Morgunblaðið - 29.03.2004, Side 32

Morgunblaðið - 29.03.2004, Side 32
MINNINGAR 32 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kæri nágranni og vinur … Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þú hafir kvatt þessa ver- öld. Hún verður óneit- anlega fátæklegri án anda þíns og smitandi hláturs sem ómar áfram í konungs- ríki þínu, fjöllunum. Við viljum þakka þér fyrir kæra vináttu í gegn- um árin og fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Elsku fjölskylda, megi guð styrkja ykkur í sorginni sem dvelur nú í hjörtum ykkar, en ljúfar minn- ingarnar munu færa ykkur birtu og hlýju. Elsku Addi, við kveðjum þig með söknuði þar til við hittumst aftur á heiðum himnanna ... Fram í heiðanna ró fann ég bólstað og bjó þar sem birkið og fjalldrapinn grær. Þar er vistin mér góð aldrei heyrist þar hnjóð þar er himininn víður og tær. Guðrún, Dagný, Stefanía og fjölskylda. Ég hrökk við og trúði varla að það gæti verið satt þegar mér var sagt að Addi á Sölvabakka væri látinn. Fyrir örstuttu hafði ég hitt hann hressan og kátan með spaugsyrði á vör. Þá ráðgerði hann að heimsækja mig og ræða um ákveðið efni í ritið Húnavöku. Því miður varð ekki af þeirri heimsókn. JÓN ÁRNI JÓNSSON ✝ Jón Árni Jónsson(Addi) fæddist á Sölvabakka 7. októ- ber 1937. Hann lést 9. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Höskulds- staðakirkju 19. mars. Það gefur lífinu gildi að eiga góða og trausta vini sem alltaf eru reiðubúnir að bjóða hjálp og lána verkfæri og þá alveg án þess að ætlast til nokkurs í staðinn. Þannig vinur var Addi. Maður sem mátti reiða sig á og vildi alltaf vel. Addi var einn af þessum traustu, dug- miklu og góðu bænd- um í héraðinu. Hans lífsstarf var að byggja upp jörð sína og rækta af framsýni ásamt Björgu, sinni ágætu og dugmiklu konu. Þau nutu þess í dagsins önn að annast kindur, kýr og hross og sjá búskapinn blómgast á Sölvabakka. Þau unnu sveitinni sinni og þar ólust upp dæt- urnar þeirra fimm, við holl og nyt- söm sveitastörf. Þegar þær stækk- uðu nutu þær góðrar menntunar. Allar urðu þær stúdentar og héldu síðan áfram lengra námi en voru þó alltaf tengdar heimahögunum og ein þeirra ásamt tengdasyni tók við búinu af foreldrum sínum í byrjun þessa árs. Í fyrstu vissi ég ekki hvað Addi átti við þegar hann með bros á vör sagði að hann væri nú ekki alveg einn við búskapinn því að hann hefði kvenfélagið sitt en það voru þá dæt- urnar fimm og Björg, kona hans. Addi hafði áhuga á ýmsu fleira en búskapnum. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum í héraðinu og sat lengi í hreppsnefnd Engihlíðarhrepps. Sérstaklega fundust mér honum samt fjallskilamálin í hreppnum hugleikin en hann var um margra ára skeið fjallskilastjóri. Hann naut þess í göngum að komast í takt við kindur og hross í frjálsræði ís- lenskrar náttúrufegurðar. Síðan voru réttirnar honum hátíðisdagar. Þegar hann gekk í Lionsklúbbinn á Blönduósi fannst mér ferskur og hressilegur andi fylgja honum. Þar var hann ötull og starfssamur félagi eins og alls staðar þar sem hann lagði hönd að verki. Addi átti auð- velt með að vinna með öðrum á sviði fjölþættra félagsmála í héraðinu og hægt er að fullyrða að hann var vin- sæll og vel látinn vegna starfa sinna. Það er gott að geta minnst þess að hafa kynnst þessum góða dreng sem Addi var. Við hjónin á Kagaðarhóli sendum Björgu, dætrunum og allri stórfjöl- skyldunni hugheilar samúðarkveðj- ur og góðar framtíðaróskir. Stefán Á. Jónsson. Kæri frændi. Ég velti því fyrir mér hvað ég á að segja nú þegar ég kveð þig í síð- asta sinn. Það er svo margt sem mig langar til að tala um og segja frá því margt höfum við gert og talað um, til að mynda um gæsaveiðina og dauða hrútinn sem frægt varð. Sem lítill drengur fór ég oft í sveitina til Adda frænda og Boggu og var alltaf kátt á hjalla hjá þeim hjónum og mikið hlegið og mikið vildi ég oft verða eins og Addi, það er góður hestamaður, en það hvarf fljótt er við Lena duttum bæði af baki þar sem Addi teymdi undir okkur og hestaáhuginn dofnaði verulega en áhuginn kom aftur með hækkandi aldri og þá gátum við Addi loks farið að tala aftur um hesta. En minning- arnar eru margar og góðar um Adda frænda og þær geymi ég í hjarta mínu. Elsku Bogga og dætur, megi góð- ur guð hjálpa ykkur og styrkja og hjálpa okkur að muna eftir Adda frænda. Hvort sem við erum einmana, sjúk eða ráðvillt fáum við umborið það allt, ef við aðeins vitum að við eigum vini. Jafnvel þótt þeir geti ekki hjálpað okkur. Það nægir að þeir eru til. Hvorki fjarlægð né tími, fangavist né stríð, þjáning né þögn megna að slá fölskva á vináttuna. Við þær aðstæður festir hún einmitt dýpstar rætur. Upp af þeim vex hún og blómgast. (P.B.) Jóhann Sigurðsson. Ég færi fjölskyldunni á Sölva- bakka mínar innilegustu samúðar- kveðjur vegna sviplegs fráfalls Adda. Mig langar til að minnast hans í nokkrum orðum og deila með ykkur því sem þið auðvitað vitið vel og miklu betur en ég. Hitt veit ég ekki hvort þið vissuð öll, að mér þótti fjarskalega vænt um hann Adda og sé mjög eftir honum. Ég veit að hann veit það því ég sagði honum það, oftar en ekki einhvers staðar í afréttinni okkar. Alltaf reyndist hann mér og mínum vel. Hversu lítið veit maður barnung- ur? Ég man eiginlega varla eftir mér nema í sveitinni heima og Addi og Sölvabakkafjölskyldan hafa alltaf verið órjúfanlegur hluti af mínum heimi. Og verða auðvitað áfram en öðruvísi eftir en áður. Mig rekur ekki minni til að hafa verið sagt í æsku af hverju Sölvabakkafjöl- skyldan var í uppáhaldi á Geita- skarði, eða af hverju Addi og hans fólk var þar alltaf sérstakir aufúsu- gestir. Mér hefur raunverulega aldrei verið sagt það. Þegar ég var yngri var það bara einhvern veginn sjálfsagt. Eftir því sem maður hefur vitkast hefur mér lærst að skilja ýmislegt, meðal annars af hverju Addi var slíkur aufúsugestur hjá okkur og víðast annars staðar. Það var vegna þess að það geislaði af honum góðmennskan, hann talaði aldrei illa um nokkurn mann í mín eyru – en gat átt til að gera góðlát- legt grín að náunganum – og það sem mér fannst alltaf meira um vert – sjálfum sér. Það geta allir gert grín að öðrum – en fáir að sjálfum sér. Hann var alltaf tilbúinn að sjá eitthvað skemmtilegt og jákvætt í hvaða aðstæðum sem upp komu. Einhver áramunur var á Adda og Boggu og foreldrum mínum og þannig atvikaðist að þó að við vær- um mörg systkinin á Geitaskarði og Sölvabakka og á svipuðum aldri, þá urðu bara Jóna Finndís og Stebbi í sama bekk. Það breytir þó ekki því að í litlu samfélagi eins og okkar þá er mikill samgangur og ég til að mynda hef þekkt Bjarneyju og Fríðu vel allt mitt líf – og vitað vel af hinum. Haft á því áhuga sem þær hafa verið að gera og svo framvegis. Líklega má segja að góðar óskir frá mér og mínum hafi alltaf fylgt Sölvabakkafjölskyldunni. Mér hefur alltaf verið hlýtt til Sölvabakka- fólksins enda gott fólk. Líklega er ekki hægt að lýsa því betur en í þessum tveimur orðum: „gott fólk“. Svo er hægt að prjóna við, skemmti- legt, vel gefið og umfram allt hlát- urmilt og bjartsýnt. Já, það er miklu betra að fara gegnum lífið hlæjandi – með húmorinn að vopni. Það sem ég er að reyna að koma frá mér er að Addi vinur minn hafði ríka kímnigáfu og hann prýddu margar þær dyggðir sem ég tel mest um verðar í fari manna. Ein af þeim vil ég nefna sérstaklega þegar ég minnist hans – en það er að hann var alls óspar á að sýna tilfinningar sínar til annars fólks. Þeir sem hon- um þótti vænt um vissu það vel – enda á það svo að vera. Fráfall hans minnir mig á tilgang lífsins og það allt saman … Ég veit fyrir víst að bæði skilur hann eftir og tekur með sér það sem mest er um vert. Góðar minningar. Ég held að það sé einn besti mælikvarðinn á farsæld í lífinu að skilja eftir sig góðar minningar hjá fólki og geta tekið með sér minningar um fjöl- skyldu, fólk og stundir þangað sem maður svo fer. Ég kýs því að þakka fyrir að hafa kynnst Adda, ég er viss um að ég hef lært ýmislegt af hon- um, um hann á ég ekkert nema góð- ar minningar og vona að þær minn- ingar sem hann tók með sér um mig hafi verið góðar. Vin minn Adda sé ég síðar, ykkur þó vonandi fyrr Sigurður Ágústsson, Vilnius í Litháen. Kæra vinkona. Mig langar að þakka fyrir þá miklu gjöf að hafa fengið að kynnast þér og eiga þig að. Okkar fyrstu kynni voru þeg- ar ég kom suður í október 1971 og fékk vinnu í Ora í Kópavogi. Föðurfólk mitt var margt fyrir sunnan en enginn í Kópavogi nema þú og dóttir þín Oktavía, yngsta systir pabba, og börnin hennar, Sigga, Stefán og Bjösssi litli. Pabbi hvatti mig til að hringja í stjúpu sína eins og hann kallaði þig ávallt. Þegar ég var búin að kynna mig og bera fram mitt vandamál, að mig vantaði húsaskjól þar til ég fengi leigt í Kópavogi, voru engin vandamál lengur. Þú sagðir mér að koma, þetta væri ekkert mál, auð- vitað yrði ég hjá ykkur. Aldrei varð neitt af leigu því þú tókst það ekki í mál, hér ætti ég að vera, það hefði afi viljað og við Sigga vorum í hennar herbergi sem var nú ekki stórt en hún tók mér opnum örm- um og einnig nafna mín og strák- arnir, ég varð bara ein af fjölskyld- unni. Viggó keyrði mig til ykkar á Borgarholtsbraut og tókst þú á móti mér með bros á vör og opinn faðminn sem ætíð varð þannig er við hittumst en þetta var skemmti- legur tími og lærdómsríkur. Við urðum strax góðar vinkonur sem hélst ævi þína á enda. Það var mik- SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR ✝ Sigríður Björns-dóttir frá Orms- stöðum í Eiðaþinghá fæddist 19. septem- ber 1906. Hún and- aðist 10. febrúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram í kyrr- þey. ið að gera hjá þér, þú vannst verk þín hljóð og er degi tók að halla smeygðir þú þér í þína kápu og gekkst út að skúra í skólanum og heim komst þú jafn hljóð og góð. Alltaf var tími fyrir okkur og endalaust hlóst þú að bullinu sem valt upp úr okkur Siggu, villtar og lífsglaðar unglingsstúlkur og þú síung og alltaf til í að spjalla um allt það sem mannlegt var. Það var mikið hlegið og gasprað, þú varst svo skemmtileg kona og minntir mig á mömmu þegar best lét. Ekki fékk ég að fara svöng að morgni í vinnu, allt var tilbúið þeg- ar við vöknuðum og þá var spjall- að, þú varst svo skemmtileg. Og ég kynntist afa í gegnum þig og þegar þú varst að segja mér svo margt um hann en því miður kynntist ég honum svo lítið, en ég man eftir honum í heimsókn á Víðirhóli, allt- af kátur og glaður eins og pabbi, enda sagðir þú: „Óli minn hefur lundarfar pabba síns, og þú hefur það líka.“ Og þú gafst mér marg- falda ást fyrir þig og afa bæði og ekki hefði ég getað verið heppnari með stjúpömmu og einu ömmuna sem ég hef kynnst. Þér tókst alltaf að láta mér finn- ast að ég væri alveg spes, skemmtileg, klár og skynsöm í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Og þrátt fyrir að það liðu mánuðir á milli funda okkar var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Mér leið alltaf vel í návist þinni, þú varst svo blíð og góð og kunnir að hrósa manni en ef ég hældi þér þá var annað uppi á teningnum – þú lagð- ir hendurnar saman, réttir úr bak- inu og sagðist halda að það væri al- gjör óþarfi að hæla þér. En hrós áttir þú fyllilega skilið. Og eftir að þú kynntist börnunum mínum þá fóru þau ekki varhluta af ást þinni og væntumþykju. Þú talaðir oft um það þegar þú mættir strákahóp á Laugaveginum og einn rauðhærður hnokki tók sig út úr hópnum, hljóp til þín og faðmaði þig, var þar þá kominn Óli Steini minn í skóla- ferðalagi. Svo sagðir þú: þetta hefðu ekki allir krakkar gert, að kyssa gamla kerlingu á miðjum Laugaveginum“. En í hans augum varst þú hún Sigríður amma sem var sko ekkert til að skammast sín, þvert á móti. Og Hjödda mín, eins og þú kallaðir hana alltaf, hún var alveg einstök fannst þér, alltaf svo hress og glöð. Þegar við Brynja frænka komum að heimsækja þig með krílin henn- ar þá varstu svo glöð og fannst svo stórkostlegt hvað lífið var skrýtið en þau eru langafabörn hans Gunn- þórs bróður þíns. Það voru svo margar skemmtilegar stundir á Borgarholtsbraut, á Njálsgötu og svo heimsóknirnar þínar á Akur- eyri og Egilsstöðum. Eins og þegar mér var falið að sækja þig út á flugvöll, þú varst að koma í heim- sókn til Akureyrar, rúmlega 75 ára að aldri, ég sé enga roskna konu koma út úr vélinni en er allir far- þegar eru að verða komnir í hús sé ég þessa flottu konu í svörtum leð- urstígvélum, ljósri hálfsíðri kápu, með svarta hanska og tösku og með hatt, svona skvísa um fimm- tugt, ó nei, þetta var þá pæjan úr Kópavogi. Ó, þú varst svo flott og brosið á sínum stað, aldur hjá þér var svo afstæður. Þú gast passað með hvaða aldri sem var enda sagðir þú að meðan heilsan væri í lagi ætti enginn að vera eldri en hann vildi sjálfur, enda sannaðir þú það og ekkert mannlegt var þér óviðkomandi. Enginn var það ómerkilegur að þú gætir ekki rétt fram hjálpar- hönd og ekki fórstu í manngrein- arálit og mast manngæsku, gott og heiðarlegt hjarta ekki síður en menntagráðu. Það var svo frábært hvað þið mamma urðuð nánar og miklar vinkonur, alltaf höfðuð þið nóg að skrafa og féll ekki verk úr hendi enda prjón og hekl ykkar áhugamál. Já, oft var pabbi búinn að lýsa því þegar þið afi og litla daman ykkar bjugguð á Laugaveg- inum. Að sjálfsögðu sjaldnast bara þrjú, því ævinlega var fullt af fólki hjá ykkur alls staðar að af landinu og alltaf var nóg pláss í litla bak- húsinu og það var sungið, gasprað og hlegið og nóg rými fyrir alla í þínu kærleikshjarta, þar var ljós sem margir sóttust í til að sækja sér styrk. Ekki hefðu allar konur gert það að skíra einkadótturina í höfuðið á ekkju manns síns en það gerðir þú því þú varst alveg sérstök, mín kæra og allt þitt æðruleysi, sást alltaf það góða og það jákvæða og þegar sjónin þín var tekin að mestu frá þér fannst þér að það hefði getað verið verra, þú kæmist þó alltaf hjálparlaust út að ganga og á rabbbekkinn og gætir heklað. Var það með ólíkindum hvað þú gast heklað fallega bara með þína næmu fingur án sjónar og síðast þegar við hittumst sagðist þú nú ætla að hekla teppi handa honum Óla Steina þínum þó svo það myndi vanta einhverjar lykkjur í það því hann tæki ekkert eftir því. Svo hlóstu því þú vissir að strákar hafa ekkert vit á hekli, alltaf spaugsöm. Og þegar við mamma og pabbi fór- um með þig í Víðirhól fyrir um átta árum hélt ég að þú hefðir lítið gaman af því vegna sjónarinnar. Þá sagðir þú, ég þarf ekkert að sjá, bara gaman að vera með. Þær voru skemmtilegar ferðirnar okkar fyrir austan, þú naust þess að teyga að þér austfirska loftið og kíkja á ætt- ingjana, þú varst svo mikill ætt- arvinur og ætt þinni og okkar til sóma að giftast manni er átti tíu börn fyrir og elska þau öll og alla þeirra afkomendur. Hefðu ekki all- ir haft nægilegt rými í sínu kær- leikshjarta en það hafðir þú enda elskuð af þeim á móti. Það var svo gaman hvað þið mæðgurnar voruð nánar og þess vegna gastu verið mestallan tímann heima. Það mættu margir taka hana dóttur þína sér til fyrirmyndar, hún á heiður skilinn. Með hennar fyrir- mynd mætti veita mörgum öldr- uðum gleði og líflegra ævikvöld og þín barnabörn, sem ávallt voru þér svo kær og þú hugsaðir svo vel um, voru svo lánsöm að eiga þig og svo fékkstu að njóta langömmu- barnanna sem elskuðu þig óend- anlega, þau eru rík að eiga ljós þitt í hjarta sér. Elsku Sigríður mín, nú ertu komin í æðri heimkynni til Stef- ánanna þinna þriggja og allra vina og ættinga og veit ég að það hafa verið fagnaðarfundir og stór kær- leikshópur sem hefur tekið á móti þér og glaðst yfir því að fá þig loks í dans og söng. Já, 97 ár og ekki öll á silfurfati, nei, þú þurftir að vinna fyrir þínu. Þú barst þínar sorgir og tilfinningar ekki á torg en gast rætt þær við þína nánustu og vin- ina sem þú treystir, því þú varst svo óendanlega skynsöm kona. En ég vona að þú komir í heimsókn til mín í spjall, bara svona þegar þú verður búin að koma þér fyrir á nýja staðnum. Elsku vinkona, ég og börnin mín, Hjördís, Olga og Óli Steini, þökk- um fyrir að hafa fengið að vera í þínu lífi, kynnast þér og fá að elska þig. Munum við ávallt varðveita minningu þín í hjörtum okkar og sækja okkur ljós í minningu þína. Megi góður Guð ávallt vaka yfir fjölskyldu þinni, þeim Oktavíu, Siggu, Bjössa, Pálma, Telmu og halda sínu skæra lífsins ljósi yfir ykkur ætíð þar sem þið eruð. Elsku vinir, haldið ljóssprota þess- arar merku konu hátt á lofti. Samúðarkveðja; Oktavía H. Ólafs, börn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.