Vísir - 09.05.1981, Page 31

Vísir - 09.05.1981, Page 31
Laugardagur 9. mai 1981 r ískyndl Vfsisbíð „Ekki núna félagi”, heitir gamanmyndsem sýnd verðuri Visisbiói á morgun klukkan 13 i Regnboganum. Myndin er i litum með islenskum texta. Taklur á firma- keppni Fáks Margir heistu gæðinjar Reykvikinga taka þátt i firmakeppni Fáks, sem hefst kl. 14 á svæði Fáks á Vföivöll- um i dag. Keppt er I þremur flokkum: Unglingaflokki, kvennaflokki og karlaflokki. Allir Fáksfé- lagar eru hvattir til að gefa kost á sér i keppnina og eru knapar beðnir að mæta við hringvöllinn kl. 13 með hross sin. Lúörahljómsveit Kópavogs undir stjórn Björns Guðjóns- sonar ætlar að blása auknu lifi i samkomuna kl. 14 og eftir það. Þaö má þvi reikna með að hrossin verði meö sæmileg- um taktí. Snæfelllngar með kafilðoð Félag Snæfellinga og Hnappdæia heldur sitt árlega kaffiboð fyrir brottflutta eldri héraösbúa, I félagsheimili Bú- staðakirkju n.k. sunnudag. Byrjaö veröur með þvf að hlýöa á guösþjónustu i kirkj- unni kl. 2 en á eftir eru bornar fram veitingar. Kór féiagsins syngur nokkur lög undir stjórn Jóns ísleifssonar. Snæfellingafélagið hyggur á Mallorcaferð I september og er undirbúningur hafinn. Vcgna mikiQar cftirspurnar er fólk hvatt til að láta skrá sig sem fyrst. 50 krónu markaður Körfuknattleiksdeild KR gengst um heigina fyrir svo- kölluðum „50 króna markaði” og vcröur hann haldinn I húsí ,f. Þorlákssonar og Norö- manns við Skúlagötu. Þar verður úrval fatnaðar af ýmsu tagi á boðstólum, og eins og nafniö gefur til kynna kosta allar vörur sem þar ver*öa seldar, 50 krónur. Markaöurinn veröur opnaður kl. 13 f dag og veröur opinn til kl. 18 og opiö veröur á sama tima á morgun. -gk. írlandsvlnlr með úlllund Samtök sem kalla sig „ír- landsvini”, hafa ákveðið að efna til fundar við breska sendiráðið f Reykja- vik I dag kl. 16.30. Fundurinn er haldinn til minningar um Bobby Sands og til stuðnings frelsisbaráttu ira sem Sands er oröinn tákn- rænn fyrir. A dagskrá fundarins verður ræöa Arna Bergmans, og Keltarnir spila. Fundarstjóri verður ólafur Gfslason. gk-- Grlpnir glóðvoiglr Þeir höfðu diki m ikið upp ur krafsinu þjófarnirsem brutust inn i Sindrastál i fyrrinótt. Það var þá helst ökuferð og ókeypis gisting. þvi lögreglan greip tvo menn glóðvolga áður en þeir höfðu náð að láta greipar sópa. Ekki er vitað til þess að þjófarnir hafi valdið ncinum spjöllum viö innbrot- ið. — ATA. Þessirhafa unnið á Hótel Loftleiöum frá því það var opnaö: Bjarni Guðjónsson, barþjónn, Emil Guö- mundsson hótelstjóri, Gylfi Ingólfsson, gestamóttöku, Stefanía Runólfsdóttir veitingabúð, Sigurður Brynjólfsson þjónn, Ilildur Friðjónsdóttir barþjónn, Jenny Clausen Ward herbergisþerna, Hilmar Jóns- son veitingastjóri, Soffía Andrésdóttir forstööukona þvottahúsi og Erla Bjarnadóttir yfir-her- bergisþerna. Hótel Loftlelðlr 15 ára öllu starfsfólki Hótel Loftleiða var boðið til veglegrar kaffi- drykkju fyrsta mái, en þá voru liðin fimmtán ár frá þvi hótelið var opnað. Emil Guðmundsson, hótelstjóri, sem starfað hefur við hótelið frá opnun, hélt ræðukorn og rifjaði upp ýmsa skemmtilega viðburði. Þá færðu hópar starfs- fólks hótelinu blóm. Þegar hótelið var reist á sinum tima, var það merkilegur áfangi i ferðamálasögu Islands. Aðstaða til móttöku erlendra ferðamanna stórbatnaði, svo og aðstaða til funda og ráðstefnuhalds. Fyrsti hótelstjórinn var Þor- valdur Guðmundsson, en aðrir hótelstjórar hafa verið Stefán Hirst, Erling Aspelund og núver- andi hótelstjóri, Emil Guðmunds- son. Starfsfólk Hótels Loftleiða er nú 108 manns. —ATA Sigurður E. Guðmundsson um skólatannlækningar: „NÚVERANDI urr- BYQGING ORELT" „Þaö sem vakir fyrir mér meö þessari bókun er að mig óar við þeim kostnaði sem er samfara skólatannlækningum, og eins hitt aö núverandi uppbygging þessara mál er algjörlega úrelt” sagöi Sigurður E. Guömundsson, en hann hefur lagt fram eftirfarandi bókun I Heilbrigðisráöi. „Skýrsla skólatannlækninga Reykjavikurborgar fyrir starfs- árið 1979 -1980, sem fyrir liggur, bendir aö minum dómi enn sem fyrr til þess að brýna nauðsyn beri til, að sem allra fyrst fari fram grundvallarendurskoðun á þeirri „nútima heilsugæslustofn- un”, sem skólatannlækningar eru orönar. Sú endurskoöun þarf fyrst og fremst aö beinast aö þvi, aö rekstur stofnunarinnar veröi miklu hagkvæmari en nú er, jafn- framt þvi sem gæði þjónustuunn- ar haldist a.m.k. óbreytt. Myndi það t.d. geta orðið meö þvi móti, að sérmenntað aðstoðarfólk, eins og t.d. tannfræðingar, tanntækn- ar og tannhjúkrarar taki I mjög vaxandi mæli við undirbúnings- og aðstoðarstörfum, en tannlækn- ar annist aðeins hin eiginlegu læknisstörf. A næsta fundi heil- brigðisráös mun ég þvi leggja til aö sett veröi á laggirnar nefnd manna, er annist tillögugerð hér að lútandi”. — Sigurður sagði I samtali við VIsi aö I dag störfuöu viö skóla- tannlækningar jafnmargir tann- læknar og starfsstúlkur þeirra eru. Þær hefðu flestar hlotiö lág- marksmenntun og geröu þar af leiöandi ekki annaö en að sjá um simahringingar og rétta læknun- um áhöld sin, og væri úrbóta þörf á þessu kerfi. Það er ófært að það þurfi háskólamenntaöa tann- lækna til þess að taka röngten- myndir og sjá um fyrstu skoðun, „tannlæknarnir eiga fyrst að koma til þegar að þvi kemur að lækna sjúkdóminn” sagöi Sigurð- ur, sem sagðist leggja á það áherslu að þótt geröar yrðu breytingar á fyrirkomulagi þess- ara mála þá héldu gæði lækning- anna sér. gk-. „Sannkðlluð Valshelgl” - seglr Jón H. Karlsson. en peir valsmenn halda upp á 70 ára almæli lélagsins um heigina Knattspyrnufélagiö Valur verð- ur 70 ára á mánudaginn og af þvi tilefni verður mikill afmælisfagn- aður um helgina. „Þetta verður sannkölluð Vals- helgi”, sagði Jón H. Karlsson, rit- ari aðalstjórnar Vals, en hann hefur unnið mikið undirbúnings- starf fyrir fagnaðinn. Reyndar hófst afmælishátiðin i gærkvöldi meö afmælisborðhaídi aö Hótel Borg. Á morgun, sunnu- dag, verður svo afmælisfagnaður yngri Valsmanna i Sigtúni, og hefst skemmtunin klukkan 15, Þar verða veislustjórar þeir Jón H. Karlsson og Hermann Gunn- arsson og verður ýmislegt til skemmtunar. A mánudaginn verður svo úti- samkoma við minnisvarða séra Friðriks Friðrikssonar i Lækjar- götu. Þar flytur biskupinn ræðu, Valssöngurinn verður sunginn og blómsveigur lagður að minnis- varöanum. Athöfn þessi hefst klukkan 12:15. Um kvöldið verður svo móttaka að Hliðarenda klukkan 17-19. Þar verða útnefnd- ir heiðursfélagar Vals og einnig verða forystumenn utan Vals heiðraðir. Þá gefst gestum kostur á aö skoða félagssvæði Vals, en að Hliöarenda eru nýhafnar fram- kvæmdir við nýtt iþróttahús félagsins. — ATA Tillaga sáttasemjara sampykkl: ROFAR TIL I VINNU- DEILU FLUGMANNANNA Nú viröist loksins sem rofað hafi til I deilumáli Flugleiða og flugmanna, eftir að deiluaðilar samþykktu sáttatillögu sem Rikissáttasemjari lagði fyrir þá. 1 þeirri tillögu gerir m.a. ráö fyrir aö Flugleiöir viðurkenni og geri ráð fyrir að tveir aðstoðar- flugmenn á Boeing-þotum félags- ins fái stöðuhækkun og veröi flug- stjórar á Fokker-vélum. Þá segir i sáttatillögunni að Flugleiöir viöurkenni stöðuhækkun til nokk- urra þeirra flugmanna sem næst standa flugstjórastööum á Fokk- er, þannig að þeir fái flugstjóra- laun án þess aö þeir raunverulega hækki I stööu. Sama gildir reynd- ar um aöstoöarflugmenn á Fokk- er, þeir fái viðurkenningu sem aðstoðarflugmenn á Boeing, fái launahækkun án þess að hljóta beina stööuhækkun. gk-. 31 Nlennlpgardagar I Njarðvík Njarðvikingar gangast fyrir menningardögum 10.—17. mai I Ytri-Njarðvikurkirkju. Tónleikar veröa á hverju kvöldi og málverkasýning I kirkjunni. Systrafélagið gengst fyrir kaffisölu eftir hverja tónleika, I safnaöarsal kirkjunnar. Sérstaklplngmun fiaila um orkumál Orkuþing veröur haldiö aö Hótel Loftleiöum 13.—15. mai n.k. A dagskrá eru allir helstu þættir orkumála og eru marg- ir á mælendaskrá. Má þar nefna Jakob Björnsson, sem fjallar um alþjóöahorfur I orkumálum og nokkur gruhd- vallaratriöi i stefnumótun þeirra. Haukur Tómasson ræöir um nýtt mat á vatnsorku tslendinga, Finnbogi Jónsson talar um samkeppnisstööu Islands I orkufrekum iönaöi og Haukur Pálmason greinir frá orkuspá til aldamóta. A eftir veröa pallborösumræöur. Aö þinginu, sem öllum er opiö, standa iönaöarráöuneyt- iö. Orkustofnun, Sambönd isl. raf- og hitaveitna, Rann- sóknarráö rikisins auk olfu- félaganna og VerkfræÖifélags tslands. Slúdentar mðl- mæla nViislariokun Stúdentaráö samþvkkti á fundi slnum nýlega samhljóöa mótmæli vegna ákvöröunar skólastjóra Myndlista- og handíöaskóla tslands um lok- un nýlistadeildar. Ráöiö Htur á ákvöröunina sem tilræöi viö frjálsa listsköpun og skorar á viökomandi yfirvöld aö stööva framkvæmd hennar. Ágúst Karlsson sigraði á Skákmótl Hafnarljarðar Nýlokiö er skákmóti Hafnarfjaröar. Keppt var i þrem flokkum og voru þátt- takendur 32. Crslit uröu þessi: A. fl. Skákmeistari Hafnar- fjaröar varö Agúst Karlsson, hlaut 8 vinninga af 9 möguleg- um. 2. varö Siguröur Her- lufsen 7,5. 3. Haukur Kristjánsson 6,5. B flokkur 1. Vilhjáimur ólafsson 7.5 af 8. 2.-3. Guömundur Guöbjörns- son og Jón Jóhannesson 5,5 vinninga hvor. t unglingaflokki uröu efstir Gunnar Armannsson og Þröstur Hjartarson meö 6 vinninga af 7. Hraöskákmeist- ari varö Sigurður Herlufsen. Skólaskákmeistari Hafnar- fjaröar I yngri flokk varö Kristinn Sævaldsson. t eldri flokk Gunnar Armannsson. Þriöjudagskvöldiö 12. maf kl. 20 veröur haldiö hiö árlega vorhraöskákmót. Teflt veröur I öldtúnsskólanum og eru’ skákáhugamenn hvattir til aö mæta. KolPelnsey af- hent á morgun Húsavfkurtogarinn Kol- beinsey ÞH-10 veröur aö öilum llkindum afhent eigendum sinum á morgun. Gunnar Ragnars forstjóri SIipp- stöövarinnar hf. sagöi I gær aö þeir mundu fara út á sjó um kvöldiö til aö reyna eitt og annaö I sambandi viö veiöa- færin. Komi ekkert óvænt uppá, veröur skipiö afhent á morgun. Slippstööin veröu^ ekki verkefnaiaus þegar Kolbeins- ey fer, þvi samiö hefur veriö um smföi tveggja annara skuttogara. Annar er fyrir Skagstrendinga en hinn fyrlr DýrfirÖinga. Smiöi beggja skipanna er hafln. SV

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.