Morgunblaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 33 ✝ Fanney JóhannaGuðmundsdóttir fæddist í Hafnarfirði hinn 5. desember 1932. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Jó- hannsdóttir, f. í Nýja Bæ í Krísuvík, og Guðmundur Björns- son f. í Garðhúsum í Hafnarfirði. Eftirlifandi eigin- maður Fanneyjar er Friðrik Sigfinnsson iðnverkamað- ur í Hafnarfirði, f. 2. mars 1926 í Grænanesi á Norðfirði. Þau eiga fimm börn. Þau eru: 1) Guðbjörn Friðriksson, f. 4. apríl 1953, d. 5. febrúar 2004, kvæntur Ragnheiði M. Björgvinsdóttur og eiga þau einn son. 2) Sigríður Jó- hanna, f. 21. sept. 1954, gift Mohamm- ad Sardar, f. 8. jan. 1943. Þau eiga tvær dætur og tvö barna- börn. 3) Guðfinna Halldóra, f. 2. júní 1958. 4) Kristín Guðný, f. 25. des 1963, gift Björgvin Áskelssyni, f. 30. júlí 1963. Þau eiga eina dóttur. 5) Sigurbjörg Guðlaug, f. 13. mars 1968. Útför Fanneyjar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elskuleg móðursystir er látin. Barn að aldri fannst mér einstak- lega skemmtilegt að heimsækja þessa frænku mína suður í Fjörð eins og við kölluðum það. Fanney bjó alla tíð í Hafnarfirði þar sem hún var alin upp í vinalegu húsi með stórum garði. Stendur mér í fersku minni hve allt var fallegt og snyrtilegt innan húss og utan, allt gljáfægt og strokið, stiginn upp á loft alltaf stífbónaður. Fanney var mikil móðir og trygglyndi hennar mikið. Lífsbar- átta hennar snerist aðallega um börnin, heimilið var hennar vett- vangur. En það voru fleiri börn en hennar eigin sem áttu góðan að þar sem Fanney var. Á yngri árum var hún óþreytandi að spássera með okkur systurnar litlar um götur Hafnarfjarðar og skemmti okkur með ýmsum frásögnum á leiðinni og ekki þótti okkur verra að alltaf keypti hún ís handa okkur. Einnig passaði hún mig og Jónu systur stundum þegar við áttum heima á Hjallaveginum og áttum við þá enn góðar stundir saman. Glaðværð og hressileiki einkenndi Fanneyju alla tíð og það var gott að eiga svona skemmtilega frænku. Fanney var minnug og fróð og kunni margar sögur af fólki af æskustöðum og samferðamönnum og sagði vel frá og hreif mann með sér. Oft voru tilsvör hennar snögg og ákveðin og það fór ekki milli mála ef henni þótti eitthvað miður. Hún var mikil tilfinningavera, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og fór ekki dult með. Það mátti margt læra af Fanneyju, hún var síung í anda, vel gefin, og feng- ur að hafa kynnst henni. Það var Fanneyju og fjölskyldu hennar þungt áfall að missa einka- soninn Guðbjörn fyrir fáeinum vik- um en hún veiktist alvarlega um það leyti. Ég og fjölskylda mín þökkum Fanneyju prýðileg kynni og velvilja í okkar garð og vottum Friðriki, börnum og öðrum að- standendum innilega samúð okkar. Svanfríður Óskarsdóttir. Fanney vann á sínum yngri árum mest við framreiðslu- og af- greiðslustörf á hinum ýmsu veit- ingastöðum í Hafnarfirði. Stöðum eins og Hótel Kjallaranum, Skál- anum og Birninum. Einnig vann hún um tíma á Sólvangi. Hún var virk í bæjarpólitikinni í mörg ár átti sæti í kjörnefnd o.fl. Trú sinni sannfæringu um réttlæti og jöfnuð milli allra manna. Hún elskaði landið sitt og vildi því allt það besta eins og hún vildi sinni eigin fjöl- skyldu. Nú hefurðu kvatt þennan heim eftir ótrúlega þrautseigju í baráttu þinni við hvert áfallið af öðru, bæði þín eigin veikindi og sonarmissi. Þú stóðst bjargföst við hlið Guð- björns í hans miklu veikindum þrátt fyrir að þú stæðir vart undir sjálfri þér. Hvaðan kraftur þinn kom er manni gjörsamlega hulið, og þegar hann lést núna í febrúar, varðst þú svo veik og gast ekki fylgt honum til grafar. Við báðum og vonuðum að við fengjum þig heim aftur, þú varst búin að berjast svo mikið fyrir lífinu. Þú sagðir í eitthvert sinnið á spítalanum: „Ég er búin að ákveða að gefa ekki upp öndina!“ en Guð virtist hafa annað í huga. Nú eruð þið sameinuð aftur Guðbjörn og þú og gangið á Guðs vegum. Lífsbarátta þín var hvorki létt né einföld. Erfitt gat verið að fæða og klæða fimm börn með bara einni fyrirvinnu. Það voru líka ófáar næt- urnar sem þú sast við sauma og nýttir allt sem hægt var, næturnar voru eini tíminn þar sem þú hafðir nægan vinnufrið. Elsku mamma, örvænting þín er enn ljóslifandi fyrir okkur elstu systkinunum þegar Kristín fæddist og var lífshættulega veik og seinna Sigurbjörg sem var líka svo veik og stundirnar þar sem þú gekkst um gólf þegar ekkert heyrðist frá pabba sem var langt úti á sjó í vondum veðrum. Ekki var það auð- veldur tími. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann og létt væri að fylla heilan bókaflokk. Hugsi maður aftur til æskuáranna þá standa upp úr þær mörgu stund- ir sem þú varðir í að kenna okkur bænir og vísur, söngst fyrir okkur og með okkur og spilaðir jafnvel með á gítarinn þinn. Það var svo notalegt að sitja í hlýja fanginu þínu og bara hlusta eða taka þátt. Þú lagðir ávallt mikla áherslu á að við kynnum bænirnar og færum með þær kvölds og morgna, sem við gerum enn þann dag í dag. Hugsanirnar svífa frá einu minn- ingarbrotinu til annars. Eins og þegar við fórum niður á bryggju til að mæta pabba þegar hans var von í land og þú festir hælana á skónum þínum á milli bryggjuborðana. Lautarferðirnar annaðhvort með þér einni, vinkonum þínum eða pabba út í hafnfirska hraunið þar sem nú er risið iðnaðarhverfi, í Hellisgerði með Póló, Sinalco, Conga eða einfaldlega smurt brauð og djús eða mjólk á flösku. Gönguferðir upp á Holt eða inn í Hraunsholt með barnavagn. Reykjavíkurferðir með viðkomu á Hressó. Þetta voru gleði- og gæða- stundir. Uppeldið sem við fengum var strangara en flestra leikfélaga okk- ar á hverjum tíma. Góðir siðir voru þér mikilvægir og að við kynnum að hegða okkur vel í öðrum húsum sem og heima. Ekki var það samt alltaf svo, að sátt ríkti um alla hluti og gátu raftar skolfið ef svo bar undir. Eftir sem áður elskaðirðu okkur og varst svo oft komin til að styðja þegar mikið bjátaði á, þótt þú ættir oft í raun nóg með þitt. Þú skilur börnin þín eftir með þá góðu gjöf að vera fordómalítil og vitneskjuna um að við ættum alltaf að styðja þá sem minna mega sín, vera vinir vina okkar, réttlát, traust og trygg. Það er ómetanleg gjöf og öll reynum við eftir bestu getu að lifa eftir þessum gildum eins og þú gerðir sjálf. Þeir voru ófáir sem nutu aðstoðar þinnar gegnum tíðina, fólk sem ekki gekk allt heilt til skógar eða átti við ein- hvers konar vanda að etja. Þegar gesti bar að garði heima voru alltaf göldruð fram heilu hlað- borðin þótt efni væru lítil og talaði fólk um að þið pabbi væruð höfð- ingjar heim að sækja Ekki þótti annað tilhlýðilegt en að hafa heima- bakað bakkelsi á borðum, búðar- kökur voru ekki kökur. Sama var að segja um stóraf- mæli, brúðkaup og fermingar, allt kapp var lagt á að þær væru sem rausnarlegastar en það eru einu skiptin sem veisluföngin voru að- keypt. Sjónvarpslausu fimmtudags- kvöldin voru skemmtikvöld, þá var ýmist farið á rúntinn, farið í heim- sóknir eða fengnar heimsóknir frá hinum fjölmörgu vinum fjölskyld- unnar oft með tilheyrandi gaura- gangi enda ekki von á öðru þegar margir fjörkálfar koma saman. Það gat nú oft verið glatt á hjalla og þá var hvergi betra að vera en heima á Hraunhvamminum. Það er líka gaman að minnast þess hve ykkur pabba þótti gaman að dansa og þú lést veiklaða mjöðm ekki stoppa þig í því. Sveifst um gólf af ótrú- legri fimi. Böllin í Hreyfilshúsinu, Alþýðuhúsinu og svo síðar Skiphóli eru þar ofarlega í minningunni. Þú lést reyndar mjöðmina þína aldrei stoppa þig í neinu, ekki heldur þeg- ar aldurinn færðist yfir og húsið var orðið þér erfitt yfirferðar og þótt það tæki þig stöðugt lengri og lengri tíma að komast milli hæða. Nýjustu meðlimir þessarar fjöl- skyldu, Friðrik Björgvin og Sara Lind, áttu hug þinn og hjarta og jafnvel í þinni sáru kvöl og miklu veikindum varstu að hafa áhyggjur af þeim og hvernig þeim reiddi af. Fjölskyldurnar sem búa erlendis með barnabörn og barnabarnabörn skiptu þig líka miklu máli og gleði þín var ósvikin þegar rætt var um það að þau myndu mögulega koma til okkar núna í sumar. Það var oft ansi broslegt að fylgj- ast með ykkur pabba velja gjafir fyrir yngstu krakkana, ekkert var of gott og þótti manni stundum bara nóg um en ykkur þótti gaman að gefa gjafir og að það væri bara ykkar óumdeilanlegi heilagi réttur að mega spilla þeim að vild. En eitt er alveg víst að þau voru a.m.k. mjög kát með það fyrirkomulag. Elsku hjartans pabbi, nú eru tímarnir erfiðir, tvöfalt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna og sorgin er mikil. Þú hefur verið mömmu svo mikil stoð og stytta gegnum þykkt og þunnt þó ekki hafi það alltaf verið létt verk og þú sjálfur ekki alltaf verið alveg heilsuhraustur. Megi Guð styrkja þig og varðveita á þessum erfiðu tímum. Elsku mamma. Far þú friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Sigríður, Halldóra, Kristín og Sigurbjörg. FANNEY GUÐMUNDSDÓTTIR Félagi, nú er stríð- inu lokið. Stríði sem þú, af þinni miklu bjartsýni, tókst á við. Ég man stjórnar- fundinn þegar þú tókst þig til og ræddir sjúkdóm- inn sem þú hafðir greinst með. Eins og oft þegar fólk fær slík tíðindi sló þögn á mannskapinn en þú hélst þínu striki og út- skýrðir þetta nákvæmlega fyrir okkur og gerðir okkur grein fyrir því að þessa orrustu ætlaðir þú að vinna. Það var nákvæmlega í þínum anda. Vandamálin eru til að leysa þau og uppgjöf óhugs- andi. Ég kynntist Jóhanni fyrst þeg- ar hann kom til starfa fyrir Al- þýðuflokkinn upp úr 1990. Jóhann tók sæti á framboðslista og fljótt varð ljóst hve happ flokksins var mikið. Í framhaldi af því kom Jó- hann í stjórn Jafnaðarmanna- félags Eyjafjarðar og sat þar til þeirrar stundar að félagið hætti starfsemi árið 2000. Jóhann kom með mjög virkum hætti að stofnun Akureyrarlist- ans 1998. Það var samflot Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags, JÓHANN G. SIGURÐSSON ✝ Jóhann G. Sig-urðsson fæddist á Akureyri 25. júní 1958. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 12. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 19. mars. Kvennalista og óháðra. Þetta tókst en oft var erfitt. Það var ekki síst óendan- leg bjartsýni og já- kvæðni hans sem dreif þetta áfram. Akureyrarlistinn tók síðan þátt í meiri- hlutamyndun og þar tók Jóhann að sér að vera formaður hús- næðisnefndar. Þar eru oft átök um mannlegar og prakt- ískar áherslur og það axlaði hann af mikilli snilld. Allt mannlegt kom Jóhanni við og það hafði hann að leið- arljósi í starfi á þessum vett- vangi. Jóhann sat í stjórn Vetrar- íþróttamiðstöðvar Íslands fyrir Akureyrarlistann, þá sem for- maður og hafði nýlega tekið end- urkjöri í nefndina sem fulltrúi Samfylkingarinnar. Þegar Samfylkingarfélagið á Akureyri var stofnað var sjálf- gefið að Jóhann tæki sæti í fyrstu stjórn þess. Hann baðst undan endurkjöri í fyrra til að takast á við sjúkdóm sinn. Þar var honum rétt lýst. „Ég vil ekki taka sæti nema geta verið í þessu á fullu,“ sagði hann við mig þegar hann tilkynnti mér þessa ákvörðun sína. Hann var mikill samfylking- arsinni og hans stóri daumur var að hér yrði til stór og öflugur flokkur jafnaðarmanna. Það var honum mikil gleði að það mark- mið væri innan seilingar. Síðast þegar ég heyrði í honum var það eitt af því sem við ræddum og gleði hans og bjartsýni á að það væri að takast var mikil. Nú er Jóhann horfinn okkur að sinni. Jafnaðarmenn á Akureyri standa í mikilli þakkarskuld við Jóhann. Hann var einn af horn- steinunum í starfinu síðustu 12– 15 árin. Ég vil að lokum senda fjöl- skyldu Jóhanns samúðarkveðjur og þakka honum allar þær ánægjustundir sem ég hef átt með honum. Samfylking jafnaðarmanna á Jóhanni mikið að þakka. Jón Ingi Cæsarsson, formaður Samfylking- arinnar á Akureyri. Jói var gull af manni. Ég hef þekkt hann síðan ég man eftir mér. Þegar ég frétti að hann væri veikur varð ég mjög leið. Um tíma hélt ég að honum væri batnað en svo var ekki. Nú er hann farinn en þó ekki fyrir fullt og allt, hann lifir enn í minningu okkar. Ég man eft- ir óteljandi skemmtilegum atvik- um með honum. En einu atviki vil ég segja frá: Jóhanna og Jói unnu mikið í garðinum sínum enda er hann ekkert smá flottur. Þessi vinna var nú ekki lítils metin því þau fengu viðurkenningu fyrir flottasta garðinn á Akureyri. Ég man hvað Jói var glaður og stoltur enda mátti hann vera það. Þau fengu nú líka viðurkenningu fyrir flottustu lýsinguna (jólaljósin) í garðinum sínum enda Jói mikill rafmaður. En elsku Jóhanna, Díana og Tryggvi ég færi ykkur samúðarkveðjur frá hjarta mínu. Ingibjörg Bragadóttir. Elsku afi. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki leng- ur hjá okkur. En þú munt alltaf vera í mínum huga og hjarta. Það er gott að vita af þér á góðum stað. Það var skrítið að fara til ömmu síðasta laugardag, ég bjóst alltaf við því að þú kæmir fram í stofu að spjalla við okkur. Ég man þegar ég var lítil, þá EGGERT SIGURMUNDSSON ✝ Eggert BenediktSigurmundsson fæddist á Breiðu- mýri í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu 27. janúar 1920. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi 5. mars síðast- liðinn og var jarð- sunginn frá Fossvogskirkju 11. mars. fannst mér alltaf svo skemmtilegt að fara með ykkur ömmu að veiða. Og þú kallaðir okkur systurnar alltaf kollur, ef við vorum að sulla í baðinu vor- um við buslukollur, og svo lagðirðu alltaf lóf- ann þinn á kollinn á okkur þegar þú sagðir þetta. Ég mun geyma all- ar mínar minningar um þig, alla tíð. Ó hvar? Er glatað ei glatað? Gildir ei einu um hið liðna, hvort grófu það ár eða eilífð? Unn þú mér heldur um stund, að megi ég muna, Minning, hrópandi rödd, Ó dvel. (Jóhann Jónsson.) Vertu sæll elsku afi. Edda Unnsteinsdóttir. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.