Vísir - 21.04.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 21.04.1981, Blaðsíða 5
 VÍSIR Þriöjudagur 21. april 1981. Fiom 5 ÆTLAR AÐ SVELTA SIG TIL BANA Þrír af þingmönnum Irska lýö- veldisins heimsóttu um páskana IRA-fangann, Bobby Sands, I fangeisi á N-írlandi. Telja þeir hann ekki eiga nema viku ólifaða, en Sands segist staöráöinn I aö svelta sig til bana i tilraun sinni til aö knýja fram viöurkenningu á þvi, aö dæmdir hryðjuverkamenn á N-trlandi séu pólitlskir fangar. Sands, sem afplánar 14 ára fangelsi fyrir aö hafa skotvopn undir höndum, hefur svelt sig I 52' daga. — Fyrr I þessum mánuöi kusu kaþólskir kjósendur kjör- dæmis á landamærum Noröur- og Suöur-lrlands hann til þingsætis á breska þinginu. Sands tók engan þátt I kosningabaráttunni sjálfur, þvl aö hann sat I fangelsinu og var þá byrjaður hungurverkfalliö. Bernadette Devlin og fleiri tóku upp baráttuna fyrir hann á með- an. Þingmennirnir þrir, sem heim- sóttu hann, sögöust mundu leita viöræöna viö Margaret Thatcher forsætisráöherra til þess aö fá fram umbætur I aöbúnaöi I fangelsum á Noröur-írlandi. Þeir sögöust einnig ætla aö reyna aö fá mannréttindaráö Evrópu til þess aö beita sér I málinu. Páskaróstur ( Londonderry Tveir Irskir unglingar létu llfiö, þegar þeir lentu fyrir breskum herjeppa I Londonderry á páska- dagskvöld. Lögreglan segir, aö þetta hafi gerst eftir aö hermenn- irnir höföu veriö grýttir og varp- að var aö þeim benslnsprengjum. Fylgdi uppþotið I kjölfar „lýö- veldisgöngunnar”, sem farin var i Londonderry eins og viöa annarsstaöar á N-lrlandi til þess aö minnast páskauppreisnar Dublinarbúa gegn breskum yfir- ráöum 1916. 1 Belfast handtók lögreglan nokkur ungmenni, sem ráöist höföu á lögreglustöð og látið grjóthriöina dynja á henni. Herjeppaslysiö er I frekari rannsókn. I Tsuguru-sund, þar sem geislun mældist i sjónum eftir leka úrgangsvatns úr kjarnorkuven. Geisiamengun frá japðnsku kjarnorkuveri 56 manns urðu fyrir geislun, þegar geislavirkt úrgangsvatn lak úr kjarnorkuveri i vesturhluta Japans. Fyrirtækið, sem rekur orku- verið við Tsuruga, segir, aö ekki sé aö fullu komiö I ljós, hversu alvarleg geislaeitrun þessa fólks sé! ENN EITT BLÖKKU- BARN MYRT í ATLANTA Llk af 15 ára gömlum blökku- pilti fannst I ánni sunnan við At- lanta á páskadag. Er hann 24. blökkubarniö, sem látiö hefur llf- iö meö voveiflegum hætti siöasta 21 mánuð I Atlanta-borg I Ge- orgiu. Þessi piltur hvarf 2. mars og enn lausum hala I borginni, þrátt leikur grunur á þvi, aö hann sé fyrir umfangsmikla rannsókn og fórnardýr morðingja, sem leikur leit lögreglunnar. Þessar fréttir berast i kjölfar tilkynningar japanskra yfirvalda um, að rannsakaö skuli, hvi orku- verið hefði ekki tilkynnt geisla- leka, sem varð i þvi 8. mars. Þessi viðburður hefur orðið til þess.aðyfirvöld hafa fyrirskipað gaumgæfilega athugun á öryggi allra kjarnorkuvera Japans, 22. talsins. Hið geislavirka úrvangsvatn orkuversins rann út i sjó og venjubundin geislamæling i síö- ustu viku leiddi i ljós geislun i sjónum og botngróðri allt að 700 metra frá verinu. Kom I ljós aö krani reyndist opinn, sem mæli- ljós i stjórnborði sýndu lokaðan. BANDARISKUR KAFBÁTUR I ÁREKSTRI Bandariski flotinn hefur viður- kennt skaðabótaskyldu sina vegna áreksturs bandarisks kjarnorkukafbáts og japansks flutningaskips fyrr i þesum mánuði. Áreksturinn varð 9. april i Kinahafi og tók kafbáturinn ekki þátt i að bjarga neinum af 13 manna áhöfn Nihe Maru, sem sökk eftir áreksturinn. Mennirnir komust þó i bátana og var bjargað siðar, en skipstjórans og eins hásetanna er ennþá saknað. NÝTT HEIFTARSTRRD BRAUST OT I S- LlBANON UM PÁSKA Hatrömm stórskotahrið rauf páskafriðinn i Suður-Libanon i gær, þegar hægrisinna Libanir beindu skotum sinum að Nabatiyeh, þar sem skæruliðar Palestinuaraba og vinstrisinna Libanir eiga sér öflugt yigi. Orrustuflugvélar frá Israel blönduöu sér I orrahriðina með loftárásum á stöðvar Palestinu- araba, og segja ráðamenn i Israel, að þeir vilji sýna hægri- sinnum stuöning i baráttunni viö Palestinuaraba. Palestinuskæruliðar svöruðu eldflaugaárásá byggð ból handan israelsku landamæranna. Þaö er talið, að milli 20 og 30 manns hafi látið lifið i stórskota- hriðinni á páskadag og annan i páskum. Vitað er um að minnsta kosti 70 særða. Um leið bárust fréttir af þvi, að átök hefðu blossað upp að nýju milli herskárra falangista og sýr- lenskra hermanna i Beirút á páskadag, en þau f jöruðu út iheð kvöldinu og mátti heita friður þar i gær. Átökin i Suður-LIbanon hófust, þegar foringi og óbreyttur liðs- maður úr liði hægrisinna voru skotnir til bana af Palestínu- skæruliðum, þar sem þeir voru að gera jarðsprengjur, óvirkar, sem skæruliðar höföu komið fyrir. Hófu hægrisinnar heiftarlega stórskotahrið á hafnarbæinn Sldon. 1 þeirri orrahriö fórust sextán manns og rúmlega 30 særöust. Bætt haf naraðstaða Auldð geYmslurými Hafskip hf. tekur um þessar mundir í notkun fyrsta áfanga af þremur að nýrri hafnar- og vörugeymsluaðstöðu í Austurhöfninni. Breytingar nú eru þessar: 1. í Tollstöðvarbyggingu og Hafnarhúsi er vöruafgreiðsla fyrir vörur frá Norður- sjávarhöfnum og höfnum á Bretlandi. Einnig fyrir vörur frá U. S. A. og Kanada. I Tollstöðvarbyggingu er einnig miðstöð allrar vöruafgreiðslu í Austurhöfninni. 2. I A skála er móttaka á vörum sem fara eiga á hafnir við Norðursjó, Bretlandi svo og U. S. A. og Kanada. Vöruafgreiðslan við Grandagarð þjónar áfram vöruflutningum til og frá Skandinavíu og höfnum við Eystrasalt. Vöruafgreiðslusvæðið við Njarð- argötu (Tívolí) mun einnig þjóna áfram um sinn. Síðar verða svo teknar í notkrrn vöruafgreiðslur í Faxaskála I og II. Munu þær breytingar verða kynntar þegar nær dregur. Tilgangur Hafskips hf. með þessmn breytingum er að stórbæta afgreiðsluskipulag sem og vörumeðferð, og auka þar með þjón- ustu við viðskiptamenn félagsins. HAFSKIP HF. Hafnarhúsinu, v/Tryggvagötu, Sími 21160

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.