Vísir - 09.05.1981, Qupperneq 14

Vísir - 09.05.1981, Qupperneq 14
14 Laugardagur 9. mal 1981 vism feiöir og fetöctncKa Rætt við Kjartan Lárusson, forstjóra Ferdaskrifstofu ríkisins: „Stórauknar upplýsingar til íslendinga um feróir innanlands” ,,ViI) erum búnir að skipu- ieggja hópferðir um landið með svipuöu sniði og I fyrrasumar og ennfremur ætlum við að auövelda tslendingum enn frek- ar að ferðast með útlendingum um landið. Samkvæmt reynsiu undanfarinna þriggja ára virðist það vera mjög vinsælt að fara með útlendingum, kynnast fóiki frá öðrum löndum og oft skapast þar kunningsskapur og vinátta sem ekki slitnar þegar ferðinni lýkur”, sagði Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrif- stofu rfkisins I samtali við Ferðasiðuna. „Við höfum ýmsar nýjungar á prjónunum sem auka enn þá möguleika sem tslendingar hafa til að ferðast um eigið land, en þaö er of snemmt að fara náið út i það núna. Ég get nefnt að ætlunin er að stórauka fram- boö á upplýsingum til al- mennings. Ferðaskrifstofan veröur opin alla daga vikunnar og þangaö geta allir komið og fengiö upplýsingar um lengri eða skemmri ferðir. Þessi þjón- usta stendur einnig þeim til boða sem eru að fara á einkabil- um sinum. Þeir geta komiö til okkar, til dæmis á laugardags- eða sunnudagsmorgna ef helgarferð er I bigerð og fengið upplýsingar um ferðamöguleika og hvað býðst á hverjum staö. Við höfum hér sérmenntað fólk til að gefa þessar upplýsingar og erum meö þessu að auðvelda landanum ferðalög um eigið land”, sagði Kjartan ennfrem- ur. t hópferöum Ferðaskrifstofu rikisins um landið er yfirleitt gist á hótelum, Edduhótelum sem öðrum og er reynt að halda verðinu sem mest niðri. Hægt er aö fara I dagsferðir frá Reykja- vik, til dæmis að Gullfossi og Geysi og finnst mörgum þægi- legt og ódýrara að skilja einka- bflinn eftir heima og skjótast i svona hópferðir með leiðsögu- mönnum. Þá veröur hægt að fara i 10 daga hringferöir um landið I hópferöum Ferðaskrif- stofunnar I sumar, á þeim tima sem öllum hentar, þvi slikar ferðir verða 40-50. Auk þess verða styttri sérferöir til ein- stakra landshluta. Nákvæma ferðaæaætlun og verð er hægt aö fá upp úr miöjum mai. Fleiri erlendir ferða- menn Kjartan Lárusson sagði enn- fremur, að betra útlit væri nú hvaö varðar komur erlendra ferðamanna til landsins en var á sama tima I fyrra. Hins vegar væri þetta sá mánuöur sem menn afpöntuðu mest sinar feröir ef þeir ætluöu á annað borö að hætta viö, og þaö væri ekki hægt aö treysta alfarið á allar pantanir fyrr en ferða- maðurinn væri kominn til lands- ins og farið hefði verið ofan i budduna hans! Hann sagði að á siöustu 10 ár- um hefði orðiö mikil breyting á ferðatilhögun útlendinga sem sæktu okkur heim. Ferðirnar væru nú meira og minna skipu- lagðar áður en þeir kæmu til Kjartan Lárusson forstjóri. landsins svo aö segja frá fyrsta til siöasta dags. Dvaiartiminn væri yfirleitt um hálfur mánuður og allur timinn skipu- lagður fyrirfram nema einn eða tveir dagar. Reynslan sýndi hins vegar, aö farþegar sem panta seint Islandsferð fyrir sumarið skiluðu sér siöur, ef illa voraði I Evrópu. Þá væri frekar farið i sól og bliöu til annarra landa. „Það er talsverð aukning I bókunum frá þvi I fyrra, sem var lélegt ár að þessu leyti, en það er raunar ekki fyrr en um næstu mánaðamót sem það kemur I ljós hvort þær vonir sem viö gerum okkur, standast. En ég er bjartsýnn, maöur hefur ekki leyfi til annars I öllu þessu svartsýnisrausi sem hér heyrist”, sagði Kjartan Lárus- son. Farsedlar frá SMART gilda i lofti, ládi og legi Þrir stórir og þekktir flutningaaðilar á Norðurlönd- um, SAS, Rikisjárnbrautirnar og norska flugfélagið Braathens SAFE, hafa undirrit- að samkomulag um sameigin- legt tölvukerfi til að tengja sam- an feröaskrifstofur og fleiri innan ferðaþjónustunnar á Norðurlöndum. Þessir þrir aðilar ætla aö kaupa tvö þúsund tölvustöövar frá Svenska Philips AB og kosta herlegheitin 60 milljónir sænskra króna eða sem svarar 12 milljónum dollara. Þetta tölvukerfi verður kallað SMART, sem er skammstöfun fyrir Scandinavian Multi Access Reservations for Travel Agents. SMART mun kynna nýja gerö farseöla sem gilda I lofti, járn- brautum, skipum og áætlunar- bflum á Norðurlöndum auk þess sem þeir verða teknir gildir á bflaleigum og viö hótelpantanir. Óþarfi er aö taka fram, að þetta kerfi nær ekki til tslands. Ódyrt flug til Lux og þar bidur bdlinn Feröaskrifstofurnar bjóða æ betri þjónustu með hverju árinu sem Ilður þeim er kjósa að ferð- ast utan á eigin vegum en ekki I hópferðum, en vilja engu að slður skipuleggja ferð sina. Vmis konar afslátt er hægt að fá gegnum ferðaskrifstofurnar og þær hafa á að skipa kunnáttu- fólki sem getur skipulagt ein- staklingsferðir á hagkvæman máta. Svo dæmi séu tekin má nefna, að úrval býður I sumar ein- staklingsferðir til Luxemborgar alla fimmtudaga á hagkvæmu veröi og er bllaleigubill innifal- inn. Vikuferö fyrir manninn, þegar tveir eru saman um bil, kostar aðeins 2.600 krónur. Inni- I falið er flugfar til og frá Lux og bifreiö til afnota án takmark- ana. Aukavika kostar 500 krón- ur á mann. Ef fjórir eru saman | um bil kostar vikan 2.550 á mann og aukavika 475 krónur. I Afslátturerfyrir börn. Það skal skýrt tekiö fram aö gisting er ekki innifalin i veröi, | en Úrval bókar gistingu fyrir þá sem þess óska. Frá Luxemborg er örstutt til Frakklands, Þýskalands og annarra Miö-Evrópulanda. Vegir vel merktir og auövelt að verða sér | úti um ódýra gistingu I bæjum og þorpum. Auk þess er hægt að gista á góðum og vel útbúnum tjaldstæöum. Það ku ekki vera amalegt aö tylla sér niður þarna I garðinum og slaka á frá amstri dagsins. Fimm milljónir ferdamanna gistu i Miinchen Þessi kinverski turn er ekki i Asíu, heldur er hann að finna I hjarta Evrópu, Mönchen, nánar tiltekið f Enska garðinum þar I borg. Ibúar Miinchen eru afar hrifnir af þvi að sitja I þessum fallega garði með stóra krús af öli og spjalla saman. Þá eru ferðamenn ekki siður tiðir gest- ir I garðinum yfir sumariö, en til Munchen kemur mikill fjöldi ferðamanna á hverju ári. Sem dæmi má nefna, að á siðasta ári náði tala ferða- manna, sem gistu I borginni, fimm milljónum og var þá lang- þráöu marki náð. Samkvæmt opinberum tölum gistu 1.6 milljónir Þjóðverja og tæplega milljón útlendingar að meðal- tali tvær nætur I borginni á siðasta ári. Flestir erlendu feröamannanna komu frá Bandarikjunum eða 245 þúsund, frá ítallu komu 85 þúsund, Austurriki 79 þúsund, Bretlandi 68 þúsund og 62 þúsund feröa- menn komu frá Frakklandi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.