Vísir - 25.06.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. júni 1.9gl
vtsm
• HANNES EYVINDSSON, RAGNAR ÓLAFSSÖN og GEIR
SVANSSON... léku mjög vel.
Stórgóður árangur íslendinga á Evrópumótinu t goltt
á St. Andrews I Skotlandi
Svíar slóðu udd og
Klðppuðu íslénfl-
ingum Ibf í lúla...
- eltlr að landsilðsmenn okkar hötðu halnað 19. sætl
ettir fyrrl dag höggleiksins
— Strákarnir voru hreint stór-
kostlegir — þeir léku mjög vel hér
á hinum fræga St. Andrews-golf-
velli, sagöi Kjartan L. Pálsson,
landsliöseinvaldur I golfi, eftir
fyrsta dag Evrópukeppninnar i
Skotlandi. lslendingar vöktu
geysilega athygli, þvi aö lands-
liösmennirnir skutu mörgum
frægum golfþjóöum ref fyrir rass
á fyrri degi höggleiksins — voru i
9. sæti af 19 þjóöum og aöeins 3
höggum frá þvi aö vera i áttunda
sæti.
Þaö átti enginn von á þessum
árangri Islendinganna. Þess má
geta til gamans, aö þegar is-
lenska landsliöiö gekk inn i mat-
salinn eftir keppnina, þá stóöu
Sviar upp og klöppuöu þeim lof i
lófa — þaö er ekki á hverjum
degi, sem Sviar klappa fyrir Is-
lendingum.
Evrópukeppnin byrjaöi i gær og
voru þá leiknar fyrstu 18 holurnar
af 36, en seinni 18 holurnar veröa
leiknar i dag. Fyrirkomulagiö er
siöan þannig, aö 8 fyrstu þjóöirn-
ar komast i A-RIÐILL og 8 næstu
i B-RIÐILL og þrjár þær siöustu i
C-RIÐILL. Eins og staöan er i
dag, þá eru Islendingar aöeins
þremur höggum frá A-riöli.
— Þaö er mjög létt yfir strákun-
um og þeir eru ákveönir aö gera
allt sitt besta i dag, en spurningin
er — tekst þeim aö tryggja sér
sæti i A-riöli? sagöi Kjartan L.
Pálsson.
Þær þjóðir sem eru fyrir ofan
Island eftir fyrri daginn, eru: —
Irland (364 högg), Wales (365),
Frakkland (367), England (369),
Sviþjóö (373), Skotland (373),
V-Þýskaland (375), Spánn 377) og
Island — 379 högg.
Þess má geta aö Danir eru 7
höggum á eftir Islendingum, Ital-
ir 8 höggum, Norömenn 10 högg-
um og Finnar 21 höggi. — SOS
Keflvikingar
til Selfoss
Selfyssingar fá Keflvíkinga I
heimsókn i kvöld i 2. deildar-
keppninni i knattspyrnu. Leikur
þeirra hefst kl. 20.
• ÓLAFUR BJÖRNSSON.
Ólafur fékk
að sjá rauða
spjaldið...
Ólafur Björnsson, fyrirliöi
Breiöabliks, getur ekki leikiö
meö Blikunum gegn Eyjamönn-
um — hann fékk aö sjá rauöa
spjaldiö hjá Óla Ólsen, dómara,
sem dæmdi leik Breiöabliks og
KA. óli haföi gefiö Ólafi gult
spjald, áöur en hann sýndi hon-
um þaö rauöa. Ólafur fékk aö
sjá rauöa spjaldiö, eftir aö hann
haföi spyrnt i knöttinn, þegar
Óli dæmdi aukaspyrnu á
Breiöablik.
Vignir Baldursson hjá Breiða-
bliki fékk aö sjá gula spjaldið og
á hann nú yfir höföi sér eins
leiks keppnisbann, þar sem
hann hefur fengið aö sjá ,,það
gula” þrisvar i sumar.
— SOS
Úlfur tíi
Sloke...
Ritchie Berker, aöstoöar-
framkvæmdastjóri Wolves, var
i gærkvöldi ráöinn fram-
kvæmdastjóri Stoke i staöinn
fyrir Alan Durban, sem fór til
Sunderland.
Þá var John McHall, aðstoö-
arframkvæmdastjóri Bolton,
ráöinn sem framkvæmdastjóri
félagsins i staöinn fyrir Stan
Andersen, sem var rekinn frá
félaginu fyrir stuttu.
—SOS
Garðar selli
mel ð Akureyrl
- lyftí 133 kg. í snðrun í „Skemmunni”
Glæsilegl
hjá Hannesi
Lyftingakappinn efnilegi frá
Akureyri, Garöar Gfslason
setti tslandsmet unglinga i gær-
kvöldi i „Skemmunni”, þegai
hann snaraöi 133 kg i 100 kg
flokki. Birgir Þór Borgþórsson
úr KR átti eldra mctiö. — ,,Ég
mun bæta þetta met á næst-
unni”, sagöi Garöar, eftir aí
hann haföi sett þaö.
Garöar jafnhattaöi 165 kg og
þaö geröi einnig tviburabróöir J
hans Gylfi og settu þeir þar með J
báðir Akureyrarmet. Gylfi »
snaraöi aftur á móti 127.5 kg. I
Þetta skeöi i vinarbæjakeppni I
Akureyrar og Lahti i Finnlandi. I
Úrslit keppninnar liggja ekki |
fyrir fyrr en i dag, þegar búið j
er aö reikna út stigin. SK/SOS j
! lék aðeins á einu höggi yflr pari st. Andrews
lslands meistarinn llannes
Eyvindsson náöi stórgóöum
árangri á fyrsta degi Evrópu-
mótsins i golfi á St. Andrews —
hann lék 18 holurnar á 73 höggum,
sem er aöeins einu höggi yfir
pari. Hannes lék af miklu öryggi.
Hannes Eyvindsson...........73
Ragnar Ólafsson.............74
Geir Svansson...............77
■Hart darist i 3. deildarkeppninni-
Sigurður Pétursson.........77
Björgvin Þorsteinsson......78
Óskar Sæmundsson...........80
Arangur fimm bestu manna er
talinn i höggleiknum.
Geir og Siguröur uröu fyrir þvi
óhappi aö slá einu sinni út af
braut. Björgvin var 2 yfir pari,
þegar fjórar holur voru eftir, en
þá var heppnin ekki með honum.
—SOS
Bloðlausir Vikingar
áttu í erfiðleikum...
- degar deir léku á Grundarfirði. dar sem deir mðrðu sigur 3:2
Leikmenn Víkings frá Ólafsvik
áttu i miklum erfiöleikum meö
ungustrákana frá Grundarfiröi á
Grundafiröi i gærkvöldi, þar sem
þeir náöu aö merja sigur 3:2.
Leikmenn Vikings náöu sér aldrei
á strik i leiknum og vildu þeir
kenna þvi um, aö þeir gáfu allir
blóð daginn áður, þegar bill frá
Blóöbankanum kom til Ólafsvik-
ur.
Jónas Kristófersson skoraði 2
mörg fyrir Vfking og PéturFinns-
son skoraði það þriöja með
þrumuskoti af 30 m færi. Þeir
Þorsteinn Böövarsson og Asgeir
Ragnarsson (16 ára) skoruðu
mörk Grundfirðinga. Mark As-
geirs var stórglæsilegt — þrumu-
fleygur, sem hafnaði undir þver-
slánni á marki Vikings.
Léttir skotinn á bólakaf
Leikmenn Njarðvikur áttu ekki
i erfiðleikum með Létti íra
Reykjavik — unnu stórsigur
(7:0) á Njarðvikurvellinum.
Þórður Karlsson skoraði þrennu
fyrir heimamenn og þá skoraði
Jón Halldórsson 2 mörk og hann
átti siðan eitt — pressaði mark-
vörð Léttis, þannig að hann sló
knöttinn i eigið mark. Haukur Jó-
hannssonskoraði siðan eitt mark.
ÓSKAR JÓHANNESSON ...
skoraði bæði mörk Stjörnunnar
gegn 1R — 2:1. ÍR-ingar voru fyrr
tilaðskora, þegar ólafur Jensson
skoraði með góðu skoti af 35 m
færi. Óskar jafnaði siöan meö
skalla — l:l,og sigurmarkið skor-
aði hann, eftir að hafa „stolið”
knettinum frá Bjarna Gunnars-
isyni, markveröi IR. Óskar náöi
knettinum, þegar Bjarni sló hann
niður, þegar hann hugðist sparka
út.
Viðir skoraði 5 mörk
Viðismenn úr Garði skoruðu
enn einu sinni 5 mörk i leik, þegar
þeir lögðu Þór frá Þorlákshöfn að
velli (5:2) á Þorlákshöfn. Guö-
mundur Jens Knútsson (2),
Klemens Sæmundsson, Daniel
Einarsson og Jónatan lngimars-
son skoruðu mörk Viöis, en Ei-
rlkur Jónsson, leikmaöurinn
knái, og Hólmar Sigþórsson,
skoruðu mörk Þórs.
Enn tapar Leiftur....
Leikmenn Leifturs, sem hafa
ekki unnið leik á heimavelli i 3.
deildarkeppninni siðan 1979,
máttu þola tap fyrir Tindastóli —
0:3. Nýliðinn Þröstur Geirsson,
sem lék áður með Hofsósi, skor-
aði 2 mörk fyrir Tindastól og Sig-
urjón Magnússonbætti þvi þriöja
við.
Siglfirðingar góðir á
grasi....
Leikmenn Siglufjarðar, sem
eiga malarvöll sem heimavöll,
kunnu svo sannarlega vel við sig
á grasvellinum á Arskógsströnd,
þar sem þeir lögðu Reyni að velli
6:2. ivar Geirsson skoraði mark
l'yrir þá fljótlega i leiknum og við
það „small allt saman” hjá Sigl-
i'irðingum. Þorgeir Reynisson
skoraði 3 mörk og Björn Ingi-
marsson (vitaspyrna) og ólafur
Þ. ólafsson bættu tveimur við.
ólafur skoraöi með glæsiskalla —
af 10 m færi. Jens Sigurösson og
Guðmundur Hermannsson skor-
uöu mörk Reynis.
— SOS