Morgunblaðið - 29.03.2004, Síða 38

Morgunblaðið - 29.03.2004, Síða 38
38 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk Lalli lánlausi ©LE LOMBARD KETTIR ERU HÆTTULEGIR! GEISP! EÐA SVO HEF ÉG HEYRT GEISP! ROP! ÞÚ ERT FARINN AÐ HAFA SLÆM ÁHRIF Á MEINDÝRIN! HEY! HANN ÆTTI AÐ KAUPA SÉR SINN EIGINN RAKSPÍRA SJÁÐU! RISASTÓR GEITUNGUR! HVAR? ÞARNA FYRIR OFAN HURÐINA! FYRIR OFAN HURÐINA? ÉG SÉ EKKERT! SÁ STÆRSTI SEM ÉG HEF SÉÐ! ERU GLERAUGUN ÞÍN SKÍTUG EÐA HVAÐ? ÉG SVER AÐ ÉG SÉ ENGAN GEITUNG LALLI HANN ER ÞARNA. BÍDDU BARA HANN ER ÞARNA. ALVEG ROSALEGA STÓR SÁ HEFUR VERIÐ STUNGINN ILLA BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í MORGUNBLAÐINU 17. mars sl. birtir Pétur Jósefsson á Akur- eyri opið bréf til undirritaðs þar sem hann staðhæfir að ákvarðanir um byggingu menningarhúss á Ak- ureyri hafi verið teknar í reykmett- uðum bakherbergjum og á engan hátt kynntar fyrir íbúum bæjarins. Nú þykir mér tíra á tíkarskottinu! Ríkisstjórn Íslands ákvað í árs- byrjun 1999, og kynnti með tals- verðri flugeldasýningu, að reist skyldu menningarhús í öllum landsfjórðungum. Þessum hug- myndum tók bæjarstjórn Akureyr- ar fagnandi og hóf strax undirbún- ingsvinnu fyrir byggingu menningarhúss á Akureyri og mál- ið var mikið til umræðu í bæjar- félaginu á síðasta kjörtímabili. Í aðdraganda bæjarstjórnar- kosninga var þetta verkefni mikið rætt á sérhverjum fundi frambjóð- enda. Umræðan hefur sem betur fer haldið áfram og til dæmis má nefna umræðu í útvarpi og sjón- varpi, yfir 40 greinar/fundarsam- þykktir á heimasíðu Akureyrarbæj- ar (www.akureyri.is) auk ótal greina í blöðum svo sem í gagna- safni Morgunblaðsins – sem fast- eignasalinn skrifar í en virðist því miður lesa minna. Umfjöllun um menningarhús á Akureyri á uppfyllingunni við Torfunefsbryggju hefur því góðu heilli verið mikil og ágætlega kynnt fyrir bæjarbúum, enda er um að ræða spennandi verkefni í höfuð- borg hins bjarta norðurs. Hönn- unarsamkeppni verður væntanlega auglýst í byrjun næsta mánaðar og í kjölfar hennar mun þessi hug- mynd taka á sig einhverja mynd byggingar. Skýringar á skrifum fasteigna- salans eru torfundnar. Helst dettur mér í hug að maðurinn hafi haft svona mikið að gera í fasteigna- viðskiptum undanfarin ár að hann hafi ekki mátt vera að því að fylgj- ast með eða taka þátt í umræðu síðustu 4–5 ára. Sem betur fer hafa fasteignavið- skipti á Akureyri verið lífleg und- anfarin misseri en menn ættu þó stundum að líta upp úr kaupsamn- ingunum, hætta að hanga á húni ímyndaðra reykmettaðra herbergja og anda þess í stað að sér örlitlu af sannleika bæjarlífsins. Innan veggja ráðhúss Akureyrarbæjar reykir enginn og bærinn er bað- aður geislum sólar þegar ég set þessar línur á blað. KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON, bæjarstjóri á Akureyri. Sólargeislar á Akureyri Frá Kristjáni Þór Júlíussyni: HÆSTVIRTUR menntamálaráð- herra, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir. Þar sem nú stendur til að koma á samræmdum stúdentsprófum í framhaldsskólum langar mig að koma fram minni skoðun á því máli. Ég undirrituð er að ljúka námi á framhaldsskólastigi í vor, en á sama tíma mun fyrsta samræmda prófið verða lagt fyrir. Er það íslensku- kunnátta okkar sem verður könnuð í þetta skiptið. Nemendum ber ekki skylda til þess að taka þetta fyrsta próf og hef ég nú ekki mikinn áhuga á því og því ákveðið að láta það ógert! Finnst mér ég tala fyrir munn margra og ef ekki flestra nemenda að þetta fyrirkomulag sé frekar til þess að fæla ungt fólk frá því að ljúka námi heldur en hitt, þetta er ekki til neins annars en að gera námið erf- iðara. Er ekki verið að bera í bakkafullan lækinn með því að bæta við prófum? Alltaf er verið að kvarta yfir of miklu álagi á börn og unglinga þannig að það hlýtur að vera alveg út í hött að fara að bæta við! Persónulega finnst mér að hæst- virtur menntamálaráðherra og menntamálaráðuneytið sem slíkt ætti að beita sér fyrir einhverjum öðrum umbótum innan skólakerfis- ins. Ég vil ljúka máli mínu með því að skora á menntamálaráðherra að setjast niður hinn 3. maí næstkom- andi og þreyta þetta próf og hugsa sig nú aðeins betur um hvort þetta sé eitthvað sem er nauðsynlegt inn í framhaldsskólana. Er ekki yfirdrifið nóg að leggja samræmd próf fyrir í fjórða, sjöunda og tíunda bekk þótt ekki bætist nú við í framhaldsskól- um? Er kannski næsta skref sam- ræmd próf í háskólum landsins? Með ósk um góðar undirtektir. ÞÓREY HARPA ÞORBERGSDÓTTIR, Breiðabólsstað 2, Gerði, 781 Hornafjörður. Opið bréf til menntamála- ráðherra Frá Þóreyju Hörpu Þorbergsdóttur: DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.