Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 29.03.2004, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson hefur sent borgarstjóranum í Reykjavík bréf þar sem hann óskar eftir formlegum viðræðum við borg- aryfirvöld um framtíð Fríkirkjuvegar 11, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Segir Björgólfur að sér sé annt um minningu langafa síns, Thors Jensen, sem lét reisa húsið. Eins og fram kom í Morgunblaðinu um helgina eru uppi áform um að Reykjavíkurborg selji húsið við Fríkirkjuveg 11, en það hýsir nú skrif- stofur Íþrótta- og tómstundaráðs (ÍTR). Vísar Björgólfur til þess að langafi hans hafi byggt húsið og jafnframt verið meðhöfundur teikn- inga af því en þar bjó Thor Jensen í rúm 30 ár. Björgólfur Thor Björgólfsson er langafabarn Thors Jensen. Móðir Björgólfs, Margrét Þóra Hallgrímsson, er dóttir Margrétar Þorbjargar Thors Hallgrímsson, dóttur Thors Jensen og Margrétar Þorbjargar Kristjánsdótt- ur. Thor Jensen lét byggja húsið við Fríkirkjuveg 11 á árunum 1907–8, en hann seldi það samtökum bindindis- manna árið 1939. Í minningum Thors Jensen segir meðal annars um húsið: „Vatnslögn var í húsinu, og var það algert nýmæli í Reykjavík. Ég lét grafa og sprengja djúpan brunn og múra hann innan. Úr brunninum var vatninu dælt í geymi í kjallaranum, en þaðan fór það með þrýstidælu í vatnsæðakerfi hússins.“ Seinna segir: „Ég fór að hugsa um, að hin stóru húsakynni gætu kannske orðið húsmóðurinni óþarflega erfið. Ég skrifaði henni einu sinni hálf- gert afsökunarbréf út af þessu og bætti því við, að svo færu börnin kannske öll frá okkur, þegar tímar liðu, og þá sæt- um við tvö ein eftir í þessu stóra húsi. „Það er eins og vant er,“ sagði ég í bréfinu, „stórhug- urinn hefir hlaupið með mig, en þú hjálpar mér gegnum þetta eins og allt annað.““ Björgólfur Thor Björgólfsson ritar borgarstjóra bréf vegna Fríkirkjuvegar 11 Óskar eftir formlegum við- ræðum um framtíð hússins ELDUR kviknaði í bíl vestan við Kúagerði á Reykjanesbraut um klukkan tvö í gær. Bíllinn var á ferð þegar eldurinn kom upp og var ökumaður einn í bílnum. Að sögn ökumannsins blossaði eldurinn upp undan mælaborðinu, en hann hafði sótt bílinn úr viðgerð daginn áður. Ökumanninum tókst að forða sér út úr bílnum og slasaðist ekki. Þegar slökkvilið kom á vettvang var bíll- inn alelda, en vel gekk að slökkva eldinn. Nokkrar tafir urðu á umferð um Reykja- nesbrautina meðan slökkviliðið var að störfum. Morgunblaðið/Páll Bergmann Eldur í bíl á Reykjanesbraut SUÐVESTURHORN landsins breytti svo sannarlega um svip upp úr hádegi í gær þegar skyndilega skall á með mikilli snjó- komu og éljagangi. Breyttist auð jörðin í vetrarríki á örskömmum tíma þegar snemmkomið páskahret reið yfir í Þing- vallasveit og víðar með tilheyrandi snjó- komu. Féð hafði þó úr nógu að moða þar sem búið var að setja heybagga út á tún en ágætt líka að vita af skjólinu í fjárhús- unum. Í dag er spáð hlýnandi veðri á suðvest- urhorninu, en þó er ljóst að veturinn hef- ur ekki enn sleppt klónum að fullu af landinu bláa. Morgunblaðið/ÞÖK Snögg veðrabrigði á suðvesturhorninu ALVARLEGT umferðarslys varð nálægt Vatnsfellsvirkjun vestan við Þórisvatn á svo- kölluðum Veiðivatna- eða Jökulheimavegi um hálfþrjúleytið í gær. Ökumaður jeppa missti stjórn á honum í vatnsrás á vegarkantinum á leið niður allbratta brekku, með þeim afleið- ingum að afturhjólin brotnuðu undan bílnum, sem valt á veginum. Tveir voru í bílnum. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar flutti ökumanninn á Landspítalann í Fossvogi, en hann er talinn alvarlega slas- aður. Farþeginn, sem er aðstandandi öku- mannsins, fylgdi honum á sjúkrahúsið, en slapp sjálfur við alvarleg meiðsl. Báðir voru í bílbeltum. Að sögn læknis á slysadeild sjúkra- hússins er líðan hins slasaða stöðug og er hann til rannsóknar. Samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar er snjór yfir öllu á svæðinu og hálka á vegum. Jeppinn er gjörónýtur. Nokkuð var um óhöpp víða um land í gær. Um eittleytið fór jeppi út af veginum og valt í Biskupstungum á móts við bæinn Vatnsleysu. Enginn slasaðist en bíllinn var fjarlægður með dráttarbíl. Þá varð annar útafakstur og velta í Kömbum um hálftvöleytið. Þar fór bet- ur en á horfist þar sem enginn slasaðist en bif- reiðina þurfti að fjarlægja með dráttarbíl. Einnig varð útafakstur og velta við Þrengsla- vegamótin í Svínahrauni. Þar sluppu ökumað- ur og farþegi með skrekkinn en bíll þeirra var fjarlægður með dráttarbíl. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi er orsök slysanna rakin til hálku og krapa. Bílveltur á Norðurlandi Bíll fór út af þjóðvegi eitt á Hrútafjarð- arhálsi í Húnavatnssýslu um fjögurleytið og valt. Tveir voru í bílnum og fór lögregla með farþegann til skoðunar hjá lækni á Hvamms- tanga. Meiðslin eru þó ekki talin alvarleg. Bíll- inn mun töluvert skemmdur. Sól og blíða var þegar óhappið henti og engin hálka á veg- inum. Einnig valt bíll fyrir sunnan Brú í Hrútafirði um sexleytið. Minniháttar meiðsl urðu á fólki. Þá missti bílstjóri stjórn á bíl sín- um í lausamöl á veginum við bæinn Breið í Lýtingsstaðahreppi. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Sauðárkróki slasaðist enginn. Alvarlegt umferðarslys við Vatns- fellsvirkjun Víða vandræði vegna hálku á vegum DR. SIGURÐUR Rúnar Sæmundsson, barnatann- læknir og sérfræðingur í samfélagstannlækningum, gagnrýnir að endurgreiðsla Tryggingastofnunar til foreldra vegna tannlækninga barna hafi lækkað veru- lega á undanförnum árum. Vaxandi hópur foreldra hefur ekki efni á að veita börnum sínum grundvallar- tannlæknaþjónustu, að sögn hans. Sigurður lagði fram tölur um minnkandi útgjöld TR til tannlækninga barna á málþingi Tannlæknafélags Íslands sl. laugardag þar sem m.a. kom fram að endur- greiðsla vegna skoðunar og flúormeðferðar nam á nú- virði 9.211 krónum árið 1990 en nemur 3.308 krónum í dag, og hefur minnkað um 64%. Endurgreiðsla TR vegna hjúpunar barnajaxls nam 2.657 kr. árið 1990 en í dag 1.373 kr. og hefur minnkað um 48%. Endur- greiðsla vegna röntgenmyndatöku nam 1.217 kr. árið 1990 en í dag 735 kr. Tannheilsa barna fer æ meira eftir tekjum foreldranna Sigurður Rúnar segir í samtali við Morgunblaðið að minnkandi kostnaðarþátttaka hins opinbera í vörnum gegn tannskemmdum endurspeglist í versnandi tann- heilsu hjá mörgum börnum og tannheilsa barna fari æ meira eftir tekjum foreldranna. Hann segir að íslenska tannheilbrigðiskerfið hafi þróast frá því að vera samhjálparkerfi eins og á Norð- urlöndunum yfir í að vera sjálfshjálparkerfi, líkt því bandaríska, sem hann hafi kynnst er hann stundaði nám í barnatannlækningum þar í landi. Sem barna- tannlæknir sjái hann að margir hafi ekki fjárhagsleg tök á að kaupa tannlæknaþjónustu fyrir börnin sín. Greiðslur hafa minnkað um allt að 64% RÍKISKAUP munu á næstunni auglýsa ramma- samningsútboð á stöðluðum tölvuhugbúnaði fyrir ráðuneyti og stofnanir ríkisins. Að sögn Júlíusar S. Ólafssonar, forstjóra Ríkiskaupa, er um viðamikið útboð að ræða sem hefur þegar verið auglýst á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Júlíus segir um að ræða útboð á Windows-stýri- kerfinu, Linux-kerfinu, skrifstofuhugbúnaði o.fl. Einnig kemur til skoðunar að afla tilboða í svo- nefndan opinn hugbúnað (Open Source Software). Í frétt á vefsíðu Ríkiskaupa segir að um gríðarlega umfangsmikið hugbúnaðarútboð sé að ræða. Skiptist það í þrjá meginflokka hugbúnaðar sem eru stýri- kerfi fyrir einmenningstölvur, skrifstofuhugbúnað (Office Software) og stýrikerfi fyrir miðlara eða net- þjóna. Óskað verður eftir tilboðum í kaup og leigu af- notaréttar hugbúnaðarins svo og reglulega þjónustu og viðhald. Undirbúa um- fangsmikið hug- búnaðarútboð ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.