Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 45
ÁLFABAKKI
kl. 4 og 6. Ísl tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4. Ísl. tal.
Frábær gamanmynd
frá höfundi Meet the
Parents
KRINGLAN
kl. 8. B.i. 14 ára.
Sprenghlægileg gamanmynd þar sem Ben Stiller og
Owen Wilson fara á kostum sem súperlöggur
á disco-tímabilinu!
Ekki eiga við
hattinn hans.
Ekki eiga við
hattinn hans.
Kötturinn
með hattinn
Kötturinn
með hattinn
Frábær mynd fyrir alla
fjölskylduna. Byggð á hinni
sígildu bók sem komið hefur
út í íslenskri þýðingu.
Hinn frábæri Mike Myers
(Austin Powersmyndirnar)
fer á kostum í myndinni.
Frábær mynd fyrir alla
fjölskylduna. Byggð á hinni
sígildu bók sem komið hefur
út í íslenskri þýðingu.
Hinn frábæri Mike Myers
(Austin Powersmyndirnar)
fer á kostum í myndinni.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6 og 8. Ísl texti.
„Hreint út sagt frábær
skemmtun“
„Þetta er besta
myndin í bíó í dag“
Fréttablaðið
i
i í í í
l i
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6 og 8. Ísl texti
KEFLAVÍK
kl. 8 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10.10.
KRINGLAN
kl. 6, 8 og 10.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4. Ísl. tal.
Besta
teiknimyndin
Frá framleiðendum
Fast and theFurious og XXX
Frábær
teiknimynd frá
Disney fyrir alla
fjölskylduna með
tónlist eftir Phil
Collins!
Hágæða spennutryllir með
Angelinu Jolie, Ethan Hawke og
Kiefer Sutherland í aðalhlutverki.
lli
li li
i l í l l i
Hann mun gera allt til að verða þú!r llt til r !
Rafmagnaður erótískur
tryllir
Frá
framleiðendum
“The Fugitive”
og“Seven”.
B.i. 16 ára
Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900
poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is
Lokar
Ársalir- fasteignamiðlun Ársalir- fasteignamiðlun
Nýttu þér áratuga reynslu
okkar og traust í
fasteignaviðskiptum
Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
Sleppt til að slátra
(Out For a Kill)
Spennumynd
Bandaríkin 2002. Myndform. VHS (90
mín.) Bönnuð yngri en 16 ára. Leikstjóri:
Michael Oblowitz. Aðalleikarar: Steven
Seagal, Corey Johnson, Michelle Goh.
ÞEIR hafa allir átt sín augnablik á
tjaldinu, Chuck Norris, Van Damme,
Seagal. Þriðja flokks leikarar en
kattliðugir og þrautþjálfaðir í aust-
urlenskum bardagaaðferðum sem
hinn almenni Vesturlandabúi hefur
ekki minnsta áhuga á að vita hvað
heita, hvað þá
meira.
Nýjasta myndin
hans Seagal fer líkt
og þær næstu á
undan, beint á
myndbanda/DVD
markaðinn. Out
For a Kill er nánast
samfelld
slagsmálaruna þar
sem leikurinn berst á milli Kína,
Parísar, New York og Austur-Evr-
ópu, en tökurnar fóru reyndar fram í
Búlgaríu. Seagal leikur fornleifa-
fræðing sem er notaður sem dráps-
tæki af kínerskum eiturlyfjabarón
sem hyggst leggja undir sig eitur-
lyfjaumferðina frá heimalandinu.
Myndin er eingöngu fyrir lífseig-
ustu aðdáendur kappans, sem er
ábúðamikill sem fyrr og lætur högg
og spakmæli fljúga í allar áttir.
„Þegar stigið er á bak tígurs er erfitt
að stíga af baki,“ og annað eftir því.
Þá vitum við það. Spekin er spörk-
unum verri. Sæbjörn Valdimarsson
Myndbönd
Spörk og
spakmæli
BAFTA-verðlaunahafinn Scarlett
Johansson mun tala inn á teikni-
myndina The SpongeBob Square-
Pants Movie, sem byggð er á þáttum
Nickelodeon-
stöðvarinnar.
Myndin fjallar um
svampinn
SpongeBob sem
lifir á hafsbotni
ásamt gæludýri
sínu, sniglinum Gary. Leikkonan
unga mun ljá Mindy, dóttur sjáv-
arguðsis Neptúnusar, rödd sína í
myndinni. Leikarinn Alec Baldwin,
sem tilnefndur var til Óskars-
verðlauna, mun einnig taka þátt í gerð
myndarinnar. En hann mun radda
Dennis, vægðarlausan misindismann.
Scarlett, sem er einungis 19 ára göm-
ul, hlaut BAFTA-verðlaunin fyrir hlut-
verk sitt í kvikmyndinni Lost in
Translation. Hún var einnig tilnefnd til
tveggja Golden Globe-verðlauna fyrir
hlutverk sitt í Girl with a Pearl Ear-
ring. ... Rökkurmyndaleikkonan Jan
Sterling, sem er hvað best þekkt fyrir
hlutverk sín í svarthvítum myndum
frá fimmta og sjötta áratugnum, er lát-
in, 82 ára að aldri. Á meðal þeirra
mynda sem hún lék í eru Ace in the
Hole og stórlsysamyndin The High
and the Migty, en fyrir hlutverk sitt í
þeirri mynd var hún tilnefnd til Ósk-
arsverðlauna.
„Ég minnist hennar sem konu sem
hafði góða kímnigáfu,“ sagði Robert
Arthur, sem lék á móti Sterling í Ace
in the Hole. „Hún glæddi söguna, sem
var að öðru leyti ógeðfelld, kímni. Mér
er ógleymanleg setning hennar í
myndinni: Ég fer aldrei í kirkju, vegna
þess að þá krumpast sokkabuxurnar
mínar“ ... Söngvaranum og ójafn-
aðarmanninum Bobby Brown var fyr-
ir skömmu stungið í steininn en hann
skuldaði meðlag
með tveimur börn-
um sínum. Börnin
sem eru 12 og 14
ára gömul átti
hann með Kim
Ward. Brown var
þó leystur úr haldi
eftir að hann féllst
á að greiða með-
lagið. Hann hafði þá einungis dvalið í
fangelsinu í sólarhring. Dómarinn í
málinu skipaði honum að stofna sjóð
handa börnum sínum til að tryggja
menntun þeirra. Brown, sem er gift-
ur söngkonunni Whitney Houston,
þarf að auki að kaupa líftryggingu
sem renna mun til barna hans.
Þetta er í annað skiptið á þessu ári
sem Brown er settur í fangelsi. Í
fyrra skiptið hafði hann unnið það til
saka að brjóta skilorð. Brown mun að
öllum líkindum þurfa að heimsækja
fangelsið aftur en hann er ákærður
fyrir líkamsárás eftir að hafa slegið til
konu sinnar. Ákæran verður tekin
fyrir hinn 5. maí nk.
FÓLK Ífréttum NÝVERIÐ völdu Bretar bestu gamanþáttaröðina í
könnun sem fram fór á vegum BBC-sjónvarpsstöðv-
arinnar.
Gamanþáttaröðin Only Fools and Horses hafnaði þar
í efsta sæti en úrslitin voru tilkynnt í beinni útsendingu
af þáttastjórnandanum Jonathan Ross.
Þátttakendur voru fyrst beðnir um að velja uppá-
haldsþætti sína úr úrvali hundrað þátta, því næst var
kosið á milli þeirra tíu þátta sem hlutu flest atkvæði úr
forvalinu. Only Fools and Horses sló við gamanþáttum
á borð við Blackadder og the Vicar of Dibley en þátt-
urinn hlaut 342.426 atkvæði. Blackadder, sem lenti í
öðru sæti, hlaut 282.106 atkvæði.
Only Fools and Horses, sem er hugarsmíð Johns
Sullivan, birtist fyrst í sjónvarpi árið 1981. Í þáttunum
segir af tveimur bræðrum, Del boy og Rodney Trotter,
sem búa í félagslegu íbúðagettói í London og dreymir
stöðugt um að verða milljónamæringar. Nú, þegar
þátturinn hefur lokið göngu sinni, birtast enn sérstakir
jólaþættir og njóta þeir mikilla vinsælda hjá fjöl-
skyldum í Bretlandi en talið er að þriðjungur Breta
horfi á þáttinn.
Leikarinn David Jason, sem leikur Del boy, sagði eft-
ir að úrslit lágu fyrir: „Ég er ánægður með að eitthvað
sem gaf mér einhver ánægjulegustu augnablik ævi
minnar veiti öðru fólki ánægju.“
Höfundur þáttanna, John Sullivan, var að vonum
ánægður með úrslitin. Hann sagði að það eina sem fékk
hann til þess að skrifa þættina árið 1981 var sú vitn-
eskja að árið 2004 yrði haldin samkeppni um bestu
gamanþáttaröðina í Bretlandi. Í henni vildi hann vinna
sigur.
Bretar velja bestu gamanþáttaröðina
Del boy og Rodney Trotter vekja mikla kátínu.
SÖNGVARINN Jan Berry, annar
helmingur poppdúettsins Jan &
Dean, er látinn, 62 ára að aldri.
Berry fékk hjartaáfall þegar hann
var staddur á heimili sínu í Los Ang-
eles en hann hafði átt við veikindi að
stríða frá árinu 1966, en þá lenti hann
í bílslysi sem varð þess valdandi að
hann var lamaður í eitt ár.
Jan & Dean nutu mikilli vinsælda
á sjöunda áratugnum og náðu að
koma sjö lögum á topp tíu lista
bandaríska vinsældalistans. Þegar
þeir nutu hvað mestra vinsælda
vinguðust þeir við Brian Wilson úr
Beach Boys. Hljómsveitirnar spiluðu
á þessu tímabili reglulega inn á plöt-
ur hvor annarrar án vitundar útgef-
enda sinna. Velgengni Jan & Dean
var á enda þegar Berry lenti í hinu
alvarlega bílslysi árið 1966.
Piltarnir komu saman árið 1972,
en endurkoma þeirra vakti ekki
mikla athygli.
Berry gerði sína fyrstu sólóplötu
árið 1997, en í mars það sama ár fóru
fram síðustu tónleikar Jan & Dean.
Mark Moore, ævisöguritari Berr-
ys, heldur því fram að Berry hafi
ávallt verið hinn skapandi kraftur í
dúóinu. Hann bendir einnig á að
Berry hafi haft mikil áhrif á Brian
Wilson lagahöfund Beach Boys.
Reuters
Jan Berry og Dean Torrence.
Myndin er frá árinu 1959.
Berry úr Jan &
Dean er látinn
FJÖLDI fólks mætti á
opnun sýningar mynd-
listarmannsins Birgis
Andréssonar í i8 í liðinni
viku.
Þar má sjá raunsæjar
blýantsteikningar af ólg-
andi sjó og textaverk þar
sem útliti hesta er lýst
nákvæmlega. Ennfremur
eru til sýnis gamlar og
grófkornóttar eft-
irmyndir af ljósmyndum
af kappreiðum og lit-
skrúðug lítil málverk eft-
ir listamanninn. Sam-
tímis sýningunni í i8 er
sýning á verkum Birgis í
galleríi Niels Stærk í
Kaupmannahöfn.
Sýning Birgis Andréssonar í i8
Elín Pálmadóttir, Birgir Andrésson og Finnur
Arnar ræða saman.
Svanhildur
Konráðsdóttir
og Signý Páls-
dóttir virða
fyrir sér verk
Birgis.
Ólgandi sjór og textaverk
Morgunblaðið/Eggert