Vísir - 25.06.1981, Síða 8
8
Fimmtudagur 25. júni 1#81
VÍSIR
VlSIR
útgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréf+astjéri: Saemundur Gudvinsson. Aðstoðarfréttastjóri:Kjartan Stefánsson.
Fréftastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen-
drup, Arni Sigfússon, Friða Ástvaldsdéttir, Herbert Guðmundsson, Jóharma
Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena
Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir.
Blaðamaðurá Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig-
mundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés-
son. Utlitsteiknun: Magnús Ólafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eirikur
Jónsson.
Aug lýsúngastjóri: Páii Stefánsson
Dreifingarst^óri: Stgurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 linur.
Auglýsingar og skrif stof ur: Síðumúla 8, símar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Áskrif targjald kr. 80 á mánuði innanlands og verð í lausasölu
5 krónur eintakið.
Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Hver getur byggt?
Allt frá því Islendingar kom-
ust til bjargálna hefur það verið
metnaðarmál hverrar f jölskyldu
að eignast sitt eigið þak yfir
höfuðið. Fyrsta verk nýgiftra
hjóna hefur verið að huga að í-
búðarkaupum, og yfirleitt ekki
linnt látum fyrren húsnæði hefur
verið byggt eða keypt. Það kann
að vera lítil og þröng íbúð í upp-
hafi, en aldrei getur að líta stolt-
ara fólk en hjón sem flytja í
fyrsta skipti inn á eigið heimili.
Stundum er sagt að það
byggingaræði, sem hrjái fólk á
besta æviskeiðinu sé kross, sem
vel mætti missa sig. Ungt fólk
slíti sér út við byggingarvinnu
langt fram á kvöld og safni
skuldabyrði, sem hvíli á því'
fram eftir öllum aldri. Loks
þegar upp er staðið hafi hjóna-
bandið flosnað upp, ellegar hús-
bóndinn slitinn maður og
þreyttur af erfiði og áhyggjum.
Þessa eru sjálfsagt dæmi.
En hvað fæst án fyrirhafnar?
Hver stendur á eigin fótum,
nema með því að bjarga sér?
Reyndar er það svo í lif inu öllu,
að hver er sjálfum sér næstur.
Eflaust er það þægilegra og létt-
ara að halda að sér höndum og
láta alla sjálfsbjargarviðleitni
lönd og leið, láta hverjum degi
nægja sína þjáningu. Engu að
síður finna flestir hjá sér hvöt,
metnað og vilja til að verða sjálfs
sín herrar. íslendingar vilja
ekki vera upp á aðra komnir — og
allra síst að þvi er varðar heimil-
ið.
Sjálfseignarfyrirkomulagið er
einn af hornsteinum hins per-
sónulega sjálfstæðis, frelsisins.
Eigin íbúð er tákn og ígildi hins
efnalega sjálfstæðis.
Löggjafinn hefur virt þessa
hugsun og stuðlað að henni. Eigin
vinna við íbúðabyggingar hefur
ekki verið talin til tekna við
skattframtal, vextir hafa verið
frádráttarbærir, og lánveitingar
hafa verið sniðnar að því að
koma fólki á flot.
I síðustu kosningabaráttu
komu f ram stórhuga stefnuskrár
um auknar lánveitingar til íbúða-
bygginga, þar sem stefnt skyldi
að 80% lánum af kaupverði eða
byggingarkosiriaði húsnæðis.
I stað þess að láta þessi
kosningaloforð rætast, hefur
blaðinu verið snúið við. Rfkis-
stjórnin beitti sér fyrir löggjöf,
sem hefur leitttil minnkandi lán-
veitinga til almennra íbúða-
bygginga. Félagslegar fram-
kvæmdir eru hinsvegar efldar.
Verðtrygging lána hefur hækk-
að afborgunarkvöðina. Innleidd
hefur verið stórfelld mismunun í
lánafyrirgreiðslu. Þetta kemur
fram með þeim hætti, að fólk
sem er á skrá í verkalýðsfélögum
og hefur undir sextíu þúsund í
árstekjur á aðgang að láni, sem
nemur 9Ó% af byggingarkostn-
aði. Hinir sem ekki eru í verka-
lýðsfélögum og reyndar allir
þeir, sem hærri tekjur hafa fá
aðeins 23% lán.
Nú er það góðra g jalda vert að
hjálpa láglaunafólki til að eign-
ast eigin íbúðir, en það er vita-
skuld f ráleitt með öllu, að láta þá
stefnu bitna á hinum almenna
húsbyggjanda. Það er hrópandi
ranglæti að mismuna fólki eftir
tekjum og stéttarstöðu.
Af leiðingarnar eru að koma í
Ijós. í frétt Vísis hefur verið sagt
frá því, að byggingameistarar
sjái sér ekki annars kost en að
selja Byggingasjóði verkamanna
íbúðir, sem bjóða átti á hinum al-
menna markaði. Það fæst enginn
annar kaupandi. Venjulegu fólki
er það ofviða að ráðast í húsa-
kaup eða byggingar.
Hvert stefnir þetta? Það
stefnir í það að íslendingar, hinn
bjargálna maður, verður að
draga úr tekjum, gerast meðlim-
ur í verkalýðsfélagi og setjast á
biðstofur verkalýðsforingjanna
til að eiga möguleika til eigin í-
búðar. Kerfið, lánafyrirkomu-
lagið, hin ráðandi pólitíska
stefna hefur hafnað sjálfs-
eignarstefnunni.
I
i
i
1
Magnús Bjarnfreðsson
spjallar um þjóðhátiðina
og undrast mjög þá fá-
fræði sem almennt virðist
rikja meðal yngri kyn-
slóðarinnar um Jón
Sigurðsson og raunar um
þjóðfrelsisbaráttuna al-
mennt. Vísar hann þá
einkum til útvarpsþáttar
17. júní s.l.
Þá er þjóöhátiöin okkar bless-
uö liöin og daginn fariö aö stytta
aftur. Aö sögn blaöanna kom
þjööhátiöin löggæslunni i nokk-
um vanda. ólætin og hama-
ganginn vantaöi á almannafæri,
svo laganna veröir vissu varla
hvaöan á þá stóö veöriö, nema
auövitaö þeir sem fylgdust meö
i æ^kulýös- og iþróttahöllinni i
höfuðborginni, að sögn eins
blaðamannsins.
Þjóðhátið?
En hvaö er þessi þjóöhátiö?
Til hvers er hiin haldin? Er hiin
orðin timaskekkja? Liklega
nálgast hiin aö vera þaö. Ennþá
er aö visu til fólk, einkum gam-
alt, sem tekur hana nokkuö
alvarlega ennþá, en i augum
flestra fulloröinna er hUn fri-
dagur, sem þeir eru hund-
óánægðir meö aö beri upp á
laugardag eöa sunnudag, og i
augum barnanna er hUn
nammi, tniöar lUðrasveit og
skrUðganga. Ég veit aö einhver
sem les þetta verður ergilegur
og segiraö þaö sé nöldur og vit-
leysa en ég tek ekki orö aftur af
þvi.
Fyrir svo sem tveimur ára-
tugum eöa svo voru menn i eng-
um vafa um hvað þjóöhátið
væri, eöa til hvers hUn væri
naldin. Þá var skammt um liöið
frá þvi' tslendingar uröu sjálf-
stæðþjóöog þá læröi aö minnsta
kosti hiuti þeirra sem á skóla-
bekk sátu ennþá eitthvaö um
sögu þjóðarinnar. Fyrir kom
jafnvel aö kennarar legöu á sig
erfiöi til þess aö uppfræöa nem-
endur sina um hana.
Forsetinn og þjóðin
Ég verö aö segja það alveg
hreinskilnislega eins og er að ég
hefí sjaldan setiö eins höggdofa
af undrun i langan tima eins og
aö kvöldi 17. jUni, þegar hljóð-
varpið sendi Ut þátt sinn ,,A
vettvangi”. 1 þættinum var viö-
tal viö forseta okkar, Vigdisi
Finnbogadóttur, sem sagöi eitt-
hvaö á þá leiö aö allir tslending-
ar vissu hver Jón Sigurösson
væri. Mér fannst ekkert athuga-
vert viö þessi orö forsetans og
þau vera fullkomiega eölileg.
En svo byrjaöi balliö.
Eins og góöum biaöamönnum
sæmir vildu st jórnendur þáttar-
ins sannreyna þessi orö forset-
ans, og brugöu sér niöur i miö-
borg Reykjavikur til þess aö
kanna viöhorf hins almenna
borgara, hins margrómaöa
manns á götunni. Hann var
meöal annars spurður aö þvi
hver Jón Sigurðsson væri.
Ég hlýt aö gefa mér þaö aö
stjórnendur þáttarins hafi unnið
á heiöarlegan hátt og Utkoman
hafi veriö hlutfallslega rétt
niöurstaða af viðbrögöum fólks.
Annað væri misnotkun á fjöl-
miöli.
Hver var svo Utkoman? Ég
ÞióDhállo?
gat ekki betur heyrt en hUn væri
sU aö mikill minnihluti þeirra,
sem spuröir voru, heföi nokkra
hugmynd um það hver Jón
SigurÖ6son heföi veriö. Flesta
grunaöi aö hann væri eitthvaö
tengdur einhverju sem héti
sjálfstæðisbarátta, en lengra
náöi þekkingin ekki i f lestum til-
fellum. Og það sem meira var.
Augljóst var aö margir þeirra,
sem spurðir voru, höföu enga
hugmynd um hvenær Island
varö sjálfstættlýöveldi, þvi þeir
töldu Jón Sigurðsson hafa verið
fyrsta forseta þess. Var þó auð-
heyrt á röddum og orífæri
sumra þeirra, að ekki hefur lýð-
veldiö veriö bUiö aö slita barns-
skónum, þegar þeir bættust i
hóp borgara þess.
Hvað er að ske?
Fólk af kynslóö okkar forset-
ans heföi hreinlega hlegiö á sin-
um sokkabandsárum, hefði ein-
hver farið aö kanna þaö hvort
þaö vissi hver Jón Sigurösson
væri. NU er augljóst aö drjUgur
hluti fólks af yngri kynslóðinni á
höfuöborgarsvæöinu, alltupp aö
fertugu, hefur ekki hugmynd
um þaö. Hvernig stendur á
þessu?
Er ekki hrUgaö blómum frá
þjóöinni aö einhverju steintrölli
i miöri Reykjavik á hverri þjóö-
hátið? Ganga ekki fyrirmenn
þjóðarinnar þar um meö hátiö-
leikasvip og segja einhver lif-
andis ósköp falleg orö á hverju
ári? Eru ekki myndir af þessu
öllu i fjölmiölum og sagt frá
þessu I bak og fyrir i rikisfjöi-
miölunum? JU, jU, ekki ber á
ööru. Samtstanda fulltrUar þess
fólks, sem á aö erfa landiö, á
brókinni fyrir framan alþjóð ef
þeireru spuröir aö þvi, hver Jón
Sigurðsson hafi veriö.
Ég veröaö viöurkenna aö mér
varö á aö brosa, þegar ég sá ör-
væntingarfulla uppástungu eins
þeirra, sem ekki vissi hvaöan á
sig stóö veðrið, um þaö að sjón- w
varpið ryki til aö gera þátt um
Jón Sigurðsson, svo fólk fengi að
vita, hver hann heföi verið. Til NK
hvers með leyfi? SS
Ég er sannfærður um að SS
árangurinn yrði sá einn, að ^
sumir þeirra sem eitthvaö vissu S
fyrir um Jón sáluga, myndu
horfa á þáttinn, hinir annaö SS
hvort slökkva á tækinu eða snUa
séraö „vi'deóinu” sinu. Nei, þvi W
miöur, sjónvarpið getur hér
engu breytt og ljósasta sönnun w
þess er raunar sU að þaö gerði
fyrir nokkrum árum ágætan Xx
þátt um Jón Sigurösson, sem SX
ekki virðist hafa miklu breytt. Sx
Fræðslukerfi flengt
Ég sagði áöan aö fólkið hefN w
„staöiö á brókinni”, þegar þaö
var spurt. Raunar er þaö dálitiö !SS
ósanngjarnt, þvi þaö er ekki SS
fólkinu aö kenna, ef það veit
ekkert um Jón Sigurösson. En NX
ég held aö aldrei hafi skólakerfi ®
iandsins og kennarastétt fengiö S2S|
aðra eins flengingu opinberlega W
eins og þetta þjóöhátiöarkvöld. w
Þrátt fyrir alla þjóörembuna og w
skandinaviudýrkunina, sem eru Ss
hreint að sprengja drjUgan 5»
hluta kennarastéttarinnar, hef- !SS
ur fræðslukerfinu láöst aö
tengja saman fortiö og samtið ^
þjóöarinnar hvaö þá aö upp- ^
fræöa um tengsl hennar viö ná- Sx
grannana á liönum öldum. 1 öllu W
„samfélagsfræöi”-kjaftæöinu w
er liklega engin glufa fyrir slika W
fræöslu — eða hvaö? Ss
Aö vísu held ég að fólk Uti á 5»
landi sé betur statt i þessum 5SS
efnum en þeir fuiltrUar höfuð- !»
borgarsvæöisins, sem urðu SK
fórnarlömb Utvarpsmanna 17. NS
jUni' siöastliöinn. Engu aö siöur ^
vakti þessi merki Utvarpsþáttur §§
upp spurningar sem við annaö
hvort verðum að svara, eða þá
að við skulum láta blómin vaxa i
friði, i' staö þess aö hrUga þeim
að einhverjum steindröngum
geröum af manna höndum I
miöju höfuöborgarinnar.
Magnús Bjarnfreðsson.