Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 37
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 37 Mi›asalan er hafin! BÆJARLIND 2 • KÓPAVOGI • SÍMI 555 1100 Vetrarmót Andvara haldið á Kjóavöllum Pollar 1. Erla A. Ólafsdóttir, Framtíð frá Króki, 10 v., móbrún. 2. Sara Ý. Guðjónsdóttir, Erill frá Gunnarsholti, 12 v., brúnn. 3. Haukur Ingvi, Ormur frá Götu, 12 v., leirljós. 4. Magnea R. Gunnarsdóttir, Kar- íus frá Neðri-Núpi, 11 v., rauður. 5. Íris E. Jónsdóttir, Fluga, 13 v., móálótt. Börn 1. Steinunn E. Jónsdóttir, Mundi frá Torfastöðum, 13 v., brúnn. 2. Gunnhildur Gunnarsdóttir, Amadeus frá Bjarnarhöfn, 8 v., rauðblesóttur. 3. Guðrún E. Jóhannsdóttir, Embla frá Efsta-Dal, 4 v., brún. 4. Guðlaug J. Matthíasdóttir, Vængur frá Kóngsbakka, 10 v., brúnn. 5. Lýdía Þorgeirsdóttir, Neisti frá Hvítárholti, 14 v., rauður. Unglingar 1. Ólöf Þ. Jóhannesdóttir, Fjölnir frá Reykjavík, 10 v., brúnn. 2. Anna G. Oddsdóttir, Þruma frá Stokkhólma, 9 v., grá. 3. Melkorka Ragnhildardóttir, Kolfinna frá Reykjavík, 9 v., brún. 4. Erna G. Björnsdóttir, Svalur frá Blesastöðum, 11 v., brúnn. 5. Sandra S. Rúnarsdóttir, Flosi frá Ketilsstöðum, 9 v., bleikálóttur. Ungmenni 1. Már Jóhannsson, Valíant frá Miðhjáleigu, 10 v., móálóttur. 2. Þórir Hannesson, Melkorka frá Hnjúki, 6 v., brún. 3. Ívar Ö. Hákonarson, Rosi frá Hlíð, 11 v., jarpur. 4. Halla M. Þórðardóttir, Dagfinn- ur frá Reykjavík, 9 v., leirljós. 5. Halldór F. Ólafsson, Svás frá Syðra-Vatni, 10, rauðvindótt. Konur II 1. Ragnhildur Helgadóttir, Hug- inn frá Götu, 7 v., brúnn. 2. Elísabet Sveinsdóttir, Prins frá Hafnarfirði, 6 v., grár. 3. Geirþrúður Geirsdóttir, Gosi frá Arakoti, 10v , leirljós. 4. Sigríður Eva Guðmundsdóttir, Freydís frá Selfossi, 12 v., jörp. 5. Ólöf Hermannsdóttir, Mósart frá Einiholti, 13 v., móálóttur. Karlar II 1. Friðbjörn Kristjánsson, Dís frá Þrastarhóli, 9 v., brún. 2. Guðmundur M. Skúlason, Gefn frá Borgarholti, 7 v., móbrún. 3. Hörður Jónsson, Lóa frá Bjarnastöðum, 7 v., brún. 4. Ásgeir Heiðar, Þorri frá For- sæti, 8 v., móálóttur. 5. Benjamín Markússon, Snót frá Selfossi, 11 v., rauðskjótt. Konur I 1. Sigríður Pjetursdóttir, Spölur frá Hafsteinsstöðum, 8 v., rauðvind. bles. 2. Þórdís Gylfadóttir, Katla frá Flugumýri, 5 v., brún. 3. Erla G. Gylfadóttir, Baldur frá Holtsmúla, 8 v., rauðtvístjörnóttur. 4. Dagný Bjarnadóttir, Týr frá Lambleiksstöðum, 10 v., móbrúnn. 5. Stine Rasmussen, Molly frá Auðstöðum, 12 v., móálótt. Karlar I 1. Jón Gíslason, Þórvör frá Hvammi, 10 v., brúnskjótt. 2. Jón Ó. Guðmundsson, Hvati frá Saltvík, 9 v., jarpur. 3. Ársæll Hafsteinsson, Elding frá Brekkum, 6 v., brún. 4. Fjölnir Þorgeirsson, Atóm- sprengja frá Forsæti, 9 v., brún. 5. Kristján Stefánsson, Þróttur frá Efri-Hömrum, 8 v., jarpur. 100 m flugskeið. 1. Jón Ó. Guðmundsson, Sara frá Reykjavík, 8,91. 2. Jón Halldórsson, Ísak frá Múla, 8,95. 3. Erling Ó. Sigurðsson, Kolfaxi frá Kjarnholtum, 9,39. 4. Fjölnir Þorgeirsson, Lukku- Blesi frá Gýgjarhóli, 9,57. 5. Kristján Ketilsson, Kólfur frá Kjarnholtum, 9,67. Úrslit móta helgarinnar FRAMHALDSSKÓLANEMAR héldu sitt árlega mót í reiðhöllinni um helgina þar sem nemendur Menntaskólans í Reykjavík báru sigur úr býtum í fyrsta skipti í sögu þessara móta. Má segja að þetta sé góð sárabót fyrir MR-inga sem eru vafalítið enn í sárum eftir að hafa verið slegnir út úr spurninga- keppninni Gettu betur á dögunum. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti varð í öðru sæti og það var einmitt einn liðsmanna þeirra Viðar Ingólfsson sem var tvímælalaust maður móts- ins að þessu sinni en hann sigraði í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Sigr- aði hann á Tuma frá Stóra-Hofi í töltinu, Sögu frá Krossi í fimm- gangi og fimmgangshestinum Riddara frá Krossi í fjórgangi. Mótið tókst með ágætum en dóm- arar töldu vanta talsvert á breidd- ina í getu horssa og knapa sem þarna komu fram. Topparnir prýði- legir, sögðu þeir, en allt þar fyrir neðan í slakari kantinum og þar á meðal keppendur sem ekkert erindi áttu á mót sem þetta. Sáust ein- kunnir alveg niður í 0,3 sem er orð- ið býsna naumt skammtað. Morgunblaðið/Vakri Viðar Ingólfsson vann einstætt afrek þegar hann sigraði í öllum hringvall- argreinum mótsins og hér hampar hann sigurlaunum fimmgangs á hryss- unni Sögu frá Krossi. Íþróttamót framhaldsskólanna MR í sigur- sæti í fyrsta sinn Morgunblaðið/Vakri Stúlkurnar voru atkvæðamiklar í fjórgangnum þótt ekki tækist þeim fimm að klekkja á Viðari og Riddara sem hér eru lengst til hægri. ALLT stefnir í að Sæðingastöðin í Gunnarsholti muni ekki sinna fersk- sæðingum í ár eins og verið hefur undanfarin árin og ef svo fer mun verða nokkur breyting á fyrirkomu- lagi fengitímans hjá Orra frá Þúfu sem hefur verið burðarásinn í starf- semi stöðvarinnar gegnum tíðina. Á aðalfundi Orrafélagsins nýverið var þó samþykkti að kanna áfram hvort ekki væri hægt að komast að einhverju samkomulagi við forráða- menn Sæðingastöðvarinnar og var því gefinn tími til 15. apríl næstkom- andi. Ef ekki nást samningar fyrir þann tími verður strax hafist handa um að byrja á að leiða hryssur undir Orra en hann þarf þá að fylja á milli 60 og 70 hryssur á eigin spýtur á árinu. Hlutirnir eru 60 í Orra en auk þess munu nokkrar hryssur vera fyl- lausar frá síðasta ári sem þarf að fylja samkvæmt eldri samþykkt fé- lagsins. Mun Orrafélagið af þessum sökum ráða starfsmann til að koma að til- hleypingunum auk heimilisfólksins í Þúfu sem hefur annast Orra allt frá stofnun félagsins. Á næstu dögum verður leitað eftir tilboðum í óm- skoðanar á hryssum sem leiddar verða undir Orra á tímabili. Á aðalfundinum var samþykkt að hafna tilboði frá Sæðingastöðinni sem fæli í sér u.þ.b. 50% hækkun á verði sæðinganna. Tilboðið hljóðaði upp á 54 þúsund krónur fyrir hverja sæðingu. Mörgum þykir sjálfsagt fróðlegt að sjá hvernig Orri sem nú verður 18 vetra í vor muni spjara sig eftir að hafa skilað góðu fyljunarhlutfalli síð- ustu árin með fulltingi sæðinga- tækninnar. Páll Stefánsson, forstöðumaður Sæðingastöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að leit að fleiri hestum hafi ekki borið neinn árang- ur enn sem komið væri og því væri allt útlit fyrir að fersksæðingar legð- ust af í ár eins og staðan væri í dag. Hann sagði að til þess að tryggja rekstrargrundvöll fyrir fersksæð- ingum þyrfti 180 til 200 hryssur. Svo virðist sem einn hestur öðrum fremur gæti tryggt nægjanlegan fjölda en það er Gustur frá Hóli sem virðist njóta afar mikilla vinsælda um þessar mundir. Hann er í eigu Hrossaræktarsambanda Vestur- lands, Eyfirðinga og Þingeyinga og hrossaræktardeildar Freyfaxa. Sem dæmi má nefna að hjá Vestlending- um hefur verið pantað fyrir 40 hryss- ur en 25 hryssur komast að. Formað- ur hjá Vestlendingum, Bjarni Marinósson, kveðst mjög opinn fyrir þeirri hugmynd að fara með Gust á Sæðingastöðina og sama sinnis er Baldvin K. Baldvinsson, formaður Eyfirðigna og Þingeyinga, en hann kveður sér hins vegar ekki hafa tek- ist að sannfæra meðstjórnarmenn sína um ágæti þessa. En ljóst er að úr því sem komið er muni Gustur ekki fara í sæðingarnar á þessu ári en líklegt að sá möguleiki verði kannaður gaumgæfilega á næsta ári því mikil eftirspurn er eftir að koma hryssum til hans. Sagði Baldvin til gamans að hringt hefði verið til sín frá Ítalíu í því augnamiði að koma hryssu undir klárinn og því ljóst að víða vekur hann áhuga. Útséð um fersksæðing- ar í Gunnarsholti í ár AUSTUR-Landeyingar héldu upp á aldarafmæli Hrossaræktar- félags hreppsins nýlega með vel heppnaðri ráðstefnu eins og frægt er orðið en þeir gerðu ýmislegt fleira. Þar á meðal fóru þeir í ræktunarferð um Suðurland þar sem þeir heimsóttu meðal annarra Brynjar Vilmundarson hrossa- bónda á Feti. Skoðuðu þeir þar nýtt og glæsilega reiðhöll og hest- hús auk þess að kynna sér ræktun Brynjars. Sýndi hann þeim stoltið á bænum, Þrist frá Feti, og hafði Brynjar að sjálfsögðu mörg orð um ágæti hans og þar á meðal hversu geðprúður og traustur hann væri. Brynjar sem er þekktur að því að standa við og styðja orð sín ákvað að skríða undir hestinn til að sýna svo ekki væri um villst að hann segði satt og rétt frá. En Brynjar sýndi þeim fleiri hross og við hvert þeirra var spurt um geðslag og bóndinn hvattur til að sýna í verki hversu traust þau væru. Var hann ekkert að tvínóna við það heldur skreið undir þau öll. Að endingu var skoðað folald eitt sem vakti nokkurn áhuga í hópnum og fóru menn að sýna áhuga á kaupum á hlutum í folald- inu sem var hestfolald undan Orra frá Þúfu og Díönu frá Feti. Varð endirinn sá að nokkrir gestanna keyptu helminginn í folaldinu og til að sýna fram á að þeir hefðu gert góð kaup ákvað Brynjar að skríða undir kvið folaldsins. Reyndu menn að fá hann ofan af því en engu tauti varð við bóndann komið og skreið hann undir kvið folaldsins ekki bara einu sinni heldur undir og aftur til baka. Fol- aldið var hið rólegasta og sagðist Brynjar aldrei hafa verið í neinni hættu. Hann þekkti sinn búpen- ing og vissi vel hvað hann gæti boðið honum. Það fylgdi hins veg- ar sögunni að nýbúið hefði verið að taka folaldið undan móður sinni og á hús. En folinn heitir Dynj- andi og sjálfsagt að leggja nafnið á minnið því vafalítið verður ekki langur tími liðinn þar til stofnað verður félag um hestinn og verður það þá sjötta stóðhestafélagið sem Brynjar á Feti er aðili að. Geðprýðin mikil á Feti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.