Morgunblaðið - 29.03.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 29.03.2004, Síða 36
FRÉTTIR 36 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Sportvöru- og reiðhjólaverslun Afgreiðsla. Óskum að ráða duglegan og hressan starfsmann til afgreiðslu í verslun okk- ar. Æskilegt er að umsækjandi hafi áhuga á reiðhjólum, golfi og öðrum sportvörum. Verkstæði. Okkur vantar einnig laghentan og duglegan starfsmann á verkstæði okkar til samsetningar og viðhalds á reiðhjólum. Æskilegt er að umsækjandur geti hafið störf sem fyrst. Góð laun eru í boði fyrir góða starfs- menn. Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslun okkar í Ármúla 40. Heimakynningar Sala á kvenfatnaði Getum bætt við okkur nokkrum sölu- aðilum. Góð sölulaun í boði Viltu nýta frítíma þinn til að afla tekna á skemmtilegan hátt? Þá skaltu hafa samband við okkur í síma 568 2870 til frekari upplýsinga. Síðumúla 13, 108 Reykjavík, www.friendtex.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Nám í læknisfræði í Ungverjalandi 2004 Almennt nám í læknisfræði á ensku, tannlækn- ingum og lyfjafræði við University Medical School of Debrecen í Ungverjalandi. Nú eru meira en 200 nemendur frá Skandi- navíu og Íslandi við nám í háskólanum. Inntökupróf fara fram í Reykjavík í maí/júní. Nánari upplýsingar fást hjá: Dr. Omer Hamad, M.D. H-4003 Debrecen, P.O. Box 4, Hungary. Sími: +36 209 430 492, fax: +36 52 439 579. Netfang: omer@hu.inter.net Heimasíða: http://www.tinasmedical.com NAUÐUNGARSALA Uppboð Eftirtalin bifreið verður boðin upp á Gránugötu 4-6, Siglufirði, mánudaginn 5. apríl 2004 kl. 15:00: KP-248 Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 26. mars 2004. Guðgeir Eyjólfsson. Auglýsing frá Barnamenningarsjóði Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneyt- inu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 26. apríl 2004. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu og á vef ráðuneyt- isins, menntamalaraduneyti.is . Stjórn Barnamenningarsjóðs 26. mars 2004.  MÍMIR 6004032911 I  HEKLA 6004032919 IV/V  GIMLI 6004032919 III I.O.O.F. 19  1843298 ATVINNA mbl.is I.O.O.F. 10  1843298  III* Selfoss | Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna var haldinn 26. mars. Heildartekjur búsins á síðasta ári námu 4.077 milljónum króna, hækk- uðu um 241 milljón, eða 6,3 % á milli ára. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og skatta námu 3.903 milljónum sem er hækkun um 209 milljónir, eða 5,7 % milli ára. Hagnaður fyrir fjár- magnsliði nam 174 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 179 milljónum en var 184 millj- ónir árið áður. Hagnaður ársins var 145 millj. Ákveðið er að greiða í arð til framleiðenda, um 58 milljónir sem nemur u.þ.b. 3,14 % af verðmæti inn- leggs og gerir u.þ.b. 1,07 kr. á inn- veginn lítra til útborgunar og 0,20 kr. á innveginn lítra í stofnsjóð. Nið- urstaða efnahagsreiknings er 3.122 milljónir króna. Eigið fé er 2.421 milljón eða 77,0 % og hækkaði um 175 milljónir eða 7,8%. Veltufé frá rekstri var 301 milljón og veltufjár- hlutfall er 2,8. Innlögð mjólk 45 milljónir lítra Innlögð mjólk hjá MBF var á sl. árið 45,3 milljónir lítra. Meðalinn- legg á kúabú var 117.540 lítrar og hækkaði um 3,76 % frá fyrra ári. Meðalbúið er stærst í Árnessýslu 131.450 lítrar og hækkaði um 2,11 % frá fyrra ári. Gæði innlagðrar mjólk- ur voru í góðu jafnvægi á árinu 2003. Vöruframleiðsla MBF eru dagvör- ur af ýmsu tagi, sýrðar jógúrtafurð- ir, skyr og skyrafurðir, sérostar, bæði myglu- og rjómaostar, og G- vörur þar sem Kókómjólkin er lang- stærst. Þá eru smjör og aðrar við- bitsafurðir ásamt duftafurðum stór þáttur í framleiðslunni. Framleiðsla á sýrðum afurðum var alls 5.373 tonn og jókst um 628 tonn. Ostafram- leiðsla nam 709,2 tonnum og jókst um 161 tonn. Heildarframleiðsla við- bitsafurða var 1.004 tonn sem er minnkun um 140 tonn. Framleiðsla á duftafurðum var alls 661,5 tonn og minnkaði um 166,3 tonn milli ára. Árið 2003 var viðburðaríkt á sviði vöruþróunar í MBF og góða sölu á ýmsum sérvörum á árinu má fyrst og fremst rekja til vel heppnaðrar vöruþróunar, segir í frétt frá MBF. Sala skyr.is hefur gengið vel Sala á skyr.is hefur gengið með af- ar vel síðan framleiðsla þess hófst árið 2001. Um mánaðamótin febr- úar/mars var bætt við tveimur nýj- um bragðtegundum í þessum vöru- flokki. Með tilkomu þessara nýjunga jókst salan gífurlega. Þegar upp var staðið reyndist heildaraukningin á árinu vera nærri 40%. Í júní var kynnt algerlega ný vöru- tegund frá MBF, Létt drykkjarjóg- úrt í dós. Varan er þróuð af starfs- mönnum MBF en um er að ræða fituskertan og svalandi jógúrtdrykk. Fljótlega eftir markaðssetningu seldust yfir 40.000 dósir á viku, og undir lok árs voru þær yfir 50.000 á viku. Þessar viðtökur eru langt um- fram allar áætlanir sem gerðar voru í upphafi. Í september var bætt við nýrri tegund af viðbiti, Létt & laggott með ólífuolíu. Í þessa afurð er blandað ólífuolíu í smjörið í stað sojaolíu í hefðbundnu Létt & laggott. Við- brögð neytenda voru mjög góð og hefur salan verið vonum framar, en segja má að síðastliðin tíu ár sé þetta fyrsta nýja viðbitsvaran sem nær fótfestu á markaðnum. Mjólkurvörusýningin í Herning MBF tók ásamt öðrum íslenskum mjólkuriðnaðarfyrirtækjum þátt í mjólkurvörusýningunni í Herning síðla árs. Þessi sýning hefur á síð- ustu árum þróast frá því að vera ein- göngu fyrir danskar mjólkurvörur yfir í samnorræna sýningu. Það er skemmst frá því að segja að vörur frá MBF fengu mjög lofsamlega dóma á sýningunni og rökuðu að sér verðlaunum í harðri samkeppni við vörur frá Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Færeyjum. Í ár var í fyrsta sinn keppt um tit- ilinn „Besta mjólkurafurð Norður- landa“ og voru tuttugu vörutegundir valdar til þess að keppa um þennan titil. Tvær íslenskar vörur voru í þessum hópi og voru þær báðar frá MBF, Þykkmjólk og Biomjólk. Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna á Flúðum Hagnaður í fyrra var 145 milljónir Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Steinn Hermannsson sem var fundarstjóri er í ræðustól. Sitjandi eru Gunn- ar Kr. Eiríksson mjólkurbússtjóri, Bjarni Jónsson stjórnarformaður, Birg- ir Guðmundsson mjólkurbússtjóri og stjórnarmennirnir Magnús H. Sig- urðsson, Haraldur Þórarinsson og Egill Sigurðsson. Mývatnssveit | Hrafn Jökulsson, velgerðarmaður skáklistarinnar á Íslandi nú um stundir, kom færandi hendi í barnaskólann í Reykjahlíð á dögunum. Yngstu nemendum færði hann kennslu- bók en síðan var slegið upp fjöl- tefli. Keppt var á 15 borðum og sá háttur hafður á að þegar einn hafði lokið glímu sinni við Hrafn settist annar í stólinn. Þannig höfðu um 40 nemendur att við hann kappi áður en lauk og stóð viðureign þessi nær tvær klukku- stundir. Æði langt er nú um liðið síðan Mývetningar settust fyrst að tafli og má minna á þúsund ára hnef- taflið fræga frá Baldursheimi í því sambandi. Það er varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands. Í Skútu- staðaskóla var teflt þegar skák- áhugamenn sátu þar á skólabekk og í Reykjahlíðarskóla hefur ver- ið teflt eitthvað á hverjum vetri og skólamót haldið. Á öllum skólamótum hér hefur verið keppt eftir Monrad-kerfi við mótsstjórn Sólveigar Jónsdóttur kennara. Hrafn sæmdi Sólveigu barmmerki Hróksins í við- urkenningarskyni fyrir starf hennar fyrir skáklífið í skól- anum. Reykjahlíðarskóli er vel búinn töflum en skákklukkur hefur skólinn ekki enn eignast. Mikil ánægja var hjá nemendum og kennurum yfir heimsókn Hrafns Jökulssonar í skólann. Leyndi sér ekki meðan á fjölteflinu stóð áhugi allra á skákinni. Morgunblaðið/BFH Hrafn Jökulsson teflir við nemendur Reykjahlíðarskóla. Enn er teflt í Mývatnssveit

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.