Morgunblaðið - 29.03.2004, Page 31

Morgunblaðið - 29.03.2004, Page 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 31 ✝ Guðmundur MárBrynjólfsson fæddist í Andrésfjós- um á Skeiðum 5. jan- úar 1925. Hann lést á Líknardeild Landakotsspítala 20. mars síðastliðinn. Móðir Guðmundar var Una Ingimund- ardóttir, f. 4.12. 1904, d. 27.5. 2000, og fósturfaðir hans var Jón Ágúst Ket- ilsson, f. 8.8. 1908, d. 16.2. 1987. Guðmundur kvæntist árið 1951 Halldóru Guð- laugu Kjartansdóttur, f. 28.4. 1924, d. 13.4. 1987. Dætur þeirra tvær eru Una María, f. 27.10. 1950, gift Halldóri Jónassyni, f. 16.5. 1949 og Sólrún Erla, f. 6.2. 1954, gift Reyni Krist- óferssyni, f. 24.3. 1954. Dóttir Hall- dóru er Sesselja Þorbjörg Jónsdóttir, f. 18.2. 1949, gift Hallvarði Ferdin- andssyni, f. 8.5. 1941. Frá árinu 1990 hefur Guðmundur verið í sambúð með Sigríði M. Þorbjarn- ardóttur, f. 3.8. 1927. Útför Guðmundar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Faðir minn er dáinn. Hann lést eftir frekar stutta legu á líknardeild Landakotsspítala. Ég hef oft sagt við vini mína „Það eina sem ég ætl- ast til lífsins er að dóttir mín lifi mig.“ þá hugsaði ég ekki út í það að ég ætti eftir að upplifa það að missa föður minn ekki eldri en hann varð. Pabbi fæddist að Andrésfjósum á Skeiðum 5. janúar 1925. Móðir hans var Una Ingimundardóttir. Stjúpi hans Jón Ágúst Ketilsson gekk hon- um í föðurstað á unga aldri og var ávallt kært með þeim. Framan af ævi sinni dvaldi hann að mestu hjá afa sínum og ömmu í Andrésfjósum, þeim Ingimundi Guðmundssyni og Maríu Gísladóttur og þótti honum alla tíð einstaklega vænt um þau svo og um öll systkyni ömmu. Eftir grunnskólapróf hóf hann nám í bifvélavirkun hjá Sveini Eg- ilssyni. Hann lauk sveinsprófi sem bifvélavirki frá Iðnskólanum í Reykjavík um tvítugt og fékk meist- araréttindi þremur árum síðar. Fljótlega eftir það hóf hann störf hjá Vegagerð ríkisins og starfaði þar í um 20 ár sem bifvélavirki, síð- an hjá Bílaleigunni Fal í nokkur ár, en síðustu 20 ár starfsævinnar starfaði hann við viðgerðir hjá Hita- veitu Reykjavíkur. Um tíma sat hann í stjórn bræðrafélags Bústaða- sóknar og var meðhjálpari og kirkjuvörður í Bústaðakirku í nokk- ur ár eftir að kirkjan var byggð. Pabbi og mamma Halldóra G. Kjartansdóttir giftu sig í janúar 1951. Fljótlega eftir gifingu fluttu þau á Hverfisgötu 104D þar sem þau bjuggu í um 10 ár. Í kringum 1955 byrjuðu þau að byggja hús í Háagerði 77. Fjárráð þeirra voru lítil og aðgangur að lánsfjármagni lítill. Á þessum árum vann pabbi á verkstæðisbíl hjá Vegagerðinni við viðgerðir um allt land og var mikið í burtu. Öllum frítíma utan vinnu í mörg ár varði hann í að byggja Háagerðið, en við fluttum inn vorið 1961, sex árum eftir að hafist var handa við bygginguna. Undir 1970 fór að rætast úr fjár- hagslega hjá þeim. Þau elskuðu að ferðast og náðu að fara til flestra land í Evrópu áður en mamma dó 1987. Pabbi lét ekki staðar numið eftir það, hann hélt áfram að ferðast, en hann fór með okkur Agnesi dóttur minni til Spánar sum- arið eftir að mamma dó. Sumar af bestu endurminningum mínum um hann eru frá þeirri ferð. Þá held ég að við höfum bæði fundið hvað við vorum lík og hvað við áttum margt sameiginlegt. Hann átti eftir að ferðast víða eftir það m.a. heilmikla ferð til Taílands og Kína og víðar. Árið 1990 hóf hann sambúð með Sigríði M. Þorbjarnardóttur og áttu þau saman 14 góð ár. Sigga á íbúð á Spáni og þangað hafa þau farið einu sinni til tvisvar á ári og þar elskaði pabbi að vera, auk þess komu þau sér upp góðum húsbíl sem þau hafa notað í margar ferðir innanlands. Pabbi var alla ævi heilsuhraustur þar til hann greindist með með krabbamein árið 2002. Hann var skorinn upp þá um sumarið og náði sér ágætlega. Þau Sigga fóru þrisv- ar til Spánar eftir það. Veikindi hans tóku sig upp aftur síðastliðið haust, en þá var ekkert lengur hægt að gera. Ég er þakklát fyrir þann aukatíma sem hann fékk eftir að- gerðina. Hann var alla sína ævi létt- ur í lund og undi sér vel í góðra vina hópi. Hann var greiðvikinn maður og var alltaf tilbúinn að hjálpa öðr- um ef hann mögulega gat. Þó að það sé ávallt erfitt að kveðja þann sem manni þykir vænt um, er ennþá sárara að horfa uppá þá sem maður elskar þjást. Þegar þannig er komið verður dauðinn líkn. Elsku Sigga mín, megir þú öðlast styrk til að ganga eina ferðina enn í gegnum ástvinamissi. Elsku pabbi minn, ég vil þakka þér fyrir allt. Erla. Í dag er borinn til grafar afi minn og nafni Guðmundur Már. Afi var uppalinn í Andrésfjósum á Skeiðum en flutti síðar til Reykjavíkur. Hann lærði bifvélavirkjun og vann í mörg ár hjá Vegagerð ríkisins en lauk sinni starfsævi hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Hann kynntist ömmu, Halldóru Kjartansdóttur og byggðu þau sér hús í Háagerði í Bústaða- hverfinu. Þau eignuðust tvær dætur saman. Þetta var lítil en samheldin fjöl- skylda og margar af æskuminning- um mínum tengjast afa og Háagerð- inu. Hann átti t.d. alltaf kók og Miranda á flöskum niður í kjallara sem hann gaf okkur krökkunum og ætíð gaf hann sér tíma til að leika við okkur. Ég var alltaf mjög mikið með honum enda fannst ömmu ég vera svo óþekkur að hún sendi mig alltaf með afa. Ekki taldi hann það eftir sér enda var ég eini strákurinn í hópi barnabarnanna og þar að auki skírður í höfuðið á honum. Afi var afskaplega nýtinn maður og vildi helst engu henda. Enda var margt sem leyndist hjá honum þ. á m. fjölmargir símar sem hann hafði sankað að sér í gegnum tíðina. Það var mesta sportið hjá syni mínum að fara upp á loft hjá langafa og fá að grúska svolítið í dótinu hans, þar var m.a. að finna uppstoppaðan ref, gamla „sjóræningjabyssu“ og ýmsa minjagripi frá mörgum löndum. Afa fannst einnig afskaplega gaman að ferðast, hann fór reglulega til út- landa en ekki síður fannst honum gaman að ferðast um Ísland. Það er varla til sá staður á land- inu sem hann hafði ekki komið til. Árið 1987 lést amma snögglega eftir stutt veikindi og var það mikið áfall fyrir afa. Seinna kynntist hann Sigríði Þorbjarnardóttur og bjuggu þau í Breiðagerði. Húsið í Háagerð- inu var honum þó alltaf jafnhjart- fólgið, enda byggði hann það sjálfur, og vildi hann ekki selja það. Hann var því mjög ánægður í sumar er við tókum húsið í gegn, það var hon- um mikilvægt af vita af því í lagi. Ég á eftir að sakna afa og þá ekki síður eldri sonur minn sem var mjög hændur að langafa enda var hann duglegur að lauma smá aur í vasann. Ég er þakklátur Sigríði fyr- ir hve vel hún reyndist afa öll þau ár sem þau voru saman. Guð geymi þig. Hvíl þú í friði, afi minn. Már, Ásta, Vignir Már og Orri Már. Elsku besti afi minn, núna ertu farinn frá mér. Ég á bágt með að trúa því að ég sjái þig ekki aftur. Í æskuminningum mínum minnist ég alltaf þín og ömmu í Háagerðinu þar sem ætíð var gott að koma og vel tekið á móti mér. Það var því mikið áfall þegar amma dó aðeins 63 ára gömul og afi varð einn eftir. Ein minning situr eftir um góð- vild afa í minn garð. Eftir að ég fékk bílpróf kom hann alltaf til mín og fór með mér er setja átti vetr- ardekkin undir og tók hann ekki annað í mál en að borga. Þetta varð að árlegum viðburði þar til ég var orðin 25 ára gömul en þá fannst mér tími til kominn að ég gerði þetta sjálf. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku afi, þú gerðir svo mikið fyr- ir mig og mína fjölskyldu í gegnum árin og þakka ég þér fyrir það og allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Auður. Afi og ég. Þannig hefur það alltaf verið í mínum huga. Við systkinin vorum mikið hjá ömmu og afa þegar við vorum lítil og ég var afastelpa. Við vorum mikið saman niðri í bílskúr, afi að laga bílinn og ég að teikna bíl- inn. Á sumrin keyrðum við upp í sveit þar sem hann ólst upp. Á jól- um vorum við alltaf heima hjá ömmu og afa, annars hefðu engin jól verið fannst okkur systkinunum. Mér er minnisstæðast hvað hann var þolinmóður og hans sérstaka klapp á höfuðið sem endaði ávallt á nefinu. Góðhjartaðri afa er erfitt að finna, hann var alltaf nálægt þegar ég þurfti á hjálp að halda. Þegar amma dó flutti ég til hans og hélt honum félagsskap. Ég bjó hjá hon- um í 5 ár, mjög ánægjuleg ár. Eftir að ég flutti til Svíþjóðar var sam- bandið minna, ég heimsótti hann og sambýliskonu hans þegar ég var á Íslandi og hringdi nokkru sinnum á ári. Alltaf var hann hress og kátur. Með sorg í hjarta kveð ég elsku- legan afa minn eftir erfið veikindi. Ég veit að hann hefur það gott núna og fylgist með mér og Alexander syni mínum. Ég sakna þín, það finnst bara einn afi eins og þú. Ester, Svíþjóð. GUÐMUNDUR MÁR BRYNJÓLFSSON ✝ Þráinn Sigurðs-son fæddist á Akureyri 11. nóvem- ber 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 18. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Kristjánsson, kaup- maður og sparisjóðs- stjóri á Siglufirði, f. 24.10. 1888, d. 11.3. 1977, og Anna Sig- rún Vilhjálmsdóttir húsmóðir, f. 18.8. 1888, d. 10.2. 1970. Þráinn var elstur fimm systkina. Hin eru: Haraldur Sigurðsson, f. 3.7. 1914, d. 1.6. 1915, Sigrún Sigurðardóttir, f. 29.9. 1917, d. 3.12. 1932, Sigur- jóna Sigurðardóttir, f. 8.2. 1919, d. 8.8. 2001, maki Haukur Krist- jánsson, og Vilhjálmur Sigurðs- þeirra eru Melkorka Edda, f. 16.8. 1960, og Freydís, f. 9.12. 1966, seinni maki Eddu er Bragi Þor- bergsson, f. 7.7. 1935, dóttir þeirra er Dagný Þóra, f. 7.9. 1977. 3) Ólöf Guðrún, f. 30.8. 1945, maki John Nathaniel Allwood, f. 13.9. 1958. Dætur þeirra eru Elísabet Ólöf, f. 14.6.1986, og Rebekka Anna, f. 2.3. 1989. Einnig ólu Þrá- inn og Ólöf upp dótturson sinn, Þráin Ólaf Jensson, f. 24.8. 1958, maki Jóhanna Agnarsdóttir, f. 4.1. 1957. Þau skildu, seinni maki Sig- ríður Hauksdóttir, f. 30.6. 1961, þau búa í Svíþjóð. Þráinn fór í Verslunarskóla Ís- lands og starfaði síðan við versl- unar- og skrifstofustörf þar til hann gerðist útgerðarmaður árið 1940. Eftir að hann hætti útgerð á efri árum vann hann á bæjarskrif- stofu Akraness og síðan í Bún- aðarbankanum og við innheimtu hjá vini sínum Herði Pálssyni bak- arameistara. Hann var þekktur skákmaður og bridsspilari. Þráinn verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. son, f. 14.5.1926, maki Sigríður Vilhjálms- dóttir. Þráinn kvæntist hinn 6. júní 1936 Ólöfu Júlíusdóttur húsmóður, f. 22.12. 1911, d. 16.9. 2001. Foreldrar hennar voru Júlíus Illugi Þórðarson, f. 1.7. 1866, d. 19.3. 1965, og Ólöf Guðrún Gísla- dóttir, f. 9.10. 1873, d. 11.7. 1936. Dætur þeirra eru: 1) Anna Sigrún, f. 26.4. 1937, maki Ottar Storheim, f. 15.9. 1928, þau búa í Noregi. Börn þeirra eru Björg Marianne, f. 9.7. 1969, og Ole Thrainn, f. 3.11. 1977. 2) Edda Júlía, f. 27.11. 1938, maki Freysteinn Þorbergsson, f. 12.5.1931, d. 23.10. 1974. Dætur Látinn er í hárri elli einn af mín- um kærustu vinum, Þráinn Sigurðs- son, útgerðar- og athafnamaður frá Siglufirði. Á Siglufirði ólst hann upp hjá foreldrum sínum en faðir hans var umsvifamikill í atvinnurekstri og opinberu lífi þar í bæ. Hann hélt ungur til náms í Verslunarskóla Ís- lands í Reykjavík. Hann var af- burða námsmaður. Eftir að námi lauk fluttist hann aftur norður til Siglufjarðar. Með honum fór unn- usta hans, Ólöf Björg Júlíusdóttir, sem hann hafði kynnst í Verslunar- skólanum. Þar nyrðra tekur hann við út- gerð, verslun og söltunarstöð föður síns. Mikil eru um áratuga skeið umsvif hans í þessum rekstri enda atvinnulíf í blóma á Siglufirði um þær mundir. Til Akraness flyst hann á sjöunda áratugnum og fer í útgerð með Þórði Guðjónssyni skipstjóra. Um 1970 hættir hann útgerð og vinnur í nokkur ár að skrifstofustörfum, fyrst á bæjarskrifstofum Akranes- kaupstaðar og síðan hjá Búnaðar- bankanum þar í bæ. Hjá undirrit- uðum kemur hann síðan til starfa og er þá orðinn sjötugur. Vinnur hann þá við innheimtu reikninga og bankaviðskipti. Hann starfar hjá mér um margra ára skeið og leysir störf sín af hendi með miklum ágætum svo að ekki verður á betra kosið, trúr og tryggur með afbrigð- um. Þráinn var mikill og landskunnur taflmaður. Á yngri árum var hann í fremstu röð íslenskra skákmanna. Þegar hann var í Verslunarskól- anum varð hann til að mynda Reykjavíkurmeistari í skák. Þá fór hann nokkrar skákferðir til útlanda með landsliði okkar. Þráinn Sigurðsson var einnig mjög góður bridsspilari. Við vorum spilafélagar mörg ár og oft var skemmtilegt við spilaborðið. Hann var mikill keppnismaður og fékk ég gjarnan orð í eyra ef honum líkaði ekki alls kostar hvernig gekk við spilaborðið. Þráinn hafði mikið yndi af að fara í berjamó og var það nánast ástríða hjá honum. Fór hann nær daglega til berja eftir að ber voru orðin full- þroskuð. Hann fór þá gjarnan um Borgarfjörð, í Dali og vestur á firði. Afabörnin hans í Mosfellsbænum, þær Lísa og Rebekka, nutu þess vel því að margar ferðirnar fór hann til þeirra með berjafötur. Þráinn Sigurðsson var mikill til- finningamaður. Hann átti yndislega konu sem áður er getið. Hún missti heilsuna upp úr sjötugu og var vist- uð á Sjúkrahúsi Akraness nokkrum árum síðar og lifði fram yfir nírætt. Það var aðdáunarvert hve mikla umhyggju Þráinn sýndi henni í veikindum hennar. Hann sat löngum stundum hjá henni við sjúkrabeðinn og fór með hana nær daglega í bílferð meðan heilsa leyfði. Starfsfólkið á sjúkrahúsinu hafði oft orð á því hve nærgætinn, góður og umburðarlyndur hann var. Þráinn dvaldist hjá dóttur sinni Önnu í Noregi í fjögur ár. En heilsu fór verulega að hraka og síðan um mitt síðastliðið ár hefur hann verið á Sjúkrahúsi Akraness. Ég sé nú á bak kærum vini mín- um sem ég mun ætíð minnast með mikilli hlýju. Ég sendi dætrum hans, barnabörnum, bróður og öllu venslafólki og vinum innilegustu samúðarkveðjur. Hörður Pálsson. Það var með smá fiðringi í mag- anum sem ég lagði af stað til Akra- ness í fyrsta skipti til að heimsækja foreldra kærustu minnar. Þetta var fallegur sunnudagur að vori og margt að sjá í Hvalfirði fyrir Eng- lending sem var nýfluttur til lands- ins. En það var strax í upphafi tekið vel á móti mér og Þráinn byrjaði að tala ensku við mig til að auðvelda kynni okkar. Í gegnum árin styrkt- ust þau kynni og oft heimsótti hann okkur enda hafði hann yndi af að keyra bíl og heimsækja dætur sínar og fjölskyldur þeirra sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu. Þótt hann væri ekki mikið fyrir mannfagnað mætti hann samt alltaf til að taka þátt í fjölskylduboðum. Þegar dæt- ur okkar voru litlar var gaman að fara með honum í berjamó. Hann kenndi börnum og jafnvel fullorðn- um að njóta ánægjulegrar samveru og útivistar við að tína ber. Sum- arbústaðaferðir með honum voru skemmtilegar og fræðandi. En ald- urinn færist yfir okkur öll og þegar kom að því að hann þurfti smá eft- irlit flutti hann til okkar og bjó hjá okkur um hríð. Þá tók við annar kafli í samskiptum okkar og mér fannst ég kynnast honum betur. Ég fékk smám saman nasasjón af þeirri lífsreynslu sem hann bjó yfir. Þótt hann væri heimakær hafði hann ferðast mikið áður fyrr. Sem unglingur lá hann nokkra mánuði á spítala í Danmörku, sem ungur maður ferðaðist hann til Englands á skákmót, sem útgerðarmaður dvaldi hann í Hollandi þegar verið var að smíða fyrir hann skip og sem bridsspilari keppti hann í Svíþjóð. Einnig hafði hann ferðast til Þýska- lands og Austurríkis og eftir að Anna dóttir hans giftist til Noregs fór hann gjarnan í heimsókn þang- að. Langvarandi og erfið veikindi lífsförunautar hans urðu honum svo erfið raun að hann virtist byrja að missa lífslöngun líka. Það var auð- velt að skynja hve djúpar og ástrík- ar tilfinningar höfðu einkennt langt hjónaband þeirra. „Hörkudugleg- ur“ er orð sem oft er notað um fólk, en Þráinn var það sannarlega að mínu mati. Vinna var skemmtileg og áorkaði hann miklu áður en hann fór á eftirlaun, kominn vel yfir sjötugt. Hann var ekki einungis ið- inn í vinnu, aðal tómstundaiðju sína, brids og skák, iðkaði hann af sömu ástríðu. Í hartnær 20 ár reyndist hann mér góður tengdafaðir og afi dætra minna, og alltaf munu minn- ingar um hann lifa með mér. John Allwood. ÞRÁINN SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.