Vísir - 25.06.1981, Side 1

Vísir - 25.06.1981, Side 1
Meirihluti á fundi læknafélaganna léllst á samkomulagið við ríkið: Þrlðiungur lækna á möti samningunum Eitthundrað og sextán læknar greiddu atkvæði með nýgerðum kjarasamningum við f jármálaráðuneytið á fundi læknafélaganna í gærkvöldi. Fjörutiu voru á móti/ en fimm seðlar voru auðir og ógildir. „Þetta er býsna mikill meiri- hluti sem lýsti sig fylgjandi samningunum, en þó kom á óvart hversu margir greiddu at- kvæöi gegn þeim. Er liklegt aö aöalóánægjan hafi veriö meö aö ekki var samiö um neinar. beinar kauphækkanir, heldur einungis ýmis réttindamál og óbeinar kjarabætur”, sagöi Sig- uröur Björnsson læknir i sam- tali viö Visi i morgun. Þaö sem um var samiö, voru auknar greiöslur fyrir fastar vaktir, næturvinnuálag næsta dag, nái menn ekki sex tima svefni á næturvöktum, en þessi atriöi ná fyrst og fremst til aö- stoöarlækna sem mest eru bundnir af vöktum á sjúkrahús- unum. Sjö og hálf klukkustund veröur greidd á mánuöi fyrir undirbúning og simenntun. Starfsaldursþrep voru aukin bæði hjá aöstoöarlæknum og sérfræöingum, en sérnám hinna siðarnefndu veröur nú metiö til starfsaldurs, svo þeir munu færast hraöar milli þrepa, auk þess sem bætt er viö flokki sér- fræðinga sem starfaö hafa i átján ár. Aksturssamningar hljóöa upp á beinar greiöslur, skatt- frjálsar, fyrir átta þúsund km á ári, en það nemur samkvæmt Menn tóku sér penna i hönd á fundinum i gærkvöldi og reyndu aö reikna út kjarabæturnar sem náöust fram i samningunum. (Visism. ÞÓG). núgildandi taxta, nálægt 1600 krónum á mánuöi. Kemur þetta i staö skattafrádráttar vegna notkunar eigin bila, sem numinn var úr gildi fyrir tveimur árum. Sérfræðingum er nú heimilt aö taka sér leyfi til námsferöa i 15 daga á ári og er þaö aukning um tvo daga frá niöurstööum Kjaradóms I vetur. örfáir aö- stoöarlæknar geta nýtt sér sams konar heimild til viku dvalar viö nám á ári. Ekki liggja enn fyrir tölur um hversu hátt þessar kjarabætur eru metnar i prósentum né hver verður útgjaldaaukning rikis- ins. Samningurinn gildir út samningstima opinberra starfs- manna eöa til 1. febrúar á næsta ári. JB Meirihlutínn í borgarstiórn: Borgar- fulltrúum fjðlgi í 21 - hugmynd um 7 borgarstjóraígíidí! „Þetta er ekki i málefnasamn- ingi meirihlutaflokkanna en þaö var stefna þeirra allra fyrir siö- ustu kosningar aö borgarfulltrú- um i borgarstjórn Eeykjavíkur yröi fjölgað úr 15 i 21 og ég hygg aö það verði lagt til á næstunni”, sagði Kristján Benediktsson borgarráösmaður Framsóknar- flokksins i samtali i morgun. „Meginrökin eru þau, aö gera minni flokkana starfhæfari i borgarstjórn og dreifa meira nefndarstörfum, halda þessu á áhugamannavettvangi en foröast i lengstu lög atvinnumennskuna. Ég er alveg á móti henni, en eins og nú er komiö, stefnir alít i þann farveg”, sagöi Kristján. „Ég er alfarið á móti þessari fjölgunarhugmynd og tel hana al- gerlega óþarfa, fjölgunin myndi einungis iþyngja borgarsjóði og gera stjórnkerfiö flóknara og þyngra i vöfum. Þá hefur þessi ráöstöfun ekkert meö aö gera starfhæfni litilla flokka, þvi hún myndi efalaust einfaldlega kalla á fleiri smáflokka”, sagöi Davið Oddsson borgarráösmaöur og talsmaður Sjálfstæöisflokksins. Daviö sagði aö hugmyndin um fjölgun borgarfulltrúa heföi m.a. veriö tengd þvi aö búa til 7 borgarstjóraigildi, sem væri al- gerlega andstætt þvi sjónarmiði núverandi meirihluta aö hafa borgarstjóra embættismann en ekki stjórnmálamann. Kristján sagði þessa hugmynd hafa verið rædda og miöaöa viö norskt kerfi, en vafasamt væri aö hún hefði fylgi. Þarna væri átt viö formenn 7 aðalnefnda, sem væru þá ýmist úr hópi meirihluta eða minni- hluta. A smiðavellinum i Kópavogi er unniö af miklum krafti og vinnugleðin skin úr andliti drengsins.sem mundar sögina. Þarna fá börnin útrás fyrir krafta sina á heilbrigðan hátt. (Visism. EÞS) Leitað að elstu kirkju landslns Sjð bls. 14-15 Hestamðt á Melgeröis- melum Sjá bls. 1« Eini kven- „trillu- karlinn” á Ólatsfirði Sjá bls. 27 Rajanl líklegasti forseti írans Sjá bls. 5 • ■ Kemur dýra- grafreitur á Akureyri? Sjá bls. n HERB

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.