Vísir - 09.05.1981, Qupperneq 22
22
VÍSIR
Laugardagur 9. maí 1981
Vörubí lstj órinn,
sem myrti 12 koniir
Sagt frá leitinni ad Peter Sutcliffe,
enska morðingjanum, sem hefur líf
12 kvenna á samviskunni
t>ungu fargi var lett af ensku þjóöinni þegar vitaö
var aö Peter Sutcliffe var kominn undir lás og slá.
Enginn glæpamaöur hefur valdiö þvílíkri skelfingu
oq þessi margfaldi morðingi nema ef vera kynni
Jack the Ripper, sem uppi var á sfðustu öld. Jack the
Ripper skar 6 vændiskonur á háls — Peter Sutcliffe
mvrti 12 konur a hinn voðalegasta hátt. Lögreglan
hafði leitað moröincftans i ein fimm ár an arangurs
og þegar hún loksins krækti i vörubilstjorann í janúar
s.l. var það fyrir algjöra tilviljun.
Peter Sutcliffe bjó með konu
sinni, Sonju á Garden Lane,
Bradford i norður Englandi. Þau
áttu raðhils af þvi tagi sem úir og
grúir af um allt landið, tveir
bogagluggar sinn hvoru megin
við dyrnar. Litill garður fyrir
framan. Nú standa tveir lög-
regluþjónar vörð um húsið nótt og
dag til að koma i veg fyrir að reiði
almennings bitni á eigninni. Ná-
grannarnir læsa að sér og draga
tjöldin fyrir gluggana — þeir vilja
sem minnst um þetta vita. Einn
þeirra segist vera með slæma
samvisku. ,,Gat ég hjálpað hon-
um? Hefði verið hægt að koma i
veg fyrir þetta með þvi að nálgast
þau?, vera betri nágranni?”
Sutcliffe hjónin höfðu sama^g
ekkert samband við nágranna
sina. Buðu góðan daginn ef þvi
var að skipta. Sonja, mynd-
menntakennari, hugsaði vel um
garðinn þeirra, Peter undi sér
best i bilskúrnum þar sem hann
dittaði endalaust að gamla, brúna
Rovernum sinum. Stundum fór
hann einn út á kvöldin og þá sást
hann læsa útihurðinni vendilega.
Færu þau saman bauð hann henni
arminn. Tengdaforeldrar hans
hafa sagt að hann hafi varað hana
við morðingjanum, sem gekk laus
á svæðinu.
// Svona hæf ileikar''
Hvers vegna drap hann? Er
hann geðklofi? Varð hann fyrir
stóru áfalli þegar móðir hans
lést? Þráði harin að verða mis-
skilið mikilmenni? Þegar lög-
reglan skoðaði vörubilinn, sem
hann ók, fann hún miða með þess-
um orðum:
,,í þessum bil situr maður, sem
býr yfir svo miklum sálarkrafti
að þegar hann leysir þann kraft
úr læðingi er heil þjóð gripin
skelfingu. Krafturinn gæti sigrast
á öllu sem fyrir verður. Eiga
svona hæfileikar að fara i súg-
inn?”
Sálfræðingar eiga eftir að kljást
lengi við gátuna, sem Sutcliffe er
þeim nú. Honum tókst að leika á
alla i kring um sig, á nágranna
sina, eiginkonuna, vinnufélagana
og hann lék á lógregluna þannig
að hún á sér vart endurreisnar-
von meðal almennings i landinu.
Lögreglan leitaði að
morðingjanum i fimm ár. Hún
hringdi á 50.000 dyrabjöllum
skoðaði 175.000 bifreiðir og yfir-
heyrði 300.000 manns. Leitin
kostaði yfir 60 milijónir nýkróna.
Hún hófst árið 1975 þegar Joan
Harrison fannst myrt i bilskúr i
Preston á Norður-Englandi. Eftir
likskoðun þóttist lögreglan hafa
eftirtaldar upplýsingar um
morðingjann: Hann var i B-blóð-
flokki, (aðeins 6% Englendinga
eru i þeim flokki). hann var með
gat i tönn í efri-kjálka. Þessar
niðurstöður fengust eftir rann-
sóknir á bitfari á brjósti konunn-
ar, sæði i leggöngum og munn-
vatni, sem morðinginn hafði skil-
ið eftir á likama hennar.
Fleiri morð komu til sögunnar
og æ fleiri upplýsingar fengust
um morðingjann. Hann sendi
Oldfield lögregluforingja, sem
hafði umsjón með leitinni, segul-
band þar sem hann sagði: ,,Ég er
Jack. Það er ljóst að þér gengur
ekkert að finna mig. fcg held að
'T’^|f r ^ f •• i x #• ^
lolf fornarlomb atuiun arum
Jayne MácDonald Jean Royle-Jordan Barbara Leadi Jacqueline Hill
löggurnar þinar standi sig ekki
nógu vel”. Hann hótaði að myrða
fljótlega aftur og sagði að lokum:
,,Ef ég held svona áfram, hlýt ég
að komast i metabókina”.
Lögreglan hafði sem sagt rödd
morðingjans á segulbandi. Hún
þóttist lika hafa rithönd hans.
Þrjú bréf höfðu borist, eitt þeirra
með nákvæmri lýsingu á morðinu
á Joan Harrison. Munnvatnið
sem hafði vætt limið á umslaginu
gaf til kynna að bréfritarinn væri
i B-blóðflokki. Rithandarsér-
fræðingur komst að þeirri niður-
stöðu að skrifarinn væri ógiftur
og heimilislaus.
Þar að auki þóttist lögreglan
vita hvernig morðinginn liti út.
Fjórar konur höfðu komist úr
klóm hans þegar hann lagði á
flótta vegna ónæðis. Eftir fyrir-
piælum kvennanna var andlit
morðingjans teiknað. Hann var
dökkur og skeggjaður.
A miðjuári 1979 þóttist lögregl-
an þannig vita næstum allt sem
skipti máli um þennan voðalega
morðingja. Hún vissi ekki að
hann hafði þá þegar komist i
hendur þeirra. Konur,sem sluppu
frá honum, sögðust allar hafa
fundið smurolíulykt af mannin-
um. Því yfirheyrði lögreglan alla
bifvélavirkja og vörubilstjóra á
svæðinu milli Leeds og Man-
chester. Árið 1977 yfirheyrði hún
m.a. Peter Sutcliffe á vinnustað
hans. Föt hans og tennur voru
skoðuð, munnvatn og blóðflokkur
greint. Það var leitað i ibúðinni
hans. Það fannst hvergi neitt
grunsamlegt. Það sama gerðist
aftur árið 1978 en aftur án þess að
Peter þætti liklegur morðingi.
Hann hélt áfram að drepa.
Hann drap miskunnarlaust.
Jack the Ripper lét sér nægja að
skera á háls. Peter Sutcliffe gekk
svo langt i drápfýsn sinni, að
harðsviraðar lögreglur með ára-
langa reynslu gátu vart litið likin
augum. Sutcliffe braut höfuð-
kupu fórnarlamba sinna með
hamri. Risti þærfrá kynfærunum
upp að nafla og reif innyfli út. A
bak þeirra skar hann krossa, oft
30-35. „Maðurinn sem við leitum
er eins og villidýr” sagði lögregl-
an.
Ógnunin sem stafaði af honum,
lá eins og mara yfir Yorkshire-
héraðinu i Englandi. Þær konur,
sem enn voguðu sér út að kvöld-
lagi, vopnuðust hnifum og tára-
gasi. Leigubilstjórar voru beðnir
um að fylgja kvenfarþegum sin-
um allt upp að útidyrunum og að
biða þessað þær væru innan dyra.
Vændiskonur slógust i hópa á
kvöldveiðiferðum. Námsmenn
við háskólann i Leeds skipulögðu
sérstakar strætisvagnaferðir og
förunautaklúbbi var komið á fót
fyrir þær, sem þurftu að fara
ferða sinna gangandi. Þúsundir
kvenna fóru á námskeið i sjálfs-
vörnum. Lögreglan hélt áfram
leitinni.
Reiöi almennings — van-
geta lögreglunnar.
Fórnarlambnr. 12 var Barbara
Leach, 20 ára stúdent. Þegar hún
fannstmyrt, fékk forsvarsmaður
leitarinnar, Oldfield lögreglufor-
ingi, hjartaáfall. Reiði almenn-
ings vegna vangetu lögreglunnar
fór æ vaxandi. öfgasinnaðar
kvenréttindakonur efndu til að-
gerða og hrópuðu „Morðinginn
geturverið hvaða karlmaður sem
er” — „Allirkarlmenn eru svin”.
A knattspyrnuvellinum fundu
ólátabelgir upp á nýjum ókvæðis-
orðum handa löggunni, sem
tengdust morðunum.
Lögreglan greip til áður
óþekktra bragða. óbreyttir lög-
regluþjónar fóru i kráarleiðangra
með rödd morðingjans á segul-
bandi og spurði hvort nokkur
kannaðist viðhana. Bréf sem áttu
að hafa borist frá honum voru
fjölrituð og send á ótal staði i
þeirri von að einhver þekkti rit-
höndina. Það var gefið út blað,
fjórblöðungur með yfirbragði
æsifréttablaðs þar sem öll smá-
atriði um morðin 12 voru birt.
Blaðið kom út i milljóna upplagi.
Veggspjöld voru sett upp sem
bentu fólki á að „morðinginn gæti
verið nágranni þinn”.
Þetta voru örþrifaráð og allt
kom fyrir ekki. „Það eina sem
getur hjálpað okkur”, sagði einn
lögreglustjóranna i fyrra, þegar
leitin var i hápunkti, „er 13.
morðið. Við þörfnumst fleiri
spora”. Og 13. morðið kom. í
nóvember 1980 lést Jacueline Hill,
20 ára gömul, stúdent eins og sú
semmyrtvar næstá undan henni.
Hún lést af sárum sinum og
fannst nokkur hundruð metra frá
ibúð sinni. Lögreglan herti leit-
ina. Hún greip til þess ráðs að
reyna að æsa morðingjann svo að
hann færi að sýna minni var-
kárni. Veggspjöld voru limd upp,
með áletrunum á borð við:
„Morðinginn er huglaus”. Móðir
eins fórnarlambsins kom fram i
sjónvarpinu og hrópaði: „Þú ert
djöfullinn uppmálaður. Þú ert
likamlega og andlega minni
máttar. Þú getur aðeins verið
með konu eftir að hún er dauð”.
Rödd morðingjans af tittnefndu
segulbandi var sett i sjálfsvar-
andi sfma. Hver sem vildi gat
hringt i númer 46 4141 i Leeds og
heyrt þegar morðinginn hrósaði
sér af afrekunum og sagðist
mundu komast i metabókina.
100.000 pund voru sett til höfuðs
honum — hæstu laun sem um get-
ur i glæpasögu Englands.
Þetta gerðist á siðasta hausti. 1
janúar s.l. voru tveir óbreyttir
lögregluþjónar að athuga bif-
reiðir i úthverfi i Sheffield þegar
þeir rákust á gamlan, brúnan
Rover i innkeyrslu að húsi
nokkru. 1 bilnum var Sutcliffe
ásamt ungri vændiskonu. Þau
voru beðin um nöfn og Sutcliffe