
að auki á ólympíuleikunum í Berlín
í sundknattleik, þá finnst mér
heldur vandræðalegt að kvarta
undan tímaleysi. En það merkilega
við Rögnvald Sigurjónsson var að
hann náði í sínu lífi að gegna svo
mörgum og flóknum hlutverkum
og sinna svo mörgum samböndum
og gera það vel. Hann var dyggur
eiginmaður Helgu sem hann
kynntist 16 ára. Hann var faðir.
Hann var listamaður og kennari.
Hann var vinur svo margra. Og
hann var elskulegur afi minn.
Hann var maðurinn sem ég 6 ára
færði blóm eftir afmælistónleika
hans stóreygð og sennilega allt of
ung til að skilja neitt meira en
mikilvægi stundarinnar, en heimt-
aði að fara í óperuna nokkrum vik-
um seinna. Hann var maðurinn
sem með heimsfréttunum kenndi
mér að skilja málstað þessa Hróa
Hattar eftir að amma hafði sent
mig út á leikvöll í búning hans.
Hann var yfirlýstur raunsæis- og
efahyggjumaður sem hélt því fram
að englaskrautið á sjónvarpinu
hafi tekist á flug af einskæru
kraftaverki og neitaði alfarið skýr-
ingum mömmu að hitinn frá sjón-
varpinu hafi átt þar þátt að máli.
Hvers vegna? Það var einfaldlega
ekkert skemmtileg skýring! Líf
þeirra ömmu hafði svo mikil áhrif
á mitt að mig dreymdi unga að
fara til útlanda og upplifa þó ekki
yrði nema brot af þeim ævintýrum
sem þau lifðu. Það er vegna þess
sem ég gat ekki verið viðstödd
kveðjustundirnar með fjölskyld-
unni og vinunum. Ég er búin að
sakna afa svo lengi eftir að ég
flutti í burtu. Hálfkláruð bréf eru í
tölvunni minni og ég er ennþá ekki
búin að átta mig á hvað ég á að
gera við þau núna. Ég hafði hlakk-
að svo til að hitta gamla manninn
nú í vor og í huga mér hafði ég
ætlað mér að spyrja hann: „Segðu
mér afi … Þegar þið amma vor-
uð … Segðu mér fleiri sögur af því
hvað amma var falleg.“ Það er svo
skrýtið en um leið svo ljúft að það
er varla hægt að skrifa um bara
eitt þeirra hjóna. En það orð sem
kemur í huga meira en annað er
orðið ævintýri. Takk fyrir þau og
að hafa verið umfram allt fyrir-
mynd í að lifa þessu lífi með opin
augu og eyru, vakandi og virk.
Áttatíu og fimm ár jafn stórbrotin
og hvert einasta verk sem hann
flutti en lifuð á þann auðmjúka og
vandvirka hátt sem hann hitaði sér
tebollann á hverjum einasta degi.
Það er ekki hægt að biðja um
meira.
Ragnheiður Katla Geirs-
dóttir, Los Angeles.
Rögnvaldur Sigurjónsson hefur
kvatt þennan heim, en hann skilur
eftir sig stórt rúm í hjarta okkar
sem eftir lifum. Lífsgleði hans og
kraftur smitaði alla sem í návist
hans voru. Hann var líka einstak-
lega skemmtileg blanda af húm-
orista og rómantíker.
Það var alltaf gott að koma á
Þórsgötuna. Heimili þeirra Helgu
og Rögnvaldar fyllti mann vissri ró
og um leið sterkri lífsorku. Lífleg
skoðanaskipti sem voru algerlega
laus við fordóma, þannig að manni
fannst aldrei neinn sekur gerði það
að verkum að það var auðveldara
að láta í ljósi sínar eigin skoðanir.
Ekkert var ómerkilegt en því
fleira var stórkostlegt.
Hjónaband þeirra Helgu og
Rögnvaldar einkenndist af ást,
virðingu og vináttu. Það var ekki
sjaldgæft að hitta þau á gangi um
miðbæinn þar sem þau leiddust
hönd í hönd eins og unglingar í til-
hugalífinu. Og nú eru þau sam-
einuð á ný.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst Rögnvaldi og þakka honum
vináttu og stuðning.
Los Angeles í mars 2004
Hjördís Ketilsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSLAUG ARADÓTTIR
frá Ólafsvík,
lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi að kvöldi 26. mars.
Auður Bárðardóttir, Eyþór Lárentsínusson,
Þórdís Hjálmarsdóttir,
Garðar Eyland Bárðarson, Guðbjörg Sveinsdóttir,
Jenetta Bárðardóttir, Benóný Ólafsson,
Sigurður Skúli Bárðarson, Jóhanna Hauksdóttir,
Jóhanna Bárðardóttir, Sigurður Lárus Hólm,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
ERLENDUR Ó. JÓNSSON
skipstjóri,
Austurströnd 8,
áður Neshaga 13,
lést á líknardeild Landakotsspítala 27. mars sl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ásta M. Jensdóttir,
Edda Steinunn Erlendsdóttir,
Ólína Erlendsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar end-
urgjaldslaust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvu-
pósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um
leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá
að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/
eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmæl-
is- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins,
Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaup-
vangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum
greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýs-
ingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á
minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi
eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstu-
degi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skila-
frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist á réttum tíma.
Birting afmælis- og
minningargreina